Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 07.06.1940, Blaðsíða 1

Íslendingur - 07.06.1940, Blaðsíða 1
1 XXVI. árgangur.l LENDINGUR Ritstjóri og afgreiðslum.: Jakob O. Pétursson, Fjólugötu 1. Sími 375. Pósthólf 118. Akureyri, 7. júní 1940 24,. tölubl. Garðy rkju- syning. Ákveðiö er, aö haldin verði garð- yrkjusýning hér á Akureyri á þessu sumri. Mun hún verða opnuð um mánaðamót ágúst-september. Fyrst var þessu syningarmáli hreyft á aðalfundi KEA vorið 1939. Var þar síðan kosin 5 manna nefnd til að athuga möguleika á slikri syningu. í nefndina vorU kjörnir: Ólafur Jónsson framkv.stjóri Jón Rögnvaldsson garðyrkjum. Krisrján Sigurðsson kennari Steindór Steindórsson kennari Þorst. Þorsteinsson bæjarfulltrúi. Nefndin hefir nú unnið árlargt að uiidirbúningi þessa máls og orðið svo vel ágengt, að til sýn- ingarinnar verður stofnað á þessu sumri. Hafa ýmsir aðilar heitið fjárstuðningi og annarri aðstoð, og má í því saiabandi nefna; Akur- eyrarbæ, Eyjafjarðarsýí.lu, Kaupfé- lag Eyfirðinga, Búnaðarsamband Eyjafjaröar og Garðyrkiufélag ís- lands. Þetta veröur fyrsta garðyrkju- syningin á Norðurlandi, og er því hér um nyjung að ræöa, sem vekja mun sérstaka athygli. Áður hafa veriö haldnar sltkar sýningar í Reykjavík og mjög af þeim látið. Til þess að hin fyrirhugaða garð. yrkjusýning nái tilgangi sínum og verði til sóma, er áríðandi að þátt- taka sé góð- En þátttakendur hennar teljast jafnt sýnendur og sýningar- gestir. Að sjálfsögöu verða á syningunni allar tegundir garðávaxta og garð- jurta, er fyrirfinnast hér nyrðra og öll hugsanleg afbrigði hverrar teg- undar. Þá munu og fræðandi erindi verða flutt í sambandi við syninguna, er varða garörækt og nýtingu græn- metis, kvikmyndir sýndar ura sama efni o. s. irv. Og ennfremur munu korntegundir þær, er hér eru rækt- aðar, verða á sýningunni. Akureyri hefir löngum veriö rnikill garðyrkjubær. Hvergi á landinu mun jafnmikil trjárækt og blómaiækt hafa tíðkast framan af yfirstandandi öld og kartöflurækt hefir jafnan verið tiltölulega mikil. En hin síöustu ár hefir ræktun allskonar grænmetis aukist aö miklum mun og neyzla þess er nú að veröa viðurkennd nauðsyn, ekki aöeins frá þjóðhags- legu sjónarmiði heldur engu síður frá sjónarmiði hollustuhátta og líkam- legrar vellíðunar. Tilgangur sýningarinnar er því fyrst og fremst sá, að glæða áhuga manna fyrir ræktun ogneyzlu græn- metis og garðávaxta og veita leiö- sögn og fræöslu um hiö sama, Og þar sem meiri hluti undirbúnings- nefndarinnar er skipaður sérfróðum mönnum í garðyrkju er ástæða til að vænta hins bezta um fyrirkomu- lag og nytsemi sýningarinnar. Allir, sem skilja og viöurkenna þyðingu garðyrkjunnar fyrir efnahag, heil- brigði og menningu vora, eiga að taka þátt í henni og gera sitt til að hún verði bæ og héraði til sóma og þeim, er sækja hana, til gagns og gleði. Veprinn til Reykjavíkur um Öxnadalsheiði og Stóra-Vatnsskarð. Ritstjóri íslendings átti tal við Sig. Eggetz sýslumann um vega- lagning yfir Öx.tadalsheiði og Síóra-Vafnsskarð. Sagði sýslumað- ur að sýilunefndin í Eyjafjarðar- sýslu hefði samþykkt svohljóðandi tillögu í má inu: >Sýslunefndin ákvað að skora fastlega á ríkisstjórn og vegamála- stjóra að hraðað verði sem mest vegalagningu yfir Vatnsskarð og Öxnadalsheiði*. Lík áskorun var samþykkt á sýslufundi í Þingeyjar- sýslu og ennfremur hefir sýslumað- ur Skagafjarðarsýslu skýrt n,ér frá í samtali í dag að hann mundi veita eindregin meðmæli sín með málinu. Þá leggur bæjarstjórn Ak- ureyrar málið fyrir næsta bæjar- stjórnatfund, og er talið víst, að það verði samþykkt þar i einu hljóði. Samgöngur mundu verða nálega allt árið milli Reykjavíkur og Akur- eyrar, ef vegir þeir, seni hér ræðir um, yrði lagðir. Er óþaifi að skýra ftá því, að ekkert samgöngumál hefir nieiri þýðingu fyrir Norðurland en þetta. — — Þá er og öllum Ijóst hvað samgöngutækin sparast við þetta. Einmitt nú cr tíminn til siíkra framkvæmda, því auk þess, sem þær eru nauðsynlegar, þá veita þær ótal mönnum vinnu. Að lokum sagði sýslurnaðurinn að hann færi suður eftir nokkra daga og mundi hann þá ræða þessi mál viðríkisstjórnina. KIRKJAN: Messað verður í Ak- ureyrarkirkju n. k. sunnudag kl. 2 e. h. Ferðafél. Akureyrar fer skemmti- ferð um inn-Eyjafjörð n. k. sunnu- dag. Helztu viðkomustaðir verða: Hrafnagil, Grund, Möðruvellir bg Saurbær. Kristján Árnason sextugur. Það er næsta ótrúlegt, en satt er það samt, að Kristján kaupmaður Árnason er öröinn sextíu ára gam- all. Ekki ber hann aldurinn utan á sér maðurinn sá, jafn kvikur á fæti og unglegur yfirlitum sem hann er. — Að sjálfsögðu á skapgerð hans og hamingjusamt líf sinn þátt í því, — Kristjári er fæddnr að Lóni í Kelduhverfi 4. júnf 1880, sonur Árna hreppstjóra Kristjánssonar hreppstjóra Árnasonar að Ærlæk og konu hans Önnu Hjörleifsdóttur prests að Skinnastað. Ólst hann upp 1 íööurhúsum til 18 ára aldurs, en þá fór hann til Akureyrar til þess að læra söng og orgelspil hjá Magnúsi Einarssyni, organista. Eftir það fór hann til Magnúsar Sigurðs- sonar á Grund í Eyjafirði og var þar við verzlunarstörf í 6 ár, en að svo búnu stofnaöi hann ásamt Magn- úsi verzlunina »Eyjafjörður« 9. jiinf 1909. Var verzlunin sameign þeirra nokkur ár, unz Kristján keypti þann hluta verzlunarinnar, sem Magnús átti, og heíir rekið hana síðan með frábærum dugnaði. Þann 27. maí 1905 gekk Kristján að eiga Hólmfríði Gunnarsdóttur, Benediktssonar frá Grund í Höfðahveríi Frú Hólmfríö- ur er fædd 5. júnf 1885, gátu hjón- in því slegið saman afmælisfagnaði sínum þessa dagana. Heíir þeirra hjónaband og heimili verið til fyrir- myndar í hvívetna. Tvo syni hafa þau eignast: Árna, píanósnilling í Reykjavík og Gunnar Höskuld, nú meðeiganda f verzlun föður síns. Eins og sjá má af því, sem hér hefir verið sagt, hefir Kristjan Arna- son dvalið í þessum bæ meir en helming æfi sinnar og tekið virkan þátt í lífi hans og þróun. Verzlun sína hefir hann rekiö með frábærri hagsýni og dugnaði, sem marka má af því, #ð hana má nú telja stærstu verzlun bæjarins, þeirrar tegundar, aðra en Kaupfélag Eyfirðinga, og það þrátt fyrir öll höft og hömlur, sem frjálsri verzlun er búin hér á þessu landi. Og Kristján hefir vaxið aö vinsældum með verzlun sinni. Félagsmál og opinber mal hefir hann alla tiö látiö sig allmiklu skipta, þótt aldrei hafi hann verið neinn hávaöamaður á þeim sviöum, en skapfesta, prúðmannleg og drengileg framkoma í þeim málum hafa vakið traust og virðingu á manninum. Má þvf segja, að hann njóti nú virðing- ar og vinsælda samborgara sinna . umfram flesta aöra rnenn, Þessum heiðurshjónum vil ég flytja mfnar hjartanlegustu hamingju- óskir á þessum merkilegu tfmamót- Bazar heldur kvenfél. Framtíðin iöstud. 7. þ. m. kl. 4 e. h. í Zíon, til ágóða fyrir nýja sjúkrahúsið. NÝ JA BIÓ Föstudaginn kl. 9 Síða?fa sinnl Niðursett verð! Laugardags- og sunnudags- kvöld kí. 9: Honolulu Dar.s- og söngvamynd f 10 þáttum. Aðelhlutvérkin leika: Frœgasta stepdansmœr heimsins Eleanor Powell, hinn vinsæli og glaðvœri leikari Robert Young og . skopleikararnir Burns og Allen, sem allir hlœja að Sérstæð og skemmtileg mtísik, fjölbreyttir dansar og fjörug dægurlög sungin Sólbaðsskýl/n við sundlaug bæjarins eru opin alla virka daga og sunnudaga yfir sumarmánuðina (nema kl. 12—2 á sunnudögum) og eins þá daga, sem verið er að hreinsa sundþróna og hle.ypa vatni í hana, ef sólskin er, samkv. tilhög- un sundkennarans. Markadómur Eyjafiarðarsj^slU og Þingeyjarsýslu biður blaðið að geta þess í tilefni af markauglýsingu úr Hörgárdal í Degi nýlega, þar sem tekið var íjármark bónda eins af Svalbarðsströnd, prentað f gild- andi markaskrá Þingeyjarsýslu, að slíkar marktökur eru alveg óheimilar, og í flestum tilfellum bezt að ráðfæra sig við markadóm, ef nauðsynlegt er að taka upp nýtt mark á milli þess, sem markaskrár eru prentaðar. Mr. KuíJÍhoIm ræðismaður Bandaríkjanna á Islandi er nýlega komirin til Reykjavíkur með fjöl- skyldu sína. um æft þeirra beggja, og vona, að bæjarfélaginu megi auðnast aö njóta hæfileika þeirra og starfskrafta enn nm langan aldur. Þykist ég vita, að margir munu vera mér sammála í þessu efni. Akureyri 5. júní 1940. Sig. E. Hliöar.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.