Íslendingur

Issue

Íslendingur - 30.08.1940, Page 1

Íslendingur - 30.08.1940, Page 1
V XXVI. árgangur. Ritstjóri og afgreiðslum.: Jakob O. Pétursson, Fjólugötu I. Sími 375. Pósthólf 118. Akureyri, 30. ágúst 1940 35. tölubl. Afbrotaæskan. Sigurður Magnússon kennari, sem statfað hefir í rannsóknarlög- reglunni í Reykjavík, hefir nýlega skrifað skýrslu til fræðslumála- stjórnarinnar um afbrot batna og ungtinga í Reykjavík. Hefir skýrsl- an verið sérprentuð undir nafninu »Afbrotaæskan í Reykjavík*. Skýrsla þessi er hin fróðlegasta en jafn- framt hin raunalegasta. Hún sýnir, að afbrot barna eru'*orðin svo dag- legir viðburðir r höfuðstaðnum, að þar er um fullkomið þjóðfélags- vandamál að ræða, er þarfnast skjótrar úrlausnar. í skýrslu' sinni ræðir höfundur urn tvennskonar afbrot; lögreglubrot og afbrot alvarlegs eðlis. Til lögreglu- brota telur'hannlbrot gegn lögreglu- samþ. bæjarins, svo sem um útivist á kvöldin, hættulegaleiki á götum og brot á umferðareglum. Venjulega varða þessi. brof aðeins áminningu, en þó et hægt að beita sektarákvæð- um við foreldra barna, er láta þau vera á götum úti seint að kvöldi eða nóttu. Til alvarlegri afbrota teljast þjófnaðir, svik, falsanir, skemmdarverk o. s- frv. og fylgir sundurliðuð skýrsla um slík ung- lingaafbtot í Reykjavík átið 1939. Afbrot frömdtt 238 piltar og 19 stúlkur, en alls votu afbrotin 701. Árið 1938 töldust þau 354. Eftir tegutidum skiptast aíbrotin 1939 þannig: Pjófnaðir og hnupl 427 Skemmdir 109 Meiðsl og hrekkir 76 Óspektir og óknyttir 30 Svik og falsanir 27 Innbrotsþjófnaðir 13 Flakk, útivistir og strok 10 Misþyrming á dýrum 3 Lauslæti og kynferðismál 3 Ölvun 3 Afbrot alls 701 Eftir aldri barnanna skiptust af- brotin þannig: 6 ára börn frömdu 12 afbrot 7 — — — 26 — 8 - — — 15 — 9 - — — 31 — 10 - — — 58 — 11 - — — 27 — 12 - — — 98 — 13 - — — 32 — 14 - — — 270 — 15 - — — 78 — 16 - — — 54 — Aús 701 afbrot Það er sannarlega íliugunarvert, að ekki slætri bær en Reykjavík er, skuli eiga nálega 260 afbrota- börn á aldrinum 6 — 16 ára. Og það er þá jafnframt meira en tími til kominti, að farið sé að rann- saka, hverjar séu orsakir þessa á- stands, og hvað gera skuli til að ráða bót á því. Það er augljóst mál, að enda þótt ástæður til af- brotanna séu mjög mismunandi og sum þeirra stafi e. t. v. af ung- gæðishætti fremjandans og hafi verið stjórnað af öðrum, munu ýmsir af þessum unglingum eiga eftir að verða þjóðfélaginu til mik- illar byrði, ef mál þeirra eru tekin vettlingatökum, Fyrir ári síðan ritaði einn af kennurum barnaskólans í Reykia- vík, Aðalsteinn Sigmundsson, grein um þetta vandamál, er hann nefndi Borgarbörn. Telur hann sterk rök hníga að því, að börn í Reykjavtk og öðrum fjölmennum stöðum hér á landi sétt »villtari, minna tamin og lakar siðuð en gerist í bæjum annarra Norðurlanda*. Telur hann það vekja athygli, hve miklu meira beri á börnum á götum úti og annarssfaðar á almannafæri í bæj- um hérlendis en annarsstaðar á Norðurlönditm, Hér sé það mjög algeng sjón, að börn séu að leik- um á götum úti, knattleik á fjöl- förnum götum, »paradís« á gang- sléitum eða hangi aftan í bílum og öðrum faraitækjum. Þannig alist þau beinlínis upp við að brjóta lög og reglur, og lærist því ekki að hlýða þeim. Áslæðan til þessa sé fyrst og fremst leikvalla- skortur, en að öðru leyti sé ástæð- an sú, að mæður barnanna eða foréldrar, sem oft séu uppalin í sveit, hafi í uppvexii sínum notið fulls frjálsræðis úti við og ekki verið háð stöðugu eftirliti hinna fullorðnu Foreldrat barnanna geti sér því ekki grein fyrir þeirri hættu, að ala þau upp á útigangi í borg- arlííinu. Þetta telur höfundur sL.fa af því, að svo ör hafi vöxlur ís- lenzkra bæja orðið, að þeim hafi ekki unnist tími til, — og eigi því eftir — að skapa sér sína bo-gar- menningu Aðrir uppeldisfræðingar og kenn- atar, sem um þetta efni hafa rilað, hafa komist að samskonar niður- stöðu um orsakirnar til afbrota borgatb .rnanna. En unglingaaf- brotin má oft rekja til atvinnuleys- isins, sem oft tekur við, er bama- skó!anuin sleppir Það' hefir löngum vctið talið bezla bjargráðið viðkonandi af- b otabömunum, að koma þeim í sveil, og iáta þau dveljast þar á góðum heirnilum Oetur verið, að slíkt sé oft bjargtáð, en ekki er líklegh að slík börn hafi holl áhrif á börnin, er þau umgangast í sveitinni. Ef afbrotabörnin eiga ekki að valda andlegri »sýkingu« í sínu utnhverfi, verða þau að dvelj- ast á barnlausum heimilum og í strjálbýli. Og eftir því, sem nýj- ustu tölur um fjölda slíkra barna benda til, mun ekki Iíða á löngu, áður en sveitirnar fá nóg af að veita þeim móttöku. Það er því áreiðanlega tími til kominn, þótt raunalegt sé við að kannast, að koma upp einhverri stofnun fyrir þessi vandræðabörn, þar sem þau eru daglega háð hollum uppeldisáhrif- um og aga við leiki og stötf. Vangæf börn og vanþroska þurfa annarrar umsjár og tilheyra öðrum stofnunum. En það er skylda þjóð- félagsins að taka þetta vandamál föstum tökum. Hér þarf meiri að- gerða en að senda afbrotabörnin »í sveit«. Listsjfning. Hirin fjölhæfi og gáfaði listamaður Magtrús Á. Árnason opnar nú um mánaðamótin listsj'mingu f Zíon. Verða þar tíl sýnis 125 málverk og teikningar eftir hann og frú hans Barbara Moray Williams, sein einnig er frábær listakona. Höfðu þau hjón sýningu hér fyrir 2 árum síðan, er vakti mikla athygli. Hér veröur eingöngu um nýjar myndir að ræða. Dvöldu þau hjón í Eng- landi í fyrrasumar og máluðu þar allmargar myndir. Framan aí yfir- standandi ári voru þau í Vestmanna- eyjum og máluðu þar nokkrar myndir, en fóru í vor norður um latjd til Siglufjarðar og máluðu á leiöinni í Norðurárdal í Borgarfirði, Húnavatnssýslu, Skagafirði og Fljót- um. Auk landslágsmyndanna verða sýndar andlitsmj-ndír og barnateikn- ingar. Allir, sera listum unna, ættu að skoða þessa sýningu, Heimdallur nefnist blað, sem félag ungra Sjálf- stæðisrr.anna í Reykjavík er nýfarið að gefa út. Blað, með sama nafni, gaf félagið út um eitt skeið, fyrir nokkrum árum, og er hér því raunar um framhald þeirrar blaða- útgáfu að ræða. Ritstjóri er Jóhann Hafstein erindreki. í ávarpi, sem fylgir blaðinu úr hlaði, er komist svo að orði »Öllutn er Ijóst, að þjóðlííi ís- lendinga stafar hætta af því ástandi, sem nú ríkir í landinu. Líf línllar þjóðar er viðkvæmt fyrir snertirigu framandi afla, sem eru lcomin i nábýli við það. Blaðinu Heimdalli cr nú ætlað’ að vera vettvangur æskunnar til varnar í þessum efn um Því er ætlað að glæða og efla tilfinningu, trú og traust á framtíö íslei zks þjóölífs«.., Aðalgrein blaðsins nefnist »Gró- andi þjóðlíf*, eftir ritstjórann, L.H. ritar um afstöðu almennings til NYJA BIOl Fösludagskvöld kl. 9: Katia - ástmey keisarans Stórfengleg frönsk kvikmynd um ástir ALEXANDERS II. Rússakeisara og hinnar fögru furstadótlur KATHARINA DOLOOROUKI. Aðalhlutverkin leikur frægasta leikkona Evrópu: Danielle Darrieux og John Loder. Hinar sögulegu staðreyndir að baki þessari ágætu niynd etu þær, að Alexander II. var f raun og veru leyniiega kvænl- ur Katharine Dolgorouki og fór sú athöfn fram skömmu eítir dauða keisarad'Ottningar- innar 3 júní 1880. En áður höfðu þau eignast þrjú börtt. 4— Myndin er afar viðbutðatík og listavel leikin. Laugardagskvöld kl. 9; Kapphlaup um fréttir. Sunnudagskvöld kl. 9: Katia - ástmey keisarans Sunnudaginti kl. 5 l Brosan di meyjar. Niðursett verð! Síðasta sinn ! erlends setnliðs, og enn eru þar smágreinar undir fyrirsögninni Á torginu og fjalla þær um ýms vanda- mál, er komið hafa í ljós í höfuð- staðnum í sambandi við setuliðið og Reykjavíkuræskuna. Er blaðið í heild góð hugvekja til þess æsku- ly^ðs, sem enn ekki hefir öðlast næg'legan siðferðisþroska til þess að geta umgengist útlendinga, án þess að vanzalaust megi teljast fyrir íslenzku þjóðina.

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.