Íslendingur

Útgáva

Íslendingur - 10.05.1940, Síða 1

Íslendingur - 10.05.1940, Síða 1
Ritstjóri og afgreiðslum.: Jakob O. Pétursson, Fjólugötu 1. Stmi 375. Pósthólf 118. XXVI. árgangur.l Akureyri, 10. maí 1940 Astand og horfur Útþensla styrjaldarinnar Q. apu'l s. I hefir aukið á erfiðleika fslenzku þjóðarinnar um viðskipti við aðrar þjóðir. Hertaka Danmerkur og inn- rásin í Noreg hafa valdið því, að íslendingum hafa lokast leiðir til þýðingarmikilla viðskiptalanda. Margir hugðu að ástand það, er þá skapaðist, yrði ekki langvinnt. Tilfærsla vígstöðvanna mundi flýta fyrir úrslitum. En sú skoðun hefir breyfzt við þá stefnubreytingu, er enska herstjórnin virðist hafa tekið um Noregsstyijöldina, — stefnu- breytingu, sem flestir eiga örðugt með að skilja enn sem komið er. Eru því fullar horfur á, að sigling- ar vorar til Eystrasaltslanda muni ekki hefjast aftur fyrst um sinn 9. apríl s. I. hefir lokast fyrir okk- ur leiðin til þeirra landa, er keyptu næstum helmingínn af útflut^ingi þjóðarinnar og seldu henni meiri hluta þeirra nauðsynja er hún þurfti. S. I. ár keyplu þessi lönd af okkur ýmsar afurðir fyrir 30 miljónir króna, m. a. meira en allra síldarafuiða og þó hlutfailslega enn meira af landbúnaðarafurðum. ísland hefir því aldrei orðið fytir svo gífuilegu maikaðstapi, sem þenna eina dag. Það er því engin furða, þótt margur horfi með kvíða til framtíð- arinnar. Því enga vissu höfum við fyrir því. að við getum unnið upp hina töpuðu markaði í Vesturheimi. En þangað mundi nýira matkaða þó helzt vera að leita. Þessar nýju, stórfelldu truflanir á viðskiptum okkar við útlönd hafa þær afleiðingar, að við verðum að minnka innflutninginn til mikilla muna. Kotn.öruskammturinn verð- ur nú minnkaður af þessaii nauð- syn. Ef við getum ekki selt fram- leiðsluvörur þjóðarinnar, getum við heldur ekki greitt erlendar vörur Önnur afleiðing þessarar markaðs- lokunar vetður aukið atvinnuleysi í landinu. Byggingarvörur og út- gerðarvörur keyptum við að mest- um hluta frá þeim löndum, sem nú eru okkur lokuð. Sú staðreynd leiðir af sér minni byggingavinnu og minni útgerð. Hú.i getur leitt það af sé', að Hitaveita Reykjavík- ur stöðvist um ófyrirsjáanlegan tíma, þetta glæsilega fyrirtæki, er uppkomið sparar þriðjungi þjóðar innar kaupi á erlendu eldsneyti og veitir hundiuðum veikamanna at- vinnu, rneðan bygging hennar var ir. Og nú, þegar sítdarvertíði í nálgast, er það allt annað en Ijúf tilhugsun, að markaður sé skynd,- lega lokaður fyrir s/s hluta síldar- afurðanna. Eins og nú standa sakir, b'æs ekki byrlega um atvinnu fólksins á mölinni við sjfvarsiðuna. Eina vonin er, að landbúnaðurinn, sem um mörg undanfarin ár hefir vant- að vinnukraft, geti bætt við sig nokkru af verkafólki, Hefir þess vegna verið komið upp í höfuð- staðnum ráðningarstofu fyrir land- búnaðinn. Sendi hún fyrirspurnir til bænda um allt land um hve niargt fólk þeir teldu sig geta tekið til starfa á búum sínum. Hdfa svör þe'rra leitt í Ijós, að hátt á annað þúsund karla, kvenna og unglinga geta fengið sveitavinnu. Má það sannarlega furðulegt teljast, ef e'nhleypir menn og unglingar kjósa heldur óvissuna um afkomu sína í kaupsiöðunum með síhækk- andi veiðiagi á fæði og öðrum nauð- synjum, heldur en atvinnu við landbúnaðarstörf, þar sem þeir fá fæði, húsnæði, þjónustu, Ijós og hita auk nægilegs kaups fyrir fatn- aði og öðrum lífsnauðsynjum. Samkvæmt upplýsingum Vmnu- rriðlunarskrifstofu Akureyrar liggja þar fyrir beiðnir um fólk til vistar í sveit svo hundiuðum skiptir, bæði ársvistar, sumar- og veturvistar, jafnt kaila, kvenna og unglinga. Kaupkjör eru oftast samningsatriði. Ættu allir einhleypir menn og kon- ur, sem ekki hafa fasta atvinnu vís?, svo og litlar fjölskyldur, sem eins er ástatt með, að kynna sér þessi tiiboð. Það er þjóðarnauðsyn á öllum tímum og ekki sízt nú, að landið geti að svo miklu lcyti sem unnt er fætt og klætt fólkið, sem þar býr. Þjóðinni ber að vinna að aukinni framleiðslu og fjölþættari, svo að sem minnst þurfi að sækja til annarra. Neyð keinir nýtni, segir gamall málsháttur. Sú neyð, sem styrjö dm og afleiðingar henn- ar draga að dyrum okkar, á að kenna okkur að nýta gæði þtssa lands þjóðinni sjálfri til lífs og þroska. Farmannadei I- unni lokið. Sættir tókust 1 farmannadeildinni nú í vikunni Var dhættuþóknun hækkuð og takmðrkun áhættusvæða breytt að einhverju leyti. Að sútta- umleitúnum unnu með sdttasemjara þeir Pétur Magnússon hrm og Emil Jónsson vitamálastjóri. Hjónaefni; Jngfrú Sveinbjörg Jóns'óttir skrifstofumær Reykjavík og Jósef Sigurðsson bankam. Akur- eyri. Þingsályktunar- tillaga uin spari- sjóðste í íslands- banka. Jóh. Jósefsson alþm. flutti í sam- einuðu þingi svohljóðandi þingsdlykt- unartillögu, sem samþykkt var: »Alþingi ályktar að fela ríkisstjórn- inni að láta fara fram athugun á því, hversu mikið af því fé því, er inni stóð í Islandsbanka h. f í sparisjóði og á innlánsskírteinum hafi verið gert að hlutafé í tJtvegs- banka íslands, og hvort kleift sé að bæta aðstöðu þeirra hlutabréfaeig enda, sem af þessum ástæöum hafa eignast hluti í þeim banka. Niðurstaða þessarar athugunar leggi'it fyrir næsta reglulegt Al- þingic. í greinargerð tillögunnar segir: Með tillögu þeirri til þingsálykt unar, er bér liggur fyrir, er enn hreyft við þv í. að athugun fari fram á möguleikunum til viðréttingar hlut þeirra, er sparifé áttu á sínum tíma í íslandsbanka og fengnir voiu til að leggja fram helmirig þess bank- anum til hjálpar 1930. Fjöldi þessa fólks, er hér ræðir um, voru smáir sparifjáreigendur, sem dregið höfðu saman lírils háttar fé árum saman sér til stuðnings á elliárum. Þetta fólk líöur nú stórum við það að hafa fest fé sitt á þennan hátt, því hvorki sVara hlutabréí Utvegsbankans neinum arði né heldur munu þau vera veöhæf. Þeir, sem ekkert vildu af mörkum leggja til að hjálpa bankanum, hafa haldið öllu sínu. en það fólk, sem sýndi þann ' þegnskap af sér að fórna innstæðuin sínum, ber svo skarðan hlut frá borði, sem raun ber vitni. Með frainlögum þessum, sem lát- in voru af hendi, var íslandsbanki ekki reistur viö, heldur var Utvegs- bankinn stofnaöur, og er ríkissjóður aðalhluthafi hans raeð 4 ’/a m'Ij' króna hlutaíé, Því hefir aö vísu verið hreyft áður af sama flm. og fleirum, að ríkið skærist í leik að því er snertir þá hlutafjáreigendur, sem um ræðir í þessari þáltill,, og rétti hlut þeirra, án þess að það hafi borið árangur. Engu að síður þarf að halda fram rétti þessa fólk«, og þá einkum þeirri siðferðislegu skyldu, er hvílir á ríkinu í þessu efni. Öll meðferð Islandsbankamálsins á þinginu 1930 og það, er síðan hefir fratn farið styður þá kröfu, að þeir hlutafjáreigendur, sem hér eiga hlut að máli, fái einhverja réttingu sinna mála. 20. tölubl. NÝJA BIÓ Föstudagskvöld kl. 9: Josette&Co. Atnan ( hvítasunnu kl. 5 og 9 (2 sýningar) Amerísk stórmynd gerð eftir hitini frægu ensku þjóðsögu um H óa Hö!t og kappa hans, er um áratugi hefir verið lesin með hrifningu af ungum sem gömlum um víða veröld. - Aðalhlutverkið Hróa Hött leik- ur hinn g'æsilegi leikari og íþróltamaður Errol Fly nn Aðrir leikarar eru : Olivia de HaviJ/and, Basil Rathbone, Claude Rains. Myndin er hrífandi fögur, spennandi og æ'intýrarik, og fylgir sögunni ágætlega. Hún er öll tekin með eðlilegum lit- um, miklu skýrari en nokkru sinni hafa sézt hé í litkvik- mynd og eru margar mynd- irnar úr skógunum afbutða fagrar.- Annan í hvítasunnu kl. 3: Tarzan Síðas'a sinn! Niðursett verð! I. O. O. F. == 1225109 = Kirkjan. Akuroyri kl. 2 á hvíta- sunnudag. 2. í hvítasunnu í Lög- mannshlíð kl. 12 á hádegi. Áheit á Akureyrarkirkju: Kr. 10.00 írá M. B. — Þakkir Á. R. I. O. G. T. St. „Brynja" nr. 99 heldur fund miðvikudaginn 15. maí á venjulegum stað og tíma. Auk venjulegra fundarstarfa: Kosning fulltrúa á Stórstúkuþing. Félagar! Fjölmennið!

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.