Íslendingur

Eksemplar

Íslendingur - 23.02.1940, Side 1

Íslendingur - 23.02.1940, Side 1
Ritstjóri og afgreiðslum.: Jakob O. Pétursson, Fjólugötu 1. Sími 375. Pósthólf 118. XXVI. árgangur.l Akureyrí, 23. febrúar 1940 I 8. tölubl. Sjálfstæðismáliö. Pað líður nú óðum að því, að vér íslendingar þurfum að taka á- kvörðun um, hvort vér eigum að neyta uppsagnarákvæðis sambands- laganna frá 1918 og taka öll vor mál í eigin hendur, eða hvort vér eigum að vera áfram í konungs- sambandi við Danmörku. Pað hefir yfirleitt verið hljótt um þessi mál undanfarin ár. Aðeins fáir menn, sem telja má að stöð- ugt hafi talað til þjóðarinnar og reynt að halda henni vakandi í Sjálfstæðismálinu. F.n nú á síðast- liðnu ári virðist áhuginn vera að aukast, svo sem sjá má af funda- höldum Stúdentafélags Reykjavíkur og blaðaskrifum um málið. Hin mikla þögn, sem skilist gat sem áhugaleysi, hefir þó ekki staf- að af því, að þjóðinni yfirleitt liggi það í léttu rúmi, hveisu málinu lyktar. Pegar á því hefir verið ymprað, er venjulega svarað á þá leið, að þið sé svo sjálfsagt mál, að íslendingar taki við öllum sín- um máium sjálfir eftir 1943, að um það eigi ekki að þurfa að ræða- Pó vill það til, að raddir heyrast um það, að ástandið í Sjálfstæðis- málum vorum sé gott eins og það er, og vér megum vel við það una. Slíkar raddir hafa meira að segja komið fram í íslenzkum b öðum, og forsætisráðherra Dana, Th. Stauning, er kom hingað til lands s. I. sumar virðist hafa umgengist menn, er slíkar skoðanir höíðu, eftir því sem skilja mátti af blaða- viðtölum við hann, er hann koin heim úr þeirri för. Peir menn, sem verið hafa með úrtölur í sambandsmálinu, slá því oftast fiam, að vér höfum enga menn til að fara með utanríkismálin, og aúk þess verði það oss of kostnaðarsamt. Pessar mótbárur hafa fljótlega verið kveðnar niður. Vér förum nú þegar með mikið af utanríkis- málum vorum sjálfir. Ætíð, þegar vér höfum þurft að semja við aðr- ar þjóðit um verzlun og viðskipti, höfum vér sent mann eða nefnd manna til samningsgerða. Með því höfum vér talið hagsmunum vorum betur borgið en að fela slíkt dönskurn mönnum, sem skort- ir kunnleika á atvinnuháttum vor- um og framleiðslu. Og þar sem aðal-utamíkismál vor liggja einmitt á þessu sviðij er auðsætt, að vér eigum nóg hæfra manna til að taka þau að sér. U.n kostnaðinn er það að segja, að vér greiðum allverulega fjárupp- hæð til Dana vegna konungssam bandsins og kosturn miklu fé til sendinefnda, er vér getum alveg sparað oss, ef vér hefðum íslenzk- an, verzlunarfróðan mann búsettan á staðnum, þar sem viðskiptasamn- inganna er leitað. Og í löndurn, sem vér höfum lítil viðskipti við, getum vér auðveldlega falið ein- hverjum umboð vort, án mikils til- kostnaðar, og erum vér þá ekki fremur bundnir við danskan mann en t. d. enskan eða sænskan. Pau ákvæði sambandslagasamn- ingsins, sem oss eru hættulegust, eru jafnréítisákvæðin, sem felast í 6. grein, þar sem segir svo, að danskir ríkisborgarar njóti að ö'lu leyti sama réttar á íslandi, sem íslenzkir ríkirborgarar fæddir þar og gagnkvæmt. Pegar á það er litið, að Danir eru meira en 30 sinnum stærri þjóð en íslendingar og býr í miklu minna landi, þarf ekki í neinar grafgötur til að sjá, hver hætta ís- lenzku þjóðinni getur af þessu á- kvæði stafað. Danir hafa jafnan rétt og vér sjálfir til atvinnurekstrar í landi voru og til að leita sér at- vinnu hér. Þeir hafa jafan rétt og vér til fiskveiða innan íslenzkrar landhelgi og geta látið skip sín sigla undir íslenzkum fána. Og þó að vér höfum sömu téttindi í Danmörku höfum vér tiltölulega lítið gagn af þeim. Pótt Danir hafi ekki notfært sér þetta jafnréttisákvæði eins og þeir hefðu getað, er ekki þar með sagt, að þeir kynnu ekki að gera þ3Ö síðar meir, ef samningur þessi yrði fram- lengdur. Og hvets virði væri oss hið yfirlýsta fuilveldi, ef þeir not- færðu sér jafntétiisákvæðin út í æsar? í þeim hagsmunaátökum stór- véldanna í Evrópu, sem nú eru orðin að blóðugri styrjöld, er oss bætta búin af konungssambandinu við Danmörku. Danmörk er þann- ig selt, landfræðilega, að hún get- ur komið við sögu í þeim harm- leik. Oetur íslandi þá ekki veiið hæita búin af því, að vera álitið danskt land, eins og svo víða á sér stað, meðan Danir fara með utanríkismál vor að nokkru leyti og vér höfum einn og sama kon- ung og Danir? Höfuin vér almennt geit oss Ijóst, hvers við þarf, ef vér eigum að verða fullkomlfcja sjálfstæðir eftir 1943? Margir munu hugsa sem svo, að til þess þurfi ekki annað en segja sambandssamningnum upp. Og þetta er vissulega létt. En vér vetðum um leið að gera oss Ijóst, hvaö til þess þarf, að slík uppsögn verði tekin gilci. Um það segir 18. grein satnningsins: »Eftir árslokin 1940 getur Ríkis- þingið og Alþingi, hvort fyrir sig, hvenær sem er, krafizt að byrjað verði á samningum um endurskoð- un laga þessara. Nú er nýr samningur ekki gerð- ur innan þriggja ára frá því að krafan kom frarn, og getur þá Ríkisþingið eða Alþingi hvort fyrir sig samþykkt, að samningur sá, sem felst í þessum lögum, sé úr gildi felldur. Til þess að ályktun þessi sé gild, verða að minnsta kosti ’/s þingmanna annaðhvort í livorri deild Ríkisþingsins eða í sameinuðu Alþingi, að hafa greitt atkvæði með henni, og hún síðan að vera samþykkt við atkvæða- greiðslu kjósenda þeirra, sem at kvæðisiétt hafa við almennar kosn- ingar til löggjafarþings landsins. Ef það kemur í Ijós við slíka at- kvæðagreiðslu, að 8/a atkvæðis- bæria kjósenda að minnsta kosti hafi tekið þátt í atkvæðagreiðslunni og a. m. k. s/4 greiddra atkvæða hafi verið með samningsslitum, þá er samningurinn fallinn úr gildi*. Til þess að vér getum orðið fullkomlega sjálfstæð þjóð, þarf næsta Alþingi að samþykkja kröfu um endurskoðun samningsins. — Þremur árum síðar þarf svo Al- þingi með 2/s atkvæða að sam- þykkji ályktun um að slíta samn- ingnum. Loks þaif að leggja þá ályktun undir þjóðaratkvæði. Og þar dugar enginn einfaldur meirihluti. 75 af hverjum 100 kjósendam þurfa að greiða atkvæði og 75 af hverjum 100 greiddum atkvœðum þurfa að samþykkja samningsslitin. Af þessu er sjáanlegt, að eigi ísland að verða fullvalda og sjálf- stætt ríki meira en að nafninu, dugir ekkert tómlæti. Pað þarf vakandi áhuga þegnarina sjálfra, — vakandi »meðvitund þjóðarinnar sjálfrar um hið mikla hlutverk, er hennar bíður*, eins og komist er að orði í hinni skýiu ályktun frá nýafstöðnum Landsfundi Sjálfstæð- isflokksins, er birtist á öðium stað f blaðinu í dag. Kosning i raiðstjórn. Á landsíundi Sjálfstæðisflokksins fór fram kosning fjögurra manna í miðstiórn flokksins. Kosnir voru. Ólafur Thors með 1 ‘22 atkv, Bjarni Benediktsson — 120 — Árni Jónsson — 113 — Pétur Magnússon — 102 I. O. O. F. = 1212239 = □ Rún 59402287 - I 40 ára leik- afmæli. Nú, á þessum vetri, eru liðin 40 ár, síðan frú Svava Jónsdóttir kom fyrst fram á leiksvið hér í bæ. Hefir hún jafnan síðan lagt drjúgan skerf til leiklistarlífs hér á Akureyri og notiö álits og vinsælda í starfinu. SVavrt /ónsdóttir. Þegar vanda hefir þuiít val leik- enda í kvenhlutverk, hefir nafn frú Svövu jóasdóttur ætiö verið efst á blaði, Fyrir hið langa og mikla starf í þágu leiklistarinnar, hefir hún, fyrst allra leikara hér um slóðir, hlotið á þessu ári viðurkenn- ingu hins opinbera með dálítilli upp- hæð af íé því, sem skáldum og listamönnum er úthlutað, samkv. 18. grein fjárlaga. í tilefni þessa merkilega afmælis, heimsótti tíðindamaður blaðsins fiú Svövu að heimili hennar, Strand- götu 25, fyrir nokkrum dögum og bað hana að skýra eitthvað frá leiklistarferli sínum þessi 40 ár. — Fyrsta hlutverkið, er ég lék, byrjai fruin, var Lovísa, ung stúlka í leiknum »Annarhvor verður að giftast*. í*að var leikið til ágóða fyrir G, T -stúkurnar hér í bænum. Næst lék ég Ástu í Skugga-Sveini. Þá var ég 16 ára gömul. Síðan hef ég leikið bæði Gvend smala og Möngu í sama leikriti. — Hversu oft hafið þér komið upp á sviðið þessi 40 ár? — Það væri mér ómögulegt að muna. En hlutverkin, sem ég hef leikið, eru aldrei færri en 50. Árin 1914 — 21 bjuggum við vestur á Sauðárkróki. Þar lék ég í nokkr- um leikritum og leiðbeindi við eitt þeirra. Á þeim árum vai Leikfé- lag Akureyrar stofnað. Eftir að við komum til Akureyrar aftur, hef ég flest árin leikiö með því, en gekk þó ekki í það fyrr en árið 1926 Á 25 ára leikafmæli mínu, veturinn 1924—25, lék ég Erlu í »Dómum« eftir Andrés G. Þormar. Meðan á sýningu leiksins stóð, hafði Leikfélagið sérstakt sýningarkvöld mér til heiðurs í tilefni af afmælinu, í*að var 15, febrúar. Á eftir sýn- ingunni hélt L, A., ásamt fiölda

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.