Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 24.05.1940, Blaðsíða 3

Íslendingur - 24.05.1940, Blaðsíða 3
ÍSLENDINGUR ÚYISSAN. Aldrei höfum vér lifað í meiri ó- vissu um framtíðina en nú. Óvissu um afkomu einstaklinga og þjóðar, ovissu um framleiðslu, óvissu um sölu framleiðslunnar og öflun erlend- ra nauösynja, — jafnvel óvissu um öryggi lands og þjóðar í styrjöld- inni, sem nú geisar. Vér vitum, aö styrjöldin er nú í algleymingi. Hvort hún varir lengur eða skemur, vitum vér ekki. Ef til vill lýkur henni þegar á þessu ári, ef til vill geisar hún enn um árabil Varanleiki hennar er mjög háður því, hvort þeim þjóðum, sem enn hafa aðeins verið áhorfendur aö henni, tekst að halda sér utan viö þann leik. Dragist fleiri þjóöir smátt og smátt inn í styrjöldina, geta urslit hennar lengi dregist. Það væri óviturlegt af oss ís- lendingum að reikna meö því, að úrslitin væru skammt undan. A slíkum tímum sem þessum verða menn að vera búnir við öllu því versta. Hiö góða sakar ekki. þó þaö komi aö óvörum. Ríkisstjórnin hefir gert sitt til að fá þjóðina til aö temja sér iöni, nytni og sparsemi á þessum alvarlegu tímum. Þjóðin hefir veriö hvött til aö auka fram- leiðslu sfna, nyta til matar allt, sem til roatfanga getur heyrt og spara við sig erlenda nauðsyujavöru eftir mætti. Og þjóðin hefir tekið þessu vel og skilið rauðsyn þess, að eftir þessum tilmælum yrði fariö Hún á að sjálfsögðu létt með að draga úr neyzlu erlendra vara og nýta betur en áður margt innlendra mat- fanga, en hún á ekki jafn auðvelt með að auka framleiðslu matjurt- anna. Vafalaust hafa allir hug og vilja á því að rækta sem mest af garðávöxtum og grænmeti handa heimilum sínum, En til þess að svo megi verða þarf áburð Og í kaupstöðum, þar sem lítil búfjárrækt er, verður vart um annað að ræöa en kaupa erlendan áburð til ræktun- arinnar. En nú er hvorttveggja, að áburður þessi er dyr og að innflutn- ingur hans er minni en áður. Það eru því litlar horfur á, að framleiðsl- an geti aukist frá því sem veriö hef- ir síðustu árin, þrátt fyrir góðan vilja og viðleitni. En svo mikil mun hún þó geta orðið, að þjóðin hafi nóg fyrir sjálfa sig, enda er mjóg mikið til í landinu enn af jaröepla- uppskeru sfðasta árs, sem vafasamt er, aö nokkurntíma verði öll notuð Við sjávarsíðuna er óvissan mikil. Þegar ófriðurinn barst til Norður- landa, lokaðist fyrir beztu markaði vora að miklu leyti. Hvort oss heppnast að vinna þá annarsstaðar, er mjög vafasamt. Og um leið og þessir markaðir lokuðust, voru úti- lokaðir möguleikar til að fá varahluti í flestar bátavélar fiskiflotans, svo að vélarbilun báts hlýtur í mörgum tilfellum að leiða til stöðvunar hans. Og loks hefir hernám þjóðarinnar ekki orðiö til uppörvunar þeim, sem hyggja á síldarútgerð i sumar' Þessi mikla óvissa um atvinnu- vegi vora, utflutning og viöskipti ö)l, setti svip sinn á störf siðasta Alþingis og afgreiðslu fjárlaganna fyrir árið 1941. Urn leið og allt er í óvissu um milliríkjaviðskiptin, verður einnig mikil ovissa um tekjur og gjöld ríkissjóðs. Með tilliti til þess voru fjárlögin afgreidd með þeirri heimild til handa rikisstjórn- inni, að hún megi lækka ymsa út- gjaldaliði fjárlaganna um allt að 35%\ Meðal þeirra utgjaldaliöa eru: Framlag til byggingarsjóðs, til endur- bygginga íbúðarhúsa í sveitum, fram- lag til lífeyrissjóðs íslands og verö- lagsuppbót til embættis- og starfs- manna ríkisins. En skylt er að 16ta slíkan niðurskurð ganga hlutfallslega jafnt yfir alla þá liöi, er lækkunar- heimildin nær til. Þá er rikisstjórn heimifað að láta gjald til Fiskimála- sjóðs renna beint til ríkissjóðs og ennfremur tekjuauka þann, sem ráð er fyrir gert í 2 grein laga um bráðabirgðatekjuöílun ríkissjóðs og jöfnunarsjóðs bæjar- og sveitarfélaga, er gi'.da fyrir árið 1941 og þann, sem gert er ráð fyrir í *. mgr. 3, gr. sömu laga, Sjálfsagt hafa margir gert sér von- ir um, að til hækkunar á framan- nefndum liðum þyrfti ekki að koma. En eigi að síður mun rrönnum skilj- ast það æ betur op betur, hve nauðsynlegt er aö hafa einhverja slika heimild í fjárlögum, þ;gar slík óvissa er ríkjandi á öllum sviðum og nú er, um afurðasölu þjóöarinn- ar og öll víðskipH. Kaupið merki Maeðradagsins, sem verða seld á sunnudaginn, Heimssýningin í New York var opnuð á nV 11. þ. m ísland er þátttakandi í syn ingunni enn í sumar og hefir sama skála og í fyrra. Einnig hefir það umráð á öðrum skála við hlið sýn- ingarskálans, þar sem veitingar verða seldar. Verða þar aðeins íslenzkir réttir á borðum. ÍDt lítmælingu á svarðarlandi í Hamarkots og Eyrarlandsgröfum annast Lárus Thorarensen alla virka daga frá kl. 4 til 7 e. h. 1 Nausta og Kjarnalandi annast Halldór Guðmundsson út- mælingu á sama tíma. Útmæling byrjar þriðjudaginn 28. maí n.k. Þeir, sem taka upp mó án leyfis og útmælingar verða skyldaðir til þess að greiða tvöfalt gjald fyrir slíka mótekju. Bæjarstjórinn á Akureyri, 24. maí 1940 Steinn Steinsen. Styrjölflin. Sókn þyzka hersins gegnum Hol- land og Belgíu hefir gengið fljótt, og er Holland nú algerlega á valdi Þjóðverja og einnig mikill hluti Belgíu. Sókninni hafa þeir haldið afram nokkuð inn f Norður Frakk- land og sæki,a þar í áttina til Ermarsundsstrandar, en sfðustu dag- ana virðist sókn þeirra að mestu stöðvuö. Lengst manu þeir komnir inn f landið við Sommefljót, þar sem þeir hafa tekið borgina Amiens, sem er um miðja vegu milli belgisku landamæranna og Parísar. Mannfall hefir verið ógurlegt og flugvélatjón mikið á báða bóg». Enski flugher- inn heldur uppi loftáráusm á her- flutningalestir Þjóðverja aö baki sóknarsveitunum og á oltubirgöa- stöðvar þeirra í Vestur Pýzkalandi, og er árangur talinn góður. Enska þirgið hefir samþykkt lög um alræðisvald stjórnarinnar yfir vinnuafli ensku þjóðarinnar og taka blöðin vel undir þá ráöstfJfun. AÐALFU N DU R Leikfélags Akureyrar verður hald- inn sunnudaginn 2. júni 1940 kl. 2 e. hád. í Samkomuhúsi bæjarins. D A G S K R Á: 1. Skýrsla sljórnarinnar. 2. Kosin stjórn, varastjórn og endur- skoðendur fyrir næsta leikár. 3. Inntaka nýrra félaga. 4. Rætt um framtíðarstarfsemi fé- lagsins. Peir sem kynnu að óska eftir inn göngu í Leikfélagið gefi sig skriflega fram tveim dögum fyrir fundardag við r tara félagsins, Hallgrím Valdi- marsson, Eyrarlandsveg 14. B. Leikfélag Akureyrar. Vegna þess g Pegar Þjóðverjar téðust inn í Frakkland á dögunum voru nokkr- ar breylingar enn gerðar á frönsku stjórninni og Oamelin, yfirhers- höfðingi Bindamanna látinn fara frá. í stað hans korn M ixime Weygand, sem hafði verið aðstoð- armaður og ötnur hönd Foch yfirhershöfðingja siðasta ár heims- styrjaldaiinnar. Einnig var Weyg- and stríðsráðunautur Pólverja árið 1920 gegn Rússum, og er honum eigi sízt þakkaður sigur Pólverja í þeirri viðureign. Yfhhershöíðingt Fiakka var Weygand árin 1931-35 en varð þá að fara fiá fyrir alduts sakir en við tók Qamelin. Síðast- liðið ár var Weygand langdvölum t Sýrlandi og skipulagði þar fransk. an her, sem ta'.inn er vera orðinn mjög sterkur. Weygand er af belgiskum ættum. Hann er 73 ára gamall. Félag ungra S/á/fstæðis- matltta í Siglufirði átti 10 ára af- mæli 11. þ m. Hélt þaö afmælis fagnað aö Hótel Siglunes um þær mundir við mikið fjölmenni. Hefir félagið unnið að mörgum nytjamál- um undanfarin ár, meðal annars sundlaugarmáli Siglfirðinga og Björg- unarskútumálinu. Fiðla góö og ódýr til sölu. Uppl. gefur ÖXULLINN Mannalát S 1. sunnudagsnótt lézt hér á sjúkrahusinu Marinó Jóns- snn (frá Uppsölum) til heimilis í Ránargötu 7 hér f bæ. Hafði hann verið heilsuveill síðustu árin. Pá er nyiega látínn hér í bæ Friörik Pálsson, er lengi bjó að Brekku í Kaupangssveit. Heimsókn Vestur-Isiendinga. Þrír þekktir Vesturíslendingar eru nyiega komnir hingað til lands. Tveir þeirra, Ásmun'lur P. Jóhannes- son og Árni Eggertsson í boði Eimskipafélags íslands en hinn þriðji, Gunnar Bjarnason í boði Þjóðræknis- félagsins. Sveinn Bförnsson sendiherra er nykominn til Reykjavíkur, Var hann mánuö á leiðinni frá Khofn, enda 14 hún fyrst suður til ítalíu. þaöan til New York og slðan heim til íslands Sendiherrann flutti er- indi í útvarpið í gærkvöldi um líðan íslendinga í Danmöiku. Taldi hann þeim öllum lfða vel og enga ástæðu til að óttast um þá. Leiðinltig iramkoma, Síðan brezka setuliðið kom hingað til bæj- arins hefir fjöldi barna og unglinga og oft all margt fulloröins fólks hangið yfir hermönnunum úti tyrir bækistöð þeirra og glápt á þá. Þessi framkoma er mjög leiðinleg og kastar rfrð á virðingu bæjarins, Er vonandi, aö fólk sé búið að skoða hermennina nægilega, og láti dú þegar af uppteknum hætti. »ð ég hefi selt vinnnstofu mína og flyt úr bænum í næsta mánuði, eru það vinsamleg tilmæli mín til allra viðikiptamanna minna, sem skulda mér, og eigi hafa samið um skuldirnar, að þeir greiði þær til fulls fyrir 5 júní, annars verða þær afhentar lögmanni til innheimtu. Þeir sem eiga geyroda hjá mér muni, vitji þeirra fyrir sama tíma. Ég þakka viðskiptin á liðnum 10 árum. Virðingarfyllst, Guðmundur Frímann. Bezta fermingargjðfin er ljósmyndavél. Fœst i Poíy foto og hjd ti a 11g r í m i myndasmið. F/ársöfnun sú, sem hafin var á þjóðhátíðardegi Norömanna til handa norsku flóttafólki, gengur greiðlega í Reykjavík söfnuðust fyrsta daginn fullar 5 þús. kr. og á samkomunum hér f Nyja Bíó og Samkomuhúsinu söfnuðust fullar 1500 kr. Var hús- fyllir á báðum stöðum. Norska flóttafólkinu var boöið í Samkomu- húsiö og til kaffidrykkju á eftir, Fjársöfnunin heldur áfram. Liggja samskotalistar frammi í bókaverzlun- um bæjartns. HJALPRÆDISHERINN. Sunnudag. kl. 11 f- m. Helgunarsamkoma kl. 4 útisamkoma á torginu (ef veð- ur leyfir). — Stór hjálpræðissam- koma kl. 8,30, - Mikill söngur — Hljómleikar.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.