Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 05.04.1940, Blaðsíða 1

Íslendingur - 05.04.1940, Blaðsíða 1
Ritstjóri og atgreiðslum.: Jakob O. Pétursson, Fjólugötu 1. Sími 375. Pósthólf 118. Hvað líður verzl- unarmálunum? Það er ekki óalgengt, að þessi spurning heyrist síðustu dagana þar sem tveir eða fleiii menn hitt- ast. Því eins og kunnugt er, ligg- ur nú fyrir Alþingi frumvarp til laga um bieytingu á lögum um gjaldeyrisverzlun o. fl„ flutt af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins í efri deild. Frumvarp þetta er til- raun til að fá þolanlega lausn á deilu, sem staðið hefir um verzlunar- niálin undanfarin ár. eða öllu held- ur framkvæmd innflutningshafta og gjaldeyrisskömmtunaraf hálfu Ojald- eyris- og innflutningsnefndar. Hef- ir áður verið skýrt frá frumvarpinu hér f blaðinu, og gerist því ekki þörf að rekja efni þess að nýju. Þegar þjóðstjórnin var mynduð urðu allmargir Sjálfstæðismenn van- ttúaðir á gagnsemi hennar og langlífi, ef ekki yrði áður samið til fulls um þau mál, er mestur á- greiningur hafði verið um miili þeirra flokka, er að hinni nýju stjórn síóðu. Þessir menn hafa á máli Tímamanna verið nefndir »hin óróiega deild* Sjálfstæðisflokksins- En reynslan hefir leitt í Ijós, að þessir menn hafa haft rétt fyrir sér. Það er ekki enn farið að endurskoða framkvæmdina á út- hlutun innflutningsleyfanna og meðíerð gjaldeyrisins, eins og Sjálfstæðisflokkurinn hafði m. a. falið ráðherrum sínum að gangast fyrir. Ennþá ríkir sama Framsókn- arréttlætið: Tvenn lög um inn- flutning og gjaldeyrisúthlutun, önn- ur fyrir S. í. S. og félög þess, hin fyrir kaupmenn, kaupfélög og pöntunarfélög utan Sambandsins. Sjálfstæðismenn munu nú allir orðnir á einu máli um það, að stjórnarsamvinnan mundi hafa geng- ið enn betur en hún hefir gert, ef bundinn hefði verið endi á deiluna um þessi mál, áður en gengið var til myndunar núverandi stjórnar. Þeir viðurkenna líka nauðsynina á því, að flokkarnir vinni sem mest saman út á við vegna hins alvar- lega ástands f alþjóðamálum, en þeir viðurkenna ekki, að þeir eigi að varpa öllum léttlátum kröfum fyrir borð og þola Öðrum ó élt ár eftir ár til að ná því takmarki. Þeir eiu reiðubúnir til að semja um málin og mæta hinum á mióri leið, en þar virðist Fiamsóknar- flokkurinn vera með ólíku hugar- fari. Hann viiðist halda því dauða- haldi I óréttinn, að um samninga- leiðina sé tæplega að ræða. Hverjar eru þessar kröfur, sem Sjálfstæðismenn gera í verzlunar- málunum nú? Heimta þeir afnám innflutningshaftanna? Heimta þeir alfrjálsa verzlun? Nei. Þótt Sjálfstæðismenn haldi því fram, að innflutningshöftin séu neyðarráðstöfun og jafnvel tvísýn frá þjóðhagslegu sjónarmiði, þá fara þeir að svo komnu ekki fram á afnám þeirra, Þeir viður- kenna líka, að verzlun okkar verði að vera bundin beztu kjara-, sérréttinda- og jafnvirðiskaupasamn* ingum við einstök lönd, meðan þeir samningar gilda og útiloka frjálsa verzlun þar. En þeir fara fram á, að aðalinnfiytjendunum í landinu sé falið að koma sér sam- an um skiptingu innflutningsins, og það er þessi tillaga, sem Fram- sóknarflokkurinn rís öndverður gegn. Á Landsfundi Sjálfstæðisflokks- ins í vetur var svohljóðandi álykt- un um verzlunarmálin samþykkt í einu hljóði: »Með því að stefna flokksins er byggð á því, að frjáls verzlun geti riafnað í landinu og sami léttur gildi fyrir alla, sem sömu atvinnu reka, lætur fundurinn það álit í ljós, að með framkvæmd gjaldeyr- islaganna hafi verið brotið í biga við þessa grundvallarstefnu flokks- ins á mjög áberandi hátt, meðal annars með því að kaupmönnum og Sambandskauptélögum hefir ekki verið gert jafnt undir höfði í framkvæmd gjaldeyris- og innflutn- ingsnefndar. Þótt ekki hafi fengist nema að litlu leyti leiðiétting þess- ara mála, frá því núverandt stjórn- arsamvinna var hafin, þá gekk flokkurinn til samvinnunnar í því trausti, að viðunandi lausn fengist fljótlega. Þar sem fundurinn lítur svo á, að mál þetta sé fullkomið réttlætis- mál, telur hann nauðsynlegt, að það fái viðunandi lausn, án þess að frekari b:ð veiði á, og treystir ráðherrum og þingmönnum flokks- ins til að ráða málinu farsællega til lykta nú þegar*. Hér er ekki verið að setja fram óbilgjarnar kröfur með offorsi og hávaða. Ráðherrum og þingmönn- urn flokksins aðeins treyst til að ráða þessum málum »farsællega til lykta*. Og þingmennirnir leggja svo fram frumvarp á Alþingi til málamiðlunar, svo hógvært, að Framsóknarflokkurinn hefir enga á- stæðu til að slá á hina framréttu hönd, ef blinriir eiginhagsmunir sætu ekki þar f rúmi fyrir réttlætis- kennd og umhyggju fyrir alþjóðar- heill. í greinargerð þessa frumvarps segir: »Flutningsmenn . s . . hafa þó ekki borið hér fram þær breyting- ar á gjaldeyrisveizlun o. fl., sem ýmsir þeirra mundu vilja helzt, heldur er frumvarp þetta borið fram sem málamiðlunargrundvöllur. Verður naumast með sanni sagt, annað, en höndin sé hér rétt langt til samkomulags ...... Og enn segir þar: »Þvi þarf naumast að lýsa, hvílík ógæfa það er, að á samvinnu stærstu flokka þingsins skuli vera þessi viðkvæmi blettur, á öðrum eins tímuin og nú eru, togstreita um þetta innanlandsmál, þegar sam- eina þarf alla krafta til varnar þjóð- félaginu gegn utanaðkomandi hætt- um. V^r teljum þvf nauðsynlegt að koma þessum málum út fyrir svið stjórnmálanna, eftir því sem mögulegt er og í hendur þeirra sjálfra, sem hér eiga hlut að máli*. — En Tíminn og þingmenn Fram- sóknar hafa tekið þessu frumvarpi illa. Þeir virðast ekki vilja líta á þá hönd, sem fram er rétt til sátta. Þeir geta ekki failist á þá skoðun Sjálfstæðismanna, að málin eigi að vera í höndum málsaðila sjálfra, ekki aðeins verzlunarmálin, heldur og landbúnaðarmálin og vetklýðs- málin. Það er eins og þeir treysti því nú, að hinar ískyggilegu horf- ur í alþjóðamálum geti hjálpað þeim til að viðhalda ranglætinu inn á við. En þótt Sjálfstæðismenn öfundi ekki Framsókn af þiöngsýni hennar og skilningi hennar á réttu og röngu, og vilji heldur þola ó- réttinn en vera vald'r að honum, þá er hitt staðreynd, að langþol íslenzkrar lundar á sín takmörk. Og kjósendur Sjálfstæðisflokksins úti um land hafa ekki enn öðiast þann skilning á tilgangi flokkasam- vinnunnar, að Sjálfslæðisflokkurinn ætti að gerast meðsekur um þá spillingu, er grafið hefir um sig í íslenzku stjórnarfari á undanförnum árum. — A að taka upp „hægri akstor"? Á Alþingi heíir komiö iram frum varp til umferðalaga frá samgöngu- málaneínd. í 6 gr. þess er svo ákveðið, að ökumenn skuli halda sér hægra megin á akbraut og vikja til hægri fyrir þeim, er a móti koma eða framhjá fara. í 13. grein segir, að gangandi meno skuli halda sig vinstra megin á akvegum og víkja til vinstri, en til hægri handar á gangstéttum. Frumvarpið sætir andmælum á þingi og utan. Hat'a bílstjórafélögin í Rvík mótmælt ákvæðanum um »hægri aksturc. — NÝJA BÍÓHHH Föstudags- laugardags- og sunnudagskvöld kl. 9: Alvöruþrungin og fögur ame- rísk stórmynd samkvæmt hinni heimsfrægu sögu með sama nafni eftir Lloyd C. Douglas. Aðalhlutverkin leika: ERROL FLYNN, rithöfund- ur, frægur fþróttamaður. Mætti fyrir ídand á Olympijku leikun- um í Amsterdam sem hnefa- leikari, tennismeistari Holly- wood. — Hefir verið gullleit- armaður, perlufiskari — heims- frægur kvikmyndaleikari úr »Heiður Englands* og >Kapt- einn Blod«. ANITA LOUISE, yngsta stjarna Hollywoods, 19 ára, hefir leikið síðan 7 ára, heims- fræg fyrir leik sinn í kvik- myndunum »Madame Dubarry* »Jónsmessunæturdraumur«, •Antony Adverse* og *Louis Pasteur«. MARQARET LINDSAY, fræg ieikkona úr »Cavalcade« og fleiri stórmyndum. SIR CEDRIC HARD- WÍCKE, er yngsti leikari, sem nokkru sinni hefir verið aðlað- ur af enskum konungi var þá 42 ára — var sérstakiega feng- inn til að leika í þessari mynd stórt og göfugt hlutverk þó hann sé ekki kvikmyndaleikari að aivinnu. Sunnudaginn kl. 5: Fagurt er á fjöllum I.O.O.F, = 121459 = Skrifstota Sjálfstæöismanna í Skipagötu verður opin á mánudags- og fimmtudagskvöldum fyrst um sinn kl, 8,30 — 10 fyrir þá sjálf.stæðisfélaga, er kynnu að vilja sjá blöð, tímarit og þingskjöl, er stofunni berast eða koma þar saman til uinræðna um félagsmál og flokksmál. Varðarfé- lagar munu sjá um gæzlu stofunnar þessi kyöld.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.