Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 01.03.1940, Blaðsíða 1

Íslendingur - 01.03.1940, Blaðsíða 1
NGUR XXVI. árgangur.l Rjtstjóri og afgreiðslum.: Jakob O. Pétursson, Fjólugötu 1. Sími 375. Pósthólf 118. Akureyri, 1. marz 1940 9. tölubl. LANDSFUNDURINN Eins og fyrr hefir verið getið hér í blaðinu, kallaði miðstjórn Sjálfstæðisflokksins saman lands- fund um miðjan s. 1. mánuð. Var fundurinn haldinn í Varðarhúsinu í Reykjavik. Sótti hann svo margt manna, að húsið reyndist of lítið. Uiðu sumir að standa úti í dyrum og utan dyra, þegar fundurinn var settur. Það eru nú liðin 4 ár, síðan landsfundur kom saman síðast. Upphaflega var svo til ætlast, að slíkur fundur yrði haldinn annað- hvort ár, en samkvæmt eindregnum óskum Sjálfstæðismanna í ýmsum héruðumtlandsins voru í stað landsfundar árið 1Q38 haldin hér- aðsmót i>íðsvegar um land. Var ánægja svo almenn með mót þessi, að liklegt verður að tetja, að þeim verði haldið áfram. Landsfundinn sóttu að þessu sinni nál. 150 fullttúar utan Reykja- vlkur. Voru þtir úr flestum sýsl- um og bæjarfélögum á landinu. Fundinum var þannig hagað, að eftir að formaður Sjáifstæðisílokks- ins, Ólafur Thors atvinnutná'aráð- herra, hafði sett fundinn, flulti hann langt og ítarlegt erindi um síjórn- atsamvinnuna, tild'ög hennar, fram- kvæmd og frarntíðarhorfur, Önnur mál lágu ekki fytir fundinum fyrsta daginn. Á öðrum fundatdegi voru þessi mál flutt: Starfsemi Sjálf- stæðisflokksins (flutningsm. Gunn- ar Thoroddsen), Sjálfstæðismálið (Oísli Sveinsson), Skattamál (Magn- ús Jónsson), Landbúnaðarmál (Jón Pálmason), Ve.klýðsmál (Bjarni Benediktsson) og Iðnaðarmál (Helgi H. Eiríksson). Priðja daginn voru flutt: Sjávarútvegsmál (Sig. Krist- jánsson), Utanríkismál (Thor Thors) Verzlunarmál (Átni Jónsson), Fjár-... mál (Jakob Möller) og Síldarút- vegsmál (Jóh. P. Jósefssonj. í öll þessi mál voru kjörnar sér- stakar nefndir, er skiluðu áliti 3. fundardag, og voru þau til um- ræðu þá, og aftur á 4. fundardegi. Loks voru þann dag frjálsar um- ræður, en fundinum slitið þá um kvöldið í samsæti að Hótel Borg, þar sem um 20 manns tóku til máls undir borðum. Pað sem sérstakiega einkenndi þenna nýafstaðna landsfund, var eining og flokkslegur áhugi fundar- manna. Andstöðuflokkarnir höfðu þó vænst þess, að ágreiningur og sundrung risi upp á fundinum sem leitt gæti af sér klotning í flokknum. Hefir þá um mörg ár dreymt djarfa drauma um slíkan klofning, sem enn hafa ekki getað ræzt. Þeim skal þó ekki láð það, þótt þeir þrái að sjá Sjálfstæðis- flokkinn klofna. Allir hafa þeir sjálfir klofnað og sumir oftar en einu sinni, Sjálfstæðisflokkurinn er langsamlega stærstur af fsl. stjórn- málaflokkum og þar að auki flokk- ur mjög margra og ólíkra stétta, sem oft hafa ólíkra hagsmuna að gæta. Honum virðist þvf vera miklu hættara við klofningi en hin- um litlu stéttaflokkum. Og því ber ekki að neita, að oft eru skoð- anir skiptar innan flokksins um einstök mál, svo sem verið hefir um gengismálið og stjórn3rsam- vinnuna. Og líklega hefði enginn flokkur annar en Sjálfstæðisflokk- urinn þolað þann ágreining án þess að klofna, En Sjálfstæðis- flokkurinn er samsettur af öllum stéttum landsmanna, — og þó að það kunni að sýnast ærin ástæða til þess að erfitt sé að halda hon- um óklofnum, þá mun einmitt þetta vera styrkur hans Einmitt vegna þess að hann er flokkur allra stétta, getur aldrei sjónarmið einnar stéttar markað stefmt hans. Stefna hans miðar þvf alltaf að því, að öllum stéttum landsmanna farnist sem bezt, — að allar fram- kvæmdir séu fyrst og fremst mið- aðar við alþjóðatheill. Þess vegna á flokkurinn svo létt með að taka fullt tillit til réttmætra óska hinna ýmsu stétta og marka stefnu sína og starfshætti í samræmi við það. Þar ráða þvf aldrei duttlungar eins eða fárra manna úrslitum eins og svo oft á sér stað í hinum þtöngu stélta- og sérhagsmuna- flokkum. Andstæðingablöðin minnast oft á hina »órólegu deild* Sjílfstæðis- flokksins, en svo nefna þau þá mp.nn, er ekki hugðu gott til sam- vinnu við Fiamsókn og Alþýðufl. . Ef sá hluti flokkanna, er ekki hafá til fulls sliðrað hin pólitísku sverð, eiga að bera heitið >hin órólega deild«, þá dylst engum, að Tíminn hefir um nokkrar undanfarnar vikur verið alveg á valdi þeirrar deildar Ftamsóknarflokksins, en þar virð- ist Þórarinn ritstjóri vera fremstur f flokki. Og skrif Alþýðumannsins s. I. þriðjudag bera líka vott um nokkra ókyrrð í ritstjóra þess blaðs. Fyrir þá menn, sem telja, að gagn hafi orðið að stjórnarsam- vinnunni, er fróðlegt að bera sam- an sktif hins »órólega« Tímarit- stjóra undanfarið um SjSlfstæðis- menn og ræðu Ólafs Thors á landsfundinum um stjórnarsamvinn- una, Tímir.n á engin nógu sterk orð til að lýsa fyrirlitning sinni á Sjálfstæðismönnum, »húsaleigu- bröskurunum*, »mönnunum, sem græða á dýrtíðinni*, »mönnunum sem lána fé sitt út með okurvöxt- um«, eins og hann nefnir þá, en í ræðu formanns Sjálfstæðisflokksins er ekki að finna eitt einasta styggð- aryrði um pólitíska andstæðinga. Meðal fullttúanna á landsfundin- um var meiri hlutinn sveitabændur, útvegsbændur og verkamenn. En landsfundurinn ræður mestu um stefnu flokksins. Hvort sjónarmið »húsaleigubraskarans« er meira ríkjandi f flokknum en sjónarmið hinna vinnandi manna geta menn þvf gert upp við sjálfa sig. Enda bendir hið sívaxandi fylgi flokksins um allt land bezt til þess, hve rógur og illmælgi Tímans eru léleg vopn. Á landsfund Sjálfstæðis- flokksins hafa 150 flokksmenn utan af landi, karlar og konur sótt í sig aukinn áhuga og aukinn þrótt til að vinna Sjálfstæöisstefnunni fylgi og samhug heima í sínu héraði. ItjrðttallfiO ð Akurey W Landsmót skíðamanna verður haldíð hér á Akureyri um páskana. Akureyrarmót hefst á sunnudaginn. — Viðtal við Hermann Stefánsson, Skíðamannahóparnir, sem svo oft bera fyrir augu hér í bæ og nágrenni bæjarins, þegar snjó'öl gerir, bera vott um vaxandi vetrar- íþróttaiðkanir hér í bæ. Fyrir hálf- um áratug var skíðarnaður nálega jafn sjaldéður hér um slóðir sem hvííur hrafn, en nú verður vart þverfótað á gö!unum fyrir skíða- mönnum, skíðakonum og skíða- krökkum, Hefir nú verið ákveðið, að hið áilega landimót skfðamanna verði haldið hér á Akureyri í vetur. Nú í vikunni átti blaðið tal við Hermann Stefánsson skíðakennara, sem jafnframt er formaður skíða- nerndar fpróttaráðs Akureyrar, og spurði hann nokkurra spurninga um skíðafþróttina hér í bæ og einkum um hin fyrirhuguðu skíða- mót- Spurningunni um landsmót- ið svaraði hann á þessa leið: — Mótið verður haidið hér lim páskana Fyrsti dag'^r mótsins er ekki ákveðínn. Fer hann eftir því, hvenær Esja kemur, sem ráðgert er að taki þátttakendur á mótið frá Reykjavík, ísafitði og Siglufirði. Mun keppnin hefjast dagir.n eflir komu þeirra. Fyrsta daginn fer fram keppni í göngu. Verður NÝJA-BÍÓ Föstudags- Iaugardags- og sunnudagskvöld kl. 9: Valsa- könprinn — Johann Strauss. — Hljóm- og talmynd í 10 þáttum. Aðalhlutverkin leika: Luise Rainer, Fernand Gravet og pólska »Kóleratur«söngkonan Aíiliza Korfus. j 90 manna symfoniuhljóm- sveit undir stjórn Dr, ARTHUR GUTTMANN leikur lögin í myndinni. Hrífandi fögur og skemmtileg mynd um hið freega valsatón- skáld Jóhann Sirauss Myndin gcrist í borg gleulr*nar Wien eins og hún var á dögum Franz Josefs. Þetta er ekki sann- söguleg æiisaga heldur fögur og hrífandi atburðaröð úr lífi hins ágæta tónskálds eins og þaö hefði ef til víll getað orðið. Fernand Gravet leikur Johann Strauss. Hin fagra Luise Rainer leikur Poldi konu hans og söngmeyna Milizu Korjus leikur Carla Donner, konuna, sem hann orkti til mörg af fegurstu lögum sín- um þar á meðal: »Geschichten aus dem Wienerwald*. ¦ I Sunnudaginn kl. 5: Áttunda eiginkona Bláskeggs. I.O.O.F, s= 121319 5= -¦:.¦¦¦ ¦, a^aii keppt i I fl. A ok B og II. flokki. í l. fl. A eru nú aðeins 19 menn á landinu, 2 f Reykjavfk, 3 á fsafirði og 14 á Siglufirði, 7 frá Skíðaborg og 7 frá Skíðafél. Siglufjarðar. í 1. fl. B eru aliir aðrir keppendur mótsins frá aldrinum 20—32 ára. Mun Akureyri senda nokkra menn í þann flokk. Pá fer fram keppni í skíðagöngu fyrir aldursflokkinn 17, 18 og 19 ára, og mumim við eiga þar álitlegan hóp keppenda. Annan dag mótsins fer fram keppni f svigi (slalom). Verða þar sennilega 5 flokkar: A og B fl. tynr karlmenn 16 ára og eldri,

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.