Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 08.03.1940, Blaðsíða 3

Íslendingur - 08.03.1940, Blaðsíða 3
tSLENDINGUR 3 Matarkex Frón A. Kremkex Crem Crackaers Piparkökur Maríkex Frónkrem ískex Rasp í*vottaduft Kristalssápa Stangasápa Blámi Blámasápa Handsápur Ræstiduft Kvillajabörkur Raksápa Sápuspænir Ananas Súkkulaði Citron Roin Vanille Möndlu búðingsduft Rabarbari (þurk). Fjallagrös Sultur m. teg. Sykurvatn Kirsuberjasaft Gerduft Bökunarduft Krydd allsk. Rækjur Kaffi br. o, ml. Kxport Exportduft Sælgæti nokkrar tegj PIROLA-snyrtivörur: Púður Creme m. teg. Brillantine Sprittcrem, eftir rakstur Rakcreme Tanncreme fe'ólbrunaolía Rakvélablöð Hár-champo Belti m teg. Hárbönd Púöurkvastabuddur Tóbakspoltar Toiletveski Sltólatöskur o. m. fl. þ. h. Skíðaáburður Kandpappír Krullupinnar Vasaklútar Bindissliísi Tómas SleingrímssoB. Umboðs- & heildverzlun Akureyri Lokað allan daginn á morgun (9. marz) vegna jarðarfarar. Landsbanki íslands Útibúið á Akureyri. Til vígstöðvanna Mikill fjöldi fréttaritara hefir í vetur dvalið í Finnlandi og fylgst með styrjöldinni þar. Daglega flytja stórblöð Evrópu greinar þeirra, og eiga þær allar eitt sam- eiginlegt: Aðdáun fyrir hugprýði, herkænsku og þreki finnska hers- ins og fómarlund þjóðarinnar. Einn þessara blaðamanna skrifar fyrir Berlingske Tidende. í kvöld-. útgáfu blaðsins var eigi alls fyrir löngu grein eftir hann, þar sem hann segir frá ferð sinni í járn- brautarvagni á leið til vígstöðvanna. Hann virðir fyrir sér samferðafólk- ið og hefir tal af hinum einstöku farþegum. Par gefur að líta mann með bindi um höfuðið og annan með reifaða hendi. Þeir koma beint úr sjúkrahúsinu, — voru særðir, en mega ekki vera að því að láta sárin gróa til fulls. Þeirra er þörf úti á vígstöðvunum. Og blaðamaðurinn heldur áfram að virða fólkið fyrir sér. »-----Þarna situr ungur hermaður og heldur í hönd ungrar, Ijóshærðrar konu. Þetta eru »stríðshjón«. í gær voru þau gefin saman í litlu þorpi norð- an við Helsingfors. í dag er hann á leiðinni til vígstöðvanna, en hún fylgir honum tii Viborg. Þetta er sfund ástarinnar, en þau geta aðeins haldist í hendur. Þessi hjón eru tvær þögluslu persónurnar í lesfarvagninum, — þær hamingju- sömustu og um leið þær óham- ingjusömustu. Þetta er brúðkaups- ferðin þeina, sem endar með kveðjukossi eftir nokkrar mínútur, Ef til vill verður hann síðasti kossinn þeirra*. Eitthvað á þessa leið farast hon urn orð. Og þetta er aðeins ein lítil mynd af mörgum, sem brugð- ið er upp fyrir okkur, — lítil mynd úr daglegu lífi þessarar tápmiklu og hugdjörfu þjóðar, sem nú berst samhuga og æðrulaus fyrir frelsi sínu og sjálfstæði gegn ofurefli ó- vinaþjóðarinnar í austri. Úrslit í I. flokki eru nú kunn orðin Vinningar urðu sem hér segir; júlíus Bogason 4Ljít Guðm, Jónsson S1/^ Hallgr. Benediktsson 3 Jóhann Snorrason 3 Unnsteinn Stcfánsson 3 ]ón Þorsteinsson 2% Stefán Sveinsson Ú/s Hefir Júlíus Bogason þannig unnið skákmeistaratitil Akureyrar fjrrir yfir- standandi ár. í II. flokki A er hæztur Margeir Steingrímsson með 6 vinninga og í II. flokki B Þorsteinn Gunnarsson með 6 vinninga. Eins og áður er sagt eru 8 keppendur í A en 9 f B, Stúkan Isatold F/alIkonan nt. 1 heldur fund, miðvikud. 13. marz, á venjulegum stað og tfma. — Bræðrakvöld. Félagar, fjölmennið. Auglýsið í Isl. SkfOamútifl Fyrri hluti skfðamóts Akureyrar fór fram s. 1. sunnudag í slæmu og erfiðu færi. Fara hér á eftir nöfn 3ja fljótustu keppendanna í hverri einstakri keppni. í 10 km. göngu: mín. 1. Björn Torbjörnsson 48 51 2. ólafur B. Guðmundss. 49 09 3. Jóhann Finnsson 49 13 í svigi drengja 8 ára og yngri; 1. Frejm Gestsson 2. Kristinn Jónsson 3. Stefán H. Jakobsson 9—13 ára: 1. Júlfus Jóhannesson 2. Jóhann Hauksson 3. Pétur Hansen 13 — 16 ára: 1. Móses Aðalsteinsson 2. Hafsteinn Þorgeirsson 3. Gunnar Sigurjónsson Áhörfendur voru margir, sérstak- lega við svigkeppnina og ber það gleðilegan vott um áhuga bæjarbúa fyrir skíðaíþróttinni. Síður ánægju- legt er hinsvegar til þess að vita hve illa og fálega margir áhorfend- anna bregðast við því er þeir eru beðnir að greiöa aðgangseyri sinn að útiskemmtunum þessum Er það einna helst eins og þeim mörgum hverjum ekki geti skilist, að sjálfsagt sé að greiða aðgangseyri að úti- skemmtunum sem öðrum skemmtun- um. Er leitt til þesa að vita, að fólk telji eftir sér að leggja fram lítinn skerf, 50 aura, til stuðnings góðu málefni og greiöslu á góðri skemmt- un, og er óskandi að áhorfendur sýni meiri skilning á þessu atriöi framvegis, Skíðamótið fór hið bezta fram, þrátt íyrir ó’nagstæð skilyrði. Verð- ur því haldið áfram næstu helgi. Verður þá keppt ( svigi karla og kvenna og stökki. Tunnusmíði, Ákveöið hefir verið, að Akureyr- arbær taki að sér smíði á 23 þús. tunnum nú í vor fyrir Koopertiva Förbundet í Stokkhólmi. lír búist við efninu í tunnurnar síðara hluta aprílmánaðar, og mun smíðin hefjast strax og það er komið. Þá var á síðasta bæjarstjórnarfundi samþykkt að heimita bæjarstjórn að kaupa inn efni ( ca. 12000 tunnur til smíða næsta sumar, ef íé fæst til rekstur- sins. ZION. Næstkomandi sunnudag kl. 10,30 f. h,, barnasamkoma. Kl. 8,30 e. h.: Almenn samkoma, Gunn- ar Sigurjónsson, cand. theol., talar. Allir velkomnirl Árás á íslenzkan togara. Klukkan 17 s. 1. laugardag gerði þyzk hernaðarflugvél árás á togar- ann Skutul frá ísafirði, er var á leið hingað til lands frá Englandi, Var skotið á hann úr vélbyssu og varpað að honum sprengju. Hvorki skip né skipveria sakaði, því ensk- ar flugvélar bar þar að og stökktu þær hinni þýzku á flótta. Skutull er fyrsta íslenzka skipið, er orðiö hefir fyrir árás síðan styrj- öldin hófst. Skipstjórinn á Skutli heitir Lúðvik Vilhjálmsson. Sjóhernaðurinn og hlutlausu ríkin. »Tíðindala\ist á \ esturvígstöðv- unum« eru vei julegustu stríðsfrétt- iinar. En af hafinu berast daglega fregnir utn skipatjón og manntjón af völdum tundurdufla og kafbáta, Og þar verða hlutlausu ríkin oft fyrir meira tjóni en ófriðarríkin. Fyrir skömmu upplj'sti Koht utan- ríkisráðherra Noregs, ;:ð Norðmenn væru búnir að missa 50 skip og 350 mannslíf á hafinu síðan ófriður- inn hófst. Vitað er um 4 íslendinga. er far- ist hafa í siglingum af völdum ó- friðarins, þar af 3 af flutningaskip- inu Bisp, sem var á leið frá Eng- landi til Noregs, en hefir ekki kom- ið fram. Slæmur próf- arkarlestur. — Mér datt í hug þegar ég las grein- ina »Meiri málvöndun* í »ísl,« að víða væri nú pottur brottnn viðvíkj- andi prófarkarlestri blaðanna. Ég var þá nýbúin að lítayíir blað, sem út er gefið í Reykjavík, og var þar tekin upp klausa úr dönsku blaði, er fjallaði um enska flugmanninn, er strauk frá Raufarhöfn í haust, en kom síðar upp til íslands til kyrsetningar meðan ófriðurinn stæði Ein línan í klausunni hljóöar svo: »— — elsbaade ved en vbgkéj cmfæyp vbgkéj etaoin shrdlu mbfg«. Klausan er alls 11 línur og úir og grúir af villum í henni, þó hiu til- færða lina sé lökust. Ég er ekki mikill döaskumaður, en get heldur hvergi í orðabókum fundið orö þau, sem hér eru tilfærð og hlýtur því bér að vera um að kenna allhandahófslegum prófarka- lestri, eða svo bágbornum, að ekki mun vera á nokkurs manns færi að ráða þá gátu, hvað úr línunni á að lesa, T, íbúð til leigu. Uppl. í síma 330.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.