Íslendingur

Eksemplar

Íslendingur - 12.04.1940, Side 1

Íslendingur - 12.04.1940, Side 1
 Ritstjóri og afgreiðslum.: Jakob O. Pétursson, Fjólugötu 1. Sími 375. Pósthólf 118. XXVI. árgangur, Akureyrí, 12. apríl 1940 I 16. tölubl. Styrjöldin breiðist út. Þjóðverjar hertaka Danmörk á einum degi og setja her á land víðsvegar í Noregi. Undanfarna daga hefir dregið til stórtíðinda í Norður-Evrópu. Hófust þau á mánudaginn með því, að ensk og frönsk herskip tóku að leggja tundurduflum innan norskrar landhelgi, og gáfu ríkisstjórnir Vest- urveldanna þá skýringu á þessu atferli, að Vesturveldin gætu ekki lengur þolað það, að Pjóðverjar notuðu norska landhelgi fyrir sigl- ingaleið með málmfarma og aðra hernaðarbannvöru. Norska stjórn- in mótmælti harðlega þessum að- gerðum sem hinum freklegustu hlutleysisbrotum, og þýzka síjórn- in tiikynnti, að hún mundi gera sfnar gagnráðstafanir. Á þriðjudagsmorgurt koma svo þýzk herskip til ýmissa hafna í Noregi og setja herlið á land. Var Bergen þannig hernumin í einu vetfangi og ennfremur málmútflutn- ingsbærinn Narvik í Norður-Noregi. Á sama hátt skyidi taka Osló og fieiri borgir, en norsk herskip réðu til allögu við hin þýzku á Osló- firðinum. Samt sem áður höfðu Þjóðverjar náð Osló á vald sitt sfðari hluta þriðjudags. Pýzki sendiherr- ann í Osló bar norsku stjórninni þann boðskap árdegis á þriðjudag, að Þjóðverjar ætluðu að taka Noreg undir vemd sína til að koma í veg fyrir frekari yfirgang Vesturveldanna þar og þaiin ásetn- ing þeirra, að gera Norðurlönd að orustuvelli í þessari styrjöld. Ut- anríkisráðherra Noregs svaraði boð- skapnum á þá leið, að norska s<jórnin tryði þvf ekki að svo stöddu, að Veslurveldin hefðu slíkt I hyggju og afþökkuðu því hina þýzku vernd. Veitti norski herinn víða mótspyrnu gegn þýzka hernum, Ríkisstjórnin flutti þegar á þriðju- dagsmorgun norður að Hammer og settist þar að. Meðan þessu fór ftam í Noregi gerðust þeir atburöir í Danmörku. að þýzkur her fór inn í Suður*Jót land og tók það herskildi. Hélt sfðan norður Jótlandsskagann, en danski herinn var á skipulögðu undanhaldi. Pá var þýskur her sett- ur á iand á Norður-Jótlandi við Limafjörð og á dönsku eyjunum og Kaupmannahöfn tekin á skömm- um tíma. Mótspyrna varð lítil, en þó mun eitthvað hafa slegið í bar daga í byrjun innrásarinnar, segir enskaútvaipiö hafa mátt ráðaaf ræðu, er Stauning forsætisráðherra flutti á þriðjudag, að danskir hermenn þafi fallid í viöureign við þýzka her- inn þá um morguninn. Um kvöldið flutti konungurinn, Kristján X. ávarp til dönsku þjóðarinnar, þar sem hann hvatti hana til að sýna stillingu og rósemi og sætta sig við orðinn hlut. Bretar og Frakkar tilkynntu norsku stjórninni, að þeir mundu koma til liðs við Noreg og hvöttu Norð- menn til að veita þýzka hernum við- nám. Norska stjórnin samþykkti í einu hljóði að halda áfram að verj- ast. Parísarfrétt á þriðjudag hermdi, að mikil sjóorusta stæði yfir úti fyrir Noregsstiöndum á stóru svæði milli herskipa Bandamanna og þýzkra herskipa. Pá bárust fréttir um, að þýzk herskip legðu tundurdufl. um úti fyrir sænsku sundunum og fram með Noregssfröndum. Hefir Framh. á 3. síðu. Bráðabirgðabreyting á íslenzk- um stjórnarháttum: Regar hinir óvæntu atburðir gerðust í Danmörku og Noregi á þriöjudaginn, var Alþingi um það bil að ljúka störfum. En hertaka Danmerkur hafði í för með sér ný verkefni fyrir Alþingi og ríkisstjórn Islendinga. Voru sameiginlegir þingmannafundir haldnir á þriðjudaginn og þangað kvaddir allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Fram- sóknarflokksins, Alþýðuflokksins og Bændaflokksins og þingmennirnir Jón Ivarsson og Héðinn Valdimarsson. Var þar rætt hið nýja viðhorf, er skapast hafði, og hvernig við því skyldi snúast. Um nóttina var svo fundur settur í sameinuðu þingi og þar lagðar fram tvær þingsályktunartillögur. Hin fyrri var um »æðsta vald í málefnum ríkisins«, svohljóðandi: »Með því að ástand það, sem nú hefir skap- ast, hefir gert konungi 1s/ands ókleift að fara með vald það, sem honum er fengið í stjórn- arskránni, lýsir Alþingi yfir því, að það felur ráðuneyti Islands að svo stöddu meðferð þessa va/ds«. Hin tillagan var urn meðferð utanríkismála og iandhelg- isgæzlu. Hún er á þessa leiö: » Vegna þess ástands, er nú hefur skapast, get- ur Danmörk ekki rækt umboð til meðferðar utanríkismála Is/ands, samkv. 7. grein dansk- íslenzkra sambandslaga né landhelgisgæz/u samkv. 8. gr. téðra Iaga, og lýsir Alþingi þess vegna ytir þvi, að Island tekur að svo stöddu meðterð mála þessara að öllu leyti í sínar hendur«. Um tillögur þessar urðu litlar umræður, og voru þær samþykktar með atkvæðum allra viðstaddra þingmanna 46 að tölu, að viðhöfðu nafnakalli. Einn þingmanna (Finnur Jónsson) var erlendis en tveir veikir (Pétur Hall- dórsson og Gísli Guðmundsson. — Forsætisráðherra flutti þjóðinni þenna boðskap í hádegisútvarpinu daginn eftir og síðar þann sama dag var skýrt frá þessum ályktunum í útvarp á Bretlandi og Italíu. NÝJA BÍÓl Föstudags- laugardags- og sunnudagskvöld kl. 9: Konan með örið (En kvinnas Ansikte) Sænsk sakamála stórmynd gerö undir stjórn kyikmyndasnill- ingsins Gustaf Molander Áðalhlutverkið leikur frægasta og fegursta leikkona Svía íngrid Bergman ásamt Andreas Henrekson, Hildu Bergström o. fl. Þetta er ein af eítirtektarverð- ustu myndum er Svíar hafa gert síðustu árin, mynd sem sýnir mikilfenglega og hrífandi sögu með hlýjum undirstráum mann- legra tilíinninga. — Ingrid Berg- man er aðeins 22 ára og hefir þegar getið sér mikla frægð og nýtur vinsælda kvikmyrdahús- gesta langt út fyrir Svíþjóð — haía meira segja verið uppi raddir um það að hún yrði arftaki Gretu Qarbo. I Sunnudaginti kl. 5: Káti r voru kárlar I.O.O.F, 1214129 O. Samband imgra Sjálí- stæðismanna 10 ára. Árið 1930, þegar Alþingishátiðin var haldin að Pingvöllum, komu þar saman um 30 ungir Sjálfstæðis- menn úr félögunum »Heimdalli< »Verði« og nokkrum öðrum og stofnuðu I.andssamband ungra Sjálf- stæðismaona. Fyisti formaður þess var Torfi Hjartarson, nú bæjarfógeti á ísafirði. í sumar er ákveðið að halda Sambandsþing ungra Sjálfstæðis- manna á Þingvöllum, um það leyti sem Sambandið verður 10 ára og verður því þannig hagað, að auk hinna kjörnu fulltrúa frá félögum ungra Sjálfstæðismanna, er ætlast til að allir ungir Sjalfstæðismenn, sem tök hafa á, komi á mótið. Núver- andi formaður Sambandsins er Kristján Guðlaugsson ritstjóri.

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.