Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 27.09.1940, Blaðsíða 4

Íslendingur - 27.09.1940, Blaðsíða 4
4 ISLENDINGUR Tilkynning frá Brezku hernaðaryfirvöldin hér á landi hafa talið nauðsynlegt að setja strangar reglur um umferð almennings með ströndum fram á nánar tilgreindum svæðum, þar sem hervörður er hafður. Svæðin eru: a) Strandlengjan frá Borgarfirði til Hafnarfjarðar, að þeim fjörðum meðtöldum, b) Strandlengjan frá Skagafirði til Skjálfanda, að þeim fjörð- um meðtöldum, c) Strandlengjan frá Seyðisfirði til Reyðarfjarðar, að þeim fjörðum meðtöldum og d) Strgndlengjan báðum megin Hrútafjarðar fyrir sunnan Hrútey. Reglna þessara skal gætt á hverjum stað á tímabilinu frá einni stundu eftir sólsetur til einnar stundar fyrir sólarupprás, og þeir sem vanrækja að fara eftir þeim, geta átt á hættu að verða fyrir líftjóni. Myrkurtíminn fyrir hvern mánuð verður auglýstur hinn 1. þess mánaðar, fyrir hvert svæði. Reglurnar eru sem hér segir: I. Á landi: Eftir að skuggsýnt er orðið, má engin umferð eiga sér stað nærri flæðarmáli á ofangreindum svæðum, nenia um greinilega vegi eða gangstíga. Fólk, sem býr á svæðunum og sem þarf að fara nauðsyn- legra erinda á þessum tíma, utan greinilegra vega eða gang- stíga, getur reynt að fá til þess sérstakt leyfi hervarðanna. En mjög áríðandi er, að sérhver, sem nálgast hefir strönd- ina utan þessara vega eða stíga, hafi það hugfast, aðfáihann kall eða bendingu um að stansa, verður hann að gera það tafarlaust. Ella á hann á hættu að verða skotinn í misgrip- um fyrir óvin Breta. II. Á sjó: Á myrkurtímabilinu er umferð bönnuð samkvæmt því sem hér fer á eftir: a) Á svœðinu frá Borgarfirði til Hafnarfjarðar: Ekkert skip eða bátur má á þessu tímabili koma nær ströndinni en 200 metra, að undanskildu því, að umferð á sjó er heimiil til og frá Reykjavík, Hafnarfirði, Akranési og akkerislegunni á Eiðisvík, samkvæmt því, sem tiltekið er í reglum þeim um eftirlitsskip, sem birtar eru hér á eftir. b) Á svœðinu frá Skagafirði til Skjálfanda: 1. Ekkert skip eða bátur má á þessu tímabili koma nær ströndinni en 200 metra, að undanskildu því, að umferð á sjó er heimil til og frá Sauðárkróki, Siglufirði, Ólafs- firði, Dalvík Hrísey, Flatey og Húsavík, og ennfremur til og frá Hjalteyri, meðan verksmiðjan þar starfar að mót- töku og vinnslu síldar. 2. Ekkert skip eða bátur má á þessu tímabili fara suður fyrir línu, sem dregin er í rétt austur frá Hjalteyri. Skip, sem eru komin suður fyrir línu þegar skuggsýnt er orð- ið, verða að fara beina leið til Akureyrar eða Hjalteyrar. Skip mega fara út Eyjafjörð á hvaða tíma sem er, ef þau halda sig fjær landi en 200 metra. c) Á svæðinu frá Seyðisfirði til Reyðafjarðar: 1. Ekkert skip eða bátur má á þessu tímabili koma nær ströndinni en 200 metra að undanskildu því, að umferð á sjó er heimil til og frá Eskifirði og Norðfirði. 2. Ekkert skip eða bátur má á þessu tímabili fara vestur fyrir línu, sem dregin er rétt suður frá verzlunarhúsun- um á Vestdalseyri í Seyðisfirði. Skip, sem komin eru inn fyrir þessa línu, verða að fara beina leið til Seyðisfjarð- arkaupstaðar. Skip mega fara út Seyðisfjörð á hvaða tíma sem er, ef þau halda sig fjær landi en 200 metra. 3. Ekkert skip má á þessu tímabili fara vestur fyrir línu, sem dregin er rétt suður frá Mjóeyri 1 Reyðarfirði norð- anverðum. Skip, sem komin eru inn fyrir þessa línu, verða að fara beina leið til Búðareyrar. Skip mega fara út Reyðarfjörð á hvaða tíma sem er, ef þau halda sig fjær landi en 200 metra. d) Á Hrútajiröi innanveröum-' Ekkert skip eða bátur má á þessu tímaþili fara suður fyr- ir Hrútey á Hrútafirði. Skip éða bátar, sem komin eru inn fyrir þessi takmörk, verða að fara beina leið til Borðeyrar. Skip mega fara út Hrútafjörð á hvaða tíma sem er, ef þau halda sig fjær landi en 200 metra. Reglur þessar gengu í gildi aðfaranótt þess 18., en verða framkvæmdar með sérstakri varfærni fyrsta sólarhringinn. Sú undanþága er gerð á þessum reglum, að alstaðar á svæð- unum b og c, þ. e. Akureyrar- og Seyðisfjarðarumdæmi, mega trillubátar og aðrar smáfleytur koma að og fara frá landi þó skuggsýnt sé orðið. NEMA fyrir innan línur þær, sem sam- ríkisstjórninni. kvæmt framansögðu eru dregnar yfir Eyjafjörð, Seyðisfjörð og Reyðarfjörð. Til frekara öryggis, er lagt ríkt á við öll skip og báta — þar með taldir árabátar — sem eru á ferð hér við land, að hafa uppi lögboðin siglingaljós eftir að skuggsýnt er orðið. Á opnum bátum sé ljósið ávalt haft sýnilegt. Myrkvunartíminn fyrir september er sem hér segir: Fyrir svæði a) þ. e. Faxaflói, frá kl. 20.50—06.00, það er kl. 8.50m til 6.00m árd. Fyrir svæði b) þ. e. Skagafjörður—Skjálfandi, frá kl. 20.30— 05.40, það er kl. 8.30 síðd. til 5.40 árd. Fyrir svæði c) þ. e. Seyðisfjörður—Reyðarfjörður, frá kl. 20.15 —05.30, það er kl. 8.15m síðd. til 5.30m árdegis. Fyrir svæði d) þ. e. Hrútafjörður, frá kl. 20,45—05.50, það er kl. 8.45 síðd. til 5.50 árdegis. Reglur um cftirlit með siglingum til hafna við Faxaflóa. 1) Siglingaeftirliti hefir verið komið á í Reykjavík. 2) Eftirlitsskip er stöðugt á sveimi úti af Gróttu, fyrir vestan línu úr Gróttuvita í Krossvíkurvita á Akranesi. 3) Eftirlitsskipið sýnir að degi til: stórt flagg, sem í eru tveir láréttir reitir, annar hvítur oghinn rauður, en jaðrar flaggs- ins eru bláir. Að nóttu til sýnir skipið auk siglingaljósanna: 3 hvít ljós, sýnileg á alla vegu. 4) Þegár Reykjavíkurhöfn er lokað, mun skipið að degi til hafa uppi: 3 rauðar kúlur, hverja upp af annarri, með 6 feta millibili, en að nóttu til: 3 rauð ljós, í stað þeirra þriggja hvítu, sem getið er hér að framan. Ófriðarmerkjastöðin á Valhúsahæð mun einnig sýna sömu merki þegar höfnin er lokuð. 5) Öll skip, sem ætla til Akraness, Hafnarfjarðar, Hvalfjarðar eða Reykjavíkur, verða áður að koma við hjá eftirlitsskip- inu og fá þar leyfi til þess. Minni vélbátar geta þó farið leið- ar sinnar óhindrað til þessara hafna, en verða að vera við því búnir að nema staðar og gera grein fyrir sér, ef eftirlits- skipið krefst þess, og að hlýða skipunum þess. 6) Hvert það skip, sem reynir að sigla til hafna þeirra, sem getur í 5. lið, án þess að hafa fengið til þess leyfi eftirlits- skipsins, gerir það á eigin ábyrgð. Rekið hverskonar krankleika á Q|/yD t’að eykur vellíðan yðar dyr með því daglega að borða ul\l ll og hagsæld og lengir lífið Pó allt annað hækki þá hefir lakk cr intf og hreínsun ekkert hækkað í verði hjá mér. Þeir sem láta mig lakkera hjólin sín, fá ókeypis geymslu á þeim í vetur. Nýja reiðhjóla'verkslæðið Lundargötu 15. Lögtak. Samkvæmt úrskurði eftir kröfu umboðsmanns Brunabótafé- lags íslands á Akureyri, verða ógreidd brunabótagjöld til Brunabótafélags Islands í bænum, fyrir vátryggingarárið 15. okt. 1939 til 15 okt 1940, tekin lögtaki á kostnað gjal.d- enda, að liðnum 8 dögum frá birtingu þessarar auglýsingar. Skrifstofu Eyjafjarðarsýslu og Akureyrarkaupstaðar 24. sept, 1940. Sig. Eggerz. ZION. Næstkomandi sunnudag AllglýSÍð f Isl • 8.30 e. h. almenn samkoma, allir - velkomnir. Prentemiðja Bjöms Jó&oaonar.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.