Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 26.07.1940, Blaðsíða 1

Íslendingur - 26.07.1940, Blaðsíða 1
ISLENDIN Ritstjóri og afgreiðslum.: Jakob O. Pétursson, Fjólugötu 1. Sími 375. Pósthólf 118. XXVI. árgangur.l Akureyri, 26. júlí 1940 31. tölubl. Línudansinn.Fjallflanga Það hefur verið fremur hljótt um íslenzku sósfalistana undanfarnar vikur, og liggja til þess eðlilegar ástæður. Enginn stjórnmálaflokkur f vfðri veröld hefir orðið að skipta jafn oft um tón í þvf lagi, sem kyrjað er i blöðum hans og Sósíalistaflokk- urinn. Á einum sólarhring hafa »línurnarc flutzt svo langt til, að engin gleraugu hafa dugað til þess að auga hinna skynvtlltu þjóna for- ingjans í Moskva hafi getað greint þær nema óljóst, og hefir þetta oft gert þá að aðhlátri meðal almenn- ings. Og hin barnslega trúmennska, að elta »línurnar» hvert sem þær flyljast og hvar sem þær liggja, hef- ir gert öllurn Ijóst, sem ekki höfðu veitt því eftirtekt áður, hversu ger- samlega þeir eiu háðir duttlungum rússnesku harðstjórnarinnar. Það er áreiðanlega sæmileg dægra- dvöl að blaða í rússne ka mál- gagninu, sem út er gefið hér á Akureyri, og sjá túlkun þess á stefnu og háttum rússnesku stjóm- arinnarogviðhorfahennar til erlendra rfkja síðustu þrjú misseri. Fyrir há!fu öðru ári beindist öll barátta sósialistanna gegn nazism- anum þýzka. Um þær mundir réðust blöðin með mikilli heift að Bretum og Frökkum fyrir að hafa ekki komið í veg fyrir innlimun Tékkó Slovakíu í þýzka ríkið. Og 7. janúar 1939 má lesa eftirfarandi klausu í Verkamanninunv. »PóIverjar gerðu seint á árinu sáttmála við Sovétríkin, vegna vax- andi ótta við ágengni Þýskalands*. Það þarf ekki að rifji upp. hver styrkur Póllandi varð að þessum sáttmála. Bandalag nazismans og kommúnismans, — Þýzkalands og Rússlands, tók þar af öll tvímæli. Eftir að Þýzkaland er búið að ná á vald sitt meiii hluta Póllands, veður Rauði herinn inn í landið að baki pólska hersins. er átti við ofurefli að etja og lagði undir -sig austurhluta landsins. Og »Verka- maðurinn* hérna reynir að sann- færa íslenzka lesendur um léttmæli þessa athæfis hinn 23. sept. 1939 með því að birta yfirlýsingu Molo- toffs við þetfa tækifæri, þar sem hann m. a- kemst svo aö orði: » . . . . Pólska tíkið og stjórn þess eru í reynd ekki lengur ti!. Með tilliti til þessa ástands em samningar þeir, sem gerðir hafa veiið milli Sovétríkjmna og Pól- lands, úr gildi fallnir .... Sovétsijórnin hefir fram að þessu verið hlutlaus. En hún getur ekki lengur verið afskiptalaus um á- standið í Póllandi: Það er ekki hægt að heimta af Sovétstjórninni kæruleysi um örlög Ukraina og Hvít-Rtíssa þeirra er í Póllandi búa . • . .< Rök Molotoffs fyrir innrás Rússa í Austur-Pólland eru þar með hin sömu og rök þýzku nazistastjórn- arinnar fyrir innrás Þjóðverja f Tékkó-Slovakíu. Sú innrás var byggð á þvf, að nauðsyn bæri til að koma þýzka þjóðarbrotinu þar í landi til hjálpar. Þá skýrir Verkamaðurinn 20. maí 1939 frá griðasáttmálanum rtiilli Þýzkalands og Danmerkur, þar sem hann kemst svo að orði: ».....hefir stjórn jafnaðar manna f Danmörku.....legið hundflöt (ibr. hér) fýrir boði Hitlers og tjáð sig fúsa til að semja við hann sem heiðarlegan mann og orðheldinn mann*. Fjórum mánuöum síðar gera Rússar samskonar sáttmála við Þjóðverja og verður Verkam. mjög ánægður yfir. Talar hann ekkert um, að Stalin hafi legið hundflatur né að nokkuð athugavert væri við að semja við Hitler sem heiðatleg- an mann og orðheldinn. Hinn 24. júní s, á. birtir Verka- maðurinn útdrátt úr skýislu Stalins á flokksþingi Kommúnistaflokksins. Þar eru tilfærð þessi orð Stalins: ».....3. Við viljum veita að- stoð þjóðum. sem otðið hafa, eða eiga á hættu að verða fórnarlömb árásaraflanna, og sem betjast fytir sjálfstæði ættjarðar sinnar*. Þetta eru fögur otð og ekki leiðinlegt fyrir Verkam- að geta flutt þau. En honum hefir ekki auðnast að flytja fregnir af efndum þessara fögru fyrirheita, meðan hvert ríkið af öðru varð fórnarlamb árásaraflanna: Pólland, Finnlai d, Noregur o. s. frv. Sennilega hefir Stalin ekki haft tíma lil að koma þeim til aðstoðar, því að síðan hann mælti áðurnefnd orð í flokks- þinginu, hefir hann verið önnum kfffinn við að »þurrka út' sjálfstæði smáríkja og innlima í Rússaveldi. Fleiri dæmi um hringlanda Hinn- ar rússnesku stjómarstefnu og hversu alúð kommúnistamálga^ns- ins hér við að eltast viö duttlunga hennar kemur kátbros'ega í ljós, verður ekki að þessu sinni hirt um að sýna. Veikam. hefir oft orðið að snúa snældunni hratt. Og áfram mun hún snúast. in ¦ iwi—w\——nrr—T----------------------------------------------------------------- Þeir kaupendur sem veröa fyrir vanskilum á blaöinu, eru beðn- ir að gera afgreiöslunni þegar aö- vart — Aug/ýsingum í næsta blaö verður að skila fyrir hádegi á fimmtudag. Lítill hópur af ungu sveitafólki leggur einn bjartan sunnndagsmorg- un um hásumar af stað f fjallgöngu. Álcveðið er að ganga á Kerlingu, hæzta fjall viö Eyjafjörð. Leiðin er ekki árennileg en heiðskír him- inn og hægur sunnanandvari gerir fólkið kjarkmikið og áræðið. Pað gengur ótrautt áfram — bráöum fer að þyngjast á fótinn, ferðafólkið nemur annaö slagið staðar til aö blása mæðinni og Ktur um leiö til baka. Sveitin er bóðuð £ sólskini, það glitrar á Eyjaffarðarána tæra og lygna milli fagurgrænna bakka. Blár reykur stígur upp frá bæjunum en á stöku stað á þjóðveginum sjást rykmekkir sem s/na, að þar eru bifreiöar og önnur farartæki á ferð, sem þyrla ryki í augu þeirra sem í nánd koma. En ferðafólkið teygar að sér fjallaloftið og það er etns og það veiti krafti inn í hvern vöðva, hverja taug. Siðasti spölurinn er erfið-istur, en loks er hæzta tindin- um náð. Svalur vindur blæs á móti, en mikil er gleðin yfir að hafa sigr- ast á erfiðri leið, og mikil er sú dásemd, sem við auganu blasir héð- an frá um 1350 m. hæð yíir sjávar- mál; Haf, eyjar, fjöll Og jdklar, ár, vötn, sveitir og sjávarþorp. Út við sjóndeildarhringinn er alít hjúpað bláleitri móðu, en þó er hægt að greina hvert fjall og hvern jökul fyrir sig, með hjálp ferðasjónaukans. Sú landfræðilega þekking, sem héðan fæst, er æfilangt mótuð í huga ferða- fólksins. Hingað hefur það srttt sér meisa víðsýni, meiri Hfsgleði, meiri ást á ættjörðinni, Fjallkonunni fögru. Það finnur, að í faðmi fjallanna er hægt að finna þann frið og þá gleöi, sem hið eftir- sótta samkvæmislíf í sveitum og bæjum er aldrei fært um að veita. Nú hefur Lland verið hemumið, og ef til vill eiga ógnir þeirrar styrjaldar er nú geisar eftir að færast yfir landið, En landið sjálft er enn hið sama og enn er sumar og sól Vegna dýrtíðar er nú erf- iöara en áður að veita sér ferðalög með bifreiöam um landið, en til þess að ganga á næsta fjall þarf enga bifreiö, aðeins þægilegan kJæðnað og hentuga gönguskó og malpoka á bakið, — og myndavél má helzt ekki gleyma. Ungmennafélögin í sveitum og bæjum hafa flest haft ferðalög á stefnuskrá sinni en venju- legast er farið með bifreiðum, langt eða stutt eftir ástæðum og til mis- jafnlega mikillar uppbyggingar og ánægju fyrir þátttakendur. En því ekki að breyta nú til og taka upp meiri gönguferðir á næstu fjöll ? Æska í bæjum og sveituml L'yddu ekki næsta frídegi í þýðingarlaust göturáp, innisetur eöa bifreiðaakstur, NÝJA BIÓI Föstudagskvöld kl. 9: Tvíbura- systurnar (Stolen Life). Ensk stórmynd getð eftir sögu tékkneska rithöfundarins K. J- Benes, en söguna undirbjó til kvikmyndunar Margaret Kennedy, höfundur *Escape me never*. Aðalhlutverkið leikur mesta og frægasta leikkona heimsins EHsabet Bergner. Aðalkatlmannshlutverkið leikur: Michael Redgrave Sagan um tvíburasvsturnar er afar áhrifamikil og fögur. — Bergner leikur bæði hlutveikin, sem eru svo ólík sem dagur og nótf. Önnur er ftjálsmann- leg og eigingiörn með afbrigð- um, en hin er rólynd og vill allt fyrir alla gera. Þær elska báðar sama manninn, sem raunverulega verður maður beggja eftir að hin eigíngjarna kona hans hefir drukknað án þess að hann viti, en hin tekur sæti hennar á heim- ilinu og er það þetta vanda- sama hlutveik, sem Bergner leikur af ógleymanlegri snilld. Laugardagskvöld kl. 9: Veiðimenn í Norðurhöínm Sunnudagskvöld kl. 0: TVÍBURA- SYSTURNAR Sunnudaginn kl. D l Sjóliðsfor- ingjaskólinn heldur leitaðu til fjallanna, með nesti og nýja skó — en skildu vind- lingaveskiö eftir. B.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.