Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 03.05.1940, Blaðsíða 2

Íslendingur - 03.05.1940, Blaðsíða 2
ÍSLENDÍNGUR Úrækjur í mannsmpl Þær ær heita í sveit órœkjur, sem ekki vilja kannast viö, þ. e. rækja lömbin sín. Þær kvensnifiir, sem sntía baki við eigin afkvæmi sínu, mega heita sama nafni. í Fornaldarsögum Noröurlanda, er þannig komist aö orði um eina tröllkonu, sem snéri baki við mann- sóma: »Ok sá . , . í gaflhlaöið á hennic Þær konur sýna gaflhlaðið á sjálf- um sér, sem ganga frá skyldum sínum og slá á lærið. Þjóðfelag vort fer ekki á verald- arhreppinn, meðan meginþorri kvenna sinnir börnum sínum og hlúir aö foreldrum. En tákn tímanna eru bæði grá- bröndótt og rauðskjöldótt — ef svo mætti að orði kveða Mér brá í brún nýlega, þegar ég las í tímariti Máls og menningar ritgerð eftir háaldraða gáfukonu, margra barna móöur, sem ber þann rétt á borð fyrir 5500 sálir félags- ins, aö þjóðfélagiö sé skyldara en börnin til að annast foreldrana Reyndar var það kunnugt, aö »menningin« vill koma aldraða fólk- inu á elliheimili, til þess aö losna við þaö úr heimahúsum. Menningin getur »sjfnt í gafihlað-' ið á sér« eins og skessan. En þeg- ar tízkan stjakar »þeim gömlu« inn í forsælu elliheimila, gerir hún það í laumi og borgar n:eð karli og kerlioga, ef hún heíir efni á því. Konan, sem skrifar á örk »Rauðra penna< er að vísu kommúnisti. Og pað er »opinbert leyndarmál", að þeir heimta flest gæði lífsins af því opinbera. En þó byst enginn maður við því nð óreyndu, að öldurmenni óski sér þess hlutskiptis, að börnin vísi foreldrinu á dyr og segLþað til þeirrar sveitar, sem ber nafnið: Þjóðfélag. Þar er þó og getur aldrei orðiö um að gera aðra hlýju en þá, sem eldsneyti veitir og brekán. Hjarta- hiyja veröur aldrei l boði frá hálfu þjóðfélagsins — þ. e. »þess opin- bera«. Spyrjið þá, sem eru svo að segja lifandi grafnir í elliheimilum. Þeir svara með andvörpum og tárum skilmerkilega, þegar málfæri brestur. Ræktarskortur barna við foreldra er eigi ný bóla, og er síður en svo ástæða til aö blása hana upp, en hitt skyldi heldur ástunda að glæöa þann ræktargneista, sem liggur fal- inn í flestum brjóstum, sem luma á hjartslætti. Ég vil minna á gamla sögu, sem synii þess háttar neista og er sagan prentuð í Péturssög- unum gömlu, Hjón sátu að boröum, þar sem eigi var vant borðbúnaðar né krása. Faðir húsbónda var látinn »sitja úti f horni« með grautarskál íir tré í knjám. Sonur hjónanna lék sér á gólfi og telgdi spýtukubb. Konan, scm réði því hvernig búið var að gamJa maniiinum, spurði son sinn: Hvaö ætlarðu að smíða úr þesisum kubb, drengur minn? Sveinninn svaraði: Ég ætla að smíða úr hon- þarí nema aukna aðílutningsörðug- leika til þess að framleiðsla rafofna og annarra raftækja hér á landi stöðvist með öllu. Hvað hefði Akur- eyri þá aö gera með 4000 — 6000 ha. rafstöð? um tréskál handa ykkur að eta úr graut, þegar þið eruð orðin gömul. Hjónin litu hvort á annað, svo til öldungsins — og blygðuðust sín. Þau kölluðu síðan á gamla afa, settu hann við boröið hjá sér og létu hann þar vera meðan hann þurfti aðhlynningu. Barnið opnaði augu hjónanna meö hreinskilni sinni. Sá siður tíðkast meðal villimanna, sem reika um lönd, að þeir skilja viö foreldra sína og aðra öldunga með þeim hætti: Að eldur er kveiktur i þrem sprekum, gamal- mennið sezt við logann, en »hitt fólkið« hleypur sína leiö. — Þarna á auðninni króknar gamalmennið. Gamla fólkið sættir sig við hlut- skiptiö. Þannig hefir það breytt viö sitt foreldri áöur. Þessi venja gengur koli af kolli. Lífsskilyrði þessa reikula fólks helgar, eða réttara sagt vanhelgar venjuna. Auðvitað mál er það, að stutt spönn ein eða þumlungur er milli þess að bera út barn sitt (þ e. vilja ekki eigá það) og hins athæfisins, aö hlaupast frá foreldri sínu. Hvort tveggja athæfið er Órækju- háttur. Og sú ómenning, sem drýg- ir þá synd, »synir í gaflhlaðið á sjálfri sér«. Konan, sem talar í nafni rauð- skjóttu menningarinnar ber fyrir sig þá röksemd, að börn hafi enga þakkarskuld »ð gjaldá foreldrum vegna þess, að þau hafi ekki beðið foreldrana að smíða sig, enda sé lífið eigi eftirsóknarvert og einstakl- ingnum þess vegna engin þökk í því aö 'komast í þá veiðistöð«. Það skilst í grein konunnar að hún muni vera skygn á sársauka lífsins og næm eða viðkvæm á því sviði. Ég þekki þau sárindi og geri eigi lítiö úr þeim. En jafnvel þó að það verkfall yrði framkvæmt, sem einn rauðliöi hótaði 1 hittiðfyrra, að hætta myndu verkiyðsstéttirnar að »viðhalda mann- kyninuc «f kjó'r þeirra fengjust eigi bætt (að tilstuðlan þjóðfélagsins) og mannkynið dæi út (yrði aldauða) myndi samt lífskvölin halda áfram á jarðarkringlunni — í dyraríkimu Annars má geta þess, að æska og ungdómur barraa sér alls ekki yfir því hlutskipti sínu að hafa hloiið lífgjöf, frá foreldra halfu — ef unga kynslóðin er heil heilsu, Þau blessa þá lífið. Skáldin, sem þó eru viðkva_'m, fagna lifinu, meiri hluti þeirra, kveða um »fagra veröld*, segja að »himn- eskt sé að Iifa« fulJyrða að »dapur- legt, sárt sé að deyja« o. s. frv. Það er að vísu satt, að löggjöf náttúrunnar, á láglendi líisins er með því móti að umönnun snýst um afkvæmi fremur en foreldri, Þar er tryggt viðhald lifsins fyrst og fremst. En maðurinn hefir hærra og við- ara sjóna'-mið en villidýrin. Hann veit, að honum er ætlað að sækja á bratta til viðgangs sjálium sér og um leið til þróunar kynkvísl og ættbálki. Þiosikaskeið einstaklingsins er tákn- uð svo sem einstigi, mjói eða þröngl vegurinn — fiugstfgur. Bolsarnir hata bratta og bratt- gengi og brekkumegin einstaklinga, þeir hafa mætur á breiða strætinu, sem þannig er gert, að »hallar undan fætic Sú leið liggur norður og niður að ginnungagapi. Bratti stigurinn liggur suöur og upp til Gimle. Menn og konur, sem vita réttar áttir, heiðra föður og móður og hlynna aö karli og kerlingu með sömu lófum, sem þau verma börn sín. Allur einstaklingsþroski fæst með því móti, að maður og kona geii fyrst og fremst kröfur til sjálfra sín, en ekki á hendur þjóðfélaginu. Öll menntun og þróun í mann- heimi er þannig til komin, aö ein- staklingurinn hefir sótt til sjálfs sín dyrmætin. Uppfinningar, skáldskapur, listir — þau dyrmæti öll eru fengin þannig, að einstaklingurinn hefir lagt sig í bleyti til að uppgötva frumleg dýrmæti, hefir sótt á bratta eða kafað djúp, sem alþjóð getur eigi framleitt, aðeins notið þeirra. Reynsla kynslóöanna (kynbálka og kynkvfsla) hefir látið í ljós mörg spakmæli og eru sum þeirra helguð öldurmensku. Heiðra ber háran þul, er eitt þeirra. Þar er eigi ætlast til að gamla fólkið sé sett að hurð- arbaki.t, Hallgrímur Pétursson skorar a börnin að »þjóna af dyggð« foreldr- um. »Það mun gæfn veita« segir sá spekingur. Moses segir- Heiðra föður þinn og móður þína — svo að þú verð- ir langlífur í landinu. Svo mætti lengi greina. Öll slík boðorö ávarpa einstakl- inginn. Sannkallaðir spekingar vita það, sjá og skilja, að heill og hamingja þjóðanna veltur á því, að einstakl- ingarnir geri skyldu sína. Stundleg gæfa, — og eilíí ham- ingja eða farsæld — ef um hana er að tala og tefla, er að sjálf- sögðu ávöxtur einstaklingsbreytni. Aldrei getur þióðfélag gert ein- stakling sáluhólpinn, né sjálft orðið aðnjótandi þessháttar hjálpræðis. En þjóðfélagið getur steypt í glöt- un einstaklingum t. d. með því að siga honum út á þann helveg, sem hernaður og grimmd leggja og ata með blóði. Galdranornir gengu rangsælis, í fyrndinni, þegar þær vildu rang- hverfa tilverunni með »makt myrkr- anna« — fulltingi þess. Þær órækjur f mannsmynd, sem eigi vilja annast börn síri né for- eldra, ganga rangsælis og stinga höfðinu milli fótanna, eins og Ljót gerði, móðir Hrolleifs mikla og Vatnsdæla segir frá. Sú norn »sj'ndi í gaflhlaðið á sjálfri sér«, Þau mæðgin heimtuðu af öðrum stað- festu, veiði og guldu með því að ráða af dögum velgerðarnenn sína. Þau voru innanrifja svo sem það fólk, sem vill fá byltingu, sem ræð- ur bana menningu og manndómi. Það fólk fagnar, jafnvel upphátt, þeim ósköpum, sem fállið hafa í skaut Pólverja og Finna. Framtíð þjóðar vorrar — og ann- ara þjóða — veltur á því, hvort þjóðin aðhyllist hátterni Hrolleifs og Ljótar — eða framferði Ingimundar gamla. Ljót og sonur hennar ióru rangsælis ierðar sinnar. Ingimundur gamli gekk sólar- sinnis, honum var annt um börn ! Sjálfstæ'ði íslaods viðurkennt af storþjoðunum. Nýlega hefir utanríkis- málaráðherra Englands viðurkennt Pétur Bene- diktsson sem ræðis- r mann Islands í En^- landi. — Einnig hefir stjórn Bandaríkjanna viðurkennt Vilhj. Þór sem ræðismann íslands þar. Munu bæði þessi ríki senda ræðismenn hingað innan skamms. Karlakör Akureyrar hélt samstíng sinn í Nyja-Bíó s. I. sunnudag, undir stjórn Áskels Snorrasonar. A söngskránni voru alls 13 lög eftir ýrasa höfunda, íslenzka og erlenda, Þrjú síðustu lögin á söngskránni voru með undir- Jeik, er br. Róbert Abraham annað- ist af sinni þekktu snilli. Þessi lög voru: »Sittu heiU eftir söngstjór- ann, »Svörtu skipin« eftir Karl O. Runólísson og »Veiðimannasöngur« eftir Weber. Meðferö allra undir- leikslaganna var góð hjá kórnum. Virtist undirleikurinn gera liann öruggari og þróttmeiri. Einkum var •Veiðimannasöngurinnc góður, og fór þar saman góð meðferð og fagurt lag, Af öðrum verkefnum tókust bezt: Hið du'lmagnaða lag Friðriks Bjarnasonar »Við skulum ekki hafa hátt* og »]ózkur dansc. Aðsókn var góð og söngnum var vel tekið. Allmörg lögin varð að tvítaka. /. Kaupdeila stendur nú yfir á siglingaflotanum milli sjómanna og útgerðarmanna, varðandi stríðsáhættuþóknunina. Var verkfall ákveöið 1. maí en hefir ver- ið frestað um viku, meðan sáttasemj- ari rfkisins, ásamt tveim öðrum þar til kjörnum mönnum, gerir úrslita- tilraunir til að koma sættum á, Skip, sem koma til hafnar á þessu tima- bili verða kyrsett þar til tirslit verða kunn. Hfónabönd. Ungfiú Guðbjörg Bjarnadóttir og Stefán Reykjalín byggingam. Ungfrú Bára Ásbjarnar- dóttir og Ingólfur Armannsson bíl- stjóri. sín, virti foreldri sitt og vai einn þeirra manna, sem vissi og viður- kenndi: Að með lögum skal land byggja, en ólög skapa landauðn — þau ólög, sem Óspakur og Órækja setja. Höskuldur Dalakollsson.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.