Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 06.09.1940, Blaðsíða 2

Íslendingur - 06.09.1940, Blaðsíða 2
ISLENDINGUR Stríðið ársgamalt. Stríðið er nú búið að geisa rúmt ár, Hinn 1. september 1939 réðst þýzki herinn inn í Pólland og 3. sama mánaðar sögðu Bret- land og Frakkland Þýzkalandi stríð á hendur og síðan samveldislönd B eta hvert aí öðru. Síðan hafa margir atburðir gerst og miklir. Hver smáþjóðin eftir aðra hefir orðið að horfa á, hvern- ig slyrjaldar þjóöirnar fótumtróðu hlutleysi hennar og sjálfstæði, Og í skjóli styrjaldarinnar hefir víðáltu- mesta og fjölmennasta ríki álfunnar gleypt hvern lanc'skikann eftir ann an frá nágrannaþjóðunum, — stund- um land þeirra allt. Pýzkaland hefir lagt undir sig hálft Pólland og meginhluta Frakk- lands, en auk þess Noreg, Dan- mörku, Holland og Belgíu. Rússar hafa lagt undir sig 3 Eystrasalts- ríkin, hálft Pólland og sneiðar af Rúmeníu og Finnlandi. ítalir, serr, fóru í stríðið með Pjóðverjum í júní s. I. hafa lagt undir sig brezka nýlendu við suðurenda Rauða hafs (Brezka Somaliland) og Bretar her- numið ísland og Færeyjar. Oi í dag er stríðið í algleym- ingi. Flugsveitir Pjóðverja koma á fárra stunda fiestí inn yfir Eng- land, og sprengjurnar dynja á hús- um, ökrum og engjum eins og haglél. Betar svara með loftárás- um á þýzkar borgir og bæi. Loft- flotarnir líkjast fuglageri, en af jörðu neðan er skotið á hópana af lottvarnabyssum, og einn og einn >fugl< hnígur vængbrotinn eða helsærður til jarðar. En slóðirnar eftir hinn járnaða hæl hermennskunnar liggja víða um hina »menntuðustu« álfu heims- kringlunnar. í löndum, sem alit kapp lögðu á að vera hlntlaus í þessum ægilega djöfladansi, hefir fegurstu bæjum verið umhverft í brunarústir. Að náttarþeli hefir verið læðst inn í lönd, sem ósk- uðu sér friðar, og íbúunum heilið afarkostum, ef þeir ekki kysstu á vönd kúgarans Og tilraunum þeirra til að víkja frá sér hinum Lögregla bæjanna aukin. Það hefir verið ákveðið af ís- lenzku ríkisstjórninni, að lögreglan í bæjum þeim, sem brezka setuliðið er fjölmennast í, verði aukin, svo að einn lögregluþjónn komi á hverja 500 íbúa, en bseir þessir eru: Reykjavík, Akureyri og Hafnar- fjörður. í Reykjavík verður 16 lög reglumönnum bætt við, en þar hafa nú verið 60 undanfarið. Auk þess verður skipaður lögregluþjónn á Sauðárkróki, en þar hefir enginn verið áður. Hvenær þessi aukning kemur til framkvæmda er enn ó- víst, en sennilega mjög bráðlega. R(kið ber allan kostnað hinnar nýju lögreglu, • Þessi akvörðun ríkisstjórnarinnar mun mælast vet fyrir og þykja fylli- lega tfraabær. óboðnu gestum hefir verið svarað með eldi og eyðilee;gingu. En víða hafa andlegir ættingjar Efialtes- ar hins gríska staðið í þjónustu hinna óvelkomrtu gQsta og greitt götu þeirra- Fyiir ári síðan mun fáa hafa ór- að fyrir, hversu nú er umhorfs í Evrópu. Og hver treystir sér til að segja fyrir, hvernig þar verður umhorfs að ári liðnu? Verður stríðinu lokið, — og ef því verður lokið, — lýkur því þá með sigri lýðræðisaflanna og endurheimtu sjálfstæði smáþjóðanna, sem nú bíða úrslitanna í fjötrum? Sú skálmöld, sem nú ríkir í Evrópu, hefir ef til vill ekki enn hálfnað sitt skeið. En hvenær henni lýkur og hvernig henni líkur, verður ekki reynt að svara hér. Síldarmjöl ódýr- ara en í fyrra. Nýlega hefir ríkisstjórnin ákveðið iananlandsveið á síldarmjöli. Verður það 25 krónur pokinn á Siglufjarðar- höfn. í fyrra var verðið 28 krónur fyrir pokann. Er þetta 25 króna verö miklu lægra en það. sem Bretar greiða samkv. afuröasamn- ingnurn við þá, en nú er svo komið, að búið er að framleiða nokkru meira mjöl en þeir kaupa. Um sölu á því sem framyfir er, er allt í óvissu, og a m, k. engar líkur til að það seldist fyrir hærra verð, en það sem ákveðið hefir verið í inn- anlandssölu. Kemur bændum það vissulega vel, að unnt hefir veriö að stilla mjölverðinu svo mjög í hót, því víða um l&nd hefir heyskapur gengið ílla vegna óþurrka. Eru hey því með lélegasta móti og þess vegna mikil þörf á fóðurbætisgiöf með þeim. Munu síldarmélskaup bænda því aðlíkindumveröamikilíhaustogvetur, Frá síldveiðunum. Um helgina síðustu var bræðslu- síldaraflinn orðinn 2,335 milj. hl. en var á sama tíma í fyrra 1,145 milj. hl. Saltsíldin var nú 80323 tunnur en í fyrra 215410 tn. Hæstan afla í flotanum hafði Tryggvi gamli (26416 mal). Af línuveiðurum var Ólafur Bjamason langhæstur. Hafði 22150 raál í bræðslu og 155 tn. í s?lt, Hætti hann um sömu mundir síldveiðum, og mun hásetahlutur skipsins vera um 5000 krónur. Að sjálfsögðu er svo hár blutur á svo ~ skömmum tíma algert einsdæmi. Loftvarnanefnd. Samkvæmt heimild í bráðabirgða- lögum' um loftvarnaráðstafanir, er ríkisstjórnin gaf út 2. ágúst s, 1, hefir bæjarstjórn Akuieyrar kosið í loftvarnanefnd þá Gunnar Schram símastjóra og Árna. Jóhannsson gjaldkera. Lögreglustjóri er sjálf- kjörinn formaður nefndarinnar, samkv. sömu lögum. Kvenfélag Akureyrarkirkju hef- ir beðið blaðið að færa bæjarbú- um beztu þakkir fyrir rausnarleg- ar gjafir, góðar undirtektir og alla aðstoð við hlutaveltu kirkjunnar. Auglý$ÍDf£. — í hinum mikla leiðangri Ferðafélags Akureyrar, dag- ana 3.—7. Agúst-mánaðar síðastl., til Herðubreiðar, Öskju og Dyngjufjalla, varð Oddur Björnsson afleiðis og einu síns liðs fullan sólaihring fararinnar. Varð hann þá fyrir því óhappi, að glata silfur-reknum og gulli sleignum göngustaf, með stálteini hið innra, en að mestu úr hvalskíði hið ytra. Nafn eigandans er grafið á gullplötu, ofantil á stafnum. — Góð skilalaun lofast finnanda, hvort sem fyrr eða síðar finntst kynni, til dæmis af fjárleilarmönn- um í haust. — Stafurinn getur hafa orðið eftir í einhverri klettaklauf. Hugarórar Alþýöum. Alþýðumaðurinn síðasti gerir kola- verðið hér að umtalsefni, en hefir sjáanlega ekki hirt uru að afla sér upplýsinga um það má) áður, svo öll skrif hans um kolaverðið verða hugarórar einar, Telur Alþ.m. unnt að fá nóg af kolum fyrir 9C krónur smálestina, enda hafi þau verið seld það í nágrenni bæjarins. En kol þau, er síðast komu hingað til kola verzlana, með s. s. Norco, kosta hingað komin nokkuð yfir 100 kr. tonniö, og er þó ekki vitað, að nokkurt skip hafi iengið lægri kola- fragf til íslands. Geti Alþ.m. fengið kol Jyrir 90 kr. smálestina, þá get ur ekki verið um að ræða nema af- gang af farmi, sem eigandirín vill losna við og selur undir kostnaðar- verði. Þá talar Alþ.m. um, að Verðlags- nefnd stingi 40 kr, hagnaöi af kola- tonni að Axel Kristjánssyni. Hefði blaðinu verið sæmra að kynna sér verðjöfnunarfyrirkomulagið, áður en það hleypur með. slíka vitleysu. Verð iöfnunin nær til allra kol* hér á staðnum, og hagnaðurinn af sölu nyju kolanna hjá hverri kolaverzl- uninni sem er, er látinn ganga til að lækka verðið á kolum þeim, sem fyrir voru í bænum. Verðjöfnunin gengur jafnt yfir allar 3 kolaverzl- anir bæjarins, þannig að engin ein þeirra hefir meiri hagnað af sölu hverrar smálestar en önnur. Petta hefði Alþ.m, getað fengið að vita, með því að snúa sér til ein- hverrar kolaverzlunar bæjarins eða Verðlagsnefndar eftir upplýsingum áður en hann tók að bollaleggja um gróða Axels Kristjánssonar af sölu hinna nýkomnu kola. Börnin komin úr sumardvöl. Landamærin breytasi l?að er engin nýlunda, að landa- mæri EvropuríKJa færist úr stað hin síðari ár. Hefir ekki sízt kveöið rammt að sliku á yfirslandandi ári, Einkum hefir eitt ríki, sem enn hef- ir tekist aö halda sig utan við styrj- öldina, orðið hart úti (að Eystrasalts- löndunum undans.kildum) en þetta ríki er Rúmenía. Á þessu sumri lögðu Rússar undir sig stór svæði af landinu: Bessarabtu og Norður- Bukovina, og þótt Rúmenum þætti súrt í brotið, létu þeir kúgast af hinu stóra herveldi. En er Rússar höfðu innlimað þessi tvö fylki, koma landakröfur á hendur Rúm- enum frá Ungverjum og Búlgurum. Leit þá all-ófriðlega út á Balkan- skaganum, svo að Þjóðverjar og ítalir tóku að sér aö leysa deiluna. Komu þeir von Ribbe.ntrop og Ciano greifi saman ásamt fulltrúum Rúmena og Ungverja og kváðu upp þann úrskurð, að Ungverjar skyldu fá meira en helming Transsylvaniu. Rúmanska stjórnin beygði sig fyrir þessum dómi, en mikil óánægja og ólga er ríkjandi meðal rúmenskra bænda yfir þessum úrskurði. Ung- verjar eru heldur ekki sem ánægð- astir, því þeir vildu fá s/4 hluta Transsylvaniu. Hafa Þjóðverjar tek- ið að sér að ábyrgjast hin nyju landamæri Kúmeníu. I gær var rúmenska þingið af- numið og Antonescu hershöfðingja falið einræðisvald. Mun hann ætla að bæla alla ólgu niöur með valdi. Karol konungur hefir sagt af sér en sonur hans tekið við konung- dómi. ALLIR LOFA Um þessar mundir eru þau kanp- staðarbörn, sem dvalið hafa á sumarheimilum í sveit, að koma ^ heim aftur. Komu börnin frá Hrafna- gili og Laugalandi heim um helgina siöustu. Hafði þeim farið vel fram þenna dvalartíma í sveitinni, og hefði sá tími gjarna mátt vera lengri, þar sem skölar munu nú hefjast nokkrum vikum síðar en undan- farin ár. Smábarnaskóli. í síðasta biaöi auglýsti ungfrú Guðiún Þorsteins dóttir smábarnakennslu. Mun skóli hennar taka til starfa um miðjan. þenna mánuð. Ungfrú Guðrún hefir síundað nám við Kennaraskól- ann og lauk tnjög góöu prófi þaðan s. 1. vor. Hefir hún því tileinkað sér nýjustu starfshætti og tækni við kennslu smábarna. O. J. & K. KAFFl. Fæst í næstu búð.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.