Íslendingur

Eksemplar

Íslendingur - 12.07.1940, Side 1

Íslendingur - 12.07.1940, Side 1
ISLENDIN Ritstjóri og afgreiðslum.: Jakob O. Pétursson, Fjólugötu 1. Sími 375. Pósthólf 118. XXVI. árgangur.l Akureyrí, 12. júlí 1Q40 29. tölubl. Héraflsmöt Sjálfstæ’öismanna Það var bjart í Vaglaskógi síðast liðinn sunnudag. Fyrsti sólskins- dagurinn eftir undanfarandi kulda og rigningar. Á grundinni blöktu íslenzkir fánar í sumarblænum og afmörkuðu staðinn, sem Sjálfstæð- ismenn í Eyjafirði, Akureyri og Þingeyjarsýslu höfðu valið til há- tíðahalda þennan dag. Laust eftir kl. 2 var héraðsmótið sett af Sigurði E. Hlíðar, alþingis- manni. Var þá mikill mannfjöldi saman kominn, en stöðugt hélt áfram að bætast f hópinn og alls munu um 1000 manns hafa sótt mótið. Ræðuhöld hófust með því að Jakob Möller fjármálaráðherra. flutt ftarlega ræðu um stjórnmálairið horfið og gerði þó einkum fjármál in og verzlunarmálin að umtalsefni Næstur talaði Sig. Eggerz bæjarfó geti um sjálfstæðis- og utanríkis málin, þá Jóhann Hafstein erindreki um starfsemi flokksins o. fl. og loks Jón H. Þorbergsson bóndi á Laxamýri um sfjórnarsamvinnuna og þýðingu hennar. Milli ræðna var sungið. Að ræðunum loknum hófust íþróttir, Ungar stúlkut sýndu hand- knattleik undir stjórn Hermanns Stefánssonar fimleikakennara en nokkrir piltar hlupu boðhlaup. Þá fór fram reiptog milli Akureyringa og Þingeyinga en að síðustu var dans stiginn í stóru samkvæmis- tjaldi. Mót þetta fór hið bezta fram og varð öllum til ánægju er sóttu. TF-SOL 50 ára prestskaparatmæli. Hinn 29. 'f. m. átti sr. Theodór Tóns- son á Bægisá 50 ára prestskaparaf- mæli. í tileíni af því héldu sóknar- börnin honum og konu hans, frú Jóhönnu Gunnarsdóttur, veglegt sam sæti þann dag. Hundrafl ðra en svo heitir hin nýja sjóflugvél Flugfélags íslands h. f. er nú full- búin og mun hefja síldarleit um þessar mundir. Kom hún hingað til Akureyrar á sunnudag en fór aftur samdægurs. Gamla flugvélin TF ÖRN hefir veiið smíðuð upp að nýju og breytt í landflugvél. Unnu þrír íslend- ingar að því í vetur. Er í ráði að nota hana til póst- og farþegaílugs, en ílugvallaskortur veldur þar nokitrum örðugleikum. Marta indriðadóttir leikkona lézt á Landakotsspitalanum í Reykja- vík s. 1. sunnudag að afstöðnum holskurði, í dag verður ekkjan Anna Magn- úsdóttir, til heimilis í Aðalstræti 40 hér í bæ 100 ára gömul. Tfðinda- maður blaðsins fór á fund hennar í fyrradag og átti stutt tal við hana um ætt hennar og æfiferil. Hún býr nú hjá dóttur dóttur sinni Önnu Þorsteinsdóttur og manni hennar Sigurði Árnasyni og nýtur þar hins bezta atlætis. Og meðan tíðindamaðurinn stendur við á heimili þeirra fylgist dóttur dóttur- dóttir hinnar gömlu konu með viðræðunum af barnslegum áhuga. Anna Magnúsdóttir er fædd að Lóni í Viðvíkursveit í Skagafirði 12. júlí 1840, en flutli barn að aldri að Minni Ökrum í Blönduhlíð. Foreldrar hennar hétu Ouðbjörg Eiríksdóttir og Magnús Sveinsson. Ung að aldri fluttist Anna til Ak- ureyrar og gekk 28 ára gömul að eiga Björn Jóhannsson, er lengi var sótari bæjarins. Bjuggu þau í Lækjargötu 20. Þau hjón eignuð ust 6 börn. Eru tvö þeirra dáin. Af þeim 4, sem enn eru á lífi er eitt í Ameríku eh hin hér í bæn- um: Jakobína, gift Þorsteini Hall dórssyni Aðalstræti 16, Magnús til heimilis á Ráðhússtfg 2 og Pálína, ógift, til heimilis í Aðalstræti 12. Björn, maður Önnu er nú látinn fyrir nál. 20 árum. Anna hefir verið heilsuhraust um dagana og hefir enn fótafei*, þrátt fyrir sinn háa aldur. Þegar gott er veóur, er hún vön að koma út í búsagarðinn. Sjón hennar er enn allgóð, en heyrnin mjög farin að bila. Afkomendur hennar eru oiðnir 37 talsins. Anna er nú eizti borgari þessa bæjar. Trú/otiin: Nýlega hafa birt trú- lofun sína ungfrú Pórlaug Vestmann og Magnús Magnússon trésmiður. Áheit á Strandakirkju, afhent blaðinu til fyrirgreiðslu 15 kr. frá ónefndum. Síldveiðin geng- ur að óskum. Undanfarna daga hefir meiri síld veiðst á miðunum en verksmiðjurnar hafa getað tekið á móti. Hetir sildin einkum veiðst fyrir Norð-Austurlandi, á Vopnafirði, Bakkafirði og Þistil- firði. Nýja síidarverksmiðjan á Rauf- arhöfn var ekki tilbúin til starfa fyrri en í byrjun þessarar viku, eti hún á að geta unniö úr 5000—6000 mál- um á sólarhring. Allar þrær á Raufarhöfn hafa verið fullar af síld og hefir fjöldi skipa orðið að fara vestur til Siglufjarðar með afla sinn og bíða þar löndunar Er að þessu mikil töf og sýnir vel, hversu þörf- in fyrir aukna síldarbræðslu á Norðausturlandi hefir verið brýn. Sum skip hafa rifið nætur sfnar í stórum sildarköstum, Afli flotans er nokkru meiri en á sama ttma í fyrra, enda þótt togarana og allmarga línuveiðara vanti í hópinn, og mun hásetahlutur aflahæstu skipanna kom- inn yfir 1000 krónur. Næturhljómleika hélt jazz-söngkonan Hallbjörg Bj.irna dóttir síðastl. föstudagskvöld í Nýja- Bíó við góöa aðsókn og ágætar við- tökur. Viðfangsefnið var eingöngu erlendir jazz-söngvar og lék þriggja manna hljómsveit undir. Ungfrúin hefir óvenjulega djúpa alt-rödd og góða kunnáttu í þeirri grein söng- listarinnar, er hún hefir valiö sér. En óneitanlega hefði verið skemmli legra að heyra hana reyna sig á ís- lenzkum viðfangsefnum. Jazz-músíkin er ekki enn runnin íslendingum í merg og blóð, —- sem betur fer. Jakob Möiier fjármálaráðherra kom hingaö til Akureyrar um síð- ustu helgi og mætti á héraðsmóti Sjálfstæðismanna í Vaglaskógi. Á mánudagskvöldið var samsæti haldið að Hótel Gullíoss fyrir fjármálaráð- herrann og sonu hans tvo. er voru í för með honum og Jóhann Hafstein erindreka og frú hans. Gengust nokkrir Sjálfstæöisriienn hér í bænum fyrir því og fór það hið bezta fram. Voru m irgar ræður fluttar yfir boröum í fyrradag hélt svo Jakob Möller vestur til átthaga sinna f Húnavatnssýslu, þar sem hann er borinn og barnfæddur, (Pað var mis hermt í síðasta blaöi, að ráðherrann væri fæddur að Hjalteyri, en hann dvaldi þar nokkuð af bernskuár- unum). NÝJA BIÓI Föstudags- laugardags- og sunnudagskvöld kl. 9: Dr. Jekyll og Mr. Hyðe (Tvífarinn) Tal- og hljómmynd í 10 þátt- um. Qerð eftir hinni frægu sögu Roberts L. Stevensons Aðalhlutverkið leikur af aðdá- anlegri snilld Fredric March og Miriam Hopkins, Sagan greinir frá vísindamanni, sem tekst að aðskilja það iila og góða. Hann gerir tiliaun- ina á sjálfum sér og á daginn er hann hinn mikilsvirti vís- ir,dam3ður, en á nóttunni slepp- ir hann lausu dýtinu í sjálfum sér og breytir útliti eftir því. Myndin er ægilega spennandi felur í sér athyglisverð sann- indi og er fiá tæknislegu sjón- armiði stórbrotið listaverk. — Hún er bönnuð börnum og er ekki holl taugaveikluðu fólki, en þó dregur hún hvarvetna að sér meiri aðsókn en flestar aðrar myndir. Sunnudaginn kl. 3 \ Spámað- urinn Niðursett verð! Síðasta sinn! Hæsti vinningurinn í Happ- drætti Háskóla íslands í 5. flokki 15 þúsund krónur féll á hcilmiða í umboði Porst. Thorlacíus Akureyri. ZION. Næstkomandi sunnudag 8.30 e. h. almenn samkoma, allir velkomnir. Þvottaduftið FLIK-FLAK þvær bezt

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.