Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 12.04.1940, Blaðsíða 3

Íslendingur - 12.04.1940, Blaðsíða 3
ÍSLENDINGUR 3 Styrjöldin . . . Framh. af 1. síðu. þýzka stjórnin tekið skipum hlut- Iausra þjóða, sem stödd eru í höfn- um við Eystrasalt, vara fyrir því að leggja úr höfn án þess að leiðsögu- skip fylgi þeim. Sænska stjórnin hefir tilkynnt. að Svíþjóð ætli sér að vera hlutlaus, en ef ráðist verði á hlutleysi hennar, muni hún verja það með oddi og egg. Eftir að þýzki herinn tók Osló var leppstjórn mynduð undir for- ustu Vidkun Quisling majórs. Flutti hann ávarp til þjóðar sinnar og hvatti hana til að sýna engan mótþróa gegn þýzka hernum. Quisling hefir staðið framarlega í flokki norskra nazista. Hákon konungur hefir neitað að viður- kenna stjórn hans og fer mót- spyrna norska hersins gegn hin- um þýzka vaxandi. Sjálfboðaliðar streyma að úr öllum Noregi og einnig frá Svíþjóð. Hefir orðið allmikið manntjón í viðureign herj- anr.a undanfarna daga. Norska stjórnin fór frá Hammer á miðvikudag og norður til Bodö, sem er skammt suður af Lofoten og Narvik. Par er útvarpsstöð, sem stjórnin hefir til umráða. Stórkostlegar sjóorustur voru háðar um Skagerak og Kattegat á miðvikudaginn og fjölda skipa sökkt. Fregnir um tjón hinna ein- stöku ófriðaraðila í orustum þess- uru eru mjög ósamhljóða. Pó mun víst orðið, að þýzka herskipið Emden hafi farist í viðureign við norska beitiskipið Olav Tryggvason. Fiskibátar frá Noregi og Svíþjóð hafa bjargað fjölda manna af hin- um sökkvandi skipum. í útvaipsfréttum í gærkvöldi var skýrt frá þvf, að norska stjórnin hefði sent út ávarp til þjóðarinnar, þar sem hún telur sig hafa neyðst til að hörfa frá Osló til þess að geta sinnt löglegum stjórnarstörf- um og ráðið ráðum sínum um landvarnir. Tók hún þjóðinni vara fyrir því að trúa tilkynningum, sem útvarpað væri frá Osló, þar sem útvarpsstöðin þar væri á valdi ó- vinanna. Og þó þar heyrðust norskar raddir væru það raddir þeirra, er hefðu gengið óvinunum á hönd og léð sig til landráða. Churchill landvarnamálaráðherra Breta hélt ræðu í gær. Gaf hann þar yfirlit yfir skipa- og flugvéla- tjón Breta síðustu daga og rakti atburði þeirra. Kvað hann sann- anlegt, að hertaka Danmerkur og innrásin í Noreg hefði verið undirbúin fyrir löngu af þýzku stjórninni. Þá skýrði hann frá því, að Bretar hefðu sett upp flotastöð og flughöfn í Færeyjum, og mundu þeir ekki hverfa þaðan fyrr en þeir „ JÖRГ óskar eftir nokkrum áhuga- sömum sölumönnum og á- skriftasöfnurum. Há sölu- laun. — Upplýsingar gefur Ragnh. O. Björnsson. gætu skiiað eyjunum í hendur Dana. Pá vék hann einnig að Islandi. Taldi hann öðru máli gegna um það en Færeyjar, en eigi að síður mundu þeir ekki þola Pjóðverjum að stíga þar fæti á land hegningarlaust. Samkvæmt nýjustu fregnum er norskur her að umkringja Natvik á landi, en Bretar hafa lagt tundur- duflum úti á víkinni og hafa þar herskip á verði. Einnig hefir kom- ið til átaka úti fyrir Trondhjem. Forsætisráðherra Canada hefir getið þess í ræðu, að viðræður fari fram milli canadisku og brezku stjómanna um þessar mundir varð- andi slöðu íslands og G^ænlands. Frá Skákþingi íslendinga o. fl. Jóhann Snorrason vinnur sig * upp í meistaraflokk Islands. — Jón Þorsteinsson hlaut I. verð- laun í I. flokki. — Á Skákþingi íslendinga, sem staðið hefir yfir undanfarna daga í Reykja- vík tóku þátt tveir Akureyringar, þeir Jóhann Snorrason, sefn keppti í meistaraflokki og Jón Forsteinsson í I flokki. Með þessari keppni var Jóhann að tefla sig upp í meistara- flokkinn en ti) þess þurfti hann að vinna 25X í umferðinni. jóhann stóðst prófið og hlaut 2'/s vinning af 8 mögulegum eða rúmlega 31.%'. Er þetta ágæt frammistaða þegar litiö er á það, að Jóhann hefir ekki átt kost á því að æfast með sér sterkari skákmönnum. Má því last- lega gera ráð fyrir því, að Jóhann eigi eftir aö sækja sig og vinna stóra sigra í meistaraflokknum. J?á vakti og mikla eftirtekt frammistaða Jóns ÍPorsteinssonar á þessu- þingi. Hann hlaul 6 vinninga af 7 tefldum skák- um, tapaöi einni. Má það teljast mjög góð frammistaða af 16 ára unglingspilti, og má í því sambandi geta þess, að þetta var í annað sinn, er hann tók þátt 1 skákkeppni í fyrsta flokki, Jón er mjög efnilegur skákmaður, og ef hæfileikar hans halda áfram að þroskast, mun hann verða betri skákmönnum landsins erfiður viðureignar. Eiga svo þessir Akureyringar beztu þakkir skilið fyrir frammistöðu sína á þessu þingi, engu síður en aðrir íþróttamenn sem með dugnaði sínum og áhuga gera garðian frægan. Skákblaö er nýútkomið í Reykja- vík. Er það opinbert málgagn Skák- sambands íslands. Ritstjórar eru þeir Ólí Valdimarsson og Sturla Péturs- son. Er ákveðið að það komi út 6 sinnum á ári, 16 síður í hvert sinn. Verð árgangsins er kr. 8,00. Gjald- dagi í júlí. — Utanáskrift blaðsins er Nýja Skákblaðið, pósthólf 323 Reykjavfk. Undirritaður hefir blað- ið til sölu og mun senda það föstum kaupendum í nærliggjandi sveitir. Jón Ingimarssony Klaþparslg 3 Akureyri. Skógrækfarfélag Eyjafjarðar hefir aukafund í kaffisalnum Skjaldborg sunnud. 14. þ. m. kl. 4 e. m. Mörg áríðandi mál a dagskrá. — FJölmennið Stjórnin. Þingsályktunar- tillaga vegna starfsemi ofbeld- isflokka. Fyrit nokkru var borin fram á Alþingi þingsályktunartillaga »Vegna flokkastarfsemi, sem er ósamrýman- leg öryggi rfkisins«. Flutningsmenn voru Jónas Jónsson, Pétur Ottesen og Stef. Jóh. Stefánsson, Urðu mjög harðar umræður um tillöguna, og þótti sumum orðalag hennar brjóta í bága við lýðræðislegan anda. tíáru þá aðrir 3 þingmenn úr sömu þing- flokkum fram aðra tillögu um sama mál og var báðum þessum tillögum vísað til allsherjarnefndar eftir all- harðar umræður. Samdi svo alls- herjarnefnd eftirfarandi tillögu, sem samþykkt var með 44 atkv. gegn 2 atkv. kommúnista: »Alþingi ályktar að lýsa því yfir, að það væntir þess, að ríkisstjórnin og önnur stjórnar- völd hafi vakandi auga á landshættu- legri starfsemi þeirra manna og samtaka, sem vinna að því að koll- varpa lýðræðisskipulaginu með of- beldi eða aðstoð erlends valds, eða að þvf að koma landinu undir er- lend yfirráð, svo og hverra þeirra annarra, er ætla má, að sitji á svik- ráöum við sjálfstæði ríkisins, enda beiti ríkisstjórnin öllu valdi sínu til verndar gegn slíkri starfsemi, Jafnframt ályktar Alþingi að fela ríkisstjórninni aö láta fara fram at- hugun á því, hveinig hiö íslenzka lýðræði fái fest sig sem bezt í sessi og varist með lýðræðisaðferðum jafnt áróðri sem undirróðri ofbeldis- flokka og annarra andstæðinga lýð- íæöisins. Ennfremur láti ríkisstjórn- in endurskoða ákvæði ís'enzkrar löggjafar um landráð, Athugunum þessum verði lokið fyrir næsta Alþingi og svo frá þeim gengið, að þær geti oröið undirstaða löggjafar um þessi efni*. Templatarl Munið umdæmis- stúkuþingið í Skjaldborg, er hefst kl, 8,30 annað kvöld. Sfáltstæðisfélag hefir nýlega verið stofnað í Ólafsíirði með um 40 meðlimum. Skemmtisamkomu haida »V*r- ingjar< að Fverá 13. þ. m kl. 9,30 e, h. Til skemmtunar verður : Erindi, söngur. upplestur og dans- Samkór R. Abrahams syngur í Nýja-Bíó kl, 3 á sunnudaginn í síðasta sinn, Skíðanefnd í. R. A. heldur sam- sæti að Hótel Akureyri sunnud. 14. apríl n. k., kl. 9 e. h. Öllu starfsfólki við Landsmótið er boð- ið. Sækið aðgöngumiða til Sigm. Björnssonar, skrifstofu H. A. á föstudagskvöld frá kl. 5—7 e. h. Dans, Akureyringar og nágrannar! Nú eru aðeins 10 dagar þangaö til ákvöröun verður tekin um það, hvort mánaðar- íitið Jörð skuli halda áfram að koma út éða ekki. Enn vantar nokkuð á, að nægileg þátttaka hafi fengist. »Jörð« er ekki ætluð aðeins fámennum hóp bókamanna, heldur öllum al- menningi, Hún á að vera hand- bók á hverju heimili, Á að leiðbeina þér og mér í daglega lífinu. — Gaiðyrkjumenning ís- lands er eitt af stórmálum Jarð- ar. Nokkrir okkar færustu manna í þeim efnum hafa um- sjón með garðyrkjuleiðbeining- um Jarðar. Aliir garðeigendur ættu að notfæra sér það. Kaup- ið revnsluhefti í dag, kostar eina krónu. Gerist ársfjórðungs- áskrifendur. Útgejendur. Vörður F.D.S. heldur fund að Hótel Qull- foss kl. 8,30 síðd. n. k. mánudag 15. apríl. Dag- skrá tilkynnt með sérstöku fundarboði. Stjórnin. Ailskonar vinnulatnaöur Skóverzlun P. H. Lárussonar. Erlendur skóiatnaður fæst rneð tækifærisverði í Skóverksm. /. S. Kvaran. íbúðir lausar. Uppl. í Verzl. P. H. Lárussonar Barnastúkan Sakleysið heldur fund n. k. sunnudag í Samkomuhúsinu, er hefst kl. 2 e. h , stundvíslega. — Foreldrar og aöstandendur stúku- barnanna sérstaklega boðnir á þenn- an fund. Templarar úr undirstúk- unum og ungmennastúkunni eru einnig velkomnir. — Félagar fjöl- mennið! Greiðið ársfjórðungsgjöld, ef þið getið. ZION. Næstkomandi sunnudag 8.30 e. h. almenn samkoma, allix velkomnir.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.