Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 21.06.1940, Blaðsíða 1

Íslendingur - 21.06.1940, Blaðsíða 1
NDINGU Ritstjóri og afgreiðslum.: Jakob O. Pétursson, Fjólugöiu 1. Sími 375. Pósthólf 118. XXVI. árgangur.l Akureyri, 21. júní 1940 26., tölubl. Þar sem fram- takinu er refsað Alþýðumaðurinn var nyiega að skýra frá því að togarinn »Skutu!l« á ísafirði hefði selt ísfisk í Englandi öllum skipum betur, og verður blaðinu svo mikið um velgengni þessa togara, að það eyðir löngu rúmi í að vegsama stjórn ísafjarðar- kaupstaðar, sem á engán hátt mun hafa með framkvæmdastjórn Skutuls að gera, þótt bæjarsjóður eigi hlut í honum. Alþýðumaðurinn nefnir ísafjörð bæinn, >þar sem framtakiö ræður ríkjums og verður þetta nafn næsta brosleyt, þegar litið er yfir sögu bæjarins undanfarin ár. Svo auðnulaus hefir rauða stjórnin verið. að ekkert framtak heiir getað þrifist þar. Menn, sem eitthvað vildu hafast að, urðu að flýja bæinn með allt sitt, því anuars áttu þeir á hættu að yera rúnir inn að skyrt- unni. En eymd og vesaldómur lagðist yfir 'oæinn. Alþýöumaðurinn telur þenna flótta fólksins úr bæn- um hafa verið sveltitilraun »(halds- ins», sem hafi bara verið að gera Alþýöuílokknum það til bölvunar að fara burtu með skip sín og eignir! Það hafi átt að svelta fólkið til aft- urhvarfs frá Alþyðuflökknuml* En ekki er gott aö skilja, fyrir hvaða fólk þetta veslings blað þyk- ist vera aö skrifa, er það heldur slíkri bábilju f'ram. Eða dettur því í hug, að til sé fólk, er unnt væri að fá til að trúa því, að fólk flyttf unnvörpum brott úr einhverjum bæ aðeins til að stríöa bæjarstjórnar- meirihlutanum eða koma honum í vandræði? Nei. Ástæðan fyrir því, að bæ- irnir, sem lúta stjórn Alþyðuflokks- ins, ganga saman eða standa í stað um vöxt meðan aðrir bæir vaxa, er engin önnur en sú, aö þar er meiri eymd og vesaldómur, meiri álögur, minna frámtak. Og eitt ljós- asta dæmi þess er útsvarsstiginn. E>að er ekki ófróðlegt að bera sam- ' an, hvaða útsvar sami maður muni bera t. d. á Akureyri og ísafiröi. Eftir úts/arsstiga þeim sem gilt hefir við síðustu niðurjöfnun útsvara í þessum bæjum, yrði útsvar manns, er ætti konu og 3 börn, svo sem hér segir: Tekjur: Útsvar.' Ak. ísaf. 3000 kr. 40 kr. 55 kr. 4000 — 125 — 145 - 5000 - 265 — 285 — Einhleypur maður; 2000 kr. 68 kr. 85 kr, 5000 - 533 - 565 — 20000 — 5310 - 10700 - 400C0 - 15265 — 28700 — Eins og sjá má á þessum saman- burði eru útsvörin hærri á ísafiiði jafnt á háum tekjum sem lágum, þó að fyrst muni verulega á, þegar tekjurnar hækka, Vinstri flokkavnir hafa löngum hælt sér af því, að þeir hafi komið skattalöggjöfinni í það horf, að nú taki hún kúfinn ofan af háu tekjunum. En sá galli er raunar á, hvað ísafjörð snertir, að með útsvarsstiganum þar er svo um hnútana búið, að ef einhver ísfirzkur borgari hefir 30 þús. kr. tekjur, veröur hann að greiða til bæjar og ríkis 30160 krónur eða 160 krónum meira en tekjurnar, og fari tekjurnar eitthvað fram úr þessu, verðiir hann aö greiða ca. 140 krónur af hverjum 100 któna tekjuauka. Hvernig á svo framtak- ið að ráöa ríkjum, þar sem ein- staklingurinn veit, að ráöist hann í eitthvert fyrirtæki, er aðeins um eitt að ræða fyrir hann, hvort sem hann tapar eða græðir, — — að fara á hausinn, sem kallað er? í*að er að vísu engin nyiunda, þólt maöur fari á hausinn, ef hann tapar. En á ísafirði er séö um, að sá, sem græðir eitthvað að ráði, fari líka á hausinn. Útsvarsstiginn sér ráð fyr- ir þvi'. Flestum mun finnast, að útsvars stiginn sé nógu hár hér á Akureyri, og kemst hann þó ekki í neinn sam- jöfnuð við ísfirzka stigann. Mönn- um mun sjálfsagt þykja nóg um, að þurfa að greiða til ríkisins allt að 44 aura af hverri krónu tekna sinna aö viðbættum 12 af hundraði og síðan 55 aura af sömu krónunni tii bæjarsjóös. Hér á Akureyri þarf maður með 10 þús. króna tekjur að greiða 1835 krónur í útsvar og 310 krónur af næsta þúsundi, en á ísafiröi áf sömu tekjum 2365 krón- ur og 60C kr. af næsta þúsundi. Af 13 þus. kr. tekjum greiðist á Aisureyri 2825 krónur og 370 krón- ur af næsta þúsundi en á lsafirði af sömu tekium 4400 krónur og 900 krónur af hverju þúsundi sem þar er fram yfir. Þegar þannig er að þegnunum búið, er þess ekki að vænta, að þeir séu óðfúsir til athafna. Me*an skattalöggjöfin er notuð sem refsi- vöndur á allt framtak manna og sjálfsbjargarviðleitni, hlýtur stöðugt að halla undan fæti í atvinnulifi þjóðar vorrar. Og þá er það skiljan legt, að fólkið flýi bnrtu úr þeim bæj- unum, er haröast leika það í þessu efni, en þar er ísafjóröur fremst í flokki. Mesta driffjöður alls fram- taks er eignarhvötin, — hagnaðar- vonin. Þetta skilja löggjafar allra landa og haga skattalöggjöfinni eftir því. Sú regla er að vísu sjálfsögð og allstaðar gildandi, að taka hlutfalls- lega meiri skatt af háum tekjum en lágum og hafa á.lögurnar stighækk andi, en hvergi mun það þekkjasit nema hér á landi, að tekið sé me'ira en hagnaðurinn allur, enda er slfk skattaálagning tóm sjálfsblekking. En þar sem lengst er gengið í þá áttina, — í »gósenlandi« sósíalista, — ísafirði, hverfa athafnamennirnir á brott. Svo mun allstaðar fara, þar sem framtakinu er refsað með skattaráni. Prentlistin 500 ára. NÝJA BIÓI Föstudagskvöld kl. Q. Jrou-Frou' (The Toj Wiíe), Niðursett verð! Síðasta sinn! Prentarar halda af- mælishátið að Hólum Á þessu ári er 500 ára afmælis prentlistarinnar minnst víða um heim. íslenzkir prentarar halda af- mælið hátíðlegt að Hólum í Hjalta- dí.l n. k. mánudag, en þar var fyrsta islenzka prentsmiðjan sett á stofn fyrir fullum 400 árum. Reykjavíkur-prentarar leggja af stað til hátíðarinnar á sunnudags- morgun með bifreiðum, og eiga þeir að hitta prentara af Akureyri á Vatnsskarði. Halda þeir svo í ein- um hóp til Hóla. Haia prentararn- ir meðferöis gott eintak af Guð brandarbiblíu og haglega útskorið skrín til að geyma hana i. Ætla þeir að færa Hólakirkju gripi þessa að gjöf. Hátíðin . að Hólum hefst með gaðsþjónustu vígslubiskups sr. Fr, Rafnar kl. 9 að morgni, en kl. 1 hefst miðdegísveizla, og verða þar íluttar ræður og ávörp, um kvöldið verða kvikmynda- og skuggamynda- sýningar og dans. í tilcfni þessa prentlistarafmælis gefur ísafoldarpreutsmiðja út vandaö minningarrit á þessu súmri. Vegna hátíðahalJa prentara n. k. mánudag verður prentsmiðjum bæj- arins lokað m;mudag og þriðjudag 24. og 25 júní. Menntaskólanum var sagt upp 17, þ m. Stúdentspróf tóku 38 þar af 16 úr stærðfræðideild. Gagnfræðapróf tóku 77, þat af 11 utan skóla. Hjónaband. Ungfrú Sigríður Hallgrímsdóttir (Krístinssonar frá ReyMiúsum) og Ingvar Brynjólfsson stud. iaag. ZION. Næstkomandi sunnudag 8.30 e. h. almenn samkoma, allir velkomnir. Laugardags- og sunnudags- kvöld kl. 9: Dularfulli Mr. Moto Spennandi og skemmtileg ame- rísk leynilögreglumynd frá Fox, um ny afreksverk lögregluhetj- unnar Mr. Moto. Aðalhlutverkið leikur: Peter Lorre. AUKAMYNDIR: Talmyndafréttir frá Grikklandi o. fl. — Börn fá ekki aðgang. Sunnudaginn kl. 5: Aleið til ham- . ingjunnar 17. júní hátíðahöldin hér á Akureyri voru fjölsótt og skemrnti- leg. Mesta ánægju vöktu knatt- spyrnukeppní og boðsund katia, 40 ára og \ eldri. fórarinn Björnsson menntaskólakennari flutti minni lóns SÍ£Uiðssonar við sundlaugina, en Geysir skemmti með söng. Allur á- góðinn aí hátíðahöldunum rennur í íþróttahússsjóð. Dánardægur, Aðfaranótt 15. þ. m. lézt á L^ndsspítalanum i Reykja- vlk Þórólfur Sigurðsson fr;í Baldurs- heimi, eftir stutta legu. 75 ára varð 15. þ. m. sr. Matthías Eggertsson fyrrum prestur í Grímsey, en nú til heimilis í Reykjavík. Silturbrúðkaúp. 25 ára hjú- skaparafmæli áttu 17. þ, m. hjónin Stefðn Jónasson vUgm. og Gíslína Friðriksdóttir á Knararbergi. ? Rún 59406247 — Frl. ^tkv.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.