Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 05.04.1940, Blaðsíða 3

Íslendingur - 05.04.1940, Blaðsíða 3
ÍSLENDINGUR 3 Hjartans þakkir fyrir auð- sýnda hluttekningu við andlát og jarðarför litlu dóttur okkar Auðar Lilly. Unnur Guðmundsdóttir Kristinn Arnason. Dr. Jón Dfiason oy ritverk hans Eins og lesendum blaðsins mun kunnugt orðið af blöðum og útvarpi, en ákveðin útgáfa á ritum dr. Jóns Dúasonar: »Landkönnun og landnám íslendinga í Vesturheimi* og »Réttarstaða Grænlands, nyiendu íslands*. Jón Dúason hefir unniö að rannsóknum þessara mála um fjölda mörg undanfarin ár og nokkr- um sinnum ritað um þau í íslenzk blöð. Hann varði doktorsritgerð í lögfræði um réttarstööu Grænlands fyrir 16 árum síðan, og hefir sfðan starfað að framangreindum ritverk- um, er bæði munu vera um eöa yfir 2000 blaðsíður eftir því sem á er gizkað. En þ»r sem ritin eru svo stór og því alldyr, hefir höf. ákveöið, að þau komi út 1 4 arka heftum, svo að mönnum veröi auð- veldara að eignast þau. Dr. Jón hefir nýlega sent út boðsbréf fyrir þessari útgáfu, þar sem hann gerir grein íyrir efni bókanna og fyrir- komulagi hinnar fyrirhuguðu útgáfu. Par segir m. a,: *Landkönnun og landnám« er rannsókn og sönnun á því, hvaða lönd íslendingar könnuðu, fundu og byggðu, aö þessar íslenzku nyiend- ur í Ameríku og á Grænlandi uröu aldrei fyrir bjargarskorti né ófriði af hálfu frumbúanna. íslendingar blönduðust frumbúunum og byggja enn víðáttumikil svæði í Ameríku og á Grænlandi. "Þekking á íslenzku Vesturheimslöndunum barst suður um alla Norðurálfu, og er þar enn að finna í ritum og landabr^fum. Þessi þekking er undirrót þess, að Norðurálfumenn tóku að leita aust- urstrandar Asíu í vestur, og allir björg Steingrímsdóttir að endurtaka hið vinsæla lag Schuberts, Geduld. Hún hefir snotra rödd og blæþyða, en íremur þróttlitla. í hinu glæsi- lega lági söngstjórans, Viö sitjum i rökkrijzr þau Herm. Stef. sungu tvísöng, átti hún þó óvænta hljóm- fylling og kraft, er borið var uppi af þróttmikilli rödd hans, Hefir H. Stef. mjög viðkunnanlega rödd með all-miklum blæbrigðum og beitir henni vel. — Hljómleikar þessir voru yfirleitt gleðilegur viðburður í tónlistaiífi bæj- arins, og einn af áföngunum í söng- menningarsögu Akureyrar. Helgi Valtýsson Munið: hinir fyrstu vesturfarar þekktu ísl. Vínlandsleiðina og sigldu hana sjálf- ir, einnig Columbus. í »Réttarstöðu Grænlands* er sannað, hvernig ísland vann í forn- öld landsyfirráö yfir Grænlandi, og fór síðan um margar aldir með alla þætti íslenzks þjóðfélagsvalds yfir því sem nyiendu, og að þessi ís- lenzku landsyfirráð voru viðurkennd af Noregi og Róm. Þessum lands- yfirráðum hélt ísland og konungur þess við á öilum öldum, og Græn- land er enn íslenzkt, en ekki danskt, land, og stjórn Dana þar er aðeins löglaus íhlutun, en ísland brestur hvorki getu né lagaveg til þess að brigða Grænlandi undan þessu lög- lausa danska ofbcldi. Eiga þessar rannsóknir hið al- brýnasta erindi til landsmanna, áður en Sambandslögunum verður sagt upp og áður en gerð verði til- raun til nyrra samninga við Dani«. Prentun ritanna er þegar hafin, og áskrifendasöfnun íer nú fram um allt land. Alþingi heíir veitt styrk til útgáfunnar að upphæð 3000 kr., en sjálfur sér höf, um og kost- ar útgáfuna. Með útgáfu bókanna hafa mælt: Heinrich heit. Erkes bókavörður í Köln, dr. Vilhj. Stef- ánsson, dr. Rögnvaldur heit. Péturs- son, próf. Matthías f’órðarson og Rarði Guömundsson þjóðskjalavörður. t’rír hinir siðasttöldu hafa farið ytir þessi rit af hálfu íslenzku ríkisstjórn- arinnar. Það er vissulega í mikið ráðist að gefa slíkt ritverk út á þessum tíma, en þar sem hér er um sér- stuklega merkilegar bókmenntir að ræða um þjóðræknisleg efni og stórfróölegar um einn þyðingarmik- inn þátt í sögu þjóðar vorrar, ætti að mega vænta þess, að áræði höfundarins, hins merkilega fræði- manns dr. Jóns Dúasonar, leiði til þess, að fslenzk alþyða kynnist þeim á næstu mánuðum. Verðvísitalan 121 Kauplagsnefnd hefir fyrir nokkru lokið útreikningi dyrfíðarvísitölu yfir tímabilið jan. — marz 1940. Er hún 121 miðað við töluna 100 jan. — marz 1939. Samkv. kaupgjaldslögunum hækkar þá kaupið yfir tfmabilið apríl- júní þ á., sem hér segir: í I. flokki um 15,75/-o - II. - - 14,00%" - III. — — 11,05% allt miðað við kaupgjald fyrir 1. jan. 1940. Samkvæmt breytingartillögum sem gerðar voru á frumvarpi um verð- lagsuppbót á Jaun opinberra starfs- manna, skulu til I. flokks teljast laun allt að 300 kr. á mán. til II flokks frá 300 —400 kr. á mán. og til III. flokks Jaun frá 400 — 650 kr. á mán. Af launum, sem hærri eru en 650 kr. á mán, greiöist verðlagsuppbót aðeins af 650 kr. en engin af því, sem þar er fram yfir, Nýtt félag. Hermann Ouðmundsson formaö- ur Verkamannafélagsins Hlíf í Hafn- arfirði, hefir dvalið hér í bænum undanfariö og stofnað málfundafélag meðal verkamanna, sjómanna og handverksmanna, sem aðhyllast Sjálf- stæðisstefnuna. Stofnendur félags- ins voru um 30 og blaut félagið nafnið: Málfundafélagið Sleipnir. Stjórn þess skipa: Leó Árnason trésmiður, formaður Brjánn Jónasson iðnverkam., ritari Sig. Guðlaugsson verkam,, gjaldkeri Guðl. Kristjánsson verkam., meðstj. Gústav Andersen málari, — Richard t'órólfsson iðnverkam. — Hermann Guðmundsson hefir áð- ur unnið að stofnun slíkra félaga í Hafnarfirði, Vestmannaeyjum, á Vest- fjörðum og vfðar, Skákmót Islands stendur yfir í Reykjavík. Þar keppa tveir Akur- eyringar; Jóhann Snorrason í meist- araflokki og Jón Þorsteinsson í 1. flokki. F. V F. A. heldur árshátíð sína laugardaginn 6. þ. m. kl. 9 e. h. að Hótel Akureyri. öllu verzlunar- og skrifstofufólki heimil þátttaka. úrslita keppni Spilaklúbbs Ak- vreyrar fer fram á Hótel Gullfoss næstk. sunnudag og hefst kl. 1. e h. Utaníélagsmönnum heimill að- gangur, Aðgangur 1 kr. Hljómleikar Samkórs R. Abra- hams, sem fórust fyrir síðastl. fimmtudag vegna sjúkleika, er á- formað að fari fram fimmtudag- inn 11. þ. m. Barnastukan Samúð heldur fund n. k. sunnudag í Skjaldborg kl. 1.30 e. h. C-flokkur skemmtir og fræðir. Fjölmennið. Þingstúka Akureyrar heldur aðal- fund sinn í Skjaldborg Miðvikudag 10. apríl n. k. kl. 9,30 siðd. (á eítir ísafoldarfundi), og ber öllum stúkum f umdæminu að kjósa fulltrúa á fundinn samkv. fyririnælum lögbók- ar. Á fundiriurn verður: Veitt trún- aðarstígið. Kosnir embættismenn. Kosnir fulltrúar á umdæmisstúkuþing og stórstúkuþing. Aukalagabreytingar Vegna mikillar hækkunar á prentunarkostn- aði, pappfr og öðrum rekstri hefir Morgunblaðið hækkað frá 1. ápríl í verði um 50 aura á mánuði til fastra kaupenda og tilsvarandt í lausasölu. Munu flest blöð af sömu ástæðum veröa að hækka í verði eða draga úr útgáfu sinni nú eöa á næstunni. Prentsmiðja Björas Jósiseonar. Staka. Óðamála í umræðum Einar brjálar sannindum. Tungan hál f hvoftinum hellir úr sálarskolpfötum. Jökull. Ný/ar kvöldvökur 1—3 hefti þessa árs er nykomið út. Hefst þaö á grein um FinnJand eftir Steindór Steindórsson. Theodór Frið- riksson ritar þátt af Jóni Hrólfi Buck. í>á er kvæði eftir Friðgeir H. Berg og loks -tvær þýddar sögur. A ðalf undur Akureyrardeildar Nor- ræna félagsins verður haldinn í kaffistofu Skjaldborgar þriðjudag- inn 9. apríl n. k. kl. 9 s. d. Deildarstjórnln. Erlendur skðfatnaðnr fæst með tækifærisverði f Skóverksn,. /. S. Kvaran. — Stofa í nýju húsi til leigu frá 14 maf. — M a g n ú s A 1 b e r t s Valdar útsæðiskartöflur til sölu, margar tegundir. Einn- ig góðar matarkartöfiur. — Kaupi tóma poka. KRISTINN SIQMUNDSSON Helga-magrastræti 3. Afmælisblaðið er í þann veginn að fara í prentun. Auglýsing- um sé skilað í dag eða á morgun. Hasgagnaáklæði nýkomið. Sannfærist um, hvar þér gerið beztu kaupin; — látið yður ekki muna um þenna litla spöl inn að vinnustofu minni. — JÓN HALLTIR. HJÁLPRÆÐISHERINN. Föstud. samkoma kl. 8,30. Seinasta sam- koman, sem Adjutant H \ Kjæreng tekur þátt í. Sunnud. kl. 11 Helgunarsamkoma. Börn komið kl. 2. Stór samkoma um kvöldið kl. 8,30. Fundur í Heimilasambandinumánu- dag. kl. 4. FLIK-FLAK þvottadaginn

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.