Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 26.07.1940, Blaðsíða 4

Íslendingur - 26.07.1940, Blaðsíða 4
4 ÍSLENDÍNGUR BÆKUR OG RIT Elinborg Lárusdótiir: Förumenn II. Eíra- Ás-Ættin, Rvík 1940. Ég hefi lesið bæöi bindin, sem út eru komin af bók frú Elinborgar Lárut-dóttur, meö ánægju. Von er á þriðja og síðasta bindinu af Föru- mönnum á hausti komanda, og er þetta þá orðið mikið og fyrir marga hluta sakir merkilegt ritverk. í stað þess að ýmsir af skáld- sagnariturum vorum hafa á síöustu tímum kappkostað, aö búa til úr okkur íslendingum eitthvað, sem þeir halda að líkist Rússum eða Grænlendingum, og hafa reynt að teygja eða kremja þjóðarsálina svo að hún mætti með sem ljúíustum hsetti falla í Prókrústesarrekkju tízkubundinna lífsskoðana, hefir frú Elinborg af mestu alúö aflað sét víðtækrar þekkingar og skilnings á venjum og háttum íslenzkrar þjóðar á liðnum tímum og öllum hugsunar- hætti hennar, svo að þessi langa skáldsaga hennar verður, auk þess að vera gott skáldverk, all yfir- gripsmikil þjóðlífslýsing, einkum að þvf, er tekur til nttjándu aldarinnar. Jafnframt heíir húti lagt stund á að þreifa eítir hjartslætti norrænna tilfinninga og lundarlags — þeirrar skapgerðar, sem gegnum aldirnar hefir öðlast festu og styrk af því, að sveigja ekki úr vegi fyrir örðug- leikunum og hopa ekki undan skyldunni, heldur hlýðir örlagavald- inu, hir.ni hinnstu ályktun vitundar sinnar, hvað sem yfir dynur. Efra-Ás-konurnar eru sér meövit- andi þeitrar köllunar, ;ið þær séu skapaðar til að þjóna lífinu í heild, fremur en aö njóta skammvinnrar gleði og hlaupa eftir stundarlöngun- um. Þær skilja, að þær eru aðeins hlekkir í langri ættarkeðju, sem hefir hlutverk að inna af höndum fyrir land og þjóð. í*ær hafa skyld- um að gegna og bcra ábyrgð gagn- vart framtíðinni. Þess vegna ber þeim fyrst og fremst að hugsa um það, að hver hlekkur sé traustur og heilste.yptur,hvað sem líðurstund- arhag þeirra sjálíra. Hér verður oft, svo sem við er að búast, stríð milli holdsins og andans, en það sem gæfumuninu gerir er einmitt það, aö hin lang- drægu mið gefa sálinni dýpsta fullnægju áður en iýkur. Á þessari skáldsögu er einhver þróttmikill og hressandi manndóms- bragur, þegar hún er borin saman við þær kveiíartegu bókmenntir, þar sem tilfinningaslepjan flýtur of- an á og þar sem enginn þolir að láta neitt á móti sér. í fyrra bindinu: Dimmuborgir, hefir hún lýst förumönnunum, kyn- slóð, sem heita má að nú sé með öllu liðin undir lok, af hinni mestu samúð og skiJningi. Éetta eru að, vísu ógæfumenn, sem brotið hafa með ýmsu móti skip sín á fjöru steinum þessarar tilveru. En þó eru þetta mannlegar verur, sem stundum ná óvenjulegum þroska á vissum sviðum sálarlífsins. Ósjálf- rátt dettur lesandanum í hug gamalt orðtak af munni meistarans: Sælir eru volaöir, því að þeirra er himna ríkiö. Einmitt af því að þessir er nauðsynleg hverju atvinnu- fyrirtæki. Hafið þér efni á, ef brennur, að hafa fyrirtæki yðar óstarfhæft í nokkra mánuði. Iðgjöldin eru mjög lág. Spyrjist fyrir hjá umboðsmönnum. — Nokknr afriði úr samningí „Bilsijóraféiags Akurcyrar" (frá 1. jan 1938 með breytingum samkvæmt gengislögunum 1. júlí 1940). LÁGMARKSKAUP BIFREIÐASTJÓRA Mánaðarlaun samkvæmt a lið 1. gr. kr. 306,25. —»— —»— b — - — - 385,88. Samkvæmt elið 1. gr. (dagvinna) kr. 1,84 á klst. —»— ---- - (eftirvinna) - 2,57 - — -»- flið - - - 2,02 - — Stjórnin. menn hafa sagt skilið við alla eftir- sókn eftir mammoni ranglætisins, ná stundum bjartari geislar himneskrar náðar að snerta hjörti} þeirra, en t(tt er um aðra menn, Peir eru að vísu »kynlegir kvistir4, markaðir af öndveröum og óblíðum kjörum. En tilvera þeirra er samt á engan veg þýðingarlaus, hvorki íyrir þá sjálfa né mannfélagið. Einnig þeir hafa hlutverk að vinna í hinum margþætta sjónleik lífsins. Bak við skáldsögu frú Elinborgar Lárusdóttir er óvenju djúpur og vfðfaðma skilningur og margir kafl- ar hennar eru ljómandi vel skrifað- ir. Hún hefir valið sér það góða hlutskipti, að skyggnast inr. í sögu og sál sinnar eigin þjóðar, eins og t, d. Sigrid Undset hefir gert meðal Norðmanna, enda virðist hún hafa lært af henni í frásagnarháttum, En það færi vel, ef vér mættum eignast einhvern rithöfund á borö við Undset, sem skrifaði fyrir okkur aðra Kristínu Lavransdóttur, Nóg eru sögueínin úr fortíð vorri að fornu og nýju. Hver vill t. d. skrifa sögu Margrétar Vigfúsdóltur Hólms, svo að eitthvað sé nefnt? Frú Elinborg ætti ekki að leggia pennann á hilluna, þegar Förumönn- um er lokið, heldur halda áfram í sömu átt. Hún hefir mikla rithöf- undarhæfileika, og sögum hennar mun vera vel tekið meðan íslend- ingar eru íslendingar. Benjamín Kristjánsson. Eimreibin 2. hefti þessa árs er nýkomin út Efni hennar er sem hér segir: Við þjóðveginn eftir ritstjórann, Útilegu- mennirnir og þjóðin eftir Gunnar Benediktsson, Öskuhaugarnir urðu æfintýraborg eftir Hauk Snorrason Ný tilgáta um uppruna lífsins eftir Björn L Jónsson. Endurminningar fr$ Noregsför eftir ritstjórann og nokkrar þýddar ritgerðir. Saga er þar eltir Guðm. G. Hagalfn, Ijóð eftir Guðm. Böðvarsson, Guömund Frímann og Kolbrúnu, raddir, ritsjá og fleira. Til templara Akureyrar! Allir þeir templarar á Akureyri, sem vilja leggja fram gjafavinnu við að laga og prýða brekkuna fyrir ofan Skjaldborg, eru beðnir að mæta þar næstk. þriðjudagskvöld kl. 8.30. Þeir, sem geta, hafi með sér skóflu og gaffal. FerSajélag Akureyrar óskar þess getið, að sú breyting verði á ferðaáætluninni, að Hafrárdals- ferð til vegagerðar 3.—4. ágúst falli niður, en aftur á móti verði farið í Hafrárdal nú um næstu helgi 27.—28. júlí. Lítil íbúð óskast til leigu í góðu húsi f útbæn- im 1, september eða síðar í haust. LEIFUR KRISTJÁNSSON. Nýjustu bækurnar: Á bökkum Bolatijóts I. II. — skáldsaga eftir Guðm. Daníelsson. Síöustu Ijóð e Sig. Sig- urðsson frá Arnarholti. Sandtok, Ijóðmæli eftir Sigurð frá Brún. Brét trá látnum sem lifir. Berjabókin, « Qríma XV. árg. Hótelrottur, ögur, Faliegi hviti púkinn. Qulieyjan. Phroso. Óveður í Suðurhötum Vasasöngbókin. Bókaverzl. Gunnl. Tr.Jónssonar 5 manna fólksbifreið í góðu standi til sölu. Uppl. hjá Richardt Ryel. Akureyrarkaupstaöur. ^EGNA hreinsunar á kait- öflugeymslu bæjarins, verða allir þeir, sem enn eiga þar óteknar kartöflur, að hafa tek- ið þær fyrir 1. dgúst næstk. Akureyri, 24. júlí 1910. Bæjarstjúri. Allskonar saumur nýkominn. — Verz/. Eyjalförður. íbúð 2ja—3ja herbergja óskast frá 1. okt. n. k. R. v. á. Dansleik heldur kvenfélagið Hjálpin að Saurbæ annað kvöld kl. 10. Björgvin spilar brotagull og gullpeninga Guðfón, gullsiniður. Islensk frímerki kaupir hæsta verði J. S. KVARAN. Umboðsmenn óskast út um land. OPINBER AR SAMKOMUR í Verzlunarmannahúsinu alla sunnu- daga kl. 5 e. h, og fimmlud. kl. 8,30 e. h, —

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.