Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 23.02.1940, Blaðsíða 3

Íslendingur - 23.02.1940, Blaðsíða 3
tSLENDINGUR 3 S í [ d i n . Eftirfarandi kvæði er þannig til komið: Eitt mánudagskvöld sumarið 1939, er V. í\ G. var að rabba í útvarpinu um daginn og veginn, barst tal lians að síld og sildveiðum. Gat hann þess m. a , að íslenzku skáldin hefðu mjög sniðgengið þennan nytjafisk og óskaði þess, að þau bættu nú ráð sitt og sendu sér eitthvað um síldina eöa þýðingu hennar fyrir okkur. í tilefni af þessu gerði F. H. B. kvæðiö og sendi V, í\ G Var það lesið upp í útvarpinu skömmu síðar. Hefir höf. góöfúslega leyft íslendingi að birta það. — Síldin á makalaust segulmagn. Síldin er ríkis- og einstaklings gagn, í verinu verðmætin spretta. Og þar gerast óþrotleg æfintýr, og yfir sögum hver hlutor býr; Mætti hann mæla af létta, Menn safnast þangað úr sveit og borg, þó sóöaleg þyki versins torg, í*að aftrar ei körlum né konum, f*ar sötra menn kaffi og súpa te, og Svartadauða, þó göróttur sé, en langflestir lifa á vonum. f*að er kverkað, saltað, kryddað og slægt, fyrir hverskonar afrek er verið frægt. f>ar er unnið frá morgni til óttu. f*ar er elskað og hatað af hjartans lyst, hlegið, grátið, faömað og kysst og dansað á degi sem nóttu. f>ar þæfa pressurnar soðna síld, af sjóðandi gufu hver lögn er kýld, en lyktina leggur til fjalla. f>ar streymir í lækjum lýsi og soð. f>ar löðrar brækjan þilju og stoð, og smitar eyrina alla. ]á, síldin á geysilegt gjörninga magn. Hún er gjaldmiðill ríkis, liún er þorsksins agn, hún er von, er velmegun þráir. f>að er hún sem lokkar hiö lífsglaða man, úr lágreistum bæ á verstöðvarplan, þar sem hreistrið sem gullsandur gljáir. En bregðist slldin, er bölvunin vís, eins og brotsjór, sem fyrir lending rís og kastar skipum af kili. Eins farast þá vonir við fjárhættu sand. f>ar flýtur ekki annað vogrek á land en skuldir — sem skapast í spili. En þrátt fyrir gjaldþrot og hrópandi hrun haísíldin karlana lokka mun og framar og fálátar meyjar, eins lengi og sjást í Iagarröst hin leiftrandi hviku sporðaköst á milli útskers og eyjar. Án trúar og vonar á afla og auð er alþýða og ríkisstjórn lifandi dauð — við höpp. skyldi hugina festa. I3vt gullkista er hann hinn glitrandi sjár, hann gefur trúuðum nægtir fjár. Við bíðum og vonum liins bezta. F. H. Berg. Slys. f>að slys varð um hádegisbilið í gær- dag, aö klaka- og snjóskriða féll af þaki Akureyrar Apoteks ofan á gangstéttina og lenti á Þorvaldi Vestmann bankagjaldkera, er gekk þar um í þeim svifum. Fékk hann svo mikið höfuðhögg af stóru klaka- stykki, að hann missti meðvitund. Var hann _ þegar borinn upp á sjúkrahús, Við læknisskoöun kom í Ijós, að hann var mjög alvatlega skaddaður á höfði. Var hann enn rænulaus í dag, er blaðið átti tal viö sjukrahúsið. Menn vería úti. Samkvæmt útvarpsfréttum i gær- kvöldi hafa orðið mannskaðar á Suðurlandi í óveðrinu fyrri part þessarár viku. Á Galtalæk í Rang- árvallasýslu varð vinnumaðnr, Stefán Jónsson að nafni, úti milli penings- húss og bæjar, og fannst lík hans í snjóskafli er veðrinu slotaði. Einn- ig er talið víst að norskur garð- yrkjumaður frá Reykjum í Ölfusi hafi orðið úti í því veðri. Barnarum til sölu tneð tækifæris- vei ði. R. v. á. Nemendur Menntaskólans höfðu frumsýningá gamanleiknum »Frænka Charley’s« eftir Brandon Thomas í Samkomuhúsinu f gærkvöldi. Hús- fyllir var, og skemmtu áhorfendur sér mjög vel. Meðferð á hlut- verkunum var jöfn og góð. Af karlmannshlutverkunum voru Jack Cherney (Eggert Kristjánsson), Lord Babberley eða falska frænkan (Hörð- ur Helgason) og Spittigue (Jóhann Hliðar) skemmtilegast sýnd, en af kvenhlutverkunum Kitty (Lára Helga- dóttir) og mátti þó síður þar á milli sjá. Milli þátta skemmti hljómsveit skólans og söngkór nokkurra skóla- pilta undir stjórn Hermanns Stefáns- sonar. Að sýningu lokinni mælti skólameistari nokkur orð til leik- húsgesta, er hann endaði meö þakk- arorðum til ieikstjórans, Jóns Norð- fjörð, fyrir áhuga, vandvirkni og gott samstarf. Bar leiksj’ningin ölt vott um, að leikendur hafa notið góðrar tilsagnar, bæði í framsögn og látbragði Aðalfundur R.V.A. i verður haldinn að Hótel Gullfoss sunnudaginn 3. marz kl. 13,30. STJÓRNIN. Skákþing Aknreyrar, hófst fyrir nokkrum dögum. Kepp- endur eru 7 í fyrsta flokki og 17 í öðrum. Er II, flokki tvískipt (í A og B.) í I. fl keppa; Unnsteinn Stefánsson (núv, skákmeistari Akur- eyrar), Jóhann Snorrason (núv. skák- meistari Novðurlands), Guðmundur Jónsson, Jón Torsteinsson, Júlfus Bogason, Hallgr, Benediktsson og Stefán Sveinsson. Lokið er nú 3 umferðum f I. fl. Hafa þær farið á þessa leið. 1. umjerö'. Jón í>orsteinsson x/s — Júlíus l/i Hallgr. Bendiktss. Ys — Jóhann x/s Guðm. og Unnsteinn biðskák. 2. umferð: Stefán 1 — Unnsteinn 0 Jón 1 — Guðmundur 0 3. umferð: Jón . 1 — Stefán 0 Hallgr. 1 — Guðm. 0 Vegna veikindaíorfalla eins kepp- andans er ekki fleiii skákum lokið. Aöaltund heldur Iðnaðarmanna- félag Akureyrar næstkomandi sunnu dag í húsi sinu kl. 4 e h. 3 herbergi og eldhús til leigu. Uppl. í Verzl. P. H. Lárussonar. NÝJA-BÍÓ Föstudags- laugardags- og sunnudagskvöld kl. 9: Böflnn frá Brimstone Tal- og hljómmynd í 10 þátt- um. Aðalhlutverkin leika: Wallace Beery, Virginia Bruce. Dennie O’keefe, Lewis Stone og fleiri ágætir leikarar. Amerfsk stórmynd frá landnáms- tíð Norður-Ameríku, þar sem sagt er frá í spennandi sögu eríiöleikum þeim og hættum, sem landnemarnir höfðu við að stríða, Bófaflokkur með skamm- byssu á lofti réði þarna lögum og lofum oft og tíðum. Og æfin- týraríkar eru þær sagnir, sem enn lifa af viðskiftum þeirra við hina hraustu lögi eglumenn. — Bófinn frá Briinstone, sem leik- inn er af fádæma snild aí Wallaee Beery er sérstæð at- burða röð, þar sem hann er faðir lögreglumanns þess sem átti að eyðileggja bófaflokk hans og má hann aldrei fá vit- neskju um það. Sunnudaginn kl. 5: Ást og ineyðarlendmg Störfum Atþingis er skammt á veg komið enn, — Engar breytingar urðu á forsetakosn- ingum og litlar í nefndum. Fjár- lagafrumvarpi fyrir árið 1941 hefir verið útbýtt meðal þingmanna. Eru tekjur þess áætlaöar 17,8 milj. kr, en gjöld um 17 miljónir. Rekstrar- afgangur áætlaður 825 þús. krónur. Tíðarfarið hefir verið hiö versta um allt land undanfarna daga, austanstorrr.ur með snjókomu mikilli. Bifreiðasamgöng- ur hafa stöðvast hér í bæ og ná- grenni, og ( nágrenni Reykjavíkur tepptust þær einnig. Áður hafði tfð verið eindæma góð. T. d. var blaðinu skrifaö úr Skagafirði um miðjan mánuðinn, að þar hefði jörð veriö snjólaus 1 byggð lengi undan- farið, frost Ktið, og sólskin eftir þvf, sem þar getur verið á þeim tíma. Auglýsið í Isl. Þvottaduftið FLIK-FLAK þvær bezt

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.