Íslendingur

Issue

Íslendingur - 19.07.1940, Page 2

Íslendingur - 19.07.1940, Page 2
2 ISLENDINGUR Grlingur Á síðasta bæjarstjórnarfundi fiutti Erlingur Friðjónsson tillögu um að bæjarstjóm fæli fjárhagsnefnd: »— — að hlutast til um, að kol ti! heimiiisnotkunar í bæn- um verði fáanleg hér á staðn- um í haust, fyrir það verð, er telja má viðunandi, eða að öðrum kosti kaupa inn handa bæjarbúum 500 til 800 srnálestir af góðum kolum til heimilisnotkunar — — Á fundinum var Erlingi bent á það, að verðlag á kolum er ekki á valdi kolasalanna, heldur Verðlags- nefndar. Sömuleiðis upplýstist þar, að til væru nú í bænum um 2300 tonn, og væntanleg bráðlega um 2400 tonn af kolum, og í þessu sambandi var borin fram og sam- þykkt í bæjarsljórn svohljóðandi tillaga' »Par sem víst er, að bæjar- stjórnin getur eigi haft áhrif á söluverð kola til almennings í bænum, þar sem söluverðið er undir eftirliti Verðlags- nefndar, en hinsvegar góðar vonir um að kolaskortur sé ekki yfirvofandi næsta vetur, telur bæjarstjórnin ekki ástæðu til að bærinn geri ráðstafanir til kolakaupa*. í 29- tbl Alþýðumannsins kemur svo 5 dálka grein (úá E F.?), þar sem hann ræðst all heiftailega á Verðlagsnefnd, sem hún vafalaust mun svara, en auk þess kemst hann að þeirri sniðugu niðurstöðu, að þegar markaðsverð á vöru hækkar á hans máli >um skör fram«, skuli Verðlagsnefnd grípa inn í og setja hámatksverð á eldri vörur, en þegar samskonar vörufr lækki í innkaupi, verði verzlanirnar að taka á sig þann haila, sem þær verði fyrir, ef þær hafa legið með dýrari vörur, þegar verðfallið skall á. Er nú þetta ekki iíkt Erlingi ? Þegar ríkisvaldið grípur inn í verzlutiarsfarfsemiua, þannig að neita hækkun á fyrirliggjandi vör- um í samræmi við gildandi mark- aðsverð þeirra, þá er það »morölsk* skylda þess að vernda þegna sína, þegar verðfallið kemur. Enda virð- ist ríkis valdið hafa skilið þetta hlutverk sitt, því hér er í bænum félag eitt, sem verzlar með kol, sem ekki átti kol til verðjöfnunar, er kolin hækkuðu erlendis á s- 1 hausti, en fékk ekki verðjöínun hjá hinum kolainnflytjendum bæjarins, meðan kolin voru hækkandi. Nú er kolin félíu í verði erlendis, fékk Innilegar þakkir vil ég færa öllum þeim, er glöddu mig með heimsóknum og gjöfum d 100 dra afmæli minu, 12. þ. m. Akureyri 18 júlí 1940. Anna Magnúsdóttir. ogkoSin. sama íélag ekki að flytja inn kolin, nema hlíta skilmálum Verðlags- nefndar, um verð og verðjöfnun til hinna kolainnflytjenda bæjarins, sem áttu mikið dýrari kol- Pó að Erlingur hefði nú fengið því framgengt, að bærinn hefði keypt 500 til 800 fonn af kolum, þá er mjög óvíst, að honum hefði heppn- ast að fá þau — í svo litlum farmi — ódýrari en meðalverðið ætti að geta orðið. En þó við vildum gera honum til geðs, að láta líta svo út, sem hann gæti keypt kolin með sama verði og kolainnflytjend ur bæjarins í mörgum sinnum stærra sk:pi, þá yrði alltaf að verð- jafna þessum kolum hans, og er ofboð auðvelt að reikna út, að slíkt magn myndi ekki hafa mikil áhrif á lækkun jafnaðarverðsins á kolunum. E. F. er að benda á að >ástæðu- laust* hafi verið að kaupa amerísku kolin, sem hingað komu fyrst í maí. Pegar þau kol voru keypt í marz s. I. voru ensk kol nokkru dýrari, Hver gat þá sagt fyrir um verðfall sterlingspundsms, eða lækk- un farmgjalda frá Englandi úr 82 niður í 30 shsllinga? Hvað hefði E, F- sagt, ef ensku kolin hefðu orðið enn dýrari í vor en þau voru í matzmánuði s. I ? Ætli þá hefði þórt ástæðulaust að kaupa kol.? Annars er tillaga E. F. þannig orðuð, að það getur verið álitamál, hvaða verð er »viðunandi« á kolum í haust. En úr því að Erl. gengur út frá að ný kol kosti kr. 120 — smálestin, þá verður maður að á- ætla, að hann sé ánægður með það verð. Og ef við hugsum okkur að verzlun með kol og verðlag þeirra væri frjálst, og Etl. keypti nú kol sem hann þyrfti að fá kr. 120 — fr. smálestina, en rétt á eftir kæmi annar, sem gæti selt þau fyrir kr. 90 —, hvað myndi Erl. taka til bragðs. Það mun‘ enginn, hvorki kola- verzlanir né aðrir, hafa á móti því, að reynt sé að útvega sem ódýr- astar vörur, og ef bæjarfélagið hefði einhveijr siíka möguleika fram yfir aðra, þá myndu þeir vissulega notaðir eins og hægt væri. En þó Erl. sé að reyna að þyrla upp moldviðri til þess að hylja sig í, fram að næslu bæjarstjórnarkosn- ingum, eins og hann bendir á í nefndri grein, að þetta kolamál hans verði >rnunað við nœstu hœjarstjórn- arkosningar« þá sjá allir, að slíkt er tilgangslaust fyrir hann, því »geng- ið* á honum hækkar sennilega ekki vegna áhrifa hans á verzlunarmálin í bænum. því ef maður skyldi meta gengi hans, þegar frá eru tekin verzlunarmálin á »pari« eða 100%", þá myndi það vafalaust lækka ört niður í 50%, ef verzlunar- og fjár- málaspeki hans væri tekin með til verðjönunar. Dánardægur Látin er í Sigiu- firði frú Ingibjörg Guðmuridsdóttir. tengdamóðir Óla Hertervig bakara- meistara, Var hún lengi búsett hér á Akureyri. Skotæfingar brezka setu/iðsins næstu vikur. Frá aðalstöð brezka setuliðsins höfum vér fengið eftirfarandi upplýsingar. Brezki herinn mun næstu vik- ur hafa skotæfingar. Það er engin ástæða fyrir fólk að verða hrætt við hávaðann úr vélbyssum, riffl- um og léttum fallbyssum. Þessar skotæfingar munu fara fram eins langt frá mannabústöð- um og hægt er, en hver og einn er beðinn að gæta mestrar varúðar meðan skotið er. Staður sá, sem skotæfingarnar fara fram á, verður merktur með RAUÐUM FLÖGGUM og her- menn með slík merki munu gera allt sem hægt er til þess að vara almenning. Almenningur er beðipn að vinna að því með brezku hernaðaryfir- völdunum, að koma í veg fyrir allan hugsanlegan skaða. Loftvarnir. Loftvarnanefnd hefir látið bera í allar íbúðir hér í bæ svohljóöandi Varnarreglur vegna loftárása: 1. Haldið yður inni í húsunum, ef loftárás ber að höndum, (Lesið leiðbeiningar á bls. 18—20 í loftvarnarbæklingnum. 2. Hver húsráðandi geri sér ljóst, hvar öruggast sé í húsi hans og skýri öllum sem í húsinu búa frá því. 3. Ef þér eruö úti á götum, þá leit- ið til þeirra staöa, sem merktir eru loftvarnarmerkjum ef þeir eru nálægt, en annars í næstu kjallara. tLesið bls, 21—22 í loftvarnarbæklingi) Aörar árásir. Ef árás, önnur en loftárás, er gerð á bæirin, og ef um árásina er vitaö svo snemma, aö tími sé til að flýja úr bænum, þá eru menn varaöir við að fara leiðina til Kræklinga- hlíðar, því vegna hernaðaraðgerða verður hún hættuleg. A leiðinni inn Eyjafjörö eru menn varaðir við að halda sig nálægt Melgeröismelum. lafnskjótt og hljóðmerkjatæki eru fengin hingað, veröur gefin út aug- lýsing um notkun þeirra. Akureyri, 13. júlí 1940, Lojtvarnanefndin. f*á hefir loftvarnanefnd valið og látið merkja Loftvarnabyrgi á þessum stöðum: 1. Frystihús KEA, á Oddeyrartanga 2, Strandgata 33. 3 Brekkugata 35 4. Hafnarstræti 107 (Útvegsbankinn) 5. Kaupvangsstræti (Kornvöruhúsið) 6. Kjallarinn í nýju kirkjunni 7. Hafnarstræti 67, (Skjaldborg) 8. Aðalstræti 8. (Öll blöð bæjarins eru beðin aö birta framanskráðar leiðbeiningar.) Pann 16. þ. m, lézt að heim- ili sínu Norðurgötu 26 Sigur- björn Kristjánsson. Vandamenn.. Góður Akureyringur, sem ekki vill láta nafns síns getið, færði mér á laugardagskvöldið kr. 1000,oo til kaupa á einhverjum gagnlegum hlut, sem nýja kirkjan þarfnaðist. Var gjöf þessi til minn- ingar um móöur gefandans, sem látin er fyrir nokkrum árum. Þó að gef- andinn óskaði eftir að ekki yrði haft hátt um þetta, get ég þó ekki annað en vakið athygli á, og þakkað, þessa tvöföldu ræktarsemi og höfð- ingsskap við minningu góðrar móður og kirkjuna. Fyrir fé þetta verður keyptur sá hlutur, sem óbornum kynslóöum verður fagur vottur kirkjulegrar ræktar og þess myndar- skapar að sýna hana í verki. Kærar þakkir. Friörik J. Rafnar. Sjálfstæðisfélögin fá sér nýjan skemmtistað. — Sjálfstæðisfélögin á Akureyri hafa tekið nýjan útiskemmtistað á leigu, í landi jarðarinnar Björg f Hörgár- dal. Er staður þessi skjólsæll og aðlaðandi og stendur á bökkum Hörgár. Mun Sjálfstæðisfélag Ak ureyrar að öllu forfallalausu halda þar útiskemmtun annan sunnudag. Mótekjan. Snemma í þessum mánuði hófst móvinnsla á vegum Akureyrarbæjar í Kollugerðislandi. Hefir bærinn keypt móeltivél í þessu skyni. Er allur mórinn látinn fara gegnum vélina, sem pressar hann og skilar honum síöan í hæfilega stórum stykkjum. Á vélin aö geta unnið sem svarar 10 tonnum af þurrkuöum mó daglega. Við verk þetta vinna 11 karlmenn og 3—4 stúlkur. Kaupfélag Eyfirðinga lælur einnig vinna rnó í sama landi. Hefir það líka móeltivél og er hún stærri og afkastameiri. Um kostnaðarverð mós- ins, sem þannig er unninn, er ekki hægt að segja með vissu. Fer það eftir þvf hvernig þurrkur, hans gengur

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.