Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 30.08.1940, Blaðsíða 1

Íslendingur - 30.08.1940, Blaðsíða 1
XXVI. árgangur | Ritstjóri og afgreiðslum.: Jakob O. Pétursson, Fjólugötu 1. Sími 375. Pósthólf 118. Akureyrí, 30. ágúst 1940 35. tölubl. Afbrotaæskan. Sigurður Magnússon kennari, sem statfaö hefir í rannsóknaríög- reglunni í Reykjavík, hefir nýlega skrifað skýrslu til fræðslumála- stjórnarinnar um afbrot baina og unglinga í Reykjavík. Hefir skýrsl- an verið sérprentuð undir nafninu »Afbrotaæsk»n í Reykjavíkc Skýrsla þessi er hin fróðlegasta en jafn- framt hin raunalegasta. Hún sýnir, að afbrot barna eruforðin svo dag- legir viðburðir í höfuðstaðnum, að þar er um fullkomið þjóðfélags- vandamál að ræða, er þarfnast skjótrar úrlausnar. í skýrslu°sinni ræðir höfundur urn tvennskonar afbrot; lögreglubrot og afbrot alvarlegs eðlis. Til lögreglu- brota telurlhannlbrot gegn lögreglu- samþ. bæjarins, svo sem um útivist á kvöldin, hættulegaleiki á götum og brot á umferðareglum. Venjulega varða þessrbro^aðeins áminningu, en þó et hægt að beita sektarákvæð- um við foreldra barna, er láta þau vera á götum úti seint að kvöldi eða nóttu. Til alvarlegri afbrota teljast þiófnaðir, svik. falsanir, skemmdarverk o. s. frv. og fylgir sundurliðuð skýrsla um slík ung- lingaafbrot í Reykjavík árið 1939. Afbrot frömdn 238 piltar og 19 stúlkur, en alls voru afbrotin 701. Árið 1938 töldust þau 354. Eftir tegundum skiptast aibrotin 1939 þannig: Þjófnaðir og hnupl 427 Skemmdir 109 Meiðsl og hrekkir 76 Óspektir og óknyttir 30 Svik og falsanir 27 Innbrotsþjófnaðir 13 Flakk, útivistir og strok 10 Misþyrming á dýrurn 3 Lauslæti og kynferðismál 3 Ölvun 3' Afbrot alls 701 Eftir aldri barnanna skiptust af- brotin þanni^: 6 ára börn frömdu 12 afbrot 7 — - — 26 - 8 - — — 15 — 9 - — 31 — 10 - - - 58 — 11 - - — 27 - 12 - - — 98 — 13 - - - 32 - 14 - — ~ 270 - 15 - — 78 - 16 - - - 54 — Ails 701 afbrot Það er sannatlega íltugunarvert, að ekki slætri bær en Reykjavík er, skuli eiga nálega 260 afbrota- börn á aldrinum 6 — 16 ára. Og það er þá jafnframt meira en tími til kominn, að farið sé að rann- saka, hverjar séu orsakir þessa á- stands, og hvað gera skuli til að ráða bót á því. Það er augljóst mál, að enda þótt ástæður til af- brotanna séu mjög mismunandi og sum þeirra stafi e. t. v. af ung- gæðishætti fremjandans og hafi verið stjórnað af öðrum, munu ýmsir af þessum unglingum eiga eftir að verða þjóðfélaginu til mik- illar byrði, ef mál þeirra eru tekin veftlingatökum, Fyrir ári sfðan ritaði einn af kennurum barnaskólans í Reykja- vík, Aðalsteinn Sigmundsson, grein um þetta vandamál, er hann nefndi Borgarbörn. Telur hann stetk rök hníga að því, að börn í Reykjavík og öðrum fjölmennum stöðum hér á landi séti »villtari, minna tamin og lakar siðuð en gerist í bæjum annarra Norðutlanda*. Telur hann það vekja athygli, hve miklu meira beri á börnum á götum úti og annarssfaðar á almannafæri í bæj- um hédeudis en annarsstaðar á Norðurlöndum, Hér sé það mjög algeng sjón, að börn séu að leik- um á götum úti, knattleik á fjöl- förnum götum, »paradís« á gang- stéitum eða hangi aftan í bílum og öðrum faraitækjum. Þannig alist þau beinlínis upp við að brjóta lög og reglur, og læríst því ekki að hlýða þeim. Ástæðan til þessa sé fyrst og fremst leikvalla- skortur, en að öðru leyti sé ástæð- an sú, að mæður barnanna eða foréldrar, sem oft séu uppalin í sveit, hafi í uppvexli sínum notið fulls frjálsræðis úti við og ekki verið háð stöðugu eftirliti hinna fullorðnu. Foreldrar barn<inna geri sér því ekki grein fyrir þeirri hættu, að ala þau upp á útigangi í borg- arlífinu. Þetta felur höfundur stafa af því, að svo ör hafi vöxlur ís- lenzkra baeja orðið, að þeim hafi ekki unnist tími til, — og eigi því eftir — að skapa sér sfna bo'gar- menningu. Aðrir uppeldisfræðingar og kenn- arar, sem um þetta efni hafa ritað, hafa komist að s&mskonar niður- stöðu um orsakirnar til afbrota borgarb-.rnanna. En unglingaaf- brotin má oft rekja til atvinnuleys- isins, sem oft tekur við, er barna- skó'anum sleppir Þaff hefir löngum vcrið talið bezla bjargráðið viðkomandi af- b otabörnunum, að koma þeim í sveit, og láta þau dveljast þar á góðum heimilum Qetur verið, að slíkt sé oft bjargráð, en ekki er líklegr, að slík börn hafi holl áhrif á börnin, er þau umgangast í sveitinni. Ef afbrotabörnin eiya ekki að valda andlegri »sýkingu« f sínu umhveifi, verða þau að dvelj- ast á bamlausum heimilum og í strjálbýli. Og eftir því, sem nýj- ustu tölur um fjölda slíkra barna benda til, mun ekki líða á löngu, áður en sveitirnar fá nóg af að veita þeitn móttöku- Það er því áreiðanlega tími til kominn, þótt raunalegt sé við að kannast, að koma upp einhverri stofnun fyrir þessi vandræðabörn, þar sem þau eru daglega háð hollum uppeldisáhrif- um og aga við leiki og stöif. Vangæf börn og vanþroska þurfa annarrar umsjár og tilheyra öðrum stofnunum. Enþað er skylda þjóð- félagsins að taka þelta vandamál föstum tökum. Hér þarf meiri að- gerða en að senda afbrotabörnin »í sveit*. Listsýning. Hinn íjölhæfi og gáfaöi listamaður Magnús Á. Árnason opnar nú um mánaðamótin listsýningu í Zíon, Veröa þar tíl synis 125 málverk og teikningar eftir hann og frú hans Barbara Moray Williams, sem einnig er frábær listakona. Höfðu þaii hjón sýningu hér íyrir 2 árum siðan, er vakti mikla athygli. Hér verður eingöngu um nyjar myndir að raeða. Dvöldu þau hjón 1 Eng- landi í fyrrasumar og máluðu þar allmargar myndir. Framan af yfir- standandi ári voru þau í Vestmanna- eyjum og máluðu þar nokkrar myndir, en íóru í vor norður urn laqd til Siglufjarðar og máluðu á leiðinni í Norðurárdal í Borgarfirði, Hi'inavatnssyslu, Skagafirði og Fljót- um. Auk landslagsmyndanna verða sýndar andlitsmyndir og barnateikn- ingar. Allir, sem listum unna, ættu að skoða þessa sýningu, Heimdallur nefnist blað, sem félag ungra Sjálf- stæðismanna í Reykjavik er nýfarið aö gefa út. Blað, með sama nafni, gaf félagið út um eitt skeið, fyrir nokkrum árum, og er hér þvi raunar um framhald þeirrar blaða- útgaiu að ræða. Ritstjóri er Jóhann Hafstein erindreki. í ávarpi, sem fylgir blaðinu úr hlaöi, er komist svo að orði íÖllutii er ljóst, að þjóðlífi Ís- lendinga stafar hætta af því ástandi, sem nú ríkir í landinu. Líf lítillar þjóðai er viðkvæmt fyrir snertingu framandí afla, sem ern komin í nábýli við það. Blaðinu Heimdalli cr nú ætlað' að vera vettvangur æskunnar til varnar í þessum efn um Því er ætlað að glæða og efla tilfinningu, ti ú og- traust á framtíð íslei zks þjóðlífs*.., Aðalgrein blaðsins nefnist »Gró- andi þjóðlíf*, eftir ritstjórann, L.H. ritar um afstöðu almennings til NYJA BIOI Föstudagskvöld kl. 9: Katia~ástmey keisarans Stórfengleg frönsk kvikmynd um ástir ALEXANDERS II. Rússakeisara og hinnar fögru furstadótlur KATHARINA DOLOOROUKI. Aðalhlutverkin leikur frægasta leikkona Evrópu: Danielle Darrieux og John Loder. Hinar sögulegu staðreyndir að baki þessari ágætu mynd eiu þær, að Alexander II. var f raun og veru leynilega kvænt- ur Kitharine Dolgorduki og fór sú athöfn fram skömmu eftir dauða keisarad'ottningai- innar 3 júní 1880. En áður höfðu þau eignasl þrjú börti. *— Myndin er afar viðbutðaiík og listavel leikin. 1 Laugardagskvöld kl. 9; Kapphlaup um fréttir. Sunnudagskvöld kl. 9: Katia - ástmey keisarans Sunnudaginn kl. O X B r o s a n d i meyjar. Niðursett verð! Síðasta sinn ! erlends setuliðs, og enn eru þar smágreinar undir fyrirsögninni Á torginu og fjalla þær um ýms vanda- mál, er komiö hafa í Ijós í höfuð- staðnum í sambandi við setuliðið og Reykjavíkuræskuna. Er blaðið í heild góð hugvekja til þess æsku- lýðs, sem enn ekki hefir öðlast nægilegan siðierðisþroska til þess að geta umgengist útlendinga, án þess aö vanzalaust megi teljast fyrir íslenzku þjóðina. X

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.