Íslendingur

Eksemplar

Íslendingur - 20.03.1940, Side 2

Íslendingur - 20.03.1940, Side 2
2 ÍSLENDlNGUR Þvottaduftið FLIK-FLAK þvær bezt Fáheyrt athæfi er- lends togara. Dagblaðið »Vísir* skýrir frá því 1. þ. m. að tveim nóttum áður hafi togari frá Grímsby nr. 563 unniö fáheyrð spellvirki á veiðarfærum báts frá Sandgerði, er Hannes Hafstein nefnist. Byggist frásögn blaösins á viötali við formann bátsins, Finnboga Halldórsson í Sandgerði. Segist honum svo frá, að er þcir voru ný- byrjaðir að draga línu þá, er þeir höfðu skömmu áöur lagt, hafi enska togarann borið þar að, og hafi hann ætlað að sigla beint á línuna, en þeir getað varnað þvf, með því að slíta, Tók þá togarinn aö skjóta á lóðarbelgina og hélt því áfram, unz hann hafði eyðilagt 5 belgi og 6—7 bjóð. En er togaramenn sáu, að bátverjar voru að skrifa númer (og nafn?) togarans, hlupu þeir að byssu frammi á skipinu og tóku að leysa utanaf henni. Þó varð ekki af því, að skotið væri á bátinn, en svo glæfralega fóru togaramenn að í þessum ljóta leik, að þeir skutu rétt yfir bátinn á einn belgir.n, og var þá allmikil kvika, svo tilviljun má telja, að ekki varð slys að. Þessi atburður og eins sú staðreynd, að enginn þeirra togara, er v. b. Krist ján rak fram hjá í hinutn eftirminni- legu hrakningum um sama leyti, skyldi hirða um hann (og einn meira að segja slökkva öll ljós, cr hinn nauðstaddi bátur nálgaðist með logandi bál á þilfari), stinga óþægilega í Stúf við framkomu fslenzkra strand- búa og sjómanna, er oft hafa lagt líf sitt í hættu við björgun skipshafna af erlendum skipum, er strandað hafa hér við iar.d, eða verið nauð- stödd á hafinu umhverfis ísland. Selma Lagerlöf látin. Hin heimsfræga sænska skáldkona Selma Lagerlöf lézt 16. .þ. m, 81 árs að aldri. Mun hún jafnan verða talin á fremsta bekk meðal skáldkvenna lteimsins. Meðal skáldsagna her.nar, sem birzt hafa f íslenzkri þýðingu eru: Jerúsalem, Föðurást, Helreið- in og Loginn helgi. Hf ALPRÆÐISHERINN, Skírdag kl. 4 og kl. 8,30. Föstudaginn langa kl, 11, kl. 4 og kl. 8,30, — Páskadag kl. 8, kl. 11, kl. 2 og kl. 8,30, 2. páskadag kl. 4 (Jíeim- ilasambandið) kl, 8 30. — Foringjar og undirforingjar stjórna samkom- unum. Allir velkomnir ! Islensk frímerki kaupir hæsta veröi J. S. KVARAN. Umboðsmenn óskast út um land. brotagull og gullpeninga Guðjón, gullsmiður. Sam kom u r verða haldnar sem hér segir í Verzlunarmannahúsinu: Skírdag kl. 8. e. h. Páskadag kl. 5 e. h. Annan í páskum kl. 5 e. h. í gamla barnaskólanum í Gler- árþorpi Föstud. langa kl. 4 e. h. Fyrir hönd safnaöarins Nils Ramselius Til leigu Pláss í Ráðhústorgi 7 fyrsta hæö, gólfflötur ca. 40 kvadr- atmetrar. — Hentugt fyrir saumastofu, hárgreiðslustofn, skrifstofu og fl, — Veröur innréttað samkvæmt óskum leigutaka. Nánari uppl. hjá Axel Kristjánsson h.f. Sími 146. Sjómannaljóð. Eios og menn vafalaust rekur minni til, efndi Sjómannadagsráðið í Reykjavík á síðasta vetri til sam- keppni meöal íslenskra skálda um sjómannaljóð, og hét tvennum verð- launum. 1. verðlaun voru kr. 150.00, en II. verðl. lcr. 50.00. 42 skáld tóku þátt f samkeppninni. I. verð- laun hlaut hið góökunna skáld Magn- ús Stefánsson (Örn Arnarson) fyrir kvæðið »íslands Hrafnistumenn*, og II. verðl, hlaut Jón Magnússon, skáld fyrir kvæðið »Sjómannaljóö*. Nú hefir Sjómannadagsráðið ákveð- ið að gefa út öll kvæðin er bárust í samkeppninni, og munu þau koma á markaðinn eftir rúman mánuð. Þar eru kvæði eftir Jóhannes úr Kötlum. Jakob J. Smára, Rósu Blön- dals, Sigurð Baldvinsson, Hugrúnu, og mörg önnur skáld og hagyrðinga Þeir, sem vildu gerast kaupendur að bókinni geta skrifað sig á lista lijá Jóni Hitirikssvni, Hrfseyjargötu 9. — Bókin kostar í bandi kr- 5.C0, en óbundin kr: 3 50. Samskot til skipv. af Krist jáni: Gunnl. Tr. Jónsson 10.oo, J. J. 5,oo. Fr. Jensson 20,oo. Gam- all sjómaöur 20,oo. E, E. 5,oo. Sigurj. Rögnvaldsson l,oo. Anna Sigmundsd, l,oo, Kventél. »Framtíðin« hefir ákveðið að selja kaffi á Landsmóti skíðamanna, sem hefst á morgun, og verja ágóðanum til styrktar nýja sjúkrahúsinu. EFNI í dragtir og pils, ýmsir litir, nýkomin B R AIIN S-V ERZLIJN Páll Sigurgeirsson Frá vatnsveitunni Vegna minnkandi vatns í fjallinu, er alvariega skorað á alla bæjarbúa að spara vatn, sein framast er unnt, og alls ekki að láta vatn renna að óþörfu. Ennfremur að gera aðvart um vatnskrana, sem óþéttir eru. Vatnsveitustjórinn. Hér eftir geta þeir, sem líf- tryggðir eru hjá Sjóvátrygging- arfélagi íslands h. f, »Svea* og »Thule« sparaö sér send- ingarkostnaö af iögjöldum með því að greiða pau til Axel Kristjánsson h.f. Ný geta húsmæður sparað sykurinn, hin margeftirspurða saft fæst hjá Eggert Einarssyni. Kverkmanusúr með festi, tapaöiít á leiöinni frá Menntaskólanum ofan 1 Glerár- götu. Finnandi skili því í bóka- verzlun Gunnl. Tr, Jónssonar gegn fundarlannum, Qfnil» ofnfa hentug fyrir skrif- OlUl ulUlu stofu eða sauma- stofu, til leigu nú þegar eða 14. maí 1 Skipagötu 8. PreDtsmiöja Rjöms Jónaaonar. Rit Jöns Diiasonar um Grænlaudsmáliu. Áskriftalisti í Verzlun Péturs H. Lárussonar Lárus Pétursson, umboð Pjóðverji, sem vann á íslenzku sveitaheimili s. I. sumar, óskar eftir atvinnu í sveit frá 1. maí til 1. sept. n.k. Kaupeftir samkomulagi Utanáskrift: Berner Kíirsch Pingholtsstr. 22 A. Reykjavík. Qfnfa með aðg. að eld- diUIU húsi til leigu fyrir barnlaust fólk, Uppl, Hjalteyrarg. 1. Kartöflur nokkrir sekkir til sölu í Nýja Söluturninum. Kaupi sjóvettlinga hæsta verði. EjGGERT EINARSSON. Iþróttafólk! Drekkið Landsöl og Valencia

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.