Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 16.08.1940, Blaðsíða 1

Íslendingur - 16.08.1940, Blaðsíða 1
m ISLENDIN Ritstjóri og afgreiðslum.: Jakob O. Pétursson, Fjólugötu 1. Sími 375. Pósthólf 118. XXVI. árgangur. Akureyrí, 16. ágúst 1940 33. tölubl. Þegar Bretar hernámu ísland 10. maí s. 1 kom hingað upp til lands- ins formaður brezka hluta brezk- fslenzku viðskiptanefndarinnar, Mr. Harris. Tók nefndin þegar eftir komu hans til starfa, og létu Bretar svo um mælt f sambandi við hernámið, að þeir vildu bjóða ísléndingum hagkvæma viðskipta- samninga. Þegar að þeim tíma leið, að síldarútgerð skyldi hefjast, höfðu enn ekki náðst samningar um sölu sfldarafurða til Bretlands, eða a. m. k. ekki orðið samkomulag um verð. E'.n þá ákvað ríkisstjórnin, að Síld- arverksmiðjur ríkisins skyldu taka á móti síld fyrir ákveðið ligmarks- verð gegn uppbót síðar, er hið endanlega verð afurðanna lægi fyrir, Lögðu þá flest sk'p út til síldveiða nema togararnir, sem heldur kusu að halda fiskveiðum áfram. Síldveiðin hefir gengið svo vel, að slíks munu engin dæmi áður. Hefir allan tímann staðið á losun, enda þótt allar veiksmiðjur væru settar f gang, jafnvel þær, sem ekki var búist við, að starfræktar yrðu. Skipin biðu við verksmiðjurnar í tugatali eftir löndun og síldin var farin að skemmast, þá loksins að skipin komust að. Vat þá tekið það ráð, sem einsdæmi mun vera, að banna veiði í 4 sólarhringa samfleytt. En þegar banninu létti, hófst sama ástandið á nýján leik, því ekkert lát var á síldinni, og var heildataflinn í byrjun ágúst- mánaðar orðinn meiri en alla ver- tíðina í fyira, þótt togararnir tækju nú hlutfallslega minni þátt í veið- unum en þá. Var því nýtt 4 daga veiðihlé á- kveðið hjá Ríkisverksmiðjunum nú í vikunni. Um mánaðamótin júlí ágúst lá fyrir kauptilboð frá Bretum á 25 þúsund tonnum af síldarolíu og jafn miklu magni af síldarmjöli. Hefir tilboði þessu verið tekið, en ekkert látið opinberlega uppi um verð. Það er nú fyritsjáanlegt eftir hin miklu uppgrip síldveiöiflotans, að heildarframleiðsla síldarafurð- anna verður miklu meiti en þessi 25 þúsund tonn af hvoru, olíu og mjöli. Þrátt fyrir það er hér um stærsta sölusamning að ræða, sem gerður hefir verið & þessum afurð- um. En reynt mun verða að fá Breta til að auka kíup sfn á þeim. Um sölu saltsíldar hefir tekist öllu ve:« Heíir ekki veiið unnt að selja fytirfram nema 25 þús. tunn- ur maléssíld til Ameríku. Hefir þessi litla sala það í för með sér að fjöldi fólks missir þá atvinnu, er það undanfarin sumur hefir haft við síldarsöltun og þeir smáútgerð- armenn, er veiða í reknet, En til þess að bæta úr þessu ástandi, réðst ríkisstjórnin f það, án þess að hafa til þess heimild Alþingis, að taka á ríkissjóð nokkra áhættu af síldarsöltun, þannig að ríkissjóð ut ábyrgist síldarsaltendum 42 krónur fyrir hverja tunnu af haus- aðri og slógdreginni síld, og náði sú ábyrgð fyrst til allt að 40 þús- und tunna, enda greiði saltendur bátunum 17 krónur fyrir hverja tunnu fersksíldar. Voru veiðileyfin bundin við reknetabáta eingöngu, þ- e. a. s. þá, sem ekki hafa stund- að herpinótaveiðar í sumar eða aðrar arðsamar veiðar. Leyfi hvets báts nemur um 1000 tunnum, en þau eru bundin því skilyrði, vegna ríkisábyrgðan'nnar, að einn aðili annist söluna, og hefir hún verið falin Síldarútvegsnefnd. Ráðstöfun þessi reyndist ekki koma öllum kauptúnum að haU'i, sem áður hafa haft síldarsöltun, því sumstaðar er engin rekneta- veiði. Hefir því ríkisstjórnin hækk- að ábyrgðina upp í 75 þús. tunn- ur og veitt herpinótabátum veiði- leyfi fyrir viðbótinn', 35 þús. tunn- um auk þeirra 25 þús. tunna af maléssíld, sem seldar eru fyrirfram á Ameríkumarkað. Nemur þá sölt- unatleyfið alls 100 þúsund tunn- um. Talið er, að Svíar hafi fengið leyfi Breta til að kaupa hér þrjá skipsfarma af saltsíld, og fái þeir einnig leyfi Þjóðverja til kaupanna, sem ekki er talið ólíklegt að fái ', þá mun markaður fenginn fyrir mesta eða alla þá síld. er ríkissjóð- ur hefir ábyrgsf. Ekki verður annað sagt, en þaö hafi verið vel ráðið af ríkissljórn- inni, að hlutast til um þessa sí!d- arsöltun, þótt hún með því tæki nokkra áhættu á rikissjóð, án heimildar Alþingis, þar sem atvinna fjölda fólks y'ir bjargræðistítnann og þar með afkotna þess, var í veði. Dánardægur. Séra Tryggvi Kvaran prestur að Mælifelli í Skaga- firði lézt 5. þ. m. á siúkrahúsinu á Sauðárkróki eftir þunga legu. Meiri sykur. Skömmtunar- nefnd ríkisins hefir nú ákveðið að veita auka úthlutun á sykri til sult- unar í þessum mánuði er nemur ~'A: kg. á mann. Sjö íslendingar koma heim frá Danmörku. Aðfaranótt mánudagsins 12. þ. m. kom 32 tónna skúta inn á Reykja- víkurhöfn nieð íslenzka fánann málaðan á bæði borð og nafniö »Frekja«. Áhöfn skútunnar voru 7 íslendingar, er dvalið höfðu í Danmörku, er \jóðverjar gerðu mn- rásina þar 9. apríl 3. 1. Hafði hver þessara manna ákveðna stöðu á skútunni og var verkaskipting sem hér segir: Lárus Blöndal var skip- stjóri, Gunnar Guðjónsson skipa- miðlari stýrimaður, Gísli Jónsson vélaefrirlitsm. 1. vélstj. Björgvin Fredriksen 2 vélstj. Úlfar P-óröar- son læknir matsveinn, Theodór Skúlasson læknir háseti, Konráð Jónsson verzl.m , háseti. Þessir 7 menn eru fyrstu íslend- ingarnir, sem komist hafa heim frá Danmörku eftir hertökuna, og var undirbúiiingur fararinnar langur og erfiður. Þeim tókst að fá keypta 52 ára gamla skútu, en erfiðara gekk að fá olíu. E'ó heppnaðist það að lokum. Þá tókst þeim að fá farar- leyfi hjá þ^'zku hernaðaryfirvöldun- um en þeir urðu að sigla til Noregs og fá leyfið framlengt þar, ef þeir hygöu á að halda lengra. Jafnframt fengu þeir tysingu á, hv.aða leið þeir skyldu fara til aö komast hjá duflum. Þeir voru 3 vikur á leiðinni frá Danmörku, enda töföust þeir fyrst í Noregi og síðan í Færeyjum, meðan þeir biðu eftir leyfi brezku hernaðaryfirvaldanna til að halda feröinni áfram. Frá Færeyjum til Vestmannaeyja voru þeir 2% sólar- hring. Fengu þeir sæmilegt veður hingað upp, en voru flestir sjóveikir framari af ferðinni. Um íslendinga í Höfn hafa þeir það að segja, að þeim líði yfirleitt vel og skorti ekkert, en flesta muni þó fýsa til heimferðar. Bráðab/rgðalög' um loftvarna- ráöstafanir hefir ríkisstjórnin gefið út nýlega. Samkvæmt þeim er bæja- og sveitastjórnum heimilt í samráði við ríkisstjórn að gera loftvarnaráðstafanir, hver á sínum stað og. greiðist kostnaður af þeim aö jöfnu úr bæjar- (sveitar) og ríkissjóði. Drukknutl. Fyrir rúmri viku vildi það slys til á vélskipinu »Sæ- unn< frá Siglufiröi, er það var á leið út Skjálfanda, að einn'skipverja féll í sjóinn og drukknaði. Hét hann Björn Andrésson og átti heima í Grindavík. Var hann rúmlega ferlngur að aldri og ókvæntur, Dánarfregn u. þ. m. lézt að heimiK sínti, hér í bæ, Baldurshaga Benedikt Jóhannsson verzlunarmaður. NÝJA BIÓI Föstudagskvöld kl. 9: ifrír um eina (She can cuddle kiss and cook). Tal- og hljómmynd í 10 þátt- um. — Aðalhlutverkið leika frægir og vinsælir amerískir leikarar: fanel Qaynor, RobertMontgomery og Franchot Tone, Myndin er skemmtileg og fyndin saga um sveitastúlku, sem kemur til stót'oorgar og verða ungu mennirnir strax bráðskotnir i henni. Laugardagskvöld kl. 9: Byiíing í Texas Börnum bannaður aðgangur Sunnudagskvöld kl. 9: Þrír um eina Sunnudaginn kl. j l Kentucky Niöursett verö! Síðasta sinn! Kirkjan: Messað í Lögmanns- hlíð n. k. sunnudag kl. 12 á há- degi, (ekki síðdegismessa í Akur- eyrarkirkju eins og augl. var í Degi. Atvinna er allœikil hér í bæn- um um þessar mundir. Vinna m. a. um 40 verkamenn hjá 'brezka setu- liðinu. Kviknar i vélbát. S. 1. mánu- dag kviknaði í vélbátnum Sævar á Raufarhöfn. Kom eldurinn upp í hásetaklefa þar sem einn háseta var sofandi. Slapp hann út óskaddaður að mestu, Tókst fljótt að slökkva eldinn, en klefinn brann að innan og misstu sumir skipverja fatnaö sinn Eldurinn mun hafa kviknað út frá ofni.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.