Íslendingur

Issue

Íslendingur - 10.05.1940, Page 2

Íslendingur - 10.05.1940, Page 2
2 ÍSLENDINGUR Sveitungum mínum og öðrum vinum og kunningjum, er glöddu mig með heimsóknum gjöfum og skeytum á timmtugsafmæli mínu, þakka ég hjartanlega velvild og vinarhug all- an, og óska þeim gltðilegs sumars. GUNNLA UGUR HALLGRIMSSON ísland á valdi Breta? Brezka útvarpið skýrði frá því í morgun, að brezk herskip værn komin til íslands og tækju Bretar landið undir vernd sína. Hefðu þeir séð, við innrásina í Danmörk, að sama hætta vofði yfir Islandi og því ákvarðað að verða fyrri til. Engum stjórn- arháttum yrði breytt á Islandi og því skilað aftur að styrjaldar- lokum. Símasambandslaust hefir verið í dag við Reykjavík og lítur út fyrir, að bærinn sé á valdi Breta. Frá Ríkisútvarpinu hefir heldur ekkert heyrst. Fréttst hefir, að Bretar hafi farið inn á Seyðisfjörð og Eskifjörð. Pá hefir einnig heyrst að Canada hafi tekið Grænland á sitt vald. Ennfremur bárust þær fregnir í morgun að þýzkur her hefði í nótt farið inn í Holland og Belgiu og tekið Luxemburg. A víðavangi Ráðherra í milliþinganefnd. Ein þeirra breylinga, er gerð var á gjaldeyrislögunum á síðasta þing' var skipun milliþinganefndar til að endurskoða gjaldeyris- og viðskipta- mál þjóðatinnar. Eiga þtír stærstu þingflokkarnir sinn manninn hver í nefndinni, Kusu Sjálfstæðismenn Björn Ólafsson stórkaupmann, Al- þyðufl. Kjartan Ólafsson bæjarfull- trúa, en frá hálfu Framsóknar var sjálfur viðskiptamálaráðhertann, Ey- steirm Jónsson, setlur í nefndina. Mun það vera algjört einsdæmi, að ráðherra troði sér í slíkar nefnd- ir, og er það ekki stzt óviðeigandi í þessari nefnd, að sá, sem öllu heíir ráðið um gjaldeyris- og við- skiptamálin hingað til, skuli vera skipaður í hana. Innrætið afhjúpað. Hvergi munu Framsóknarmenn betur hafa afhjúpað innræti sitt og hug til verzlunarfólksins en á síð- asta Alþingi, er þeir neituðu um atbrigði frá þingsköpum til að ræða í efri deild frumvatp um launabætur verzlunaifólks Sú aðferð til að diepa mál er mjög sjaldgæf og ilia þokkuð. Gekk Jónas frá Hiiflu á undan og fékk í lið með sér Pál- ana báða og nægði neitun þessara þremenninga til að drepa málið. Eins og kunnugt er, hefir verka- fólk, iðnaðarfólk, sjómenn og op:n- berir starfsmenn fengið launabætur vegna dýrtíðarinnar, með aðstoð löggjafarvaldsins. Pótti því ekki nema sanngjarnt, að verzlunarfólk- ið, sem margt hefir miklu minni laun en hinar stéttirnar, er Alþingi hafði veitt launabætur, fengi nú samskonar aðstoð þingsins. Því enda þótt sum verzlunarfyrirtæki hafi sjálfkrafa hækkað starfsmanna- laun, hafa önnur ekki gert það, 2f því engin Iög voru þar á bak við. En þetta var nú einu sinni mál verzlunarstéttarinnar, og því fór sem fór. Tíminn hefir reynt að verja hina ómerkilegu framkomu sinna manna í þessu launakjaramáli með þeim forsendum, að Framsóknarflokkur- inn fylgi þeirri stefnu, að Alþingi eigi ekki að skipta sér af kaup gjaldsmálum. En honum sézt yfir það, að með gengissk áring;r ög unum í fyrra, er kaupgjald fyrst lögskráð, og hefir Tíminn hingað til viljað e:gna Framsóknatfl. mesta heiðutinn af þeirri Iöggjöf. Það er því ekki unnt að sjá annað, en Framsóknarmenn geti ekki hugsað sér verzlu-arsté:t:na setta við sama borð og að:a þegn< f jöðíélagsins, hvo ki um r.tvinnurekstur sinn r.é launakjö . Svo rótgróín virðist fjandskspur þeirra orðinn í garð stéltarinnar, Lítið sýnishorn. í grein í Tímanum 11. apríl s. 1. sem nefnist »Veikalaun bændanna*, gefur Jón Sigurðsson Yztafelli gott sýnishorn af frjálslyndi þeirra Tima- manna. Þar segir svo: »Þeir bærdur, sem standa utan við samvinnufélög sveitanna, eru alveg hliðstæðir veikfalltbrjótunum. En svo undarlegir eru almanna- dómar, að veikfallsbrjótarnir eru allsstaðar fordæmdir, en bændurnir, sem standa öndverðir gegn sam- tökum stéttar sinnar, eru víða í heiðri hafðir og þeim eru jafnvel falin hin mestu tiúnaðaistörf af al menningi, og heiðraðir með orðum og krossum*. Klausa þessi ætti ekki að þurfa skýrlngar við. Sex ný Sjóllstæðisfélfly. Hermann Guðmundsson frá Itafn- arfirði, sem dvaldi hér um páskana og vann að stofnun málfundafélags- ins »Sleipnis- ásamt Sjálfstæðisverka- mönnum liér í bæ, er nylega komrnn heim úr för sinni um N jrðu land. Vann hann alls aö stofnun 6 félaga. Auk félaganna hér og í Ólafsfirði, sem óður hefir verið getið. eru þessi 4 málfundafélög: »Draupnir< á Siglutirði, »Hoginn< á Sauðárkrók, »Víðir < á Blönduósi og »Muninn< á Skagaströnd. Hefir för Hermanns þvíborið mjög ánægjulegan árangur. Félagsprentsmiðjan h. t. í Reykjavík átti 50 ára afmæli 1. þ. m, Minntist hún afmælisins á ýmsan hátt, m. a með útgáfu skrautlegs myndaheftis, þar sem birtar eru myndir af stjórn prentsmiðjunnar og starfsfólki, húsakynnum hennar og vinnubrögðum. Sextugur varð 8 þ m. Stefán Jakobsson frá Fáskrúðsfirði, nú til heimilis á Hjalteyri, Kristján Benjamínsson bóndi á Ytri Tjörnum hefir verið skipaöur hreppstjóri í Öngulstaðahreppi. Hef- ir verið settur síðan í fyrrasumar. BÆKUR OG RIT Elinborg Lárusdóttir: Förumenn II. Efra-Ás-ættin. íslenzka kvenrithöfunda er auðvelt að telja á fingrum sér. Torfhildur Hólm, Hulda, Guðrún Lárusdóttir, Kristín Sigfúsdóttir, — þetta mega heita einu þekktu nöfnin til skamms tíma, En hin síðustu árin koma fram í höfuðstaðnum tveir nýir kvenhöfundar: f’órunn Magnúsdótt- ir og Elinborg Lárusdóttir, og virð- ist hin síöarnefnda ætla að verða stórvirkust þeirra allra, Fyrsta bók hennar kom út fyrir 5 árum, en nú eru þær þegar orðnar 5 talsins og tvær hinar síðasttöldu miklar að vöxtum, þótt kæmu þær með fárra mánaða millibili. Pessi skáldsaga, sem hér um ræðir, Förumenn, er tvennt í senn: Saga íslenzkra förumanna og saga sérstakrar ættar, — EfraAsættar- innar. Eru konur þeirrar ættar mjög stórbrotnar í skapgerð og báttum, líkt og sögualdarkonur vorar, Guðrún, Auöur eöa Bergþóra. Sagan lýsir flestum tegundum ís- lenzkra förumanna, og eru margir þeirra uuöþekktir, svo sem Sölvi Helgason, þar sem gömul munn. mælasögn um hann er ofinn inn { (um málverk hans af eilííðinni), í gegnum þessar frásagnir kynn- ist lesaudinn tslenzkum þjóðháttum horfinnar aldar, brúðkaupssiðum o. fl., hjátrú og hindurvitnum, forlaga- trú o, s, frv. En er líður á síðara bindiö er sem andi ■ sögunnar breyt ist. Atburðirnir verða með meiri ólíkindum og æfintýrablæ, svo að maður jafnvel hættir að líta á hana sem skáldsögu, en skoðar hana sem þjóðsögu. Að sjálfsögðu má ýmis- legt út á einstök atriði setja, l'. d. er óliklegt, aö gömul vinnukona Sveins gamlá á Yzta-Hóli skammi hann blóðugum skömmum, manninn, sem enginn bændanna þorði að munnhöggvast við nema hreppstjór- inn, þegar hann var ör af víni. Pá eru samtölin ekki æt/ð raunveruleg eða lifandi. Ótítt mun, aö lítið stúlkubarn siegi; jFessi kona vill hafa tal af þér«, Slíkt er ekki barnamál. »Förumönr.um* er enn ekki lokið, Gg enginn heildardómur verður á söguna lagður fyrri en hún er 011. VísnakeppniiK Frá dómnefnd vísnakeppninnar hefir blaðinu borist eftirfarandi ályktun: Vegna lítillar þátttöku í vísna- keppni þeirri, er blaðið efndi til, viljum viö láta þá skoðun okkar í ljós, að ekki geti komið til greina að veita verðlaun fýrir nokkrar af þeim vísum, sem borist hafa' Dómnefnd skipuðu; Indriði Helga- son raffr., Gísli R. Magnússon afgr, m. og Friðgeir H. Berg fréttaritari. hef*r herrahanski. I a|Jaol Finnandi vinsarn- lega beðinn að skila honum til lög- reglunnar. Sparið kaffið! Notið Ludvig-David Kaffibæti. —

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.