Íslendingur

Issue

Íslendingur - 29.03.1940, Page 1

Íslendingur - 29.03.1940, Page 1
Ritstjóri og afgreiðsium.: Jakob O. Pétursson, Fjólugötu 1. Sími 375. Pósthólf 118. XXVI. árgangur. Akureyri, 29. marz 1940 13. tölubl. / Skídamótid 4. landsmót skíðamanna nýaf- staðið á Akureyri, fjölbreytt- ara en nokkru sinni áður. Hiö árlega landsinót skiöamanna fór fram hér á Akureyri um pásk- ana. Félögin, sem þátt tóku í mót- inu voru 9 talsins, með um 150 þátttakendur. Er það langmesta þátttaka, sem orðiö hefir á slíku móti hér á landi, enda fór nú í fyrsta skipti fram skíðakeppni ungl- inga, kvenna og drengja. Auk að- kominna keppenda kom fjöldi áhorf- enda frá Reykjavík, Siglufiröi, ísa- firði, Ólafsfirði og víðar að. »Esja« kom hingað á föstudagsnóttina fyrir páska með fjölda þátttakenda og á- horfenda og beið hér til páskadags- kvölds eftir Reykvíkingum og ísfirð- ingum. Félögin, sem þátt tóku í mótinu voru þessi: íþróttaráð Akureyrar, Skíöaborg Siglufirðí, Skíðafélag Siglufjarðar, Sameining Ólafsfirði, íþróttaráð Vestfjaröa, Skíðaráö Reykjavíkur, Ú. M. F. Svarídaela, Völsungar Húsavík og íþróttafélag í’ingeyinga. Mótið hófst á skírdag við Mið- húsaklappir. Setti Ármann Dal- mannsson mótið með stuttri ræöu f. h. mótstjórnarinnar. Síðan fór fram drengjakeppni í svigí og bruni (brekkuskriði) og var færið mjög gott. í svigkeppni drengja 13 15 ára voru yfir 30 þátttakendur og átti Sameining Ólafsfirði þrjá hina beztu. í svigkeppni 10—1‘2 ára drengja kepptu 18, Skíðafél. Siglu- fjarðar átti 1. mann, Sameining 2. og Í.R.A. 3. mann. í svigi drengja vngri en 10 ára kepptu 13, allir nema einn frá Akureyri. í bruni drengja 13 — 15 ára átti Sameining 3 beztu drengina en í yngri flokkn- um (10-12 ára) átti Skíðafélag Siglufjaröar 1. og 3. en Sameining 2. mann. Næsti dagur mótsins var laugar- dagurinn fyrir páska. Fór þá fram skíðaganga í A- og B-flokki 18 km. og 15 km. ganga unglinga 17—20 ára. Hófst gangan kl. 13,30 á tún inu í Lundi (búgaröi Jakobs Karls- sonar) og endaði þar einnig. Var mannfjöldi mikill jiar samankominn. Lysingu á göngunni var útvarpað, en kaílakórinn Geysir skemmti ineð* an göngumannanna var beðið. í A' og B ílokknum voru 31 þátttakandi, og lögðu þeir af staö í gönguna meö einnar mínútu millibili. Veöur var gott er gangan hófst og færi hið ágætasta, svo að þrír fyrstu keppendurnir náðu betri tíma en áöur hefir náðst í 18 km, göngu. Fyrstur kom í mark nr, 1 (þ. e, íyrsti maður, er lagði af stað í gönguna) Jóhannes Jónasson úr Skíðaborg. Næstur kom nr. 4, Sveinn Sveinsson úr Skíðafél. Siglu- íjarðar. Og síðan komu þeir hver af öðrum, stundum tveir svo að segja jafn snemma, en stundum liðu m/nútur á milli. Sjötti maður að marki var nr. 15, Jónas Ásgeirsson skíðakappi íslands, og áttundi mað- ur var nr. 16, Guðmundur Guð- inundsson úr Sktðafél. Siglufjaröar, er vann gönguna á Thule mótinu í Hveradólum nokkrum dögum áður, Hér fer á eftir timi 7 fyrstu mann- anna í A flokki: 1. Magnús Kristjánsson f. R. V. F, 1 klst. 17. sek, 2. Guðmundur Guðmundsson, S. S. 1 klst. 1 mín. 20 sek. 3. Jónas Ásgeirsson, Skíðaborg 1 klst. 1 mín. 36 sek, 4. Gísli Kristjánsson, í. R. V. F. 1 klst, 5 mín, 08 sek. 5. Björn Ólafsson, S, S, 1 klst. 7 mín. 01 sek. 6. Ketill Ólafsíon, Skíðaborg 1 klst. 7 mfn. 47 sek. 7. Rögnvaldur Ólafsson, S. S. 1 klst. 8 mín, 07 sek. í B flokki urðu fljótastir: 1. Sigurður Jónsson, í. R. V. F. 1 klst: 6 mín, 55 sek. 2. Ásgrímur Stefánsson, S, S. 1 klst. 7 mín 47, sek. 3. Guðmundur Sigurgeirsson. í. F. F. 1 klst. 7, mín. 47 sek, 4. Erlendur Stefánsson, Skíðaborg 1 klst. 8 mín 47 sek, 5. Sveinbjörn ICristjánsson í. R. V. F. 1 klst. 9 mín, 27 sek. Úrslit félagakeppni í göngu: íþrráð Vestfj, 4 klst 21 mín. 47 sek. Sk.fél. Siglufj. 4 — 24 — 15 — Skíðaborg 4 — 27 — 27 — Magnús Kristjánsson, sá er vann gönguna í A flokki nú, var einnig tvö undanfarin ár fljótasti maður á landsmótinu. Á fyrsta mótinu (1937) var Jón Forsteinsson skíðakappinn siglfirzki íyrstur en Magnús annar. Jón tók ekki þátt í göngunni nú. í 15. km. göngu kepptu 23. Úar urðu fljótastir: min. sek. 1. Haraldur Pálsson S. S. 50 25 2. Einar Ólafsson S. S. 51 42 3. Jón Jónsson í. F. f*. 52 55 4. Ól. Stefánsson S, Ó. 53 05 5. Magnús Konráðss. í R.V.F. 53 47 Kl. 5 á laugardag fór stökkkeppni drengja fram í stökkbrekkunni við Miðhúsaklappir. í A-flokki, 13—15 ára, stökk lengst Sigtr. Stefánsson Skíðaborg 18,5 metra. Næstir komust Kristján Einarsson S. S. (18 m.) og Árni Jónsson U. M. F. Svarfd. (17,5 m.) í B-flokki, 10 — 13 ára stukku lengst: Ari Guðmundsson S. S. 13,5 m. og Almar Jónsson U. M, F. S. 13 m. Á páskadag fór fram svig kvenna og svig karla í A- B- og C-flokki. Ennfremur brun (brekkuskrið) kvenna í svigi kvenna urðu úrslit þessi. mín. sek. l.Smma Árnadóttir, S. Ó. 1 18,3 2. Martha Árnadóttir Í.R.V.F. 1 20,1 3. Ingibjörg Hallgrd. Í.R.A, 1 34,4 Brun kvenna: Ingibj. Hallgrímsd. í. R, A. 46 sek. Álfheiður Jónsdóttir — 52,2 — Eroma Árnadóttir Sainein. 62,3 — í svigi karla urðu úrslit þessi: í A flokki: mín. sek. 1. Ketill Ólafsson, Skíðab. 2 3 2. Jón Þorsteinsson, S. S. 2 10 3. Ásgrímur Stefánsson, S. S. 2 10,2 í B.-flokki; mín. sek, 1. Páll Linberg, í. R A. 1 39 2. Sigurður Fórðarson S. Ó. 1 40,9 3. Haraldur Pálsson; S S. 1 46,9 í C-flokki: mín. sek. 1. Stefán Stefánss , S.K.R.R. 1 42,5 2. Hjörtur Jónsson, — l 46,5 3 Hreinn Ólafsson, í. R, A. 1 47,5 Félagakeppni í svigi féll þannig: A flokkur; 1. Skíðafél, Siglufj. 9 mfn, 4,2 sek. 2. í. R A 9 — 28,6 — 3. Skíðaborg 9 — 45 1_ B. flokkur: 1. í. R, A. 7 m[n< 8 3 2. Skíðaborg 8 - 58,7 — 3. Sktðafél. Siglufj. 9 — 21,3 — Til úrslita er tími fjögurra beztu manna hvers félags lagður saman. Á annan í páskum fór fram keppni í stökki uppi á Glerárdal í gilinu neðan við Útgarð. Áttu stökk- in að hefjast kl. 2, en vegna þess, hve seint var byrjað á undirbúningi stökkbrekkunnar gátu þau ekki haf- ist fyrr en kl. hálf fjögur. Til allr- ar hamingju var veðrið kyrrt og gott, svo að áhorfendum mun ekki hafa orðið meint af biöinni, en þeir voru mjög margir úr bænum og nágrenni. »Esja* hafði farið um NÝ JA BÍÓHHHi Föstudags- Iaugardags- og sunnudagskvöld kl. 9: Kátir voru karlar.— Afarhlægileg sænsk gaman- mynd. Aðalhlutverkin leika: Áke Söderblom, Sickau Carlson og Thor Modéen Myndin gerist að mestu leyti um borð í flugvélaherskipinu »Gotland« og eru þar tveir skrítnir og skemmtilegir ná- ungar þeir, — »Tosse« og •Putte', — sem valda hinum skemmtilegu atburðum. Sunnudaginn kl. 5: Fornminja- prófessorinn Í.O.O.F, = 1213299 = O. nóttina með íjölda gesta og kepp- enda úr Reylqavík og ísafirði, svo að færri tóku þátt í stökkunum en skraðir höfðu verið. Af 24 skráð- um þátttakendum stukku >ðeins 15. Hæstir urðu: 1. Jón Þorsteinsson, S. S. 226,1 stig, lengsta stökk 30 m. 2. Alfreð Jónsson, Sklðab. 222 5 stig, lengsta stökk 30 m. 3. Jónas Asgeirsson, Skíðab, 218,8 stig, lengsta stökk 28 m. Þar sem stökkbrekkan var hörð og álitin hættuleg voru keppendur f yngra flokki (17 — 19 ára) látnir stökkva f stökkbrekkunni við Mið- húsaklappir Úrslit í þeim flokki urðu á þessa leið: 1. Sigurður Fórðarson S. Ó., 217.7 stig, lengsta stökk 23,5 m, 2. Einar Ólafsson S S. 217,6 stig, lengsta stökk 24 m. 3. Magnús Árnason, í. R. A. 214.8 stig, lengsta stökk 25 m. Urslit í saroanlagðri göngu og stökki: 1, Jónas Ásgeirsson, Skíðaborg 448,3 stig.

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.