Íslendingur

Útgáva

Íslendingur - 08.03.1940, Síða 2

Íslendingur - 08.03.1940, Síða 2
2 ÍSLENDINGUR Gamli maðurinn Litilmenni og óvitar í landi voru, sem forsjónin leyfir eigi landsvist, en líður þeim þó að flækjast fyrir hinurn, reyna á ýmsar lundir að óvirða þá menn, sem komnir eru til vits og ára, einkanlega þá, sem eru á annarri stjórnmálaskoðun en þeir, sem hafa asnakjálkana að vopni. Mér er í fersku rninni umyrði, sem ég rakst á í vikublaði, um Matthías skáld, en hann var á öndverðum meið við rifstjóra blaðsins, á sljórn- málasviðinu. Ritsfjórinn kallaði Matthías »heimskan mann og iil- gjarnan*. Sá skaut þó yíír markið eða neðan við markið. Handhafar asnakjálkanna þykjast bera beinið hátt og vera þess íull- vissir, að þeir geti valdið rothöggi, þegar þeir eiga í höggi við fulltíða mann. Pá er viðkvæðið þetta: gatnli maðurinn, sem einusinni var og hét, hvað er hann að fetta sig og b etta. Sú er þýðing umyrðanna. En orðin að sjálfsögðu hrakleg. Ég skal taka dæmi: Prjátíu árum, eða því sem næst, áður en Matthías »fór í sína kistu«, sagöi maöur einn á prenti: », . . rneðan Steingrímur og Matthías gáfu ort«, o. s. frv. Pannig var Matthías dæmdur þá. En hann kvað til áttræðisaldurs fullum feturn, svo að hans siðasta vísa er svo vel gerð, að enga hefir hann betri gert, þó margar kvæði hann vei og ágætlega: Bráðum kveð ég feðrafrón, fer í mína kistu, rétt að segja sama flón sem ég var í fyrstu. Pessi vísa er fullnóg játning hverjum manni, sem ganga vill að guðs borði, og jafnast fyllilega á við þá frábærlega vel gerðu vísu, sem stórskáldið enska og Matíhías gerðu í samlögum (þ. e. a. s, Matíh. þýddi): Reku, pál og hjúp um hold heimtar lífs vors gáfa, og svo rúm hjá maðki í mo!d. Mikið er ekki að láta. Pá var Matthías upp á sitt bezfa, er hann þýddi þessa vísu. En vandi er jafnmikiil að þýða sem frum- kveða. Framangreind brigzlyrði fékk Matthías frá þeim mönnum, sem engan garð gátu gert frægan nema að endemum. Pað er út af fyrir sig auðskilið, að lítilmenni fýsist þess, að siga búrtíkumisínum á mikilshátíar menn. Hundaþúfur öfunda fjöilin og hata þau, og heíir Steingr. Thorsteinsson vikið að því í vísu, ef ég man rélt. Andlega þrælbornir menn skilja eigi konungshuga eða þær sálir, sem kalla má konungbornar. Lítil- mennskan í voru landi sifur um fækifæti að skjóía úr launsátrum eiturörvum sínum að yíitburða- mönnum, ef verða mætti tii þess að valda þeim blóðeitrunar, Jónas Hallgrímsson getur þess í kvæði, að sjötugir menn séu gæddir meiri andlegum blóma, stundum, sumir þeirra, en tvítugir menn. Rit- stjóri Kringsjár komst að svipaðri niðurstöðu. Hann benti á Glad- stone, sem þá var forsætisráðherra Bretaveldis, fjórum vetrum betur en áttræður, ef ég man rétt. Grímur á Bessastöðum og Bólu- Hjálmar, ennfremur Matthías, oitu a'gætlega upp undir áttrætt. Hjálm- ar kveður: Blómstrum skreyta Ieturs lönd lízt mér ellin banni. Von er að stirðni helköld hönd hálf-níræðum manni. Eigi er sú tunga loppin, sem kveður þessa vísu af munni fram, og þó að Hjálmar hafi farið fuga- vilit um aldur sinn, svo sem Hannes Hafstein heldur í rilgerð sinni um hann, er snilldarbragur vísunnar jafn mikiil. Enginn ætlast til þess af heimsk- ingjum, að þeir segi anuað en fiónsku, En ætla mætti, að Al- þingi íslendinga væri vitiborið og sanngjarnt gagnvart öldruðum mönnum. En misbrestur varð á kuiteisi þess, þegar það setíi lög um embættísmenn þannig sniðin, að þeir létu af embætti 65 ára að aldri. Með þessari lagasetning er sparkað í hálfsjöíuga menn. Og á hinn bóginn er landssjóðnum íþyngt að óþörfu með því að setja menn unnvörpum á eftirlaun, starfshæfa og starfsfúsa. Rosknum mönnum fellur aðgerðarleysi verr en unglingum, og getur það sfytt þeim aidur eða iyfjað þeim elli- kröm; íslendingar eru seinþroska en að sama skapi þrautseigir og verða eigi að fauskum fyrri en í fuila hnefana, Ðæmi, sem eru deginum Ijósari, sýna þetta og sanna. Ný- lega sýndi Morgunbiaðið í lesbók sinni mynd a? níræðum bónda, Benedikt í Krossholti, og var þess getið um hann m. a., að sltgið hafi gras á því sumri, er hann stóð á níræðu- Svipaðar fiásagnir um áttrætt fólk eru í blöðum vor- um sífelit. Alþingisvitringarnir. sem stóðu að lagasetningunni, sem ég nefndi, munu hafa gert ráð fyrir, að hálf- sjölugir menn væru orðnir andlega rýrir í roðinu. En hvað segja staðreyndirnar? — Jón Helgason biskup sér um guðs kristni lands vors þar til hann er sjötugur og ritar bækur í hjáveikum, sem kosta mikia vinnu. Hann sagði við mig í vetur, að hann væri vel fær um að gegna embættinu enn, þó að hann !é!i af því. Óíeigur prófast- ur Rangæinga er kominn á áttræð- isaldur og er srijall predikari enn. Ég hhistaði á hann nýlega, og þyk- ist geta dæmt um þau efni. Og Ólafur prófastur í Arnarbæli flutti nýlega, bálf áttræður, þá ræðu yíir líki Einars Benediktssonar, sem þjóðin heyrði að var bæði snjöll og frábæilega vel samin. Fáir þrítugir kleikar mundu betur gera en þessi hálfáttræði skutulsveinn Drottins. Gömlu menniinir, sem aldrei eldast, geta bitið bein fyiir sig, ef þeir vilja, með því að þeir eru eigi allir tannlausir. Ouðmundur Friö/dnsson. Eldavélar með afborgnnum. Síðan rafstöðin við Laxá tók tii starfa, hefir víst flestnm heimilum í bænum, sem ekki höfðu áður fengið sér rafeldavél, leikið hugur á að bæta úr þeirri vöntun. Sum- ar húsmæður, sem fengið hafa raf- eldavél, hafa látið þau orð falla, að umskiptin spöruðu þeirn eina vinnu- konu. En þó að þar muni nú of djúpf tekið í árinni, eru yfirburðir rafeldavélanna svo miklir, að hver, sem finnur sér fjárhagslega kieyft að skipta, mun hiklaust gera það. Pað er ekki aðeins aukinn þrifnað- ur og hreinlæfi, sem kemur til greina, heldur og mikill vinnu- sparnaður og nú, þegar úllit er fyrir að kolaverðið margfaldist á einu ári iná telja víst, að noikun rafeldavélanna verði miklum mun ódýrari en kolavélanna. Raftækjaverksmiðjan í Hafnaifirði hefir nýlega gefið Akureyrarbæ kost á rafeldavélum handa bæjarbúum með afborgunarskilmálum. Hefir bæjarsljórn samþykkt að taka boði verksmiðjunnar. Kaupendur véianna geta valið um, hvort þeir borga þær upp á einu eða tveimur árum. Verð þeirra er sem hér segir: Tveggja hellu vélar með bökunarofni kosta við staðgreiðslu 330 któnur, með 12 mán. afborgunum 350 kr. og 24 mán. afborgunum 370 krónur. Verð þriggja hellu vélanna verður 360 kr., 385 kr. og 410 krónur, með sömu greiðsluaðferðum. Þeir sem taka 2ja hellu vél með 12 mán, greiðsíu, borga 74 krónur út en síðan 23 krónur á mánuði. 3ja hellu vél með sömu skilmálum 88 krónur og síðan 24,75 kr. á mánuði, Séu afborgunarskilmálar miðaðir við 24 mánuði, fer greiðsla þannig fram: 2ja hellu vélar, útborgun 58 kr. og 13 krónur á mánuði, 3ja hellu vélar, útborgun 62 kr. og 14,50 kr. á mánuði. Mánaðargjöldin veiða svo innheiml ineð rafmagnsgjöld- unurn. Eins og gefur að skilja, veiða eldavéíarnar nokkru dýrari, ef þær eru greiddar með aíborgunum. ÁYARP. Ákveöið hefir verið að hefja •fjársöfnun í þeim tilgangi að fá nýj- an fiskibát handa hinum hraustu og hugprúðu fiskimönnum af m. b. Kristjáni, sem björguðust svo undur- samlega eítir 12 daga hrakningu í hafi og eftir að örvænt þótti um lieimkomu þeirra. Hugmyndin er að safna fé til kaupa eða smíða á ca. 20 tonna vélbát — öðrum »Kiistjáni« — sem í viðurkenningar- skyni veröi gefinn skipshöfninni af hinum strandaða Kristjáni, svo hún geti haldið áfram framleiðslustarfi sínu 1 þágu þjóðarinnar, en það er heitasta ósk pessara skipsbrotsmanna og þeirra fyrsta hugsun eftir björgun- ina. Gert er ráð fyrir að báturinn kosti um kr. 35000 — 40000 Er hér- með heitið á alla góöa menn í land- inu sem sjá sér fært að taka þátt í þessari fjársöfnun að leggja sinn skerf til hennar, jafnt þótt lítill sé, því margt smátt gerir eitt stóit. Hafa eftirlalin blöö lofaö að taka á móti framlögum: í Reykjavik Alþýðu- blaðið, Morgunblaöið, Tíminn, Vlsir, Pjóðviljinn, Á ísafirði Skutull, Vest- urland. Á Akureyri Alþýðurnaðurinn, Dagur, ísléndingur, Verkamaðurinn. Ennfremur veita framlögum mót- töku allir símastöðvarstjórar og póst- . afgreiðslumenn úti um land. Reykjavík 7. marz 1940 Sigurður E. Hlíðar dýralœknir, Guðmundur Hlíðdal póst• og síma- málastjóri, Carl Olsen stórkaup- maður, Jónas Jónsson alþingismað- ur, Ólafur Thors atvinnumálaráð- herra, Stefán Jóh- Stefánsson félags- málaráðherra■ Gildir slíkt alls slaðar, þar sem slík verzlunaraðferð er notuð, því seljandinn á bundið fjármagn í við- komandi vöru, sem hann verður að fá vexti af. En þrátt fyrir verð- rnuninn, verður heimiiisföðurnum mun léttara að eignast rafeldavélina, þegar hann getur dreift kostnaðin- um af því á 12 eða 24 mánuði, og þarf ekki að efa, að bæjarbúar fagni þessu tækifæri ti) að fá sér rafeldavél á tiltölulega léítan hátt og noti sér það. V. s. Isb/örtl eign Samvinnu- félags ísfirðinga, 43 smál, að stærð hefir strandað við ísafjörð. Mann- björg varð, en nánari fregnir ó- komnar. „Vörður“ F.U.8. heldur fund n.k, mánudag að Hótel Gullfoss kl. 8,30 síðd. Dagskrá boðuð sér- staklega með fundarboði. Stjórnin. Þvottaduftið FLIK-FLAK þvær bezt

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.