Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 30.08.1940, Blaðsíða 3

Íslendingur - 30.08.1940, Blaðsíða 3
ISLENDINGUR 3 >o<rz>o< Innilegt þakklœti voita ég öllum vinum mínum og kunningjum, nœr og fjœr, sem glöddu mig á áttrœðisafmælinu með heimsókn- um, blómum, gjöfum og skeylum. Guð blessi ykkur öll. fónatan fóhannesson Aðalstrœti 28, Akureyri. Hvað kostar að ferðast? Feröalög hafa aukist mjög mikið hin síðari ár á landi hér, einkuná eftir aö bílvegakerfið náði saman á milli landsfjórðunganna. Meðan vegina vantaöi, og engin samgöngu- tæki þekktust nema hesturinn, voru ekki aðrar ferðir farnar, en þær sem nauðsynlegar þóttu. svo sem: vöruferðir, skreiðarferðir og grasa- ferðir, að ógleymdum kirkjuferöum og fjárleitum. En síðan bifreiðarn- ar komu til sögunnar, er fólkiö á sífelldu ferðalagi landshornanna á milli frá vori til hausts, stundum vegna atvinnu sinnar, en oft sér til fróöleiks og skemmtunar. Feröa- félög, felag fjaUamanna og farfugla- deildir hafa risið upp og námsíeröir þykja nú sjálfsagðar viö skólana. Og þegar snjór vetrarins leggst yfir vegina og varnar hinum •vélknúðuc farartækjum að komast leiðar sinnar, hefjast skíðaferðir upp um fjöll og firnindi. Ferðalög með bifreiðum verða ætíð kostnaöarsöm, og mætti því fljótt á litið ætla, að skynsamlegast væri að ferðast gangandi um landið með tjald og nesti, hvílupoka og feröaprímus á bakinu, og spara sér þar með fargjöld og gistingarkostnað. En það mun fljótt koma í ljós, aö kostnaöurinn við slíkt feröalag er eigi lítill. Eg var fyrir nokkrum dögum að virða fyrir mér vörur til feröalaga í glugga stór verzlunar einnar, þar sem verðmiðar voru íestir við hverja einstaka vörutegund. Eg skrifaði hjá mér. hvað mig vant aði af vörum þessum, ef eg hygði til göngufarar út á landiö. Og eg átti kost á að fá sokka og skó, peysu, stakk og buxur, teppi, bakpoka, hvflupoka og tjald. Þetta allt kostaði 272,50 krónur, en þá átti eg eftir aö fá mér prímusinn, ýms nauðsyn- leg áhöld og allt nestið. Hvorki átti eg heldur sjónauka eöa mynda- vél, en slíkir hlutir þykja einnig æskilegir á ferðalöguin. Fannst mér þessi athugun íyllilega leiða í lj<js, að efnahagur minn þyldi ekki, að ég færi að hugsa til ferðalaga. En það er nauðsynlegt að hreyfa sig, og sá sem ekki ferðast hefir gott af aö iðka íþrótlir. En það er líka kostnaðarsamt, Hvað kostar skíða búningur, ásamt skíðurn og Atöfum, áhöld lil tennis- og golf iðkana o. s, frv.? Eg hefi ekki reynt að reikiia það, en mér óar við þeirri fjárupphæð, sem sum heimili bæj- anna þurfa að leggja fram til þess að æ^kan geti iðkað skíða og skauta- iþróttir á vetrum og stundað íþrótt- ir og feröalög á sumrum t*ví nú heimUr tizkan sérstákan útbúnaö í hverri grein og í henni vilja ung- ir og gamlir tolla. __________ Jo. Æska oy dans. Nú þegar tekur að hausta og í hönd fer sá tíminn, sem félög bæj- arins nota sér til fjáröflunar með hlutaveltum og dansleikjum, virðist rétt að hugsa ofurlítið um þessi mál og það gjörsamlega óviðunandi og ég vil segja einstæða ástand sem hér ríkti í bænum í þeim síðastliöinn vetur, Félög bæjarins eru flest góögeröa- eða íþróttafélög, sem hafa enga styrki til starfsemi sinnar, Engínn neitar því, að þau eigi fullan rétt á sér og störf þeirra sé bænum til hins betra. Fé til starfseminnar geta þau aðeins feng- ið með einu móti (fyrir utan árgjöld félagsmanna, sem venjulega hrökkva mjög skammt), meö dansleikjum, hlutaveltum og kvöldskemmtunum. Kvöldskemmtanir eru venjulega ílla sóttar af unga fólkinu, en það þyrpist í þess staö til dansleikjanna Æskan vill skemmta sér með dansi. Surnir líta á dansinn eins og ein- hverja ósiðmenningu, en eg byst við að þeir hinir sömu séu bara búnir að gleyma þvi, þegar þeir hér áöur sjálfir snérust eins og skopp; arakringlur eftir harmónikutónunum. S. 1. haust tók lögreglan hér upp þá reglu að banna »opinbera« dansleiki í bænum. Ástæðan mun hafa verið óeirðir sárafárra ölvaðra manna þá undanfarið. Fyrir örfáa ölóða ófriöarseggi átti að hegna fleiri tugum eða hundruðum frið- samra sveina og meyja með útilok- un frá uppáhaldsskemmtun þeirra, Ráðlegra lieföi virzt að útiloka ófrið- arseggina. En félögin þurftu eins og áður að afla sér fjár og fólkið vildi skemmta sér. Það kom því fljótt í ljós, að þetta hafði verið mjög óheppileg ráðstöfun. Dansklúbbar (auðvitað allir ólöglegir) voru stofnaðir, hver eftir annan. Meira aö segja Mæðra- styrksnefndin varð, að því er eg bezt man, aö stofna dansklúbb til fjáröflunar. Fiest öll félög gerðu þetta, og dansað var eftir sem áður. Auð- vitaö vora þetta í sjálfu sér opin- berir dansleikir. Regla þessi virtist því aðeins sett til að brjóta hana. Á sama tíma komu í útvarpinu á hverjum degi auglj^singar frá Reykja- vík og öðrum kaupstöðum landsins um opinbeia dansleiki og virtist Akureyri vera eini bærinn, sem væri í algeröu öngþveiti í þessum málum. Er æskulýður Akureyrar þetta meiri skrælingjar, en íbúar annarra kaupstaða landsins? f’ví á ég bágt með að trúa. Heldur vil ég kenna það misskilningi lögregl- unnar í málinu. í framtíðinni virðist eðlilegt, að Akureyrarbúar sitji við sama borð og aðrir kaupstaðir í þessum mál- um. Féiög bæjarins verða að afla sér ijár, og unga fólkið vill dansa. Forráðarnönnum dansleikja í sam- komuhúsi bæjarins hefir verið gert að skyldu að hata tvo öfluga dyra- verði (enn einn kostn iðarliður á ágóðann til góðgerðastarfseminnar) og allir hafa gert það. Jafnframt virðist hluti af næturlögreglunni ekki ver settur þar, en sð hfma kvöldlangt utan við hótelin hér í bænum, þau er hafa kvöldveitingar og dans. Að fjölda félaga og friðsams fólks, sem á fullan rétt á að skemmta sér, verði að blæða fyrir örfáa öl- óða vitfirringa, sem lögreglan ef til vill helzt vill losna við að þurfa með í »Steininn«, nær ekki nokkurri átt. Þá fáu sem svo haga sér á að skrifa upp á lista og útiloka frá dansleikjúnum, en leyfa þeim friö- sömu að skemmta sér, eins og við- gengst í öllum öðrum kaupstöðum landsins. Að endingu mætti líka benda á annað. Úr því að hér er leyfilegt að loka Áfengisútsölunni fyrirvara- laust um stundan-akir, (það er sjald- an eða aldrei gert í Reykjavík, Við Akureyrarbúar erum þetta minna siðaðir, að þess skuli þurfa) er þá ekki leyfilegt að loka henni alveg eða í það minnsta allt haust- ið. því þeir, sem spellin vinna á dansleikjum hér, hafa venjulega sótt undirstöðuna þangað. Einn af fjöldanum. Frá einum lesanda hefir blað- inu borist eftirfarandi: Það var fyrir löngu — fyrir aldamót — að síglingar hingað voru aðeins á vorum og haustum. Eldri menn muna þaö, er ávextir komu — glóaldin í vorferð en epl- in í haustferð. Börn og unglingar glöddust og þeir kaupmenn (þá ekki komin kaupfélög), sem betur máttu, voru þá oft til með að gefa ávextina, einkum vegna þess, að þeir þoldu ekki geymslu. Löngu síðar, sérstaklega eftir 1925, kom svo hið mikla tímabil framfara og atgerða: Sauðnaut, karakúlfé m. m. og fjárpest innflutt, síðar minkar — og sleppt — en innflutningur ávaxta bannaður, Her- mann predikaði jarðepla- og berja át — Nú eru Englendingar komnir og hafa eplin. Hefir mátt lfta ungar stúlkur og menn ganga nagandi þau á götunni, er enskurinn hefir vorið »ilott* — en á fýrstnefndu tímabili þóttí ekki >fínt* að fullorðn- ir gengju étandi um göturnar. Væri nú ekki tími til kominn, að hæita þessum yfirdrepskap og leyfa landsmönnum sjálfum að fá aö mh'r.sta kosti hið hollasta af þvi, sem útlendingar geta leyíl sér að nota í voru landi? Noröangrarð gerði hér um síð- ustu helgi. Snjóaöi niöur f miðjar hh,var aðfaranótt mánudagsins. Næturfrost hafa veriö nú í vikunni, og er farið að sjá' á kartöflugrasi, Veöur fer nú aftur batnandi daglega. Uslsýninp opnum við í „ZION“ sunnudaginn 1. september. Opin daglega kl. 1 — 9 e. h. Barbara Moray Williams. Magnús Á. Árnason. Berjaferðir í Hörgárdal á sunnu- daginn kl. 9 og kl. 1 Biíreiðastöð Oddeyrar. Ullargarn tekið upp á mánudaginn. Margar tegundir. Verzl. Eyjafjörður. Tvo háseta vantar á reknetabát, og síðar á þorskveiðar — á S:glufirði nú þegar. Upplýsingar á Vinnuniiölunarskrifstofunni. „Stundin“ er komiri. ÖXULLINN. Eggert Stefánsson söngvari hélt konsert í Nyja Bíó á mánudagskvöldið. Á söngskrá voru mestmegnis íslenzk lög. Að sókn var fremur dauf en undir- tektir ágætar. Varð söngvaiinn að endurtaka nokkur lögin og syngja aukalög. Robert Abraham aðstoöaði eins og á fyrri konsertinum. Stríðsskattar Norí.nanna I Noregi hefir þýzka herstjórnin tilkynnt, að Norðmenn yrðu á næst- unni að greiða 200 miljónir króna til a5 halda þýzka hernum uppi í Noregi, en áður hafa Norðmenn fengið að greíða 360 miljónir til hins sama. Hafa af þessum orsök- um verið kunngjörðar stórkostlegar nýjar skattahækkanir i Noregi. Kirkjan. — Messað á sunnudag- inn klukkan tvö á Akureyri. Munið eftir minni igarspjöldum Gamalmenna hælissjóðs Akureyrar. — Fást hja Þorst. Thorlacius og Guðbirni Bjömssyni.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.