Íslendingur

Ataaseq assigiiaat ilaat

Íslendingur - 27.09.1940, Qupperneq 1

Íslendingur - 27.09.1940, Qupperneq 1
Ritstjóri og afgreiðslum.: Jakob O. Pétursson, Fjólugötu 1. Sími 375. Pósthólf 118. XXVI. árgangur. Akureyri, 27. september 1940 tölubl. Fyrir skömmu síðan komu skólastjórar framhalds- og héraðsskóla landsins auk nokkurra stær.stu barnaskólanna saman á fund í Reykjavík til að ræða nýtt vandamál: umgengni skólaæskunnar við setuliðið. En það mál mun öllum koma saman um, að nauðsynlegt hafi verið að taka til rækilegrar íhugunar, því dvöl erlends hers í landinu er nýtt, áður óþekkt fyrirbrigði, sem mjög mikið veltur á, að skólaæskan hafi heilbrigða afstöðu til, en á það hefir víða þótt skorta hingað til. Eftir rækilegar um- ræður um þetta vandamál gáfu skólastjórarnir út ávarp til ís lenzku þjóðarinnar, og fer það hér á eftir: A varp til íslenzku þjóðarinnar. Undirritaðir skólastjórar, er að tilhlutun kennslumálaráðherra hafa komið saman í Reykjavík, til ráða- gerða um þau vandamál, er sökum hertökunnar steðja að skólum og æskulýð landsins, beina eftirfarandi orðum til þjóðarinnar og einkum til foreldra og vandamanna skóla- nemenda. Nærfellt ö!d hefir íslenzka þjóð- in barizt fyrir fullkomnu sjálfsfæði sínu og menningu, efnalegri og andlegri. Þótt stjórn og þing hafi lýst yfir ævarandi hlutleysi voru, hefir erlendur her sefzt að í land- inu, Stjórn hinnar brezku þjóðar, sem knýtt er frá fornu fari vináttu- böndum við ísland, hefir hátíðlega lýst yfir því, að frelsi íslands og sjálfstæði skuli virt og herliðið sent heim jafnskjótt og friður verður saminn. Islendingar hafa enga ástæðu til þess að efast um, að þetta loforð verði efnt. En allt um það ber oss að vera á verði og gæta í hvívetna sæmdar þjóðar vorrar. Þessi skylda hvílir ekki sízt á forráðamönnum skólanna, er búa eiga hina uppvaxandi kyn- slóð-undir framfíðina. Sambýli lítillar, hernumtnnar þjóð- ar við fjölmennan erlendan her, hlýtur jafnan að hafa margvíslega hættu og örðugleika í för með sér, Viljum vér því brýna fyrir nemend- um og foreldrum eða vandarnönn- um þeirra nokkur atriði, er vér teljum mikils virði. Vér lítum svo á, að íslendingum beri að gæta sem mestrar varúðar f allri framkomu við hið erlenda setulið. Vér teljum nauðsyn til að setja reglufy nákvæmari en áður, um starf skólanna og framkomu nem- enda. Verða þær birtar í skólun- um, er þeir taka til starfa. Vér teljum nauðsynlegt, að skólanemendur haldi skemmtanir sínar og aðrar samkomur algerlega út af fyrir sig. Vér teljum æskilegí, að reistar verði skorður við útivist barna og unglinga í kaupstöðum. Höfum vér gert tillögur um það til' ríkis- stjórnarinnar. íslendingum ber að sýna full- komið hlutleysi í framkomu sinni, vera kurteisir en þó einarðir, í þeim viðskiptum við setuliðið, er ekki verður komizt hjá, er mikils virði, að æskulýð landsins sé bent Enda þótt fátt gæti talist til meiri öfugmæla en það, að segja að nú- lifandi kynslóð hafi farið varhluta aö stór-viðburðum, eru þó fæstir þeirra þess eðlis, að ástæða sé til, í framtfðinni, að öfundast við okkur þeirra vegna, Eigi að siður hafa þó slíkir atburðir gerst á okkar dögum á ýmsum sviðum, og ekki hvað síst því listræna. Því að svo ,ná kalla að okkar kj'nslóð sé sú fyrsta, í þessu þjóðíélagi, sem skýt- ur út frjóöngum á sviði listanna, að orðsins list einni undantekinni. Far hafa, einkum á síðari árum, gerst þeir hlutir sem þjóðin má vel við una, þar sem fram hefur komið listafólk, sem getið hefur sér góö- an orðstír, og það jafnvel á heims mælikvarða, Að vísu má með nokkrum rökum segja í þessu sambandi, að hér hafi oltið á ýmsu, og kannske ileiri ver- ið kallaðir en útvaldir, er slíkt eðli- legt, og ekki sfst sé þess gætt, að sú gagnrýni (critic) sem íslenskt listafólk hefur átt við að búa til þessa, og á enda enn, mun vart eiga sinn líka i víðri veröld, þar sem vegna hlutdrægni og kotborg- araháttar heíur þráfaldlega verið hrópað hæst fyrir því sem síst skyldi, en hitt, sem meira var um vert jaín gjarnan ofsótt með ónöksluddum sleggjudómum eða fyrirlitið meö þögn og tómlæti. Er það jafnvel furðulegt, að slíkri endemis gagn- rýni skuli ekki hafa tekist hvor- á, að virðing þjóðarinnar, sæmd skólanna og sómi hvers nemanda er í hætfu, ef út af er brugðið. Er því meirí ástæða til að minna á þefta af því, að riokkrar misfelluV hafa orðið á um þessi efni. Verð- ur tekið hart á því, ef skólanem- endur gerast sekir um ókurteisi eða skort á háttprýði, Frelsið er dýrmætasta hnoss hverrar þjóðar. Því aðeins getur þjóð vor vænzt að öðlast það aft- ur, að hver og einn geri sig þess maklegan með framkomu sinni, og missi aldrei sjónar á baráttu þjóð- arinnar á undanförnum áratugum, né heldur á því markmiði, er allri þjóðinni ber að keppa að. Undirritaðir forráðamenn skól- anna h“ita á liðsinni allra góðra íslendinga að stuðla að því, að halda heilbrigðuní þjóðarmetnaði vorum vakandi og styðja viðleitni vora að glæða með æskulýð lands- ins drengilegt viðhorf við lífinu og viðfangsefnum þess og trú á fram- tíð þjóðarinnar og þegnfrelsi. tveggja, aö hundrota viðleitni lista- fólksins ogsmekk almennings. Að svo er ekki, má vafalaust þakka þeim fáu gagnrýnendum, sem tekið hafa á málunum með skilningi og samúð í stað fjandskapar eða smjaðurs, og svo þeirri sígildu staðreynd, að >borgir falla ekki fyrir stóryrðum'. En augljós sönnun þess, að slíkt hefur ekki tekist, eru m. a. tveir ný-afstaðnir hljómleikar, sem þeir Árni Kristjánsson pfanóleikari og tíjörn Ólafsson riðluleikari héldu hér á Akureyri, við ágætan orðstír og allsæmilega aðsókn. Skeðu þar, með þriggja daga millibili, stór-við- burðir í músik lífi þessa bæjar, sem ánægjulegt var upp að lifa. Fví að hér eru þjóðinni tvímælalaust tveir upprennandi snillingar í hefm- inn bornir. Að dæma sérstaklega um með- ferð þeirra á hinum ýmsu viðfatigs- efnum er mér að ýmsu leyti ofvaxið, einkum méð tilliti til þess, að eg er sumum þeirra lítt kunnugur, því að til þess að gagnrýna listrænan flutr- ing, að svo miklu leyti sem það er hægt, verður maður blátt áfram að kunna það, sem flutt er. í þessu sambandi skiptir það því litlu hvað eg kynni að segja, heldur hitt, hvað hver cinstakur hlustandi bar þar írá borði, því listin talar, og d að tala, 1'yrsl og fremst, að eg ekki ákveði, eingöngu til hjartnanna, Og það gerði hún á umræddum hljóm- leikum, a, m. k. allstaðar þar sem nyja mo Föstudags- og sunnudags- kvöld kl. 9: Fallinn engill Tal og hljömmynd i 10 þátt- um. Aðalhlutverkin leika: fames Stewart og Margaret Sullavan, leikkonan fræga úr myndinni >VINIkNIRc. Hrífandi og skemmtileg mynd. Aukamjmd; Sunniidagsliljómleikariiir með söngstjörnunum fudy Qarland og Deanna Durbin. Laugardagskvöld kl. 9: Dr. Rftne Tal- og söngvamynd í 10 þátt- um. Aðalhlutverkin leika; Hinn frægi söngvari Bing Grossby og Beatrice Liliie. — Fetta er ósvikin gamanmynd svo skemmtileg, að hláturinn er einvaldur í kvikmyndahúsinu meðan hún en sýnd. Atburð- irnir eru svo skoplegir, að fólk ræður sér ekki. Byrjar mynd- in á því, að fjórir skólabræður hittast í dj'ragarði og verða þar svo »hátt uppi* að jafnvel dýrin blanda sér í grínið. — Mikill og fjörugur söngur er í myndinni eins og búast má við, þar sem Bing Grossby hæst launaði »radio-söngvari* heims- ins leikur aðalblutverkið. Sunnudaginn kl. 5 I # Miss Anieríka (Shirley Themple) I.OO.F, = 1229279 = viðfangsefnin sjálf lögðu ti) nokkurn skerf, Á slíkum hljómleikum sem þessum er það réttmætasti dómur- inn, sem hlustendur kveða upp þegar 1 stað, og eg hefi sjaldan fundið á- kveðnar gert. Fað var hvorki blístr- að né stappað, heldur klappað Ávaip þetla undirrita 29 skólastjórar. — Tveir snillingar.

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.