Íslendingur

Eksemplar

Íslendingur - 26.04.1940, Side 1

Íslendingur - 26.04.1940, Side 1
XXVI. árgangur, Ritstjóri og afgreiðslum.: Jakob O. Pétursson, Fjólugötu 1. Sími 375. Pósthólf 118. Akureyri, 26. apríl 1940 18. tölubl. Bréf frá Finnlandi Eftirfarandi bréf, dags. 13. des. f. á. er frá finnskum presti ti) sænsks stéttarbróöur f Stokkliólmi: Kæri bróöir 1 Fegar ég skrifaði þér sföast, gat mig ekki órað fyrir, aö næsta bréf mitt yröi þess eðlis, sem þaö er. Mig gat heldur ekki grunað, að ég neyddist svo fljótt til að knýja á vin- áttu þfna og endurgjalda heimsókn þfna undir þeim kringumstæðam, er nú ríkja í landi voru. Máltækið segir, aö vinum sínum kynnist maður í neyðinni, Þú ert eini maöurinn, er ég þekki f Svíþjóð. Hef því engin önnur úrræöi en að leita til þfn. Og skal ég þá koma aö efninu: Svo er mál meö vexti, að ég vil hugs* fyrir öllu í tíma, ef svo kynni aö fara, að styrjöld okkar endaði illa. Hvernig með okkur foreldrana fer, skiptir ekki miklu máli. Við munum standa á okkar varöstöð til hins síðasta. Kona mfn er ein af Lottunum og gerir hvorttveggja, að gegna hjúkrunarstörfum í sjúkra húsinu hér og gefa byrjendum leið beiningar í hjúkrun eins og læiö hjúkrunarkona. En ég er í flutn- ingasveitinni. Okkar hlutskiptí getur því orðið það aö deyj* á verðinum, Prælar Rússans ætlum við ekki að verða, meðan við getura nokkru um það ráðið. En við eigum 3 drengi eins og þú manst, Sá elzti er 9 ára, næsti 7 ára og hinn yngsti tæpleg* árs- gamall. Þeir eiga lífið fram undan ennþá, og við óskum þess, að þeir rnegi lifa í frjálsu landi, svo að þeir verði ekki aldir upp sem kommún- istar og heiðingjar. Fess vegna höfum við hugsað okkur að reyna aö koma þeim yfir til Svíþjóðar, a. m. k. ef svo fer, að ekki finnist aðrir möguleikar. Helzt hefði ég viljað koma þeim til Torneá eða Haparanda, ef það gæti gengið. En ef illa fer, mundutn við reyna að koma þeim hvert sem væti. Bón mfn er sú, að þú, sem þekkir þar til og átt þar marga góða vini, viljir vera svo góður aö athuga um, hvar drengirnir okkar gætu fengiö húsa- skjól og mat. Vildi ég síðau biðja þig að gefa mér heimilisfang einhverra slikra staða, þar sem ég, ef illa fer, gæti komið þeim Antero, Lauri og Pertti niður. Ég væri mjög þakklútur, ef ég fengi að vita, hvað dvöl þeirra myndi kosta. Reyni aö borga, svo lengi, sem ég get. Síðan yröi að leggja allt í hendur guðs og góöra manna, el við féllum á okkar varð- stöð 1 strlðinu fyrir málefnum Krists og menningarinnar. Megi guð i náð sinni forða Svíþjóö frá þeim eyðing- ar öflum, sem að okkur sækja. Taktu það ekki illa upp fyrir mér, hversu djarllega ég sný mér til þfn, þótt við höfum kynnst svo nýlega. Því hefir víst handleiðsla guðs ráðið, — annars veit ég sannarlega ekki, hvert ég 'nefði átt aö snúa mér. Hvernig jólahald okkar verður, er ómögulegt að vita. Ef til vill veröa það okkar sfðustu sameigin- kegu jól hér á jörðu, En ef svo skyldi til takast, lifum við í von um eílíí jól á himnuin. Mér kom til hugar eitt erindi úr kvæði, er eitt af skáldununt hér f Finnlandi hefir gert: >Ság, vet du tjusningen att slá i mindretalets leder. att orádd emot döden gá mcd obe- . fláckad heder, att fatta för en hopplös sak för övermaktens lansar, att digna ned í vapnens brak, att dö i stál och pansar?« Það er þetta, sem vér Finnar verðum nú að gjöra. En þaö hefir verið undursamlegt aö sjá, með hve mikilli ró þjóðin tekur þessu stríði, sem aðeins er framhald af aldagömlu stríði gegn Rússuia og rússneskn menningar- leysi. Jæja, það er mrtl komið að hætts. Ytirstandandi tími er tími athafua en ekki ljóða, Ég vænti svat s frá þér sem fyist og óska þér og þínu heimili frið- samlegra og blessunarríkra jóla og betra nýs árs en þess liðna. Vinsamlegast. N. N. Prestkona nokkur í fitinskum bæ, sero oft varð fyrir loítárásum, skrifar 23. desember í fyrra; Jólin eru að ganga í garð, — jól, sem eru ólík öllum öðrum, er við höfum lifað til þessa. Fyrir fáutn mánuðurn siðan, þegar þú varst hjá okkur Gústav, lifðum við í friði og hamingju, nutum fegurðar sumarsins, grunlaus um þær hörmungar, sem fyrir okkur lágu ..... Loftárás enn..............Jólafriðar geta þeir ekki unnt manni í þetta skipti. Viö höíum enn orðið aö sitja nokkra klukkutíma í kjallaranum, Það er í þriðja skiptið í dag. En guði sé lof! Enn erum við ósködd- uð og heimili okkar óskemmt, Við trúum því, að við munum sigra. Davfð mun enn einu sinni sigra Golíat. Guð er með okkur. Þjóð okkar mun til hins itrasta verja það dýrmætasta, er hún á; Trú sína, heimili sitt og föðuilandið. Að lifa undir stjórn þessara ómennsku Rússa er ekkí llf, sem er vert þess að lifa. Guð mun ekki láta okkur farast. Hann mun senda okkur alla þá hjálp, er við þörfnumst, — einnig hið andlega þrek. SvslutundyrEyjafjaiðarsýslii var haldinn hér á Akureyri dagana 2.—10. þ. m. Samþykkt var, að veita til sj’sluvega á árinu 36300 krónur, til brúargerða 1150 krónur, og til sundkennslu 400 krónur. Þá var samþykkt að veita Skógræktar félagi Eyjafjarðar á árinu 1000 króna styrk i tilefni af 10 ára starfsafmæli þess. A sýslunni hvila nú engar aðrar skuldir en þær, er varða Laugalandsskóla. Kostaði hann upp- koroinn 124 þús. kr, og eru skuldir sýslunnar vegna hans kr. 15500, þegar ríkissjóður hefir greitt sinn hluta að íullu. Á fundinum lagði oddviti fram allítarlegt álit frá Rafmagnseftii liti rikisins um sögu rafmagnsmálsins og kostnaðaráætlanir yfir háspennu- línur um sýsluna ásaint rekstrar- kostnaði þeirra. Tvær tillögur voru samþykktar í rafmagnsmálinu. Hin fyrri er svohljóðandi: »Sýslutieínd lítur svo á, að nauð- synlegt sé, að þing og stjórn taki til nákvæmrar yfirvegunar rafmagns- mál sveitanna, Af rannsóknum, sem gerðar hafa verið að því er Eyjafjarðarsýslu snertir, og fyrir fundinum liggja, er auðsætt að sveitii nar geta ekki af eigin ramleik greitt úr þessum málum. Hinsveg- ar er það jafn víst, að einróma kröfur sveitanna eru að fá raforku til ljósa og hitunar eins íljótt og unnt er. Heppileg lausn á þessu rnáli mundi öruggasta táðið til að koma í veg fyrir straum fólks úr sveitum til kaupstaða. Er það því eindregin áskorun sýslunefndar til þings og stjórnar, að gerð verði nú gaugskör að því að leita að sem öruggastri lausn ( þessu máli með því að útvega ódýr lán til fram- kvæmda og með beinum framlögum úr ríkissjóði eð.i á annan hátt«, Síðari tillagan er á þessa leið: • Sýslunefndin leggur mikla á- herzlu á, að ríkisstjórnin láti nú þegar fratn fara gagngerða rann- sókn á fallvötnum í Svarfaðardal og þeim öðrum hreppum sýslunnar, þar sem um fallvötn er að ræða, sem líkleg eru til að fullnægja raf- orkuþörf hlutaðeigandi hreppa meö betri kjörum en unnt muni vera að fá frá Laxárvirkjuninni. Fullnaðar- rannsókn á þessu þarf að liggja fyrir sem allra íyrst svo ekki þurfi að tefja hygging rafotkullna um sýsluna*. NÝJA BÍÓ 1 Föstudagskvöld kl. 9: Konan með örið Laugardags- og sunnudags- kvöid kl. 9: Tarzan Sunnudaginti kl. 5: Miss Ameríka Síðasfa sinn! Niðursett verð! I.O.O.F, = 1214269 = N ý f I u g vél vænta n I eg Eins og kunnugt er eyðilagðist flugvélin T. F. Örn nú í vetur, er stormhviða hvolfdi henni á Skerjafirði. Klug vélin var eign Flugfélags Akur- eyrar. Á aðalfundi félagsins í vetur var samþykkt að auka hlutafé félagsins og stækka svið þess. Var nafni félagsins breytt í Flugfélag íslands h. f, lieimiíi þess ílutt til Reykjavíkur og hlutaféð aukið úr 28 þús. kr. í 150 þús. kr, Er langt komið að safna hlutafénu i Reykja- vik og á Akureyri og leggja rikis- sjóöur. sildai verksmiðjui nar og síldat útvegsnefnd fram fé í þessu skyni. — Sljórn féiagsins skipa; Bergur G, Gíslason Rvík, formaður, Jakob Frímannsson Ak. varaform. Örn O. Johnson ílugmaður, frara- kvæmdastjóri, Kristján Kristjánsson bifreiðaeigandi, Ak. og AgnarKofoed- Hansen flugmaður, Rvik. í vara- sljórn Vilhjálmur Þór bankastjóri. Kaup hafa verið fest á sjóflugvél í Bandaríkjunum, er væntanlega gétur komið hingað í næsta mánuði. Hefir hún sama farþegarúm og T F. Örn en nokkru sterkari hreidil. Örn O. Johnson er nú farin vestur um haf til að vitja hinnar nýju flugvélar og kynna sér nýjustu flugtækni.

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.