Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 10.05.1940, Blaðsíða 2

Íslendingur - 10.05.1940, Blaðsíða 2
ISLENDINGUR Ráðherra í milliþinganefnd. Ein þeirra breytinga, er gerð var á gjaldeyrislögunum á síðasta þing1' var skipun milliþinganefndar til að endurskoða gjaldeyris- og viðskipta- mál þjóðarinnar. Eiga þtír stærstu þingflokkarnir sinn manninn hver í nefndinni, Kusu Sjálfstæðismenn Björn Ólafsson stórkaupmann, AI- þýðufl. Kjartan Ólafsson bæjarfull- trúa, en frá hálfu Framsóknar var sjálfur viðskiptamálaráðherrann, Ey- steinn Jónsson, settur í nefndina. Mun það vera algjört einsdæmi, að ráðherra troði sér i slíkar nefnd- ir, og er það ekki sízt óviðeigandí f þessari nefnd, að sá, sem öllu hefir ráðið um gjaldeyris- og við- skiptamálin hingað til, skuli vera skipaður í hana. Innrætið afhjúpað. Hvergi munu Framsóknarmenn betur hafa afhjúpað innræti sitt og hug til verzlunarfólksins en á síð- asta Alþingi, er þeir neituðu um atbrigði frá þingsköpum til að ræða í efri deild frumvarp um launabætur verzlunatfólks Sú aðferð til að diepa mál er mjög sjaldgæf og illa- þokkuð. Gekk Jónas frá Hiiflu á undan og fékk í lið með sér Pál- ana báða og nægði neitun þessara þremenninga til að drepa málið. Eins og kunnugt er, hefir verka- fólk, iðnaðarfólk, sjómenn og opín- berir starfsmenn fengið launabætur vegna dýrtíðarinnar, með aðstoð löggjafarvaldsins. Pótti því ekki nema sanngjarnt, að verzlunarfólk- ið, sem margt hefir miklu minni laun en hinar sléttirnar, er Alþingi hafði veitt launabætur, fengi nú samskonar aðstoð þingsins. Pví enda þótt sum verzlunarfyrirtæki hafi sjálfkrafa hækkað starfsmanna- laun, hafa önnur ekki gert það, af því engin Iög voru þar á bak við. En þetta var nú einu sinni mál verzlunarstéttarinnar, og því fór sem fór. Tíminn hefir reynt að verja hina ómerkilegu framkomu sinna manna i þessu launakjaramáli með þéim forsendum, að Framsóknarflokkur- inn fylgi þeirri stefnu, að Alþingi eigi ekki að skipta sér af kaup gjaldsmálum. En honum sézt yfir það, að með gengissk áriing;r ög unum í fyrra, er kaupgjald fyrst lögskráð, og hefir Tíminn hingað til viljað e:gna Framsóknarfl. mesta heiðuiinn af þeirri Iöggjöf. Það er því ekki unnt að sjá annað, en Framsóknarmenn geti ekki hugsað sér verzlu'-arsté'tina selta víð sama borð og að:a þe^ni £jóðfélagsins, hvoski um ?.tvinnu?ek*tur sinn r.é launakjö . Svo lótgróin virðist fjandskapur þeirra orðinn í garð stéitarinnar, Lítið sýnishorn. í greiiv í Tímanum 11. apríl s. I. sem nefnist »Veikalaun bændannat, gefur Jón Sigurðsson Yztafelli gott sýnishorn af frjálslyndi þeirra Tima- manna. Par segir svo: >Peir bærdur, sem standa utan við samvinnufé!ög sveitanna, eru alveg hliðstæðir veikfalltbrjótunum. En svo undarlegir eru almanna- dómar, að veikfallabrjótarnir eru allsstaðar fordæmdii, en bændurnir, sem standa öndverðir gegn sam- tökum stéttar sinnar, eru víða í heiðri hafðir og þeim eru jafnvel falin hin mestu tiúnaðatstörf af al menningi, og heiðraðir með orðum og krossum«. Klausa þessi ætti ekki að þurfa sVýrlngar við. Hermann Guðmundsson frá Hafn- arfirði, sem dvaldi hér uin páskana og vann að stofnun málfundafélags- ins >Sleipnis- ásarnt Sjálfstæðisverka- mörinum liér í bæ, er nýlega kominn heira lír för sinni um Njrðuland. V'ann hann alls aö stofnun 6 félaga. Auk í<Haganna hér og í Ólafsfiröi, sem áður hefir verið getið. eru þessi 4 málfundafélög: »Draupnir< á Siglutiröi, • Hoginn* á Sauöárkrók, > Víöir c á Blönduósi og »Muninn« á Skagastrond. Hefir för Hermanns því borið mjög ánægjulegan árangur. Félagsprentsmiðjan h. t. í Reykjavík átti 50 ára afmæli 1. þ. m, Minntist hún afmælisins á ýmsan hátt, m. a með útgáfu skrautlegs myndaheftis, þar sem birtar eru myndir af stjórn prentsmiðjunnar og starfsfólki, húsakynnum hennar og vinnubrögðum. Sextllgur varð 8 þ m. Stefán Jakobsson frá Fáskrúðsfirði, nú til heimilis á Hjalteyri, Krist/án Ben/amínsson bóndi k Ytri Tjörnum hefir verið skipaður hreppstjóri í ÖnguKtaðahreppi. Hef- ir verið settur síöan í fyrrasumar. I Svefnpoka — vandaða en ódýra — hefi ég til sölu. Utvega tjöld afýmsumstærðum. — Tómas Björnsson, Akureyri. Sveitungum minum og öðrum vinum og kunning/um, er glöddu mig með heimsóknum g/öfum og skeytum á timmtugsafmæli mínu, þakka ég hjartanlega velvild og vinarhug all- an, og óska þeim gltðilegs sumars. G UNNLA UG UR HA LLGRÍMSSON Island ávaldi Breta? Brezka útvarpið skýrði frá því í morgun, að brezk herskip værn komin til íslands og tækju Bretar landið undir vernd sína. Hefðu þeir séð, við innrásina í Danmörk, að sama hætta vofði yfir Islandi og því ákvarðað að verða fyrri til. Engum stjórn- arháttum yrði breytt á Islandi og því skilað aftur að styrjaldar- lokum. Símasambandslaust hefir verið í dag við Reykjavík og lítur út fyrir, að bærinn sé á valdi Breta. Frá Ríkisútvarpinu hefir heldur ekkert heyrst. Fréttst hefir, að Bretar hafi farið inn á Seyðisfjörð og Eskifjörð. Pá hefir einnig heyrst að Canada hafi tekið Orænland á sitt vald. Ennfremur bárust þær fregnir í morgun að þýzkur her hefði í nótt farið inn í Holland og Belgiu og tekið Luxemburg. BÆKUR OG RIT Elinborg Lárusdóttir: Förumenn II. Efra-Ás-ættin. íslenzka kvenrithöfunda er auðvelt aö telja á fingrum sér. Torfhildur Hólm, Hulda, Guðrún Lárusdóttir, Kristín Sigfúsdóttir, — þetta mega heita einu þekktu nöfnin til skamms tíma, En hin síðustu árin koma fram í höfuðstaðnum tveir nýir kvenhöfundar: Þórunn Magnúsdótt- ir og Elinborg Lárusdóttir, og virð- ist hin síðarnefnda ætla að verða stórvirkust þeirra allra, Fyrsta bók hennar kom út fyrir 5 árum, en nú eru þær þegar orðnar 5 talsins og tvær hinar slðasttöldu miklar að vöxtum, þótt kæmu þær með fárra mánaða millibili. Pessi skáldsaga, sem hér um ræðir, Förumenn, er tvennt í senn: Saga íslenzkra föruraanna og saga sérstakrar ættar, — Efra As ættar- innar. Eru konur þeirrar ættar mjög stórbrotnar í skapgerð og báttum, líkt og sögualdarkonur vorar, Guðrún, Auöur eöa Bergþóra. Sagan lýsir flestum tegundum ís- lenzkra förumanna, og eru margir þeirra tiuðþekktir, svo sem Sölvi Helgason, þar sem gömul munn. mælasögn um hann er ofinn inn r (um málverk hans af eilífðinni). í gegnum þessar frásagnir kynn- ist lesandinn (slenzkum þióðháttum horfinnar aldar, brúðkaupssiðum o. fl., hjátrú og hindurvitnum, forlaga- trú o. s, frv. En er líður á síðara bindið er sem andi sögunnar breyt ist. Atburðirnir verða með meiri ólíkindum og æfintýrablæ, • svo. að maður jafnvel hættir að líta á hana sem skáldsögu, en skoðar hana sem .þjóðsögu. Að sjálfsögöu má ýmis- legt út á einstök atriöi setja, T. d. er óliklegt, aö gömul vinnukona Sveins gamJa á Yzta-Hóli skammi hann blóðugum skömmum, manninn, sem enginn bændanna þorði aö. munnhöggvast viö nema hreppstjór- inn, þegar hann var ör af víni. l?á eru samtölin ekki ætíð raunveruleg eöa lifandi. Ótítt mun, að lítið stúlkubarn siegi: »Þessi kona vill hafa tal af þér«, Slíkt er ekki barnamál. »Förumönnum« er enn ekki lokið. Og enginn heildardómur verður á söguna lagður fyrri en hún er öll. Vísnakeppnin* Frá dómnefnd vísnakeppninnar hefir blaðinu borist eftirfarandi ályktun: ' Vegna lítillar þátttöku í vísna- keppni þeirri, er blaðið efndi til, viljum viö láta þá skoöun okkar í ljós, aö ekki geti komiö til greina aö veita verðlaun fýrir nokkrar af þeim vfium, sem borist hafa' Dómnefnd skipuðu; Indriði Helga- son raffr., Gfsli R. Magnússon afgr, m. og Friðgeir H. Berg fréttaritari. TítnSQf nenr herrahanski. ¦ «|jaí>l Finnandi vinsain- lega beðinn að skila honum til lög- reglunnar. Sparið kaffið! Notið Ludvig-David Kaffibæti. II

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.