Íslendingur

Ataaseq assigiiaat ilaat

Íslendingur - 14.06.1940, Qupperneq 3

Íslendingur - 14.06.1940, Qupperneq 3
ÍSLENDlNGUR 3 samband norðlenzkra karlakóra hélt söngmót, hið þriðja í röðinni, hér í bæ nú um síðustu helgi. Voru þátttakendur að þessu sinni sjö karlakórar, þeir: Karlakór Akureyrar, söngstjóri Áskell Snorrason, Karlakórinn Geys- ir, söngstjóri Ingimundur Árnason, Karlakórinn Heimir úr Skagafirði, söngsljóri Jón Björnsson bóndi á Hafsteinsstöðurn, Karlakór Reyk- dæla, söngstjóri Áskell Jónsson, Karlakór Reykhverfinga, söngstjóri Sigurjón Pétursson, Karlakór Mý- vetninga, söngstjóri Jónas Helgason, Karlakórinn Þrymur, söngstjóri Frið- rik A. Friðriksson prófastur Húsa- vík. Mótið hófst með samsöng í Nýja- Bíó á laugardagskvöld stundu fyrir miðnætti og hélt svo áfram daginn eftir með samsöng kl. 2 og 5 s. d. Var glaumur eigi allsmár er öllum kórunum var slegið saman, og rúm- lega 200 manns létu til sín heyra í einu. Að loknum síðasta samsöng staðnæmdust kórarnir á Ráðhústorgi og sungu þar nokkur lög, við al- mennan fögnuð mikils mannfjölda. Fylktu svo liði, undir Heklufánan- um gamla, og gengu í skipulegri fylkingu syngjandi inn að Skjaldborg, en þar var mótinu slitið með samsæti. Allir fóru samsöngvarnir ágællega vel fram, og var hin bezta og heilsusamlegasta sker,imtur\ enda fá- dæma vel sóttar og viðtökur á heyrenda hinar allra beziu og maklegustu, Var mót þetta öllum hlutaðeig- endum til hinnar mestu sæmdar, hinum einstöku kórum svo ogstjórn sambandsins og forstöðunefnd mótsins. — Formaður sambandsins er, og hefir verið, Stefán Ág- Kristjánsson sjúkrasamlagsstjóri. Á mótinu mætti formaður Sam- bands íslenzkra karlakóra SWúli Ágústsson frá Birtingáholti, Afmæliskeppni Þðrs í tilefni af 25 ára afmæli Þórs fór fram sundke.ppni í sundlauginni að kvöldi 6. þ m. aö viðstöddu fjöl- menni. Flutti Jón P. Hallgrímsson afmælisávarp en að því loknu fór fram keppni í 5 sundíþróttum. — Vann í*ór 3 þeirra en Siundfélagiö Grettir 2. Á laugardagskvöld fór fram á í’órsvellinum handknattleikut kvenna milli Pór og K. A. Vann K. A. meö 4:2. J?á fór fram hafthlaup og knattspyrna milli gamalla Þórs- félaga. [Á sunnudagskvöld kepplu meistaraflokkar Pórs og K. A. f knattspyrnu. Vann Þór meö 7 : 1 Gjalddagi blaðsins er 15. júní. Samkomuhúsinu í fyrrakvöld. Hún stundaöi nám á Tónlistarskólanum í Rvík fyrir nokkrum árum og hélt hljómleika aö námi loknu viö góðan orðstír. Pá fór hún til London til framhaldsnáms og hlaut þar mjög lofsamlega dóma fyrir list sína, enda vann hún þar tvívegis verðlaun. — Mun hún nú vera bezti pianoleikari meðal kvenna hér á landt, Aðsókn að hljómleikum ungfrúar- innar var daufari en skyldi. En þeir, sem -þangaö komu, munu hafa talið kvöldinu vel varið. Fögnuöur áheyrendanna var mjög mikill og listakonan klöppuð óspart fram. — Fyrir 34 árum gaf glímufélagiö Grettir á Akureyri vandað belti — farandverðlaun — sem keppt var um í 30. sinn í Reykjavík þann 11. þ. in. Keppendur voru 12 þar af 4 utan Reykjavíkur. Sigurvegarinn varð fyrrverandi beltishafi, lngi- mundur Guðmundsson, Revkjavík, en fegurðarglímuskjöld í. S. í. hlaut Kjartan B. Guöjónsson, Reykjavík. Á umliðnum 30 árum hafa þessir unniö beltið, sem hér segir: 1. Ótafur V. Davíösson l.sinni 2. Jóhannes JóseLson 2. — 3. Guðmundur Stefánsson 1. — 4. Sigutjón Pétursson 4. — 5. Tryggvi Gunnarsson 2. — 6. Hermann Jónasson 1. — 7. Sigurður Greipsson 6. — 8. Þorgeir Jónsson 1. — 9. Sigurður Thorarensen 7. — 10. Lárus Salómonsson 2 — 11. Skúli Þorleifsson 1. — 12. Ingimundur Guðmundss. 2. — Hver hirðir ágóðann? Alþýðumaðurinn á þriðjudaginn skýrir frá því, að togarinn »Skutull* frá ísafiröi hafi grætt svo mikið í vetur, að hann hafi greitt upp hlutafé sitt og eigi 500 þús kri í sjóði eftir veturinn. Maður nokkur hér í bæ tók sig til eftir lestur greinarinnar og reikn- aði út, hve mikiö ríki og bær vildi hafa af slíkum gróöa í sinn hlut. Gerði hann í útreikningi sínum ráð fyrir, að gróöi togarans væri 600 þús. kr. (hlutaféö, sem greitt var væri 100 þús. kr.) og að helmingur teknanna (300 þús, kr.) væri lagður í varasjóð. Komst hann þá að þeirri sorglegu niðurstöðu, að sam- kvæmt útsvarsstiga Akureyrar yrðu þessi gjöld togarans (útsvar, tekju- og eignaskattur) ca. 540 þús. krónur en samkv. útsvarsstiga ísafjarðar um 750,000,00 — sjö hundruö og fimmtíu þúsund krónur. Það er sannarlega lítiö fagnaðar- efni fyrir þann mann, sem ráðast vildi í útgerð, að eiga það víst, ef hann hagnaðist á útgerðinni álíka og »Skutull« virðist hafa gert í vet- ur, að ekki aðeins gróðinn allur væri af honum tekinn, heldur og miklu meira, eins og verða mundi samkv. útsvarsstiganum í bænum »þar sem framtakið ræður*. í*að þarf sannar- lega meir en lítið frarotak til að ráðast £ útgerð eða aðrar athafnir meöan sllk skattalöggjöt er viö líði, enda mun hún eiga drýgri þátt en almennt er álitiö í aö lama athafna- löngun einstaklinganna. Það virðist eitthvað bogiö við þá skattalöggjöí, sem leyfir að tekin séu yíir 130% af tekjum manns eða hlutafélags, eins og nú á sér stað, ef útsvars- stigi ísafjarðar er notaður viö álagn- ingu útsvarsins. En hann mun nú vera hæstur allra útsvarsstiga á landinu. Landssamband sjálf- stæðra verkamanna. var stofnað í Reykjavík fyrir nokkr- um dögum. 19 fnlltrúar frá 13 félögum Sjálfstæðisvetkamanna sótlu stofnþingið, en alls eru slík félög 17 talsins víðsvegar um land. Þ.ngið samþykkti margar ályktanir og tillögur í atvinnumálum og verk- lýðsmálum. Forseli sambandsins var kosinn Hermann Guðmundsson Hafnar- firði. Húsið Hafnar stræti 102 Ak. er til sölu til niðurrifs og burtflutn- ings af lóðinni. Húsið er innréttað í smá herbergi og er því ógrjmni timburs í því. Ennfremur mikið af öðrum byggingarefnum, sem nú eru nær ófáanleg og mjög hækkuð í verði, linöleum, Ijósleiðslu og rör, vatnsveiturör, skólprör, vaskar, sex nýlegar eldavélar og fjöldi ofna (Svendborg eldfæri). Húsið er með járnþaki og járnklætt' utan. Greiðslu- skilmálar mjög góðir. Lysthafendur snúi sér til m(n fyrir 25. þ. m. Akureyri 14. jún( 1940. Jón Stefánsson. Litla fjölskyldu vantar íbúð í nýtízku húsi frá 1. okt. R. v. á. (lott herbergi til leigu á ytri brekkun- um. Uppl, síma 253 Lokaö klukkan eitt Samkv. reglugerð um lokun sölubúða, er skrifstofum og sö'ubúðum hér f bæ lokað klukkan 1 á laugardögum frá og með 15 júní til 15 septem- ber- Verður því búöum lokað hér á morgun klukkan eitt. nyja nioHHSHBK Föstudags- laugardags- og sunnudagskvöld kl. 9: ,Frou-Frou‘ (The Toy Wlfe). Tal og hljómmynd £ 10 þátt- um. Aðalhlutverkin leika: Hin heimsfrægá leikkona Luise Rainer, sem hlotið hefir gullmedalíu fyrir leik sinn i »Gott iand», Meivyn Dou- glas, Robert Young, og Barbara O' Neii. Hinn meistaralegi leikur Luise Rainer í hlutverki »Frou-Frou', hinnar léttúðugu og ógæfusömu eiginkonu mun öllum verða ó- gleymanlegur. — Myndin er mjög tilkomumikil og hrífandi og hefir hlotið ágæta dóma erlendis, og ( Reykjavtk var hún sýnd sem páskamynd, — I.O.O.F. = 1220*49 = IIl, Auglýsið í Isl, 65 ára varð ( gær frú Svafa Daníelsdóttir 'Bjarmastig 11 hér' í bæ. TRÉSMIÐIR Sunnudaginn kl. 5: Karlsson stýri- maður og kær- ustur hans. Mánudaginn 17. júníkl. 9: Charlie Chan í ópernimi. Stórkostléga spennandi leyni- lögreglumynd. Aðalhlutverk- in leika: Warner Öland og Boris Kariott. — Áhorfendur munu spenntir og hrifnir fylgjast rneð hinunr kynlegu viðburðunr, er gerast á söngleikhúsi og sem Charlie Chan fær aö lokum méð snar- ræði sínu og kænsku ráðið fram úr, AUKAMYND. Frá Finnlandsstyrjöldinni. Þvottaduftið FLIK-FLAK þvær bezt

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.