Íslendingur

Issue

Íslendingur - 24.05.1940, Page 3

Íslendingur - 24.05.1940, Page 3
3 ÍSLENDINGUR ÖVISSAN. Aldrei böfum vér lifað í meiri ó- vissu um framtíöina en nú. Óvissu um afkomu einstaklinga og þjóðar, óvissu um framleiðslu, óvissu um sölu framleiðslunnar og öflun erlend- ra nauðsynja, — jafnvel óvissu um öryggi lands og þjóðar í styrjöld- inni, sem nú geisar. Vér vitum, að styrjöldin er nú í algleymingi. Hvort hún varir lengur eða skemur, vitum vér ekki. Ef til vill lýkur henni þegar á þessu ári, ef til vill geisar hún enn um árabil Varanleiki hennar er mjög háður því, hvort þeim þjóðum, sem enn hafa aðeins verið áhorfendur að henni, tekst að halda sér utan við þann leik. Dragist fleiri þjóðir smátt og smátt inn í styrjöldina, geta úrslit hennar lengi dregist. Þaö væri óviturlegt af oss ís- lendingum að reikna með þvf, að úrslitin væru skammt undan. Á slfkum tímum sem þessum verða menn að vera búnir við öllu því versta. Hiö góða sakar ekki, þó það komi aö óvörum. Ríkisstjórnin hefir gert sitt til að fá þjóöina til aö temja sér iðni, nýtni og sparsemi á þessum alvarlegu tímum. Hjóðin hefir verið hvött til að auka fram- leiðslu sína, nyta til matar allt, sem til matfanga getur heyrt og spara við sig erlenda nauðsyujavöru eftir mætti. Og þjóðin hefir tekið þessu vel og skiliö rauðsyn þess, aö eftir þessum tilmælum yrði farið Hún á að sjálfsögðu létt með að draga úr neyzlu erlendra vara og nýta betur en áðnr margt innlendra mat- fanga, en hún á ekki jafn auðvelt með að auka framleiðslu matjurt- anna. Vafalaust hafa allir hug og vilja á því að rækta sem mest af garðávöxtum og grænmeti lianda heimilnm sínum, En til þess að svo megi verða þarf áburð Og í kaupstöðum, þar sem lítil búfjárrækt er, verður vart um annað að ræða en kaupa erlendan áburð til ræktun- arinnar. En nú er hvorttveggja, að áburöur þessi er dyr og að innflutn- ingur hans er minni en áður. Hað eru því litlar horfur á, að framleiðsl- an geti aukist frá því sem veriö hef- ir síöustu árin, þrátt fyrir góðan vilja og viðleitni. En svo mikil mun hún þó geta orðið, að þjóðin hafi nóg fyrir sjálfa sig, enda er mjög mikið til í landinu enn af jaröepla- uppskeru síðasta árs, sem vafasamt er, aö nokkurntíma verði öll notuð Við sjávarsíðuna er óvissan mikil. Pegar ófriðurinn barst til Norður- landa, lokaðist fyrir beztu markaði vora að miklu leyti. Hvort oss heppnast að vinna þá annarsstaðar, er mjög vafasamt. Og um leið og þessir markaöir lokuöust, voru úti- lokaðir möguleikar til að fá varahluti í flestar bátavélar fiskiflotans, svo að vélarbilun báts hlýtur í mörgum tilfellum að leiða til stöðvunar hans. Og loks hefir hernám þjóðarinnar ekki oröiö til uppörvunar þeim, sem hyggja á slldarútgerð í sumar' í*essi mikla óvissa um atvinnu* vegi vora, útflutning og viðskipti öll, setti svip sinn á störf síðasta Alþingis og afgreiðslu fjárlaganna fyrir árið 1941. Urn leið og allt er í óvissu um milliríkjaviðskiptin, verður einnig mikil óvissa um tekjur og gjöld ríkissjóðs. Með tilliti til þess voru íjárlögin afgreidd með þeirri heimild til handa rikisstjórn- inni, aö hún megi lækka ýmsa út- gjaldaliði fjárlaganna um allt að 35%\ Meöal þeirra útgjaldaliða eru: Framlag til byggingarsjóðs, til endur- bygging3 íbúðarhúsa í sveitum, fram- lag til lífeyrissjóðs Islands og verð- lagsuppbót til embættis- og starfs- manna ríkisins, En skylt er að láta slíkan niðurskurð ganga hlutfallslega jafnt yfir alla þá liði, er lækkunar- heimildin nær til. Þá er ríkisstjórn heimijað að láta gjald til Fiskimála- sjóös renna beint til ríkissjóðs og ennfremur tekjuauka þann, sem ráö er fyrir gert í 2. grein laga um bráðabirgðatekjuöflun ríkissjóðs og jöfnunarsjóös bæjar- og sveitarfélaga, er gilda fyrir árið 1941 og þann, sem gert er ráð fyrir í 4. mgr. 3, gr. sömu laga, Sjálfsagt hafa margir gert sér von- ir um, að til hækkunar á framan- nefndum liðum þyrfti ekki að koma. En eigi að síður mun rrönnum skilj- ast það æ betur og betur, hve nauðsynlegt er að hafa einhverja slíka heimild í fjárlögum, þ;gar slík óvissa er ríkjandi á öllum sviðum og nú er, um afurðasölu þjóðarinn- ar og öll víðskipti. Kaupið merki Mæðradagsins, sem verða seld á sunnudaginn. Heimssýningin í New York var opnuð á ný 11. þ. m ísland er þátttakandi í sýn ingunni enn í sumar og hefir sama skála og í fyrra. Einnig hefir það umráð á öðrum skála við hlið sýn- ingarskálans, þar sem veitingar verða seldar. Veröa þar aðeins Islenzkir réitir á borðum. Slipt um YÉersWijja. Pegar Þjóðverjar téðust inn í Frakkland á dögunum voru nokkr- ar breytingar enn gerðar á frönaku sljórninni og Oamelin, yfirhers- höfðingi Bindamanna látinn fara frá. í stað hans korn Mixime Weygand, sem hafði verið aðstoð- armaður og ö ínur hönd Foch yfirhershöfðingja siðasta ár heims- sfyrjaldarinnar. Einnig var Weyg- and stríðsráðunautur Pólverja árið 1920 gegn Rússum, og er honum eigi sízt þakkaður sigur Pólverja í þeirri viðureign. Yfiihershöfðingi Fiakka var Weygand árin 1931-35 en varð þá að fara fiá fyrir aldurs sakir en við tók Qamelin. Síðast- liðið ár var Weygand langdvölum í Sýrlandi og skipulagði þar fransk. an her, sem ta'.inn er vera orðinn mjög sterkur. Weygand er af belgiskum ættum. Hann er 73 ára gainall. Félag ungra S/álfstæðis- manna í Siglufirði átti 10 ára af- mæli 11. þ m. Hélt þaö afmælis fagnað að Hótel Siglunes um þær mundir við mikið fjölmenni. Hefir félagið unnið að mörgum nytjamál- um undanfarin ár, meðal annars sundlaugarmáli Siglfirðinga og Björg- unarskútumálinu. F-íirlIo sóð ód^r lil sölUi 1 Itllct Uppl. geíur ÖXULLINN Utmælingu á svarflarlandi í Hamarkots og Eyrarlandsgröfum annast Lárus Thorarensen alla virka daga frá kl. 4 til 7 e. h. 1 Nausta og Kjarnalandi annast Halldór Guðmundsson út- mælingu á sama tíma. Útmæling byrjar Joriðjudaginn 28. maí n.k. Þeir, sem taka upp mó án leyfis og útmælingar verða skyldaðir til þess að greiða tvöfalt gjald fyrir slíka mótekju. Bæjarstjórinn á Akureyri, 24. maí 1940 Steinn Steinsen. Sókn þýzka hersins gegnum Hol- land og Belgíu hefir gengið fljótt, og er Holland nú algerlega á valdi Þjóðverja og einnig mikill hluti Belgíu. Sókninni hafa þeir haldið áfram nokkuð inn í Noröur Frakk- land og sækja þar f áttina til Ermarsundsstrandar, en síðustu dag- ana virðist sókn þeirra að mestu stöðvuð. Lengst munu þeir komnir inn í landið við Sommefljót, þar sem þeir hafa tekið borgina Amiens, sem er um miðja vegu milli belgisku landamæranna og Parísar. Mannfall hefir verið ógurlegt og flugvélatjón mikið á báða bóga. Enski flugher- inn heldur uppi loftáráusm á her- flutningalestir Pjóðverja að baki sóknarsveitunum og á olíubirgöa- stöðvar þeirra í Vestur Pýzkalandi, og er árangur talinn góðar. Enska þingið hefir samþykkt lög um alræðisvald stjórnarinnar yíir vinnuafli ensku þjóðarinnar og taka blöðin vel undir þá ráöstöfun. Mannalát S. 1. sunnudagsnótt lézt hér á sjúkrahúsinu Marinó Jóns- snn (frá Uppsölum) til heimilis í Ránargötu 7 hér f bæ. Hafði hann verið heilsuveill sfðustu árin. Pá er nýlega látínn hér f bæ Friðrik Pálsson, er lengi bjó að Brekku í Kaupangssveit. Heimsókn Vestur-Islendinga. Prfr þekktir Vestur-íslendingar eru nýlega komnir hingað til lands. Tveir þeirra, Ásmundur P. Jóhannes- son og Árni Eggertsson í boði Eimskipafélags íslands en hinn þriöji, Gunnar Bjarnason í boði Pjóðræknis- félagsins. Sveinn Björnsson sendiherra er nýkominn til Reykjavíkur, Var hann mánuö á leiöinni frá Khöfn, enda lá hún fyrst suður til Ítalíu. þaðan til New York og sfðan heim til íslands Sendiherrann flutti er- indi í útvarpið í gæikvöldi um líðan íslendinga í Danmöiku. Taldi hann þeim öllum líöa vel og enga ástæðu til að óttast um þá. Leiðinleg tramkoma. Síðan brezka setuliðið kom hingað til bæj- arins hefir fjöldi barna og unglinga og oft all margt fullorðins fólks hangiö yfir hermönnunum úti fyrir bækistöö þeirra og glápt á þá. Pessi framkoma er mjög leiöinleg og kastar rfrð á virðingu bæjarins, Er vonandi, aö fólk sé búið að skoða hermennina nægilega, og láti dú þegar af uppteknum hætti. AÐALFUNDUR Leikfélags Akureyrar verður bald- inn sunnudaginn 2. júni 1940 kl. 2 e. hád. í Samkomuhúsi bæjarins. D A G S K R Á; 1. Skýrsla sljórnarinnar. 2. Kosin stjórn, varastjórn og endur- skoðendur fyrir næsta leikár. 3. Inntaka nýrra félaga. 4. Rætt um framtíðarstarfsemi fé- lagsins. Þeir sem kynnu að óska eftir inn göngu í Leikfélagið gefi sig skriflega fram tveim dögum fyrir fundardag við r tara félagsins, Hallgrítn Valdi- marsson, Eyrarlandsveg 14. B. Leikfélag Akureyrar. Vegna Dess r. og flyt úr bænum í næsta mánuði, eiu það vinsamleg tilmæli mfn til allra viðskiptamanna minna, sem skulda mér, og eigi hafa samið um skuldirnar, að þeir greiði þær til fulls fyrir 5 júní, annars veröa þær aíhentar lögmanni til innheimtu. Peir sem eiga geymda hjá mér muni, vitji þeirra fyrir sama tíma, Ég þakka viðskiptin á liðnum 10 árum. Virðingarfyllst, Guðmundur Frímann. Bezta fermiegargjöfin er ljósmyndavél. Fæst i P oly t oto og hjd Hallgrími myndasmið. F/ársöfnun sú, sem hafin var á þjóðhátíðardegi Norðmanna til handa norsku flóttafólki, gengur greiðlega í Reykjavík söfnuðust fyrsta daginn fullar 5 þús. kr. og á samkomunum hér í Nýja Bíó og Samkomuhúsinu söfnuðust fullar 1500 kr. Var hús- fyllir á báðum stöðum. Norska flóttafólkinu var boðið í Samkomu- húsiö og til kaffidrykkju á eftir, Fjársöfnunin heldur áfram. Liggja samskotalistar frammi í bókaverzlun- um bæjarins. HJALPRÆÐISHERINN. Sunnudag. kl. 11 f. m. Helgunarsamkoma kl. 4 útisamkoma á torginu (ef veð- ur leyfir). — Stór hjálpræðissam- koma kl. 8,30, — Mikill söngur — Hljómleikar.

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.