Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 28.06.1940, Blaðsíða 1

Íslendingur - 28.06.1940, Blaðsíða 1
LENDINGU Ritstjóri og afgreiðslum.: Jakob O. Pétursson, Fjólugötu 1. Sími-375. Pósthólf 118. XXVI. árgangur.l Akureyrí, 28. júní 1940 27. tölubl. 500 ára afmæli prentlistarinnar MiiminprMtíð að Hólum í Hjaltadal á Jonsmessudag 1940. NÝ JA BIÓI Föstudags- laugardags- og sunnudagskvöld kl. 9: Á þessu ári er þess minnst víða um heim, að þá eru talin að liðin séu 500 ár síðan að föður prentlist- arinnar tókst að setja saman lausa- letur, og með þeirri mikilvægu uppfyndingu koma prentlistinni í það horf, sem hún síðan hefir verið. Var það Jóhann Gutenberg. Um æfiatriði hans, sérstaklega fæðingarár hans og danarár er ekki með öllu kunnugt, en fæðst mun hann hafa um 1397 og dáið um 1468. Ekki verður heldur vitað með vissu hvenær hann gerði hina merku uppfyndingu sína, en eftir því sem næst verður komist, hefir það verið.árið 1440. Nokkur hula hvílir enn yfir fyrstu sögu prenthstarinnar hér á landi. Þó er það vitað með vissu, að það var Jón biskup Arason, sem keypti hina fyrstu prent- smiðju og flutti hingað til lands um eða eftir 1530, og fékk með henni lærðaú sænskan prentmeist- ara, aíra Jón Matthíasson, er síðar var prestur á Breiðabólsstað í Vesturhópi. Telja sumir að þar hafi prentsmiðjan fyrst ¦ verið reist, en síðar verið flutt að Hól- um. Benda þó allar líkur til, að fyrsta bókin, sem prentuð er talin að hafa verið hér á landi, Brevari- um Holense, hafi verið prentuð á Hólum, þó ekki verði sagt með vissu hvenær prentun hennar var lokið. Sú bók er nú ekki til, nema 2 blöð, sem úr henni eru talin, og geymd eru á ríkisskjalasafninu í Stokkhólmi. En á Hólum er prent- smiðjan til 1685, að hún er flutt að Skálholti. Voru mörg hin merkustu rit prentuð á Hólum í tíð þeirra biskupanna Jóns Ara- sonar, Ólafs Hjaltasonar og Guð- brandar Þorlákssonar, en merkast þeirra allra, Biblía Guðbrandar, sem var hih fyrsta biblíuútgáfa hér á landi, og lokið var prentun á árið 1584. Er það nú orðin mjög fágæt bók og þykir hinn mesti gripur. 500 ára afmælis prentlistarinnar minntist Hið íslenzka prentara- félag að Hólum í Hjaltadal, þar sem vagga íslenzkrar prentlistar stóð, með veglegum hátíðahöldum síðastliðinn Jóitsmessudag. Mætt- ust þar prentarar frá Reykjavík, ísafirði .og Ákureyri, og gestir þeirra, Ennfremur tóku þátt í minningarhátíð þessari Félag ís- Ienzkra prentsmiðjueigenda, Félag bókbandsiðnrekenda og Bókbind- arafélag Reykjavíkur. Lögðu Reykvíkingarnir af stað frá Reykjavík á sunnudagsmorguninn 23. júní og fóru sjóleiðis til Akra- ness, en tóku þar bifreiðar til norðurfararinnar. Mættu þeir svo prenturum frá ísafirði í Reykja- skóla í Hrútafirði, en þangað höfðu þeir komið vestan að með „Súðin" til Borðeyrar. Akureyr- ingar mættu svo sunnan- og vest- anmönnum á Vatnsskarði um kvöldið. Var þar heilsast með ræðuhöldum, og' síðan haldið í einni lest til Hóla og komið þar um kl. 1 að morgni. Stigið var út. úr bifreiðunum utangarðs, og gengið fylktu liði heim á Hóla- stað. Tók þar skólastjóri og frú hans á móti gestunum, og bauð skólastjóri þá velkomna á hinn fornfræga stað. Stóð matur á borðum í leikfimishúsi skólans, og var þegar sezt að borðum, en að því loknu gengið til hvílu. Aðal hátíðahöldin hófust næsta morgun. Kl. 8 var snæddur morg- unverður, en kl. 9,30 var raðað til skrúðgöngu og gengið til kirkju undir fánum Hins íslenzka prent- arafélags og þjóðfánanum. Hófst þá guðsþjónusta. Messaði síra Friðrik J. Rafnar vígslubiskup, en prentarar önnuðust sjálfir söng- inn. Var kirkjan þéttskipuð, enda allmargt kirkjufólk komið úr sókninni og víðar að, auk prent- aranna og gesta þeirra. Var pré- dikað út af I. Kor. IV, 1—2: „Þannig líti menn á oss svo sem þjóna Krists og ráðsmenn yfir leyndardómum Guðs. Hér er þess að öðru leyti krafist af ráðsmönn- unum, að sérhver reynist trúr". Að lokinni guðsþjónustunni skoðuðu aðkomugestir Hólastað undir leiðsögu Gunnlaugs Björns- sonar kennara á Hólum. Kl. 13 hófst miðdegisveizla og var setið yfir borðum við ræðu- höld og söng til kl. 17,15. Voru þar margar ræður haldnar og minni, og sungið að hverju minni loknu. Mæltist þar mörgum vel. í byrjun hófsins kvaddi sýslumaður Skag- firðinga sér hljóðs og bauð gestina velkomna á þennan helgistað Skagfirðinga og Norðlendinga allra, og þakkaði prenturum þann myndarskap að leggja í ferð þessa og helga Hólastað þessa sögulegu samkomu. En . hið minnisstæðasta sem þarna gerðist var það, að for- maður Hins íslenzka prentara- félags, Magnús H. Jónsson, af- henti Hóladómkirkju forkunnar- gott eintak af Guðbrandarbiblíu að gjöf. Var hún bundin í alskinn tneð koparspennum og að öllu hinn dásamlegasti gripur, og búið um hana í púlti á fótum og með glerloki yfir. Var biblían opin í kassanum, og höfðu gefendur lát- ið ráðast hvar hún opnaðist. Var það við 43. kap. í spádómsbók Jesaja og þótti sá staður mörgum táknrænn .fyrir yfirstandandi tíma, eins og ávarp hinnar helgu bókar til nútímakynslóðarinnar. Þar stendur: „En nú segir Jahve Framh. á 4. síðu. Síldveiðar hefjast. En óvíst um sölu og verð afurðanna. — Pegar Bretar tóku ísland her- námi, létu þeir þess getiö, að þeir mundu bjóða íslendingum hag- kvæma viðsk;ptasamninga. Kom brezki hluti brezk-ís'enzku við skiptanefndarinnar ssmtímis hingað upp og settist að samningaborð- inu með íslenzka hlutanum. Það var þá sjáanlegt, &ð við höfðum tapað bezta síldarafurðamarkaðin- um, og reið honum því mjög á, að Betar gætu bætf okkur upp það tjón, þar sem hér var um aðal framleiðsluvöru þjóðarinriar að ræða. Síðan eru nú liðnir 48 dag- ar, án þess að nokkuð hafi heyrst um hina >hagkvæmu viðskiptasamn- ingat, og ekkeit hefir verið lálið uppi um, hvaða verð Bretar bjóða fyrir síldcrafurðir. En þegar séð varð, að ekkert verð mundi verða ákveðið á afuiðunum á þeim tíma, er síldveiðiflotinn var vanur að legfcja úr hö'n> tók rÍKÍsstjórnin í taumana og kom því til feiðar, að ríkisveiksmiðjurnar tækju til starfa, þótt ekki væri búið að ganga frá samringum við Bieta. En áður hafði rfkisstjórnin unnið að þvf að ttyggja aðdiætti á veiðarfærum, kolum, olíu og öðrum nauðiynjum útvegsins og vinna að sölu síldar- afutða erlendh, — og þá einkum vestanhafs. Pað hefir fátt verið meita um- talað undanfarið, en horfutnar um afkomu sfldarútvegsins. Floíinn hefir beðið f höfn, aibúinn til að fara á miðin óðar og viðhlítandi verði ytði lofað fyrir síldina. Hér var um aðalatvinnu nokkuts hiuta þjóðarinnar að tæða. S. I. föstu- dagskvöld var þögnin lofin. Pá birti úfva pið tilkynningu fiá at- vinnumálaráðhetra og aðra frá Amerísk síótmynd byggð yfir samnefnt hetjukvæði enska stórskáldsins Rudyard Kiplings Aða'hlutveikin leika hinir karl- mannlegu leikarar; Cary Orant, Victor Mc Laglen og Dou- glas Fairbanks fr. Engin iithö;urdur hefir lýst betur lífi brezkra hermanna f Indlardi en stórskáldið Kipling. Enginn hefir heldur lýst til j finningum hvítra manna betur þar í landi og skilið eins hugs- unarhátt og tiífinningu Indve'.ja sjálfra. — Ein af glæsilegustu og fegurstu lýsingum hans er um "Gunga Din* vatnsbera brezku hetmannanna, sem sjílf- ur vildi vera hermaður. - Myndin Ounga Din hefir far- ið sigurför um víða verö'd. — í Sunnudaginn kl. 5: Honolulu Niðursett verð! Síðasta sinn ' stjórn síldarverksmiðja ríkisins, þess efnis, að ifkisvetksmiðjurnar taikju fyrst um sinn á móti bræðslusíld gegn 12 kr. verði á mái, er greitt yrði við afhendingu síldarinnai og væri »óaftutktæf fyritfrarr- greiðsla*. Y.ði svo endanlegt verð ákveðið siðar, er sala afurðanna hefði farið fram. Pótt þessar 12 krónur hrökkvi ekki fyrir kostnaði útgerðarinnar, hvott sem um togara eða vélbáta er að ræða, mun flotinn teggja úr höfn og hefja veiðar, því flestir munu hafa þá tiú, að hið endan- lega vetð verði nokkru h?erra. Að vfsu munu togararnir og nokkrir línuveiðarar halda áf:am ísfiskveið- um, meðan óvist cr um endanlegt veið á sildinni Pá hefir Fiskifélag fslands geng- ist fyiir því, &ð um 40 ttillubátar frá verstöðvunum við Fíixaflóa munu stur.da veiðar við Noiðui- land í sumar. Fá um 160 sjómenn suma'atvinnu við þessa útgerð, x

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.