Íslendingur

Eksemplar

Íslendingur - 14.06.1940, Side 2

Íslendingur - 14.06.1940, Side 2
2 ÍSLÉNDINGUR Frá aðalfundi Eimskipaíélaysins Innilega pökkum við ykkur öllum, sem sýnduð okk- ur vináttu á afmœlisdögum okkar 4. og 5. p. m. með heimsóknum, heillaskeytum og gjöfum. Lifið öll heil og sæl. Hólmfriður Gunnarsdóttir. Kristján Árnason. Styrjðldin breiðíst enn út. ítalir gengnir i lið með þjóðverjum. — Her- iið Bandamannaflutt burtúr Norður-Noregi Aðalfundur Eimskipafélags ís- lands hinn 25. í röðinni var hald- inn í Reykjavík 8. þ. m. Fundar- stjóri var kosinn Jóhannes Jóhann- esson fyrrum bæjarfógeti. Stjórnin lagði fram skýrslu um starfsemi og afkomu félagsins árið 1939- Fer hér á eftir lauslegur útdráttur úr henni, mjög styttur = Heildarhagnaður félagsins á ár- inu var rúml. 1,1 milj. króna, en árið áður nam hann aðeins 555 þús. krónurn. Skip og fasteignir félagsins voru afskrifaðar í árslok s. I. um rúml, 676 þús. krónur. Hluthöfum er greiddur \% arður, 90 þús. kr. lagðar í eftirlaunasjóð, 150 þús. kr. f varasjóð og 100 þús. kr. í arðjöfnunarsjóð.. Voru tillögur stjórnarinnar um þetia samþykktar af fundinum. Fargjöld milli íslands og útlanda hafa hækkað á skipum félagsins um 100^ síðan fyrir stríð og eru nú 330 krónur á I. fariými og 220 kr. á II. farrými. Fæðiskostn- aður hefir hinsvegar ekki hækkað. Milli: íslands og New-York voru fargjöld ákveðin í stríðsbyrjum 500 kr. á I farrými og 350 kr. á II. fartými og haldast þau enn óbreytt. Mesta hækkun farmgjalda er 200% á leiðinni ísland -- Norðurlönd England, en 50%^ í- strandferðum hér við land. Hækkun einstakra útgjaldaliða er sem hér segir, miðað við 1. ár: Vátryggingargjöld um 332 þús. kr., kaupogfæði skipshafna um210þús. viðhald um 309 þús. kr., kolaeyðsla kr. um 191 þús. kr., afgreiðslukostn- að ur um 91 þús- kr., ferming og af- ferming um 55 þús. kr, og aðiir liðir um 87 þús. kr. Skipin fóru færri millilandaferðir á árinu en árið 1938. Er stríðið skall á, lögðust niður siglingar til Pýzkalands, Hollands og Belgíu og fækkaði lil Englands. Gullfoss og Lagarfoss héldu uppi siglingum til Kaupmannahafnar, Selfoss til Norðurlanda, Brúarfoss til Englands en Dettifoss og Goðafoss til New- York Viðkomum skipanna á inn- lendum höfnum hefir lítillega fækk- að. - Eins og öllum er kunnugt, var Gullfoss staddur í Kaupmannahöfn 9 apríl, er Þjóðverjar hertóku Danmörku. Engar upplýsingar hafa fengist um skipið síðan, nema fréttir af að það lægi í Kaupmanna- höfn, Hve lengi það verður kyr- sett þar, er óráðin gáta, en mjög er það tilfinnanlegt fyrir Eimskipa- Snorri /óhannsson frá Merki- gili í Skagafiröi, sem um aldamótin var verzlunarmaöur hér á Akureyri, en nú um fjölda ára hefir verið hús- og seðlavöröur Útvegsbankans í Rvík, varð sjötugur aö aldri á út- mánuðunum og varð því að láta af starfi sínu í bankanum í vor, þótt hraustur og ern sé líkamlega og andlega sem miðaldra maður. — Snorri hefir verið með aíbrigðum vinsæll og var honum haldiö fjö!- mennt samsæti í’ Reykjavlk, þegar hann varð sjötugur, sem menn af öllum stéttum tóku þátt í. Kunnugur. — félagið og íslenzku þjóðina, er einn af ‘Fossunum* er gerður óvirkur I því starfi, að draga björg í bú þjóðarinnar nú, þegar henni ríður mest á. Og fyrir afkomu félags- ins á árinu getur það orðið alvar- legur hnekkir. Á aðalfundinum mætti Sveinn Björnsson sendiherra, sem er einn meðal stofnenda félagsins. Flutti hann þar ávarp til fundarins og árnaðaróskir félaginu til handa. Benti hann á hið ómetanlega starf þess f þágu lands og þjóðar, sem auðveldast væri að sjá á slíkum tímum sem þessum, er siglinga- örðugleikarnir væru mestir. Taldi hann litlar líkur til, að aðrar þjóðir hefðu tekið að sér siglingar vorar nú, og færu víst flestir nærri um, hvernig þjóðin hefði þá verið stödd. Frá íþróttalísnÉÉiii. Dagana 16. og 17. júní verða geysistórar útisamkomur. Á sunnu- daginn hefjast útisamkomur á Ráð- hústorgi kl. 1,30 með söng og ný- stárlegu boöhlaupi milli Þórs og K A. Hleypur hver keppandinn einn hring frá Torginu inn Hafnar- stræti niður Kaup/angstræti og út Skipagötu og skilar boðinu til næsta hlaupara á Ráöhústorgi, um 500 m. vegalengd. Næst verður gengiö út á völl og hefst þar fimmtarþraut, (langstökk, spjótkast, 200 m. hlaup, kringlukast og 1500 m. hlaup). f*á fara fram handknattleikir milli Rórs og K A. og skemmtilegasti knattspyrnuleikur sumarsins, allt gamlir knattspyrnu- meistarar (fertugir og eldri) og má sjá nöfn þeirra á stórri auglýsingu í búðargluggum. Seinast þennan dag verður keppt í hindrunarhlaupi og er ein hindrunin gryfja fyllt vatni. Fræg er sagan um það, þegar Nurmi datt í eina slíka gryfju og var dreginn upp úr. Merki verða seld þennan dag til ágóða fyrir íþróttahússjóöinn. Mánudaginn 17. júní hefjast hátíða- höldin viö sundluugina kl. 1,30. far fer fram: Söngur, ræöa tvö boð- sund, annað karlmenn 40 ára og eldri, handknattleikskeppni, polo- keppni. Valley-keppni, 5000 m. hlaup o. fl. Kaffi verður selt á staönum, há- tölurum komið fyrir o, s. frv. Aðg. að sundlauginni kostar eina krónu og rennur það einnig í íþróttahússjóðinn. Snorri fóhannesson áður um fjölda ára óðalsbóndi aö Fellsseli í Kinn, en síðustu 15 árin starfsmað- ur við útibú Áfengisverzlunar ríkis- ins á Akureyri, hefir látið af því starfi fyrir aldurs sakir, þvi landslög heimila ekki sjötugum mönnum, eða eldri, að starfa viö ríkisstoínanir. Snorri varð sjötugur laust fyrii’ síðustu áramót, en forstöðumaöur útibúsins mun hafa fengið undanþágu til þess að Snorri starfaði til vors. —. Snorri hefir verið vinsæll af Hinn 10. þ. m. var birt í London lilkynning þess efnis, að Banda- menn hefðu flutt her sinn burt úr Norður Noregi og norski herinn hefði lagt niður vopn. Segir í til- kynningunni, að ákvörðun þessi hafi verið tekin f samráði við Hákon Noregskonung og norsku ríkisstjóin- ina. Brezkt herskip flutti konungs- fjölskylduna og ríkisstjórn Noregs til Englands, og nokkur hluti norska hersins var fluttur brott með herliði Breta og Frakka og verður hann endurskipulagður annarsstaðar. Áður en Hákon konungur hvarf úr landi birti hann ávarp til norsku þjóðarinnar, þar sem hann segir, að án hjálpar Bandamanna geti Norðmenn ekki haldið vörn sinni áfram, eu undir sigri Bandamanna í slyrjöldinni, sé sjálfstæði Noregs endanlega komiðj Penna sama dag (10. júni) flulti Mussolini ræðu af svölum Feneyja- hallarinnar, þar sem hann tilkynnti, að frá og með næsta degi væri Ítalía í stríði við Bretland og Frakk land. En skömmu áður hafði Ciano greifi utanríkismálaráðheira afhent sendiherrum Breta og Frakka stríðsyfirlýsingu ítala. í ræðu sinni tók Mussolini fram, að ítalska þjóð- in tæki nú á sig hörmungar styij- aldar til að varðveita heiður sinn og sprengja af sér hlekki, sem hún væri fjötruð f á landi og sjó. Sagði hann, að ítalir ætluðu ekki að draga nágrannaþjóðir sínar, Tyrki, Grikk', Egypta, Svisslendinga né Júgó- slava inn í stríðið. Sama dag að kveldi flutti Roose- velt Bandaríkjaforseti útvaipsræðu Kvaðst hann hafa reynt tnikið til að fá Mussolini til að sitja hjá í styrj- ö'dinni og varað hann við afleiðing- unum af þátttöku ítala í því, en hann hefði ekki farið að ráðum sfnum. Var hann þungorður í garð Mussolinis og kvað hann hafa rekið rýting í bak nágranna síns með tiltæki sínu. Hél Roosevelt Bandamönnum öllum þeim stuðn- ingi í styrjöldinni, er Bandaríkin gætu veitt, án þess aö vera beinir hernaðaraðilar, Um allan heim er framkoma viðskiptamönnum útibúsins, þótt »full- an sannleikann* hafi hann sagt þeim oft og tíðum. Og svó hetir forstöðu- maður útihúsins sagt um trúmennsku Snorra: að, »ef lánið er meö, get ég ef til vill fengið jafningja hans, en á þeim sviðum engan honum fremri*. Mussolinis fordæmd. Fleslir t“lja hana bleyðimannlega, þar sem hann neyti færis með að fara í stiíðið, þegar aðstaða Frakka er veikust. Einn af brezku ráðherrunum, Attlee, likti honum við hrædýr, tem færi í slóð rándýrsins til að hiiða leif- arnar af ránsfeng þess. Eftir að ítalir höfðu sagt Frakk- landi og Bretlandi stríð á hendur, svöruðu Canada, Ástralía,* Nýja- Sjáland og Suður Afríka með stríðs- yfirlýsingu á hendur íiölum. Hafa síðan verið gérðar loftárásir á borgir í Ítalíu og h^inaðarstöðvar ílala f Abyssiníu, og fjöldi ítalskra skipa tekin af Bandamönnum en öðium sökkt. ítalir hafa ger^ toftárásir í nýlendum Frakka í Notðm-Afríku og eyjuna Malká. Egyptaland heíir og slitið stjórnmálasambandinu við Ítalíu. Þjóðveijar halda áfram stöðugii sókn í Norður-Frakklandi og fær- ast nær og nær Paiís. Hafa þeir á nokkrum stöðum komist yfir ána Signu- Bretar senda aukið heilið yfir til Frakklands til að taka þátt í viðnáminu gegn Pjóðverjum. S öð- ugir fólksflutningar standa yfir há París suður á bóginn. Reynaud forsætisráðherra hefir lýst því yfir, að enda þótt París félli í hendur Pjóðverjum, yrði haldið áfram að berjast og jafnvel þótt Frakkland allt kæmist á vald óvinanna mundi þjóðin flytja sig til nýlendnanna og halda þar áfram stríðinu þar til yfir lyki. Þjóðverjar telja sig hafa náð yfir 100 þús. föngum, sfðan þeir hófu aðalsókn sína í Frakklandi 5. þ. m. Nýjustu fregnir herma, að Frakkar hafi tekið þá ákvörðun að yfirgefa Patís, án þess að verja hana, og muni hún þegar vera komin í hend- ur Þjóðverja. Vilja Frakkar með þessu hlífa borginni við eyðileggingu Niðurjöfnunarskrá Reykjavíkur er nýlega komin út. Erit útsvörin að þessu sinni um 5,9 milj. kr. en það er nálægt 1 miljón kr. hærra en í fyrra. Hæst útsvör bera þessir gjaldendur: Sartib. ísl. samvinnufélaga 80500 kr. Olíuveizlun íslands 74750 — Eimskipaféi. Rvík. h. f- 69000 — Eimskipaíél. ísafold h. f. 57500 — Sheil á íslandi h. f. 46000 — O. Johnson & Kaaber 42550 — Völundur, timburveizlun 40250 — Edmborg 34500 — Petersen, bíóstjóii 33000 — Garðar Gíslason 32200 — ísafoidarprentsmiðja 32200 —

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.