Íslendingur

Eksemplar

Íslendingur - 29.03.1940, Side 1

Íslendingur - 29.03.1940, Side 1
ju-a**•* Ritstjóri og afgreiðslum.: Jakob O. Péíursson, Fjólugöiu 1. Sími 375. Pósthólf 118. XXVI. árgangur.l Ákureyrí, 29. marz 1940 13. tölubl. A, Víikliniíllina- MUNIÐ basar Sjálfstæðiskvennafél. Vörn sunnud. 31. niarz n.k. á vinnustofu félagsins Hafnarstræti 88. styrknrinn. Paö hefir vakið nokkra furöu, að inn á fjárlögin fyrir árið 1940 og í tillögum fjárv. nefndar f}rrir árið 1941 er bætt við nýjum lið að upp- bæð 2000 krónur ti) »félags Vöku- manna*. Félagsmyndun þessi er ættuöfráLaugarvatni oginnan »hreyf- ingarinnar« eru aðallega ungir menn í Reykjavík og nágrenni, sem stund- aö hafa nám á Laugarvatni eða Santvinnuskólanum. Jónas Jónsson mun vera hinn raunverulegi faðir »hreyfingarinnar< og hefir að ein- hverju leyti mótaö steínu félagsskap- arins. Vökumenn gefa út tímaritið »Vöku«, en aö öðru leyti er ekki kunnugt um starfsemi þeirra. í*að virðist næsta hæpið aö auka á beiu- ar styrkveitingar nú, þegar draga þarf úr útgjöldum rikissjóös til ým- issa framkvæmda, er allir telja nyt- samar og nauðsynlegar. Og s!íkar styrkveitingar til félaga, sem að meira eða minna leyti starfa pólitískt, skapa hættulegt fordæmi. Pessi styrkjayenja er farin að ganga of langt eins og J. J. bendir réttilega á í hinni frægu grein: »Spurningar og upphaí að svörum*, er birtist í Tímanum s. 1. haust. Par segir hann svo: ». . , Inn í þessa þróun hefir ormur alhliða styrkveitinga skriöið og nagaö stofninn .... Menn fá styrki til að eignast báta, styrki til aö byggja hús og rækta jörðina, styrki til að kaupa landbúnaðarvélar, sem eru látnar liggja undir klaka og snjó að vetrinum. Að lokum fá menn styrki fyrir að verða gamlir, fyrir geðveiki, kynsjúkdóma, brjóstveiki og í kaupstöðum fyrir að nota eitt- hvað af meðulum . . . .< Sumir halda, að J. J., höfundur framannefndra ummæla, hafi beitt sér fyrir styrkveitingunni til Vöku- mannanna. En hví skyidi ríkið frem- ur eiga að styrkja unga menn fyrir aö vera lærisveinar Jónasar eða Bjarna á Laugarvatni, heldur en ræktun landsins og byggingar eða brjóstveik gamalmenni, er ekki geta unnið fyrir sér? Vísnasamkeppni. Frestur tii að senda vísur í verðlaunakeppni þá, er blaðið hefir stofnað til, er veittur til 10. apríl n. k. 65 ára varð Páll Halldórsson erindreki á páskadaginn, 24. þ. in. BÆKUR OG RIT Hulda; Dalafólk II. Reykjavlk 1939. Pað heíir verið siður sumra skáld- sagnaritara, að skapa sögupersónur stnar þannig, að þær veröi mintii- stæðar vegna skapbresta og annarra andlegra vankanta, en síður vegna mannvænlegra hátta eða athafna. Svo langt heíir þetta gengið að mörgum hefir fundist þjóðinni gerð minnkun meö þessum samsetningi, en það er eins og skáldsagnaritar- arnir hafi viljað sýna afskræmismynd af alþýðunni og með því telja henni trú um að svona sé hún í raun og sannleika, þegar hún sé lesin niður í kjölinn af sálufræðingum bók- menntalegrar snilli! llraksöguv þessar hafa verið þýdd- ar á erlendar tungur og þær uin- sagnir látnar fylgja að þar íengi um- heimurinn rétta lýsingu af háttum íslenzkrar alþýðu. Dalafólk er steypt í allt öðru móti, bæði að stíl og skaphaínarlýsingum. Til að segja sögur eins og Hulda gerir þarf rómantízkt skáld; aðrir ná ekki þeim áferðarmjúka æfintýra- blæ sem er yfir sögunni. Sá sem þannig ritar verður að eiga bjarta og örugga trú á mi'kla og glæsilega framtíð þess fólks sem landið byggir, og munu menn verða samdóma um að sú trú er nauðsyn- leg, því án hennar verði ekki byggt það framtíðarríki sem þjóöinni hæfi, Verið getur aö einhverjum þyki sem sumt í sögunni Dalajólk, sé séð í hillingum, og eigi sér eltki almennt stað í væruleikanum, en ástæðulaust er að gefa höf. Dalafólks það að sök, því það er einkenni góðs skáldskap ar að bregða upp myndum af betri hliöum lífsins — hinum jákvæðari — og er sú aðferð listrænni og Hk- legri til umbóta en hin neikvæða. F. H. B Baha’u’llah og nýi tíminn. Hólmfr. Árndóttir þýddi Austurlönd hafa jafnan verið vagga og gróðrarstía andlegra stefna og kenninga sem þaöan hafa svo bre'ðst til Vesturlanda. Bók sú er hér er um að ræða, er boðberi einnar þessarar austrænu stefnu. Baha’u’llah er talið að eigi að berast fram með áherzlu á annarri og fjóröu samstöfu og að þýðing þess sé: Ljómi Guðsdýrðar, Og er efni bókarinnar eingöngu siöfræöi- og trúarlegs eðlis. Slysfarir. Pað sljrs varð nýlega að Laugar- bóli í Reykjadal, að 17 ára piltur, Haukur að nafni, féll á höfuðið ofan í djúpan skurð, þannig aö snjóheagja brast undan fótum hans og bróður hans, Eysteins, Sakaði Eystein ekki, en Haukur lenti á kaf í snjódyngj- una og var örendur, er hatin náðist. Á laugardaginn fyrir páska vildi það slys lil í Laugaskóla, að lítill drengur, yngsta barn Þorgeirs Svein- bjarnarsonar fimleikakennara, féll í sundlaugina og drukknaði. Enginn var viðstaddur, er slysið varð. Liiveiðn '>Svfif[ir« strandaði á innsiglingu við Vest- mannaeyjar nú í vikunni. Var skipið þá að koma úr Englandsför, en þangað hafði það farið með ísfisk. Vélbátur úr Reykjavík dró »Sverri< út, og hafði komist leki að vélar- rúmi, en auk þess er skrúfan talin skemmd, Annars hefir engin fulln- aðarrannsókn farið íram á skemmd- unum, en búist við, að skipið verði tekið í Slipp í Reykjavík. »Sverrirc var leigður til Vestmannaeyja 1 vetur til fiskflutninga. Ferðafélag Akureyrar fer næstk. sunnudag skíðagöngu upp Finna- staðadal, vestur fyrir Kerlingu og norður Glerárdal. Er skíðaland hið bezta á allri þessari leið. Gengið verður á Kerlingu ef skyggni reynist gott, en þaðan mun hið mesta víðsýni inn yfir öræfi og austur um sveitir, sem hægt er að fá í senn nokkurstaðar á Norðurlandi. Ekið verður í bíl- um að Finnastöðum. 1. O. G. T. St. „Brynja“ nr. 99 heldur fund miðvikudaginn 3. apríl á venjulegum stað og tíma. Auk venjulegra fundarstarfa: Kosning þingstúku- og umdæmis- stúkufulltrúa. Bögglauppboð o. fl. á eftir fundi. Fjölmennið! — Hvað eru héraðabönn? Góðtemplarareglan á^íslandi berst nú fyrir því, að fá hin svo nefndu héraðabönn lögleidd. En hvað eru héraðabönn? í sem fæstum orðum mætti svara spurningunni þannig: Héraöabönn eru sjálfsákvörðunar- réttur kosningabærra manna f héraði hverju um það, hvort útsala áfengis skuli leyfð eða ekki í hlutaðeigandi héraði. Hvað í hugtakinu »hérað* felst l þessu sambandi yrði að vera skil- greint í sjálfum lögunum um héraða- bönn. Sennilegt verður að telja, að hver kaupstaður yrði talinn hérað fyrir sig, en að öðru leyti yrði farið eftir kjördæmaskipun landsins. — Fannig yrði þá Skagafjarðarsýsla talin eitt hérað, hins vegar yröi Siglufjöiður og Eyjaíjai ðarsýsla, sem eru eitt kjördæmi, tvö héruð, Samkvæmt núgildandi áfengislög- gjöf eru raunverulega f gildi hér- aðabönn um allt land, nema í kaup- stöðunum Reykjavík, Hafnarfirði, Vestmannaeyjum, Siglufirði, Akur- eyri, Seyðisfirði og ísafirði. Ákvæði áfengislaganna, sem að þessu lúta, er að finna í 9. gr. þeirra og eru þannig: »Ríkisstjórninni er heimilt aö setja á stofn nýja útsölustaði áfengis, en þó aðeins í kaupstöðum og kaup- túnum. Áður en útsalan er sett á stofn, skal fara fram atkvæðagreiðsla kosningabærra manna í því sýslu- eða bæjarfélagi, sem í hlut á, og þurfa 8/e greiddra atkv. til þess að útsalan sé leyfð*. Fegar nú er háð barátta fyrir héraðabönnum, þá er krafan sú, að kosningabærir menn í þeim kaupstöðum, þar sem nú eru áfeng- issölur, fái að greiða um það atkv,, hvort útsölurnar skuli starfa áfram eöa ekki, og sé þeim lokað, ef meiri hl. atkv. fellur með því, og ekki opnaður aftur, nema það sé samþykkt með nýrri atkvæðagreiðslu. (»Samheriinn*) M. S. Útklufun skömmtunarseðla fer fram dagana 28., 29. og 30. marz, gegti afhendingu stofnmiða. Dánardægur Nýlega er látin hér á sjúkrahúsinu ekkjan Guðlaug Jónasdóttir frá Núpuíelli í Eyjafirði. LANDS0LIÐ er öl Akureyringa.

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.