Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 16.08.1940, Blaðsíða 2

Íslendingur - 16.08.1940, Blaðsíða 2
2 ISLENDINGUR Jarðarför mannsins míns og föður okkar, Benedikts Jóhannssonar, sem andaðist 12. þ. m. fer fram þriðjudaginn 20. þ. m. og hefst með húskveðju frá heimili okkar, Baldurs- haga Akureyri, kl. 1,30 e. h. Anna Stefánsdóttir og börn. Innilegt þakklæti fyrir samúð og hluttekningu, við andlát og jarðarför eiginkonu og móður, Margrétar Sigríðar Friðriksdóttur. Jón J. EBerggdal og dætur. Tveir brunar. Aðfaranótt fimmtudagsins 8. þ.m. brunnu gömul bæjarhús að Uppsöl- um í Öngulsstaðahreppi til kaldra kola. Enginn maður bjó í gamla bænum, en áfast við hann er íbúð- arhús jarðarinnar, byggt úr steini, Annar bóndinn vaknaði um nóttina og varð eldsins var, en þá var hann orðinn svo magnaður, að eigi var unnt að stöðva útbreiðslu hans. Frá Litla-Hamri í sömu sveit sást eld- urinn um nóttina. Var farið þaðan á næstu bæi að safna Iiði, er kom heimafólki á Uppcölurn til aðsfoðar. Tókst mönnum að verja íbúðarhús- ið, en skemmdir urðu þó á hurðum þess og gluggum. Bæjarhúsin gömlu voru vátryggð fyrir 500 krónur, en matvæli og ýmsir munir, sem þar voru geymdir, fórust í eld- inum og var það óvátryggt. — Eldsupptök eru talin stafa frá hlóð- um í eldhúsi gömlu bæjarhúsanna. Ábúendur á Uppsölum eru Ingólfur Pálsson og Garðar Vilhjálmsson. S. 1. sunnudagskvöld kom upp eldur í gamalli baðstofu að Neðri- Vindheimum í Glæsibæjarhreppi. Var baðstofa þessi á'föst við íbúð- arhúsið, en útveggir þess eru byggðir úr steinsteypu. Breiddist eldurinn fljótt út og læsti sig í íbúðarhúsið. Brunnu úr því allir innviðir og húsgögn að mestu. — Varð litlu bjargað nema rúmföt- um. Irrnbú var óvátryggt, og hefir heimilisfólkið því beðið mikið tjón af brunanum. Eldsupptök eru álit- in þau, að neisti frá reykháf íbúðar- hússins hafi fokið í baðstofuþekj- una, sem var mjög þurr. Ábúandi á Vindheimum er Jóhannes Jóhann esson. Vísnabálkur: Pegar login um skráringu ísl. krónunnar vorusamþykkt íapríl 1930 og þjóðstjórnin mynduö, urðu marg ir til að yrkja um þá a>burði. Einn hagyrðingur, sem blaðið kann ekki að greina, mælti á þessa leið: Þörf er okkur þjóðstjórnin, hún þekkir búmannshnykki, hún réðst á krónu-ræfilinn og reif úr henni sfykki, Eftirfarandi vísa piun vera þing- eysk, og líklega ort við ríkissjóðs- vinnu : Hálfverk nægir,— kempan kvað, kröfum bægi ég frá mér laun mín fæ ég þrátt fyrir það þó ég liægi á mér. — Loks er hér hestavísa eftir Pál á Hjálmsstöðum; Sá ég Apal fara fremst, frísa, gapa, iöa. Ef að skapið í nann kemst er sem hrapi skriöa. Samkvæmt skýrslum fer búfjár- eign bæjarbúa vaxandi. Alifuglum hefir nokkuð fækkað. Tölur þær, sem fara hér eítir, sýna, hver breyting hefir oröið á síðustu 4 árum: 1936 1940 Hross 95 125 Kýr 249 284 Kálíar 54 43 Ær og gemlingar 1486 1796 Hænsni 1422 1124 Hev að hausti í hestb. 13141 16293 Heyforði þessi mun láta nærri að vera nægilegur fyrir búfé bæjarins, og er hans nálega alls aflað 1 landi bæjarins. Bifreiðar 1939 Samkvæmt nýútkomnum Hag- tíðindum var tala bifreiöa hér á landi 1. júlí 1939 936 fólksbifreiðar og 1112 vörubifreiðar, samtals 2048 bifreiðar, og þar að auki 101 bif- hjól. Af þessum 2048 bifreiðum var meira en helmingurinn f Reykja- vík, alls 1108. í Eyjafjarðarsýslu og Akurej'ri voru þær taldar 187, Af lólkbifreiöum var Eord algengust (21,6%") og af vörubifreiðum voru Ford og Chevrolet algengastar eða rúml. 7 af hverjum 10, Árið 1930 voru bifreiðar alls í landinu 1434 og bifhjól 105. 65 ára verður í dag Kristján Kristjánsson fyrrv. sfmaverkstjóri, Fr/'áls verz/un 7 tbl. 2. árg. er nýkomin út. Flytur ritið þese- ar greinar: Að ári liðnu, eftír Björn Ólafsson, Hinar ellefu nefndir, eftir Sig. Kristjánsson, Útvegsbinki ís- lands tíu ára. eftir Adolf Björnsson, Wendell L. Willkie, Neitun ríkis- stjórnarinnar, Danmörk eftir her- námið, Evrópa mun svelta, Frá borði ritstjórans o. fl. Tapast hefir bifreiðadekk með felgju, stærð 80%0 á leið frá Moldhaugum til Akureyrar- Finnandi vin- saml. beðínn að skila því í bíladeild KEA. ALLIR LOFA : _______ ■- --—- —-. O. J. & K.'KAFFI. Fæst í næstu búð. Heyskapur hefir gengið vel hér nærlendis það sem af er sumrinu. Grasspretta á harðvclli er }Tfirleitt léleg og er töðufall víða með minnsta móti hlutfallslega, en útengi eru aftur á móti vel sprottin, bæði flæðaengjar og hálfdeigjur. Nýting heyja hefir verið góð, enda nálega óslitnir þurrkar. Víða annarsstaðar & land- inu, og það einkum sunnanlands, hafa verið sífelld votviðri síöan hey- annir hófust, og hefir taða hrakist þar til stórskemmda. BúnaðarritiÖ 54. ár. Fyrra hefti er nýlega komið út, 8 arkir að stærð. Flytur það að venju margar greinar varðandi landbúnaðinn, ritaðar af ráðunautum Búnaðarfélagsins, búnaðarm.stjóra og öðrum þekktum mönnum. Meðal athyglisverðra greina mætti nefna: Kvillar og ræktun, eftir Ingólf Davíðsson. Um korn úr íslenzku melgrasi til manneldis, eftir Pál Sigurðsson og Hólar í Hjaltadal eftir ritstjórann, Steingrím Steinþórsson búnaðarmálastjóra. Auglýsing. — í hinum mikla leiðangri Ferðafélags Akureyrar, dag- ana 3.—7. Agúst-mánaðar síðastl., til Herðubreiðar, Öskju og Dyngju-fjalla, varð Oddur Björnsson afleiðrs og einu síns liðs fullan sólaihring fararinnar. Varð hann þá fyrir því óhappi, að glata gull- og silfur-reknum göngustaf, með stálteini hið innra, en að mestu úr hvalskíði hið ytra. Nafn eigandans er grafið á gullplötu ofantil á starnum. — Góð skilalaun lofast finnanda, hvort sem fyrr eða síðar finnast kynni, til dæmis af fjárleitarmönnum í haust. — Stafurinn getur hafa orðið eftir í einhverri klettaklauf. Berið ekki kvíðboga fyrir þvottadeginum. Hinir óviðjafnanlegu eiginleikar FLIK- F L A K létta af yö- ur öllum áhygg.jum. Látið ekki b/óða yður annað þvottaduft en

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.