Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 19.07.1940, Blaðsíða 1

Íslendingur - 19.07.1940, Blaðsíða 1
ISLENDIN Ritstjóri og afgreiðslum.: Jakob O. Pétursson, Fjólugötu 1. Sími 375. Pósthólf 118. XXVI. árgangur. Akureyrí, 19. júlí 1940 30. tölubl. Sumardvöl barna 100 börn frá Akureyri dve/ja í sutnar á 4 barnaheimilum. óvenju rík áherzla hefir verið lögð á það nú í sumar að koma bæjabörnum í sumardvöl úti í sveit- um landsins, og heiir hernám lands- ins m. a. orðið til að ýta undir það mátefni Hér er þó ekki um neina nýlundu aö ræða. Kvenfél. Hlíf hefir um allmörg ár starfrækt barna- heimili yfir sumartímann að Lundi í Axarfirði. Heíir félagið að öllu leyti kostaö dvöl barnanna, en notið til þess hjálpar nokkurra einstaklinga, sérstaklega forstjóra BSA, sem gefið hefir flutning barnanna að meira eöa minna r leyti. \ Þá starfrækir verkakvennafélagið ] Eining '. barna- heimili aö Laufahllð í Þingeyjarsýslu. Loks höfðu þessi tvö félög í sam- einingu barnaheimili að Svalbarðs- eyri í fyrrasumar^en nú í suinar að Hrafnagili, og hafa til þess nokkurn opinberan styrk. Á þessum 3 heim- ilum dvelja uú i sumar um 60 börn, í gær fór hópur barna hér úr bænum til dvalar í Laugalandsskóla. Eru þau um 40 talsins á aldrinum 6—12 ára, og er búist við að þau dvelji þar 50 daga. Verður einn af kennurum barnaskólans, Marinó Stefánsson, með þeim fremra og hefir umsjón með þeim við leiki og starf. Það er barnaverndarnefnd og skóJanefnd barnaskólans, sem forgöngu höfðu um stofnun þessa nýja barnaheimilis. Sneru nefndirn- ar sér til Rauða-kross deildar Ak- ureyrar, bæjarstjórnar og þriggja kvenfélaga (Hlífar. Framtíðarinnar og Einingarinnar) um stuðning viö þetta mál og brugöust allir aðilar vel við og skipuðu 1 mann í nefnd Togara sökkt fyrir Austurlandi. Föstudaginn 12. þ. m. kom trillu- bátur til Stöðvarfjarðar og hafði í eftirdragi björgunarbát af brezkum togara með 12 mönnum innanborðs. Hafði togarinn verið staddui út af Hvalbak, er þýzka flugvél bar að, og varpaði hún tveim sprengjum á togarann. Önnur sprengjan hæfði stjórnpall togarans og tók skipstjóra og stvrimann útbyröis. Skipið tók nú að sökkva og heppnaðist skip- verjum aö komast í bátinn í tæka tíð. Naöu þeir stýrimanninum en til skipstjórans sáu þeir aldiei, Kinn skipverjanna var særður af vél- byssuskotum. Var hann fluttur í sjúkrahús Seyðisíjarðar eu ekki talinn í hættu. hver þeirra, er síðan hefir haft meö framkvæmdir að gjöra, Blaðið átti í gær tal við formann barnaverndarnefndar, Helga Ólafs- son kennara. Kvaö hann fram- kvæmdanefndina hafa leitaö til ymissa borgara hér í bæ og beðið þá um fjárstyrk til dvalar barnanna að Laugalandi, því aðstandendur margra barnanna hefðu ekki kringumstæður til að kosta dvöl þeirra aö fullu, Kvaö hann undirtektir manna hafa verið mjög góðar og hafi safnast töluverð peningaupphæö á nokkrum dögum. Þó nægi hún ekki til að hylja dvalarkostnaðinn og hyggi nefndin að leita aöstoöar fleiri ein- staklinga, félaga og stofnana í þessu skyni. Það leikur ekki á tveim tungum, að bæjabörnunum sé mikils viröi að koiaast úr gatnarykinu og ys bæja- Kfsins út í sólina og sumarið, Ekki aöeins vegna þeirra líkamlegu heil- brigöa heldur og til betri uppeldis- áhrifa. Ef til vill er þörfin meiri í sumar en áður, vegna þess ástands, er nú er að skapast í bæjum þessa lands. Þau félög og einstaklingar, sem forgöngu hafa um þetta nauð- synjamál, vinna gott verk og verð- skulda fullan skilning og stuðning. Blaðið vill hvetja alla þá, sem þesa eru megnugir, að leggja sinn skerf fram til þess, að létta efnalitlum foreldrum sveitadvöl barnanna. — Tekur það fúslega á móti fjárfram- lögum í því skyni og kemur þeim í hendur réttra aðila. Banameini ð. NÝJA BIÓI Föstudags- laugardags- og sunnudagskvöld kl. 9: Sjöliðsfor* intjjaskóliiin Amerísk kvikmynd i 10 þátt- um. Aðalhlutverkin leika: fames Stewart, F/orence Rice og Robert Young. Skemmtileg og létt mynd, sem sýnir þætti úr lífi amerískra sjóíoringjaefna, aga og æfingar. Inn í. myndina er ofið ástar- æfintýri og afar spennandi fót- boltakappleikur milli landhers og sjóhers ræður úrslitum at- burðanna. Pað vat á afmælisdegi Jóns Sigurðssonar forseta ntí í sumar, að okkur bárust fiéttirnar um það, að elzta lýðræðisríki Evrópu væri að gefast upp og verða einræðinu að bráð. Og einmitt af því, að þenna dag vorum við að minnast sjálfítæðishetju þjóðar vorrar og óeigingjarnrar og fórnfúsrar baráttu hennar fyrir fullu sjílfstæði lands vors, áttum við léttara með að finna fil með frönsku þjóðinni, sem fyrsf hafði orðið til að brjóta af sér ok einræðis og kúgunar og með því fordæmi örvað aðrar smærri þjóðir álfunnar til að heimta sér sjálfsfor- ræði og koma á þingræðis- skipulagi. Mjög er sennitegt, að styijöld sú, sem nú er háð í Evrópu, geri út um það, hvort þjóðirnar eiga að halda áfram að búa við þingræði og lýðræði eða hverfa aftur til þess einræðis, er þær byltu af sér á síðustu tveim öldum. Hver þjóðln af annarri hefir orðið aðlúta í lægra haldi fyrir einræðisöflunum og taka að meira eða minna leyti upp nýja stjómarhætti. Á fáum mánuðum hafa flest þau ríki, sem mynduð voru upp úr heimsstyrjöldinni 1914 18 verið þurrkuð út af landabréíinu: Tékko-Slóvakú, Pólland,. Eistland, Lettland og L'thauen en sneiðar skornar af Finnlandi og Rúmeníu. Þá hafa og Danmörk, Noregur, Færeyjar, íslanci, Holland, Bslgia og Frakkland verið hernumin og útlit fyrirj að Balkanríkin og e- t. v. fleiri ríki álfunnar eigi eflir að hlíta sömu örlögum. Meðan stórveldi Vestur-, Suður- og Mið-Evrópu heyji sína grimmu styrjöld hvert gegn öðru, fer stórveldi Austur-Evrópu með ofbeldi á hendur litlum nágrannaþjóðitm og brýtur undir sig. Réttlæti styrjaldarinnar er máttur hins sterkasta- Réttur smáþjóðanna undirokun og kúgun. Pær eru orðnar margar þjóðirnar, sem nú flaka í sa*rum efttr hervirki sttíðsins og sitja í sorgum yfir misstum mannslífum, eyðilögðum menningarverðmætum og glötuðu sjálfræði. Og þyngst er það þó og sára t, að ef fil vill eru það eigin synir og fóstursynir þessara sömu þjóða, sem leitt hafa yfir þær bölvun undirokunarinnar eða greitt henni götu. Margir hafa furðað sig á. hversu innrásirnar í þessi hernumdu lönd hafa gengið fljótt og hiklaust, og hvernig varnirnar heima fyrir hafa brostið og að engu orðið. Hvers- vegna gekk innrásin í Noreg, Hol- land og Balgíu svo greiðiega, og hversvegna fé I vörn Frakklands öll í mola? spyija þeir. Pað er full- sannað, að í inmás Rússa í Finn- land og Pjóðverja í Noreg nutu innrásanfkin fylgis og stuðnings innfæddra manna, og sterk rök hníga að því, að svo hafi einnig verið í Hollandi. B<:lgíu og Frakk- landi. í Noregi er talið, að Þjóð verjar hali notið hjálpír austurrískra manna. sem norsk heimili tóku í mannúðarskyni til uppfósturs sem börn í hörmungum síðustu styij- aldar, Pannig munu þe'r nata goldið fósturlaur.in. SA maður, sem gtlur selt sjslfan sig iil að veita erlendu valdi gegn þjóð sinni, gegn fiændum sínum og föðurlandi, sezt vitandi vits á efsta bekk meðal glæpamanna, — við hlið móðurmorðingjans. Pó að Sunnudaginn kl. Ol Spámað urinn Niðursett verð! Síðasta sinn ! andlega heilbrigðir menn fái ekki skilið það innræti, er að baki s'-íkum verknaði liggur, er það orðin staðreynd, að slík mannlegund er til meðal flestra þjóða og er hættulegri plága en engisprettur og drepsóttir. Ósigur Frakklands á ef til vill rót sína að rekja til þess, að franska þjóðin hafði ekki fært út fgerðina, sem brann í líkama hennar, — hafði ekki hirt um að stemma stigu fyrir starfsemi föðurlandssvikaranna, sem lítilsmeta það, sem öðrum er helgast: frelsið og ætljörðina. Pessi fgerð er smitandi og bennur í líkömum flestia þjóða, jafnvel þeirra smæstu og yngstu. En hin óvænfu og ömurlegu hlut- skipti þeirra þjóða. er siúkdómur þessi bió örkuml eða bana, ætti að opna augu hinna fyrir hættunni og vera þeim hvöt til að standa vel á verði. Og hvar, sem þcirra manna verður vart, er ganga með hinn hættulega geril í blóðinu, eiga þeir að vera »óalandi, óferjandi og óráðandi öllum bjargráðum*. Aheit & Akureyrarkirkju kr. 50 — Nafnlaust — Pakkir Á. R.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.