Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 28.06.1940, Blaðsíða 4

Íslendingur - 28.06.1940, Blaðsíða 4
4 islendíngur Vasasöngbókin heitir lítið söngkver, mátulegt í vestisvasa, sem f’órhallur Bjarnarson prentari í Reykjavík heíir gefið út. í kverinu eru 20(í söngtextar og fylgja nöfn höfundanna að ljóöi og lagi. Hefst kverið á þjóðsöngvum 9 þjóða (allra Norðurlandanna auk Englands, Frakklands og í*ýzkalands) og er textínn bíeði á frummálinu og í íslenskri þýðingu. Síðan koma ættjarðar. og héraðasöngvar, árstlða- söngvar, ástasöngvar og þjóðkveeði, stúdentasöngvar og drykkjuvísur. — Og til þess að gera nýja tímanum fyllilega til hæfis eru teknir vinsæl- ustu revíusöngvarnir og hin vinsælu lög Sigfúsar Halldórssonar: »Dagný< og »Við eigum samleið*. Þarna gefur sem sagt að líta öll möguleg kvæði og söngva, sem fólk raular og syngur við kaffiborðin á milli ræðna og ávarpa og í biíreiðunum á fjallvegum þessa lands, allt frá Gamla Nóa og Malakoff og upp (eða niður) í Ti— pi — tin og »Að lííið sé skjálíandi Íítið gras«. Hafi mað- ur kver þetta upp á vasann á ferða- lagi innan um fólk, sem nennir að syngja og langar til að syngja, er óhætt að fullyröa, að timinn og vegurinn gleymist, eða a. m. k. styttist, og ættu þessir 200 söngvar að geta enzt alla leið frá Reykjavík til Seyðisfjarðar, án enduttekninga. „Leikhúsmál11 heitir nýtt tíma- rit, sem er að hefja göngu sína. Er þetta fyrsta tímarit hér á landi um þessi efni. Útgefandi er Haraldur Björnsson ÍÆÍkari í Reykjavík. Ritið er prýtt myndum og fjallar um leikhús, kvikmyndir, útvarpsleiki o. fl. Þeir, sem vilja gerast áskrifendur geta gefið sig fram við Jón Norðfjörð eða Hall- grím Valdemarsson. Ritið er hið eigulegasta. Skákkeppni S. 1. sunnudags- kvöld tefldi 20 manna sveit frá Taflfél. Reykjavíkur við Skákfél. Ak- ureyrar á Hótel Gullfoss, í hópi sunn- an manna voru 11 meistarar, Urslit nrðu þau að Reykvlkingar höfðu 15 vinninga en Akureyringar 5, Hjálpræðisherinri í kvöld útisamkoma á Torginu (kapt. Óskar Jónsson stjórnar. Sunnud, helgunar- samkoma kl, 11. Útisamkoma kl 4 og 8, Samkoma í salnum kl. 8,30 Rriðjudaginn samkoma í Gilinu. — Allir velkomnir. ZION. Næstkomandi sunnudag 8.30 e. h. almenn samkoma, allir velkomnir. Útgerðarmenn! Höfum ennþá efíir nokkrar tunnur af úr- vals dilkakjöti. VerzL Eyjafjörður. 5 00 ára afrnæli p rentl i sta rin nar Framh af 1. síðu. svo, sá er skóp þig Jakob, og myndaði þig ísrael: Óttast þú eigi, því að eg frelsa þig; eg kalla á þig með nafni, þú ert minn. Gangir þú gegnum vötnin, þá er eg með þér gegnum vatnsföllin, þá skulu þau ekki flæða yfir þig; gangir þú gegnurn eld, skalt þú eigi brenna þig, og loginn skal eigi granda þér. Því að eg, Jahve, er Guð þinn“. Þakkaði vígslubiskup gjöf- ina fyrir hönd Hóladómkirkju og stiftisins, og las að því loknu kveðju til prentara, orta af Kon- ráði Vilhjálmssyni skáldi á Akur- eyri. Var það löng drápa og prýði- leg, ort undir uppáhalds bragar- hætti Jóns biskups Arasonar. Vakti hún mikla hrifningu áheyr- endanna og þökkuð með löngu lófataki. Mun hún síðar birtast í vönduðu afmælisriti er prentarar hafa nú í undirbúningi og koma mun út síðar. Ennfremur þökkuðu gjöfina þeir prófastur Skagfirð- inga og safnaðarfulltrúi Hóla- sójínar. Eftir að staðið var upp frá borð- um flutti Jósef Björnsson, fyrrum skólastjóri, érindi í kirkjunni um ýmsar sögulegar minjar kirkju og staðar. Mæltist hinum virðulega öldungi vel, og var gott á hann að hlusta, enda munu fáir honum fróðari um þau efni. Þá voru sýndar skuggamyndir og kvikmyndir í leikfimishúsi skólans. Var það ýmislegt úr sögu og þróun prentlistarinnar, skýrt af Hallbirni Halldórssyni prentmeist- ara. Um kvöldið var stiginn dans og aðrar frjálsar skemmtanir um hönd hafðar. Á þriðjudagsmorgun kl. 8 var haldið frá Hólum aftur, og að Varmahlíð. Nutu menn þar hress- ingar og að því loknu kvöddust norðan- og sunnanmenn og héldu hver heim til sinna starfa. Minningarhátíð þessi fór öll hið bezta fram og með þeim virðuleik í hvívetna, sem hlutaðeigandi félögum er til hins mesta sóma. Er það mikill heiður forgöngu- mönnum og ferðanefnd með hve miklum myndarskap allt fór fram og hvílíkur hátíðarblær hvíldi yf- ir sérhverjum þætti dagskrárinn- ar. Undirbúning allan nyrðra hafði Albert J. Finnbogason, vél- setjari annast, og sýndi þar þá snilligáfu sem sjaldfundin er, því hvergi varð árekstrar vart og gekk allt eins og í velsmurðri setjaravél. Er það þó vandasamt verk að undirbúa móttökur um 200 manna, svo að allt gangi greiðlega og allt sé eins og bezt verður á kosið. Formaður ferða- nefndar var Vilhelm Stefánsson, prentari, og stýrði hann förinni á leiðum og stjórnaði heima á Hól- um með þeirri lipurð, samfara festu og lagni, að ekki varð betur gert. Tilefni móts þessa, 500 ára af- mæli prentlistarinnar, verður vart ofmetið að þýðingu fyrir menn- ingu heims, og skyldi af fáum vera betur virt en af jafn bók- Bifreiðaeigendur: Hafið þér reynt hinar nýju SHELL BÍtiAOIiTUR? Ef ekki, þá reynið þær strax í dag. Shell smurt er vel smurt. — AXEL KRISTJÁNSSOM h. f. Hamingjan hjálpi þér! ef ekkert SKYR er á borðum. — Stórt steinhús á góðum stað í bænum, með nýtízku þægindum, til sölu nú þegar. Gefur af sér á 5. þús. kiónur árlega. Góðir greiðsluskilmálar. Björn Halldórsson hdm. Akureyri. HÍfSIÐ nr. 3 í Hafnarstræti, ásamt stórri eignarlóð og trjágarði, er til sölu og laust til íbúðar 1. okt. n. k. — Komið gætr til mála að taka lítið hús upp í með milligjöf. Allar nánari upplýsingar gefur / ó n Guðiaug’sson, sparis/oðsst/ori, hneigðri þjóð og oss íslendingum. Er það því metnaðarefni þjóð vorri, að eiga svo vel gerða prent- arastétt, sem minnist þess með öðrum eins drengskap, myndar- brag og stórhug eins og gert var þarna. Það er þjóðarsómi. Og fullt þakkarefni má oss Norðlendingum verða það ,að hinn forni helgi- staður vor hlaut aðra eins hyll- ingu og höfðingsskap af þeirra hendi eins og auðsýnd var með heimsókninni og gjöfinni. Hafi þeir hugheilar þakkir. Norðlenzkur- hútiSargestur. SunnuhvoII á Svalbarðs- eyri er til sölu og laust til ibúðar nú þegar. — Nánari uppl. gefur Gunnl. Haligrimsson óskast til kaups. Halldór Magnús. skipslj. á m. b. Jakob eða Þorv. Stefánsson BSO. — Prentamiöja Björna Jónsooaar. íbúðarhúsiö Loka kl. 1 á laugardögum til 15. september. — G UÐ/ Ó N gullsmiður. H ú s til sölu við Ægisgötu R. v. á. Nýbakaðar kringlur 1,~0 og tvíbökur 2,70 kg. í turnunum Hamarstíg og Norðurgötu og frá kl. 10—12 í Hafnarstr, 23. Símí 57. . o l * - A. Scniotn. brotagull og guilpeninga Guð/ón, gullsmiður. Islensk frímerki kaupir hæsta verði J . S. K V A R A N . Umboösmenn óskast út um land. OPINBERAR SAMKOMUR í Veizlunarmannahúsinu alla sunnu- daga kl. 5 e. h. og fimmlud. kl. 8 30 e. h. —

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.