Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 14.06.1940, Blaðsíða 1

Íslendingur - 14.06.1940, Blaðsíða 1
Ritstjóri og afgreiðslum.: Jakob O. Pétursson, Fjólugötu 1. Sími 375. Pósthólf 118. XXVI. árgangur.l Akureyri, 14. júní 1940 | 25. tölubl. Einstakt afmæii i verzl- unarsflgu íslanðs. Verzlun Kristjáns Gis/asonar, Sauðár* króki, er um þessar mundir 50 ára. Stofnandi fyrirtækisins, einkaeig- andi og stjórnandi þess i 50 ár veróur 77 ára gamall á morgun. Pegar Kristján Gíslason hóf starf- semi sína á Sauðárkrók vorið 1890, voru þár fyrir fjórar verzlanir, Tvær þeirra voru gamlar, þekktar og fjársteikar, svo ekkL hefir verið álitlegt fyrir þennan unga, óreynda daladreng, sem engrar skólamennt- unar hafði notið, og ekki verið við verzlunarstörf nema eitt haust (árið áöur) félltill^og sambandalaus í út- löndum, að hefja samheppni um vetzlunina, — sem ,þá var mjög bundin, — lánsverzlun við bændur, Risiö var ekki hátt 1 byrjun, en átti fyrir sér að hækka. Eftir að »K.G.« (þannig er hann oflast nefnd ur f sjnni sveit) hafði starfað þarna í tvö ár, gat hann flutt inn í sitt eigið nýbyggöa hús, sem hann lét reisa á nýfallinni skriðu í miðju kauptúnir.u. í nýja húsinu óx starf- semin svo ört, að eítir 4 ár þar frá varð hann aö stækka þaö nærri þrefalt, svo þaö varð sem næst jafn stórt og það er nú. Húsið nefndi hann >Aðalbólc. Eftir nokkur ár var »Aðalból« orðið of lítið og þá varð að byggja aörar byggingar, til þess að geta fullnægt kröfum tímans um bætta verzlunarhætti, enda varð verzlunin að vera eins og banki viðskipta- manna sinna, taka allar þeirra af- uröir, útbúa þær og koma í verö eftir þvf sem þá tíðkaðist, og hafa fyrirliggjandi allar þær vörur er viðskiptamennirnir þörfnuðust. Verzlun þessi var um nokkurt skeiö ítærsta fyrirtæki héraðsins og langhæsti gjaldandi hreppsfélagsins. Auk verzlunarstarfseminnar hefir >K. G.< gerst all umsvifamikill í jarðræktinni, en framkværadir hans á því sviði hafa veitt honum mikið yndi og hressingu, þegar hann hef- ir verið þreyttur af sínu aöalstarfi við verzlur.ina. Nú eru liöin 50 ár síðan þessi umkomulitli daladrengur byrjaði verzlun sfna, og eru allar verzlanirn- ar, sem þá voru fyrir á Sauöárkrók, liðnar undir lok, en nýjar komnar í staðinn, Og þegar lilið er yfir starfsferil þessa manns, er ekki hægt að segja annaö en hann hafi verið heilsteyptur og bjart yfir hon um. Starfsemin hefir gengið eins og mannsæfin, á þroskaárum - vex og dafnar verzlunin hjá hinum fjör- mikla, óþreytandi manni, sem lítillar hvíldar unnir sér fyrir margvísleg- um, ábyrgðarmiklum störfum, en traust viðskiptamannanna léttir starf- ið, svo eftir þenna langa starfstíma má segja að >K. G.« beri elli sína óviöjafnanlega vel. Hann var sá af íslenzkum kaupmönnum, sem braut ísinn til samkeppni við hinar erlendu verzlanir á Sauðár- Örðugleikar slyrjaldarásfandsins birtast þjóð vorri í tveim myndum; dýrtíð og alvinnuleysi. Alþingi og ríkisstjórn ber að gera allt sem unnt et tii að draga úr áhrifum þeirra bölva, og verður eigi annað sagt, en að báðir þeir aðilar hafi sýnt lofsverða viðleitni í þá átt, þótt tvímælis kunni að orka um á- rangurinn. Dýrtíðin er böl, sem kemur þungt niður á öllum lands- mönnum og eru launahækkanir, — svonefndar dýrtíðaruppbætur, — notaðar til að draga úr því, en þær gagna lítt þeim, sem enga at- vinnuna fá, og því mega sízt við að mæfa dýrtíðinni. Orsakir hins vaxandi atvinnuleysis eru fyrst og fremst þær, að mikið dregur úr öllum framkvæmdum sakir verð- hækkunar á erlendu efni. Bygg- ingarvinna verður mjög lílil af þessum ástæðum, bryggju- og brúagerðir einnig, — og vegna minnkandi innflutnings dregur mjög úr atvinnu hafnarverkamanna. Ver- tíðin sunnatilands í vetur var með rýrasta móti og horfurnar urn sild- arútgerð mjög daufar. Er fyrir- sjáanlegt, að vinna við síldarsöltun dregst stórkostlega saman vegna hinna miklu markaðstapa, er út- breiðsla styrjaldarinnar lil Norður- landa og Niðurlanda olli. Af öllu þessu verður Ijóst, að geigvænlegt atvinnuleysi er fyrir dyrum hjá þjóð vorri, jafnvel um bjargræðis- tímann og afkoma þess fólks, er stundaði útgerð á síðustu vertíð, hlýtur að vera bágborin. króki, en það fullyrða kunnugir, eftir keppinautum hans, bæði ryrr og síðar, að meira »loýal« keppi- naut hafi þeir ekki þekkt, ' Sagt er að »K. G.« hafi ætlað sér að hætta verzlun sinni fyrir nokkrum árum, en viðskiptamenn hans lögðu ein- dregið mjög fast að honum að gera það ekki, meðan nokkur möguleiki væri til þess fyrir hann að halda henni áfram, en það er sjaldgæft, og sýnir betur en flest annað hvernig maðurinn er, og hvers trausts hann nýtur meðal þeirra, sem hann hefir unnið með og unniö fyrir, en það hefir verið hans skoð- un frá upphafi, að áreiðanleikinn hafi verið aðal hyrningarsteinn und- ir velferð þessarar starfsemi hans. Það munu vera margir, sem óska afmælisbarninu heilla, gæfu og geng- is á þessum merkilegu tímamótum, því að líkindum er einstætt í sinni röð, að stofna og stjórna sem einka- eigandi, jafn vel og hér hefir gert verið, jafn umsviíamiklu fyrirta-ki í 50 ár, án þess að nokkurntíma hafi verið kvilrað frá settu marki. Nokkuð hefir verið rætt um, hvað gera mætti til útlausnar þessu vandamáli og hefir einkum verið ieitast við að koma atvinnulausu fólki til vistar í sveitum landsins. En það hefir sýnt sig, að jafnvel þótt hægt væri að fá fólkið til að fara í sveitirnar, — sem oft geng- ur óskiljanlega illa — þá (aka þær ekki á móti nema litlum hluta hinna atvinnulitlu við sjóinn, og veldur þar skdjanlega miklu um, að vegna hins háa verðlags á öll- um hlutum, t. d. áburði og bvgg- ingarefni, ráðast bændur yfirleitt ekki í aúkua ræktun eða bygging- arframkvæmdir í þessu árferði. Eins og kunnugt er, hiýtur minni innflutningur en áður að draga úr tolltekjum ríkissjóðs, en ýms út- gjöld hans að aukast vegna dýr- tíðarinnar. Það horfir því eng- an veginn vel íyrir það opinbera að halda uppi mikium verkle^um framkvæmdum. Enda var á fjár- Iögum fyrir yfirstandandi ár dregið nokkuð úr þeim, en þó á þann hátt, að atvinna þeirra, e*r að slík- um framkvæmdum vinna, minnkaði ekki að sama skapi. Mest var dregið úr framlögum til þe;s, er kostaði mikinn erlendan gjaldeyri, svo ssm brýr, bryggjur og aðrar hyggingar úr steinsteypu og timbti, en í þess stað aukið framlag til vega. Og þar er rétt stefnt- Það á að halda uppi, eftir þvf sem unnt er þeim framkvæmdum, er þarfnast nrikils vinnukrafts en lítilla erlendra efna, svo sem byggingu og við- haldi vega, framræslu, móvinnslu og grjófnámi. Til vega eru á þessu ári veittar úr ríkissjóði 1,7 milj. króna, og fara um 750 þús. kr. af því fé til viðhalds eldri vega. Á veginum milli Akureyrar og Reykjavíkur verða veittar 45 þús. kr. til Vatns- skarðsvegar, en þær munu ekki nægja til að fullgera hann. En þótt hann yrði fullgerður, verður samt eftir versti þröskuldurinn á leiðinni milli höfuðstaða Norður- og Suðurlands. Það er Öxnadals- heiði. Til hennar mun ekki vera ætlað nema lítið fé á þessu ári, sem á engan hátt mun gera þenna þröskuld greiðfærari að vetrarlagi. En með því að veita ríflega fé til vegarins um Öxnadalsheiði, Norð- urárdal og Öxnadal og nota tæki- fæiið nú, þegar atvinnuleysið sverf- ur fastast að, muttdi framvegis verða unnt að halda uppi bílasam- göngum allt árið milli tveggja stærstu bæja landsins, ef ekki væru því meiri snjóavetur. Um þetta eru nú uppi háværar raddir hér norðanlands og ættu Reykvík- ingar að geta tekið undir þær. Ert svo hefir samgöngum milli.Ak, og Reykjavíkur verið hálfað undan- farna vetur, að liðið hafa 10-14 dagar milli ferða. Er megn óánægja yfir þessu ástand1, sem vonlegt er, og er ekki sjáanlegt, að skipaferðir verði tíðari næsta vetur, ef styrjöld- in helzt. Undanfarna vetur hefir bifreiðasamgöngum verið haldið uppi mtllj Reykjavfkur og Blönduóss, og mundi hlaðinn vegur á Vatns- skarði og Öxnadalsheiði gera mögu- legar slíkar samgöngur allf til Akureyrar að vetrarlagí, a. m. k. fyrri hluta vetrar, og gætu þær þá einnig hafist fyrri að vorinu, en nú á sér stað. Vegaíénu væriáieiðan- lega betur varið, ef áheizla væri lögð á að fullgera Norðurlandsveg- inn nú þegar, heldur en að dreifa því í ýmsar áttrr á hverju árí, í smávegaspotta, sem að engu gagni koma, fyrri en þeir eru fullgerðir, og má þar t. d. nefna Siglufjarðar- skaið og Kiísuvíkurveginn fiæga. Nú sverfur atvinnuleysið að verkalýð landsins, — og ber að haga opinberum framkvæmdum með tilliti til þess og eins hins, að sem minnstu sé eytt af erlendu efni. Þetta er því hið rétta tækifæri tilað yfirvinna síðustu farartálmana á Norðurlandsveginum — Vatnsskarð og Öxnadalsheiði. KIRKJAN. Messað í Lögmanns- hlíð n. k. sunnudag kl. 12 á há- degi (safnaðarfundur). H/'úskapur. Ungfrú Gunnhildur Davíðsdóttir (Eggertssonar Möðru- völlum) og Magnús Aðalsteinsson bondi að Grund í Eyjaiirði. S. B. Hiðrétta tækifæri

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.