Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 21.06.1940, Blaðsíða 2

Íslendingur - 21.06.1940, Blaðsíða 2
‘2 lSLENDINGUR Innilega pökkum við ykkur öllum, sem sýnduð okkr ur vináttu á silfurbrúðkaupsdegi okkar 17. júni og glödduð okkur með heimsókn, heiltaskeytum og gjöfum. Lifið öll heil. Gíslína Fríðríksdöttir, Stefán /ónasson. Það tilkynnistvinum og vanda- mönnum.aðjarðarförokkarelsku- legu móður Maríu Flóvents- dóttur fer fram frá Barði þriðjudaginn 25. júní og hefst með húskveðju kl. 1. e. h. BÖRNIN. Styrjöldin Pau tíðindi gerðust um helgina síðustu, að Reynaud forsætisráð herra Frakka baðst lausnar fyrir sig og stjórn sína, en Petain marskálk- ur myndaði nýja stjórn, sem skipuð er herforingjum aðallega. Weygand hershöfðingi varð landvarnarmála- ráðherra hinnar nýju stjórnar. Petain hóf stjórnarteril sinn með því að snúa sér tit þýzku herstjórnarinnar með fyrirspurn um, hvort hún mundi vilja veita Fiökkum heiðarlega friðarskilmála. Taldi hann, að bar- dagar yrðu að hætta, en af því hef- ir enn ekki orðið. Hitler og Músso- lini hafa borið saman ráð sín um friðarskilmálana, sem ekki hafa enn verið látnir uppi, en almeunt er því trúað, að þeir muni vera óaðgengi- legir fyrir Frakkland. Bretar leggja áherzlu á að fá Frakka til að halda baráttunni á- fram. Hafa þeir boðið upp á brezk-franska ríkjasamsteypu með sameiginlegu löggjafarþingi og her- síjórn, sameiginlegum utanríkismál- um og fjárhag og gagnkvæmum þegnrétti. Franska stjórnin mun ekki hafa scð sér fært að fallast á tilboðið. Bretar virðast ákveðnir f að halda styrjöldinni áfram, þrátt fyrir ósigur Frakka, og eins samveldislönd Breta. Kom þetta greinilega fram í ræðu, Nýkomið: Cacao í pk. Te----- Gerduft Eggjaduft Sultur tl. teg. Tdmas Steingrímsson Umboðs- & Heildverzlun Akureyri. er Churchill forsætisráðherra flutti í brezka útvarpið á mánudaginn. Sókn Pjóðverja í Frakklandi fær- ist enn í aukana og aðstaða fianska hersins fer æ versnandi. Et þýzki herinn kominn suður fyrir Leiru á nokkrum stöðum. Rússar kúguðu Eystrarsaltslöndin 3 nú um helgina til að leyfa ótak- markaðan, rússneskan her í lönd- unum og til að skipa nýja stjórn, er væri Rússum að skapi. Hafa þeir því raunverulega lagt þessi lönd undir sig. Er talið, að með þessu vilji þeir Iryggja hernaðar- landamæri sín. Roosevelt Bandaríkjaforseti hefir bætt tveim mönnum úr hópi stjórn- arandstæðinga í ráðuneyti sitt. Eru þeir Republikanar. A thugasemcL Snorri Jóhannesson frá Fellsseli hefir beöið blaöiö fyrir eftirfarancli athugasemd: í »minningarorðum« þeim, sem birtust í síöasta »íslendingic um mig ót af því, að ég hætti störfum hjá Tóni kaupmanni Stefánssyni, kennir missagna þar sem burtför mín frá starfinu er sett í samband við aldur minn. Ég tel starf mitt ekki hafa verið slikt embætti, aö mér ætti aö htotnast sá sómi, að komast undir lögin um aldurshámark embættis- manna ríkisins, enda var ég aldrei ráöinn í þjónustu hins opinbera held- ur aðeins Jóns Stefánssonar. Ég veit ekki heldur til, að við mér hafi verið meinast frá æðri stöðum né, aö sótt nafi veriö um undanþágu fyrir mig eftir að ég var orðinn 70 ára. Ástæðan til brottfarar minnar var blátt áfram sú, aö húsbóndi minn, Jón Stefánsson, vék mér frá störfum fyrirvaralaust. Pætti mér viðeigandi, að ritstjóri íslendings birti opinberlega í blaði sínu greinargjörð fyrir þvi, frá hvaða heimildum grein þessi er ruonin. Oreinargerö ritstióra. Nefnd smágrein var byggð á við tali við forstjóra áfengisútsölunnar hér á staönum. eins og niðurlag hennar bar með sér. Landssamband ísi útvegs manna hélt iund í Reykjavík í gær. Samþykkti fundurinn einróma áskor- un til ríkisstjórnarinnar um að hlut- ast til um, að síldveiðiflotinn gæti farið til veiöa næstu daga og ríkis- verksmiðjuinar tækju á móti síld í bræöslu gegn útborgun a. m, k. 70%" af áætluðu verði, sem er 20 kr. fyrir mál, samkv. rekstrarskVrslum frá útgerðarmönnum, sendum við skiptanefnd 15 maí s 1. Vegna þrengsia bíða úrslit stúdentsprófs o. fl. Sjálfstæðisfél. Aknreyrar Fundur verður haldinn í félaginu í kvöld kl. 8,30 á Hótel Gullfoss. Fundaretni: 1. Sumarstarfsemin. 2. Ýms þingmál. 3. Héraðsmót Sj'álfstæðismanna. Meðlimir allra hinna sjá/tstæðisfélaganna i bænum eru líka boðaðir á fundinn. — ST/ÓRN/N. TILKYNNING. Vegna mikillar veröhaekkunar á lyfjum og daggjaldahækkun- ar á sjúkrahúsum, hefir stjórn sjúkrasamlagsins ákveðlð að iðgjöldin hækki 1. júlí næstk, úr kr. 3 00 í kr. 3,50 á mánudi. — Jafnframt verður gengiö ríkt eítir því að út- geröarmenn og aðrir vinnuveitendur og húsbændur geíi skýrslur um vinnufólk sitt og greiði iðgjcld fyrir það samkv. ákvæðum alþýðutryggingalaganna, ef um vanskil er að ræða. Eyðublöö undir skýrslur þessar lætur skrifstofa samlagsins í té. Sjúkrasamlag Akureyrar. Þankabrot /óns í Grófinni. SUMARLEYFI manna fara nú aö hetjast, þ. e. a. s þeirra, er nokkur sumarleyfi fá. En vegna dýrtíöarinnar er hætt við, að þau verði nú dýrari en áður, nema með því að spara eitthvað við sig, t. d. ferðast ekki eins langt og ella hefði orðið. Fargjöld með bifreiöum hafa hækkað frá því í fyrra, en nokkuð misjafnt. Á leiðinni Akureyri — Reykjavík og á sérleyfisleiðum í nágrenni Reykjavlkur hafa þau hækkað um full 43%" (fyrst um 15^o og síöar um 2b%) en aftur á móti hér í nágrenni Akureyrar og á leiðinni héðan austur um land hafa þau ekki hækkaö nema um 30%, þ. e. á flestum þeim leiðum, er Bif reiðastöð Akureyrar hefir sérleyfi á. Gisting og greiði á sumargististöð- unum hefir einnig hækkað nokkuð. Gert hefir verið ráð fyrir minni ferðalögum nú en undanfarin sumur og ferðum þess vegna fækkað nokk uð á langleiöum Og reynslan virð- ist benda til þess, að fólk ferðist nú minna en áður. Mæðrastyrktarnefnd tilkynn ir. Nokkrar konur geta fengið ó- keypis sumardvöl vikutíma í Vagla- skógi á vegum Mæðrastyrktarnefndar. Pær konur sem þessu vilja sinna, gjöri svo vel og gefi sig fram fyrir 1. júlí við undirritaöar. Ingibjörg Eiriksdóttir Þingvstr. 14. Sigridur Þorldksdóttir Hnfnarstr. 93 Sigriður fónsdóttir Brekkugötu 3, Fanney Holm Kaupvangstrœti 1, Sof/ia Thorarensen Brekkugötu 2. Norskt skip kom hingaö í gær- kvöldi frá Færeyjum. Á skipinu eru 9 Norðmenn, konur tveggja þeirra og 3 börn. Auk þess 5 Færeying- ar. Skipið er búið veiðarfærum til síldveiöa. ALPÝÐUMAÐURINN síðasti gefur í skyn, að flutningur brezka setuliðsins úr Hafnarstr. 102 í Iðn- aðarmannahúsið standi í sambandi við brottflutning brezka hersins í Noregi! Ætti blaöinu þó að vera kunnugt um, að stjórn bæjarins hefir allt frá þvl að setuliðiö kom hingað reynt að koma því til leiöar, að það flytti brott úr miöbænum, En með tilliti til loftárásahættu virðist það litlu máli skipta, hvort það lieldur til við Hafnarstræti eða Lundargötu. Reynslan er sú, að úthverfum borg- anna er engu minni hætia búin en miöhluta þeirra, þegar loftárásir eru gerðar á borgir eða bæi, sem enga hernaðarlega þýðingu hafa. Jarðræktarfélay Akureyrar tilkynnir: Peir, sem óska aðstoðar við varnir gegn skemmdum af völdum kál- orma 1 sumar” gefi sig fram hið fyrsta við Árna Jóhannsson KEA, sem gefur nánari upplýsingar Stjórnin, O P I N-B E R A R S A M K O M U R í Verzlunarmannahúsinu alla snnnu- daga kl. 5 e. h. og fiœmtud. kl. 8,30 e. h. — Sparið kaffið! Notlð Ludvig^David Kaffibæti.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.