Íslendingur

Útgáva

Íslendingur - 20.03.1940, Síða 1

Íslendingur - 20.03.1940, Síða 1
$ Ritstjóri og afgreiðslum.: Jakob O. Pétursson, Fjólugötu 1. Sími 375. Pósthólf 118. XXVI. árgangur. Akureyri, 20. marz 1940 12, tölubl. Pingmenn Sjálfstæðisflokksins í efri deild flytja á yfirstandandi þingi frumvarp til laga um breytingu á lögum um gjaldeyrisverzlun o. fl. (lög nr. 73 31. des. 1937) Aðalbreytingarnar eru fclgnar í því. að í stað 5 manna, sem sæti eiga í Gjaldeyris- og innflutnings- nefnd samkv. núgildandi lögum, skal hún skipvð 3 mönnurn. Sé einn skipaður eftir tilnefningu Verzlunarráðs íslands, annar eftir tilnefningu S. í. S. og einn með samkomulagi ráðherranna. Nefndar- menn skiptast á um að gegna for- mannsstörfum eftir samkomulagi. Pá skulu og eiga sæti í nefndinni tveir nienn, anr.ar skipaður af Landsbanka fslands en hinn af Útvegsbankanum, og taka þeir á- kvörðun um upphæð þess gjald- eyris, er nota skal til greiðslu á vörum þeim, sem innflutningur er takmarkaður á, og segja iil um, hvenær bankarnir geta látið þann gjaldeyti. Atkvæðisrétt um skipting innflutnings og skrásetning innflytj- enda hafa þeir ekki. Til að standast kostnað við nefnd- ina skulu allir þeir, sem inntlutnings- leyfi fá, greiða 2% af upphæð ieyfisins. Ríkisstjórn getur ákveðið í sarn- ráði við nefndina, hvaða vörur skuli vera frjálsar, hvaða vörur megi ekki flytja inn og hvaða vörur skuli kaupa frá ákveðnum löndum. Nefnd- in á aftur á móti ein að skipta inn- flutningi milii vörutegunda, sern takmarkaður er innilutningut á, semja skrá urn innflytjendur og skipta innflutningnum milli skrásett- ra innflytjenda hverrar vörutegundar, sem takmarkaður er innflutningur á, og fari skiptingin milii verzlana í landinu fram eftir sömu reglu. Frekari starfsreglur setur ríkisstjórn- in nefndinni. í greinargerö benda flutnings- menn á, að verzlunar- og gjaldeyris- málin hafi verið þau mál, er ekki hafi verið fengið samkomulag um lausn á, er gengið var til myttdun- ar þriggja flokka stjórnar sl. ár Enn séu ágreiningsmál þessi óieyst, og sé frumvarp þetta fram komið í þeim tilgangi, að fá þar heppilega Iausn, sem allir megi við una um sinn. Aó vísu líti margir svo á, að innflutningshöft séu ekkí nauð synleg nú, þar sem engar vörur fáist innfluttar nema gegn stað- greiðslu og séu því gjaldeyrisráð- stafanir nægilegar og hlutverk inn- flutnings- og gjaldeyrisnefndar orðið þýðingarlílíð En í frumvarpinu er gert ráð fyrir að halda hvorutveggja: Innflutningshöftunum og Gjaldeyris- og innflutningsnefndinni. Með frum- vaipinu sé aðeins reynt að stuðla að því, að framkvæmd haftanna og úthlulun gjaldeyrisins verði léltlát- ari en verið hefir og meira í sam- ræmi við það sem hún er hjá öðr- um þjóðum. þar sem slfk höft hafa verið upp tekin, t. d. hjá Dönum. Sé því hér aðeins um málamiðlun- argrundvöll að ræða og sé farið svo langt sem fært sé til samkomu- lags. Sé frumvarpið f þessu formi aðeins tilraun til að vernda það samstarf, sem þjóðinni sé nauðsyn- legt á þessum tímum, Frumvatp þetta hefir komið tíl fyrstu umræðu í deiidinni og var að henni lokinni vísað til 2. um- ræðu. Er þess að vænta. að sam- komulag geti náðst um afgteiðslu þess, áður en þingi lýkur. Nýtt mánaðarrit Nýtt mánaðarrit er hlaupið af stokk- unum í Reykjavík. Nefni9t það Jörö, en ritstjóri er sr. Björn O. Björnsson. Blaðinu hefir borizt I. hefti þessa tímarits, sem er einskonar reynslu- hefti, 64 blaðsíður að stærð. Segir svo í ávarpi til landsmanna, er ritið hefst á, að það sé undir viötökum þetrra sjálfra komiö, hvort framhald verði á útgáfu þess. Verði kaup- endafjöldinn mikill, t. d. 5000, geti orðið um, 100 blaðsíðna hefti að ræöa í hverjum mánuöi. Utoefandi tímaritsins er h.f. Jörð, er stofnað var fyrir skömmu síðan í þeim tilgangi, að koma hér upp mánaðarriti í >Magazín*-formi, eins og tíðkast er- lendis, en hér hafa ekki veriö til. l'il gangur ritsins er >að vera vettvang- ur fyrir umræður um íslenzk menn- ingarmál*, eins og segir í ávarpi ritstjórans. Far á að ræða öll mál, sem þjóðin yfirleitt hugsar um: Listir, vísindi, heilsuvernd, líkams- rækt, bókmenntir, heimilislífið, ásta- líf o. s, frv. í þetta nýútkomna hefti rita auk NÝJA-BÍÓ Annan í Páskum kl. 5 og 9 (tvær sýningar). Hótel Imperial Amerísk stórmynd tekin af Paramountíélaginu, Aðalhlutverkin leíka: Isa Miranda og Ray Milland. Ennfremur syngja Donkósakk- arnir heimsfrœgu, Myndin gerist áriö 1916 í litlum bæ 1 Austurríki, sem Rússar og Austurrlkismenn berjast um. — Er þetta dýrasta og stórfengleg- asta mynd Paramountfélagsins og átti Marlene Dietrich uppruna- lega að leika aðalhlutverkið en hún fór frá Hollywod áður. Fá tók Margaret Sullivan við hlutverkinu, en hún handleggsbrotnaði. Varð þá fyrir valinu ftalska leikkonan Isa Miranda og lofa erlend blöð hana mjög fyrir fegurð. Hún heíir verið mjög eftirsótt sem fyrir- mynd listamanna sökum fegurðar og glæsileika á vöxt. Hefir leikið í leikriti eftir ítalska skáldið Pirandello og hlotið mikið lof m. a. frá Gabriele d’ Anunzio: Hinn glæsilegi Ray Milland er mótleikari hennar — síðast í Frumskógastúlkan. — Myndin er mjög spennandi og áhrifarík og ekki dregur það úr vinsælduui hennar að Donkosakkakórinn heimsfiægi syngur þar. Kl. 3. Niðursett verð. Faprt er á fjOIIiim riGtjórans þessir þjóðkunnu menn: Gunnar Gunnarsson, Sig. Nordal, Guðbrandur Jónsson, Sigfús Halldórs, Guðm. frá Miðdal, Tómas Guömunds- son o. 11. Lag er þar eftir Karl O. Runólfsson við Ijóð Páls G. V' Kolka; Húnabyggð og nokkrar heilsíðu- myndir af ísl. listaverkum og ísl, náttúru. Far er og grein um Suomi (Finnland) með mörgum, undurfögr- um myndum. Rúmið leyfir ekki frekari upptaln- ingu efnisins, en allt er ritið hið myndarlegasta að efni og útliti. Og um ritstjórann er það kunnugt, að hann er áhugasamur hugsjónamaður, sem ekki kastar höndunum til þeirra starfa. er hann velur sér, og til þessa verks hefir hann fengið marga góða samverkamenn. Dánartregn. Oddur Sigurðsson stöðvarstjóri í Hrísey lézt að heimili sínu 15. þ. m. 65 ára að aldri. Hans verður nánar getið síðar. Gjöf til nýju kirkjunnar: Ky. 300,00 frá ónefndum. Fakkir. Á, R. Messur um páskana Á sklrdag kl 5 e. h. Akureýri (altarisganga) Á föstud. langa kl. 2 e. h. Akureyri - páskadag kl. 11 f. h. Akureyri — — 2 e h. Lögmannshl. - 2. páskad, — 12 á hádegi Glerár- þorpi — barnaguðsþjónusta — Dánardægur. 12. þ. m. íézt hér á sjúkrahúsinu frú Jakobína Magnús- dóttir, kona Ólafs Tr. Ólafssonar starfsmanns hjá kaffibætisgeröinni >Freyja«, Hún var 58 ára gömul. Naut hún vinsælda allra þeirra, er henni kynntust. 15. þ. m lézt í RÍeykjavík ftú Brfet Bjarnbéðinsdóttir, ekkja Valdi- mars heit. Ásmundssonar ritstjóra, 84 ára að aldri. Hún var þjóðkunn fyrir afskipti sfn aí opinberum mál- um, einkura kvenréttindamálum, og var um nokkurt skeið íulltrúi kvenna í bæjarstjórn Reykjavík- ur. 01- og GosdrykkjagerO Akureyrar 1 ■Mimri ■llll U I I tirfU^n • —r-rnnwffmitmiiriini i’ *

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.