Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 28.06.1940, Blaðsíða 3

Íslendingur - 28.06.1940, Blaðsíða 3
ÍSLENDINGUR 3 Leikari í 50 ár. Árið 1890, í júnímán, var haldin á Oddeyri, þjóðhátíð til minningar um að liðin voru 1000 ár frá land- námi Helga magra við Eyjafjörð. í sambandi við hátíð þessa var sýn- ing leiksins »Helga magra* eftir Friðfinnur í hlutverki Jóns bónda í Fjalla Eyvindi, er hann hefir nú leikið 100 sinnutn. Matth. Jochumsson. Á meðal þeirra er þar léku, kom fram í fyrsta sinni á leiksviði ungur piltur tæpl. tví- tugur að aldii, er síðar meir átti eftir að verða einn þekktasti leikari landsins. Pessi ungi maður var Friðfinnur Guðjónsson prentari. Friðfinnur flutti strax á eft'r burtu af Akureyri og settist skömmu síðar að í Reykjavík. hóf hann leik- starf sitt þar með Leikíélagi Reykja- víkur, er var stofnað um þær mundir. Hefir hann síðan að jafn- aði tekið þátt í leiksýningum þess og er nú sá af leikendum vorum, er flest hlutverk hefir faiið með, eða alls um 170 að tölu. Einkum eru það gamanhlutverk, sem Frið finnur hefir sýnt, en þó má vafa- laust gera ráð fyrir að hann hefði orðið mikill skapgeröarleikari, ef hann hefði tamið sér þá hlið leik- listarinnnar, svo sem þá er að »kómíkinni« snýr. Friðfinnur hefir átt alveg óvenju- legum vinsældum að fagna sem leikari, hjá Reykvíkingum, er aldrei hafa þreytzt að sjá og heyra »Frið tinn sinn*. Þá kannast og allir út- varpshlustendur hcr á landi við leik hans, og þó að eldur listar hans sé eitthvað farinn að fölskvast, þá hafa þeir mikið dálæti á Friðfinni, m. a. fyrir hans óvenjulega skýra mál- róm og fl. Friðfinnur Guðjónsson er eyfirzk- ur að ætt og uppruna. Vilja því Eyfirðingar að vonum eigna sér dálitla hlutdeild í honum sem lista- manni. en því miður hefir hann haft of lítið tækifæri til þess að dvelja hér meðal þeirra, samt hefir hann átt þess kost að leika hér á Akureyri í tveimur leikritum, Ófeig i »Hallsteini og Dóru* eftir E. H. Kvaran á vegum Leikfél. Rvíkur, og Argan í ímyndunarveikinni eftir Moliere, á vegum Leikfélags Akureyrar. Ég hefði viljað fara nokkrum otðum um þá eiginleika Friðfinns, sem helzt einkenna leiklist hans, en til þess er ekki rúm hér, en vil tilfæra kafla úr einni af þeim grein- um er gáfaður leikhúsmaður í Rvík (L. S) hefir skrifað um hann: »Pó að Friðfinni hafi tekist að skapa eftirminnilegar persónur í leikritum af erlendum toga.............þá er það samt styrkur hans sem leikara, að sýna íslenzka skapgerð. Hvar sem gripið er ofan í íslenzku hlut- verkin, sem hann hefir leikið, rekst maður á verðmæti sem hann hefir skilað leiksviði voru fyrir meðferð- ina á þeim..............Hvar og hvenær Friðfinnur Guðjónsson hefir lært að leika sitt eigið þjóðlíf, verður ekki rætt hér, en það er staðreynd, að hann kann það öllum leikurum vorum framar*. Friðfinnur Guðjónsson er sjötugur að aldri á hausti komanda. Munu allir óska þess af heilum hug að þessum p úða og yfirtætisla ísa 1 stamanr i hlotnist fagurt og rólegt æfikvöid, //. Vald. Frakkland sigrad. Vopnahléssamningar milli Þjóö- veija og Frakka og ítala og Frakka hafa verið undirritaðir fyrir nokkru, og eru bardagar f Frakklandi þar með hættir. Samkværnt skilmálun- um er franski herinn afvopnaöur, og ö.ll hergögn Frakka verða aíhent Þjóðverjum. ef krafist veröur, — Frakkar bera allan kostnað af þýzka setuliðinu í herteknum héruðum Frakklands og verða að afhenda alla þýzka fanga, en aftur á móti halda Rjóðverjar frönskum föngum til strfðsloka. Bretar halda strfðinu áfram. þrátt fyrir ósigur Frakklands. Sterlingfspundið heíir nú verið skráð á kr. 26.22, Hefir ísl. krónan þar með lækkað og vörur, sem keyptar eru í Bret- landi, hækka þar með í verði. Dollargengið er aftur á móti óbreytt. Sextugur varð í gær Sigurður Sigurgeirsson á Syðra Hóli í Kaup- angssveit. Fjölmenntu sveitungar hans og aðrir vinir heim til hans og heiðruðu hann með gjöfum, ræð- um og heillaóskum. Dvöldu þeir við góða rausn og gleðskap að heimili Sigurðar fram á nótt. Þankabrot /óns í Grófinni. DAGUR 20. þ. m. skýrir frá hátíöa höldum 16. og 17. júní Um úrslit í íþróttagreinum getur hann ekki, nema að »sveit* Snorra Sig- fússonar hafi unnið boðsund keppni karla 40 ára og eldri, Hér var þó ekki um neina keppni að ræða, heldur aðeins sýningu til gamans fyrir áhorfendur og því ekki um neinn vinning að ræða fyrir ákveðna »sveit«. Blaðið gat því.með sama rétti getið þess, að í knattspyrnunni daginn áður hefðu »sveitir« Árna Jóhannssonar og Halldórs Ásgeirs- sonar gert jafnteflil Þótt hvorugt þessara skemmtiat- riða bæri að skoöa sem keppni, fór þessa daga fram einmenningskeppni í fimmtarþraut og félagakeppni í hand- knattleik og knattspyrnu. Þar var því unnt að skýra frá úrslitum, sem einhverju mali skiptu. Togarínn Skallagrímur bjargaði fyrir nokkru síðan um 350 brezkum sjóliðum og hermönnum af sökkvandi skipi á hafinu milli Is- lands og Færeyja. Hafði henn her- mennina um borð á annan sólarhring, en þá hitti hann brezkan tundur- spilli, er tók við mönnunúm. Stárfið er margt,- 'en vellíðan*. afköst og vmnuþol er hað því að fotnaðurinn se hagkvœmur og traustur VÍfc VOWNUffATrACiirCtÐ ÓSIANCS RtyVjav'ík Élito. (Usrsta ðfl fullko/nnjjto vorktmidjo tlnnar groinar ð Ulondl Tvær tollhafnir. Samkvæmt nýútgefinni reglugerð, verða öll skip og flugför, sem koma hingað til lands, að koma fyrst f höfn annaöhvort í Reykjavík eða Akureyri. Sömu farkostir sem héðan fara til útlanda, verða aö fá síðustu afgreiðslu á annari hvorri téðra hafna. Slys J?að slys vildi ti) um borð í 1. v. Sæborg hér við bryggjuna á þriðjudaginn, að Ingólfur Guð mundsson frá Lómatjörn í Höfða- hverfi, er var að vinna í skipinu, hrasaði svo illa á þilfarinu, aö báðar leggpfpur á öðrum fætinum brotnuðu. Var maðurinn fluttur í sjúkrahúsið, þar sém gert var við meiðslin, og er líðan hans nú sæmileg Sorglegt slys. I fyrradag vildi það sorglega slys til í Ólafsfirði, að 3 piltar urp tví- tugsaldur drukknuðu þar við ósinn, Vildi það til með þeim hætti, að 7 piltar tóku bát Slysavarnafél. Islands og réru honum sér til gamans fram með landi í nánd við ósinn. Kvika var allmikil og reiö ólag yfir bátinn, er skolaði 6 af piltunum út. Gátu 3 synt til lands, en hinir drukknuðu. Hétu þeir; Björn Pór Sigurbjörns- son, Guðmundur Jóhannsson og Númi Ingimarsson. Tvö líkin hefir þegar rekið. Vísita/an 130 Vísitala tramfærslukostnaðar mán- uðina apríl-júnf hefir reiknast 130 (miðað við 100 jan —mars 1939), Samkvæmt því veröa kaupuppbætur næstu 3 mánuði: í I. Ilokki 22 í II. flokki 20 % í III flokki 16 % Nýjar kvöldvökur 4—6. hefti þessa árs, er nýlega komið út Hefst það með framhalds- sögu, »Kennimaður« eftir Sig. Róbertsson, Pá er þar kafli úr dagbók l.stýrimanns á skipinu City of Flint, er Pjóðverjar hertóku s. 1. ha'ust og fluttu til Murmansk, Fjallar þessi kaíli um hertökuna og ferða- lagið. Eni'. eru í þessu hefti þýddar sögur, íslenzkar þjóðsögur, umsagn ir um bækur o. fl. 1 Þungur járnhlemmur h. u. b. 55 cm. í þver- mál, með 9 raufum í röndinni, fyrir skrúfbolta, hefir horfið. Skilist til Tómasar B/örnssonar. — FLIK FLAK tjerir þvottinn íannhvítan.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.