Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 07.06.1940, Blaðsíða 3

Íslendingur - 07.06.1940, Blaðsíða 3
íslendíngur 3 Fyrsti íslending- urinn kominn heim írá Noregi Fyrsti íslendirtgurinn. sem kom- ist hefir heim frá Noregi síðan Pjóðverjar gerðu innrásina þar 9, apríl, er Helgi Pálsson útgerðar- maður hér í bæ. Kom hann upp til Seyðisfjarðar í fyrradag. Óðar og kvisaðist um heimkomu hans hringdi íslendingur til hans og spurði hann um, með hverjum hætti hann hefði komist upp til landsins og hvað á daga hans hefði drifið meðan hann dvaldi í Noregi. — Pað er nú hreinasta tilviljun, að ég skyldi komast heim, segir Helgi. Ég komst með flóttabát frá Álasundi til Færeyja fyrir síð ustu helgi. Ég komst á snoðir um fyrirhugaða för hans af tilvilj- un og reyndi að fá far hjá eiganda bátsins en hann neitaði mér. — Fór ég þá um borð í óleyfi hans og var þá ekki við mér amast. En í Færeyjum tókst mér að ná fari upp til íslands með brezku kolaskipi. — Hvemig var umhorfs í Áia sundi? — Eyðilegging var þar miklu minni en í sumum öðrum bæjum, t. d. Kristiansund og Molde. Ég held, að ekki hafi eyðilagst nema 12—14 hús í loftárásum á Ála sund, og voru þær þó margar. En heilar rúður held ég ekki að hafi fyrirfundist í bænum eftir árásirnar. Enginn maður fórst heldur í bæn- um en nokkrir slösuðust. — Hvernig bar fólkið þessar ógnir? — Pað var yfirleitt rólegt og tók þeim með stillingu. En þetta voru leiðinlegir dagar. Stundum urðum við að hírast heila og hálfa daga f kjöllurunum. - Veiztu nokkuð um hina ís- lendingana, sem í Noregi dvelja? — Nei, ég var eini íslendingur- inn í Álasundi og hafði engar spuinir af löndum mínum, nema Krisljáni Ouðmundssyni (Pétursson- ar útgerðarm). Hann er i Bergen. Talaði ég við hann í síma tveim dögum áður en ég fór, og lét hann vel yfir sér. Heiman að fiétti ég, ekker*. Gat aldrei heyrt tit íslenzka útvarpsins. Og yfirleilt var erfitt að hlusta á útvaip þenna tíma vegna allskonar truflana. Samtalið varð ekki lengra. í morgun kom svo Helgi hingað heim til Akureyrar með bát frá Seyðis firði. Dánardægur. Nýlátín er bér á sjúkrahúsinu Lilja Pálsdóttir Irá Vatnsenda í-Eyja£'rði. Nýlega andaðist að heimili tengda- sonar síns, Gisla R. Magnússonar hér £ bæ Sigríöur Ólafsdóltir frá Fögrubrekku í Hrútafirði. KJ O L F0T lítið notuð, til sölu. Gufupressun Akureyrar. Sjómannadagsins hófust kl. 10 ár- degis s. 1. sunnudag með skrúðgöngu Skipstjórafélags Akureyrar, V élstjóra- félags Akureyrar og Sjómannafélags Akureyrar. Var gengiö frá innri hafnarbryggjunni norður Hafnarstræti og um fleiri götur, en numið staðar á Ráöhústorgi. Þar hélt vígslubiskup, Fr. Rafnar, guðsþjónustu. Klukkan 2 síðdegis safnaðist fjöldi fólks saman á Torfunefsbryggju til að horfa á kappróöur og stakkasund, er fram fór á höfninni. En kl, 5 var haldin útisamkoma á íþróttavelli >Pórs«. er hófst með söng Karla- kórs Akureyrar. Aö honum loknum fór fram knattspyrnukeppni milli Vélstjórafélagsinsog Sjómannafélags- ins með þeim úrslitum, að hiö síöar- nefnda vann með 4:1. Og að lokum kepptu félögin þrjú, er að hátíðinni stóðu. í reiptogi, og vann Vélstjóra- félagiö. í öllum þessum íþróttagreinum var keppt um verðlaunagripi. í kapp- róðri um bikar frá Útgerðarmannafél. Akureyrar, er fyrst var keppt um í fyrra, í stakkasundi um sjómanns- líkan skorið f tré, gefið af Axel Kristjánssyni konsúl, í knattspyrnu um bikar, gefinn af Kristjáni Kristjánssyni forstjóra og í reiptogi um bikar, sem Útgerðarfél. K. E. A. hafði gefið. Alla gripina haiði Geir G, Formar skorið út. Úrslit í kappróðrinum urðu þessi: mín. sek, 1. Vélstj fél. Akureyrar B-lið 5 40,0 2. Vélstj.fél, Akureyrar A liö 5 40,7 3. Sjómannafél. Akureyrar 5 43,5 4. >01af* 5 44,1 5. >Rúna« 5 46,6 6. »Sæborg* 5 47,3 Úrslit í stakkasundinu, sem var 50 metra langt, urðu sem hér segir: mín. sek, 1, Vilhj. Aðalsteinss. V.S.F.A. 1 8,3 2. Bolli Fóroddsson — — 1 10,7 3. Jóh. KonráösSon — — 1 11,1 4. Jón R. Steinsson — — 1 12,0 5. Bragi Jóhannsson 1 12,9 6. Herbert Jónsson 1 28,0 Pdstbáturinn Ester tilkynnir Frá næstu helgi verða 3 ferðir í viku til Siglufjarðar. Frá Akureyri kl. 8 árd. þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga. — Til baka daginn eftir. Akureyri 6. júní 1940. AFGREIÐSLAN. Aðalfundur Sambands norðlenzkra kvenna hefst á Akureyri 28. þessa mánaðar. S I j ó c n i n. Frá stríðinu. Fegar Belgíukonungur lét her sinn hættá að berjast, varð staða herliðs Bandamanna í Flandern mjög alvarleg. Undanfarið hefir verið unnið að brottflutningi hans, og hefir hann tekist vonum betur, þrátt fyrir það, að þy5zki herinn hefir torveldað það starf eftir mætti. Telja Banda- menn aö um 4/b hlutar hersins hafi sloppið. Bandamenn urðu að skitja eitir mikið af hergögnum í Belgiu, sem fallið hafa í hendur Fjóðverja. Hafa Fjóðverjar nú á valdi sínu alla vesturströnd Evrópu suöur að ánni Somme í Frakklandi. Síöustu dagana hafa Fjóðverjar gert loft- árás á París og aðrar franskar borg- ir, en Frakkar svarað með loftárás- um á borgir í Suðvestur-Þyzkalandi, Enn hefir orðið stjórnarbreyting í Frakklandi, og er Daladier farinn úr stjórninni. Qrímseyjartör. M. s. »Jökuii« fer til Grímseyjar á sunnudagsmorg- un, ef veður og þátttaka leyfa. Far- miðar á 7 krónur seldir í bókaverzl. Gunnl. Tr. Jónss. til kl. 5 á morgun. Farið verður frá Torfunefsbryggju kl. 6,30 árdegis, Elzta blað heimslns. Ótrúlegt en satt! er athyglisverðasta og mest eftirspurða blað landsins. Gerist áskrifendur. OXULLINN. Nokkrar eldavélar fyritliggjandh ELEKTRO CO. Fólk sem vantar sumatvinnu, ætti að hafa daglegt samband við oss. Nokkrar ráöningar fara daglega fram, og ny atvinnu- tilboð bætast við, Nokkrar kaupakonur vantar enn. Vinnumiðlunarskrifstof an. Opin kl. 3 — 6 e. h. Vísnabálkur Um kvöldið var dansleikur hald inn í Samkomuhúsinu og verðlauna- gripirnir afhentir sigurvegurum dags- ins. Islenzk skáidkona fær bókmenntaverðlaun í annað sinn. í nytega komnum Vestanblöðum er sagt frá þvf, að skáldkonan Mrs, Laura Goodman Salverson hafi fyrir skömmu hlotiö í annað sinn Governor General bókmenntaverðlaun, sem eru þau virðulegustu, sem veitt eru í Canada. Foreldrar Mts. Salverson voru íslendingar en sjálf er hún fædd í Winnipeg og ritar sögur sínar á enska tungu. Hún er eini rithöf- undurinn, sem hlotiö hefir þessi bók- menntaverðlaun oftar en einu sinni. Raharhara sel nijögódýrt. llulJul Uul Q JdnGuðmann.Síiní29l Prentsmiója Björna Jáuaonar. Elzta blað heimsins, Peiping Bao, er hætt að koma út. Fað hefir komið út í 1500 ár, þ. e. a. s. fyrsta tölu- blað þess kom út ca. 400 árum áður en ísland byggðist. Fyrsti ritstjórinn hét Sou Chung. Það hefir alltaf verið prentað með tré- stíl. Á þessum 1500 árum hafa yfir 1000 af ritstjóium þess verið háls- höggnir. Skyldi það ekki sjaldan hafa verið stjórnarblað? Athngiö! Þeir, sern hafa fengið hjá okkur rofalausa ofna, geta nú fengið rofana ásetta. ELEKTRO CO. Sumir eldri menn eru lítt gefnir fyrir grænmetisát og vilja engir grasbitir gerast. En nú er mjög reynt að auka það í lar.dinu, enda mun ekki af veita á þessum »síðustu og verstu tímum*. En hvernig eldri mönnum er um grænmetisrétt- ina gefið, synir eftírfarandi vísa. Sy'p ég leiður seyðt káls, sinni fyrrum barna. Mey sem heíir mjóan hdls mynd’ ég kj ssa gjarna. G. F. Vtsnakeppni blaðsins ser.di ein- hver S. J. eftiríarandi vísur meðal annarra: Róðt arlýsing. • Aldan skörp við árarblað afli snörpu mætti. Var þá görpum yndi að Ægis hörpuslætti. Aurasátin. Andans þrifum ei rná ná, þó auðinn skrifi í krónum hann, sem lifir hreykinn á hinna yfirsjónum,

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.