Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 19.04.1940, Blaðsíða 1

Íslendingur - 19.04.1940, Blaðsíða 1
/ XXVI. árgangur.l Ritstjóri og afgreiðslum.: Jakob O. Pétursson, Fjólugötu 1. Sími 375. Pósthólf 118. Akureyri, 19. apríl 1940 i 17. íölubl. Brleg smáþjóOanna Vér íslendingar erum ein minnsta þjóð heimsins. Þrátt fyrir það erum vér fullvalda þjóð, sjálfri sér ráðandi um flest mál. Fyiir meira en þúsund árum siofnuðum vér fyrsta lýðveldi heimsins, en glöt- uðum sjálfstæði voru nokkru síðar fyrir sundrung og flokkadrátt og gengum á hönd erlendu konungs- valdi. Nokkrir íslenzkir menn unnu að því að týna sjálfstæði þjóðar- innar í von um völd og vegtyllur sjálfum sér til handa. En á yfir- standandi öld erum vér að endur- heimta frelsi lands vors á ný, ekki með vopnum, því vér eigum hvorki her né flota, heldur með söguleg- um rökum og rétti. Vér eigum því tiltölulega auðvelt með að skilja frelsisþrá annarra smáþjóða og virða viðleitni þeirra til að halda sjálfstæði sínu í lengstu lög. - Nú í vetur hetir oss gefist sér- stakt tilefni iii að velta fyrir oss þeirri spurningu. hver verða eigi örlög smáþjóðarma. Þrjú af stór- veldum álfunnar eiga í ófriði, en á milli þeirra og í négrenni við þau að norðan búa nokkrar sjálf- stæðar smáþjóðir, sem ekki óska tftir að dragast inn í þann ófagra leik og vilja halda fullkomnu hlut- leysi. Meðal þessara þjóða eru Norðurlöndin sex: ísland, Færeyj- ar, Danmörk, Noregur, Svíþjóð og Finnland. Jólafastan síðasta hófst með því, að stærsta stórveldi álfunnar: Ein- ræðisríkið Sovét-Rússland réði á lýðveldið Finnland án stríðsyfirlýs- ingar. Var sá leikur svo ójafn, að aldrei munu hafa orðið tii sagnir af lítilmanniegra árásarstriði hér í álfunni. En svo dæmafá var hreysti hinna finnsku hermanna, að eítir 3V2 mánuð, er friður var saminn, höfðu Rússar ekki náð á vald sitt nema litilii sneið af Finnlandi. Óðar og Rússar hófu innrás sína, kom í Ijós, að í Finnlandi voru til menn, sem voru óvinir sinnar eig- in þjóðar og sátu á svikráðum við hana. Einn þessara manna, Kuus- inen að nafni, myndaði leppstjórn í Terijoki, þorpi nálægt landamær- unum. Pessi finnski landráðamað- ur er nú ekki lengur í lifenda iölu. Sögur herma, að húsbóndi hans, Josef Stalin. hafi látið svifta hann höfði sínu. Þegar innrásin var gerð í Finn- land reis há samúðaralda með finnsku þjóðinni um öll Norður- lönd. Fjársöfnun var hafin og sjálfboðaliðar buðu sig fram til herþjónustu ( Finnlandi. En Svf- þjóð og Noregur vildu ekki ganga formlega til liðs við Finnland, af ótta við að dragast inn í stórvelds- styrjöldina. Þau vildu heldur ekki leyfa Vesturveldunum að flytja her til Finnlands yfir norskt eða s*nskt land. Finnar urðu því að semja frið upp á verri kjör en orðið hefði, ef hin virka aðstoð við þá hefði verið í réltu hlutfalli við samúð heimsins. En það er ekki liðinn mánuður frá því að Finnar urðu að semja frið, unz ófriðarsvæðið teygir sig skyndilega yfir þrjú af Norðurlönd- unum. Bretar leggja tundurduflum innan norskrar landhelgi og brjóta með því hlutleysi Noregs. Norska stjórnin mótmælir, — en hvað sioð'a mótmæli smáþjóða? Pjóðverjar svara aðgerðum Breta með hertöku Danmerkur og inn- rás í Noreg — hvorttveggja með svo skjótri svipan, að öllum verð- ur samstundis Ijóst, að þar hefir allt verið skipulega undirbúið, Bretar taka síðan Færeyjar og koma þar upp flughöfn og flotastöð, en Svíum er ógnað. Pannig hafa Norðurlönd, eða nokkur hluti þeirra a. m. k. ven'ð gerð óspurð að leikvangi hins ægilegasta harmleiks, sem stórþjóð- irnar hafa stofnað til með allri sinni miskunnarlausu tækni til tor- tímingar mannslífum og öðrum ó- bætanlegum verðmætum. Sök smáþjóðanna er ekki önnur en sú, að vera landfræðilega sett á leið hernaðarþjóðanna, og eí hags- munir stórþjóðanna krefjast þess, eru örlög smáþjóðanna ráðin af stjórnum stórveldanna. Þó aðdragandi innrásar Þjóð- verja i Noregi sé nokkuð annar en til innrásar Rússa í Finnland, er þó eitt sviplíkt við báða atburðina: Inntendir erindrekar hins erlenda einræðis leggja fram sína hjálp. í Narvík í Noregi skipar liðsforing- inn svo fyrir, að ekki skuli skolið, er þýzki herinn fer í land. Og í Osló er nazisiinn Quisling óðar tilbúinn að mynda leppstjórn eins og Kuusinen í Terijoki. En vald hans stendur skamma stund eins og vald Kuusinens. Pegar á reynir, er þessi mannteg- und ekki nýtandi til vandasamra starfa. Aðrar smáþjóðir geta dregið sína lærdóma af dæmunum um Kuusinen og Quisling og þeirra aðstoðar- menn. Vér íslendingar berum þá gjarna saman við Gissur Porvalds- son, Og dómar sögunnar um hann eru allir á eina lund. Valda- tími hans var stuttur eins og þess finnska og norska, sem hér hefir verið minnst á. En eigi að síður tókst houuin að fullkomna það verk að afsala sjálfstæði íslands í bendur útlendingum. Sennilega eiga flesiar smáþjóðir sína Kuusinena og Quislinga, jafn- vel íslendingar. Menn, sem reiðu- búnir eru að gerast sínir eigin böðlar og svikarar við þjóð sína og föðurland, með því að opna hurð'ir fyrir erlendu valdi. Peir menn, sem Ijá sig til landráða etu yfirleitt á svo lágu stigi siðferðis- laga og menningarlega, að enginn getur treyst þeim. En nöfn þessara manna geymast í sögunni við hliö- ina á nöfnum Efialtesar og Júdasar frá Kariot. Allir góðir íslendingar harma örlög frændþjóðanna, sem dregnar hafa verið inn í stórveldastyrjöld- ina. Og eins og þeir í vetur fylgdust mað baráttu Fínna fyrir frelsi síns föðurlands, eins fylgjast þeir nú með sömu baráttu frænda sinna í Noregi- Hvernig henni lyktar, er enn óséð, en vér vitum það eitt, að hin norska nátlúra er þjóðinni hagstæð til varnar eins og skáldið segir: Norges bedste Værn og Fæste er defs höje Fjæld. AmeríkU' viðskipti. Pegar fréttirnar af hertöku Dan- merkur og innrás Þjóðverja í Noreg bárust hingað, varð mönn- um Ijóst, að siglingum vorum til Norðurlanda og hafna við Eystra- salt muridi vera lokið í bráð og þær liggja niðri um lengri eða skemmri tíma. Hafa þ/í margir uggað um, að (slendingar færu nú iyrst að kenna á afieiðingum styrj- aldarinnar í skorti nauðsynjavara- Og víst er um það, að ekki horfir vænlega um úibætur á áburðar- þötfinni hjá Iandbúnaðinurn. Um skort á kornvöru, sykri og ýmsum nýlenduvöum ætti ekki að þurfa að óttasf, meðan opin sigl- ingaleið er vesíur urn haf. Eins og kunnugt er, stofnuðu íslenzkir stórkaupmenn með sér innflytj- endasamband í stríðsbyrjun. Hafa þeir sfðan haft sinn umboðsmann vestur í Bandaríkjum Ameríku, er annast að mikiu leyíi innkaup fyrir sambandið. Hafa íslenzkir inn- flytjendur mjög góð verzlunarsam- bönd þar vestra, og eru sum þeirra gömul eða frá heimsstyrjald- arárunum. Hafa viðskipti við sum þessara verzlunarfyrirtækja aldrei fallið niður siðan. Leggur innfiytjendasambandið rfka áherzlu á, að kaupa jafnan beztu fáanlega tegund hvenar vöru, jafn- vel þó sú tegund sé dýrari en NÝ JA BÍ ÓI Föstudagskvöld kl. 9: Grænt Ijós Síða?fa sinn! Niðursett verð! Laugardags- og sunnudags- kvöld kl. 9: Miss Araeríka Tal- og söngvamynd í 10 þátt- um. — Aðalhlutverkið leikur undrabarnið ShirleyTemple Falleg og skemmtileg mynd. Sunnudaginn kl. 5: Kátir voru karlar. I.O.O.F, = 1214199 == hinar lakari. En ölium almenningi er ljóst, að t. d. af kornvöi u, svo sem hveiti, fúgmjölr, hrísgrjónum o. fl. eru til margar tegundir mjög mis- munandi að gæðum, og á því raunar ekki saman nema að nafn- inu. — Þar sem öií innkaup fslenzkra stórkauprnanna eru gerð sameigin- lega, er auðvelt að fylgjast með þörf þjóðarinnar á kornvöru og öðrum nauðsynjum. Allur ótti um skort þeirra vörutegunda er því á- stæðulaus eins og sakir standa- Kirkjain: Messað á Akureyri kl. 2 e. h. Áheit á Akureyrarkirkju 10 kr, frá B. S. J?akkir A. R. /ðnskóla Akureyrar veröui slitið í kvöld kl. 8,30 í húsi skól- ans, Teiknisýningar Iðnskólans og Gagnfræðaskólans verða opnar í Iðnskólahúsinu kl. 1 —7 siðdegii n. k. sunnudag. Bridge- keppni for fram ný- lega innan Spilaklúbbs Akureyrar. Sigurvegari var sveit. Hinriks Thor- arensen, Þorsteins frá Lóni, og Þóröar og Vernharðs Sveinssona. Vann hún með 14730 stigum gegn U410.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.