Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 27.09.1940, Blaðsíða 1

Íslendingur - 27.09.1940, Blaðsíða 1
XXVI. árgangur. r Ritstjóri og afgreiðslum.: Jakob O. Pétursson, Fjólugötu 1. Sími 375. Pósthólf 118. Akureyri, 27. september 1940 I 40. tölubl. KRISTJÁN X. konungur íslands og Danmerkur átti 70 ára afmæli í gær. Minntist Ríkisútvarpið afmælis konungs í dagskrá sinni, og guðsþjónusta var haldin í dómkirkjunni i Reykjavík, þar sem biskupinn yfir fslandi, Sigurgeir Sigurösson flutti predik- un í tilefni af afmælinu. Kristján konungur X og drottning hans hafa látið sér mjög annt um ísland og velferð íslenzku þjóðarinnar, og minnast allir ísleudingar þeirra með óskiptri virðingu og hlyjum hug. Á þessum tímamótum í lífi konungs munu honum berast héðan margar hljóðar árnaðaróskir yfir hin breiðu höf. vegna kvartana, skaða- bótakrafa o. s. frv. Brezka herstjórnin hefir látið opna skrifstofu á Ráðhústorgi 7 (hús Axels Kristjánssonar). Skrif- stofan heitir Hirings and Com- plaints Office — Northern Iceland. Er tekið þar á móti öllum kvört- unum í sambandi við brezka setu- liðið hér, svo sem vegna skemmda eða notkunar á landi, lóðum, hús- um o. s. frv. Ennfremur er samið þar um leigu, ef samkomulag næst ekki á milli hlutaðeigenda. Kvart- anir og kröfur þurfa að vera skrif- legar og mega vera á íslenzku. Þriggja manna nefnd fjallar um málin. í nefndinni eiga sæti: Dr. Kristinn Guðmundsson, formaður, Major Stókes og Captain Clive Morris. ' Náist ekki samkomulag við nefndina, er hægt að skjóta tijúskapur. Nýlega hafa verið gefin saman í hjónaband í Kaup mannahöfn ungfrú Elsa Brems óperu- söngkona og Stefán Guömundsson óperusöngvari. málunum til aðalnefndarinnar í Reykjavík og er Lárus Fjeldsted, hrm., formaður hennar. Er æskilegt að allir þeir, sem kvartanir eða kröfur hafa á hend- ur brezka setuliðinu, snúi sér skriflega til skrifstofunnar og það heldur fyrr en síðar. Tíðartar hefir veriö mjög kalt lengst af þenna mánuö og stöðugir óþurrkar. Um helgina stðustu hiyn- aði þó í veðri og brá til sunnanátt- ar. Var mjög mikið úti af heyjum, en þau náðust um og eftir helgina. V'oru þau nokkuð tekin að skemm- ast, en þó minna en orðiö hefði í hiyrra tíðarfari. Vlöast er búið að taka upp kart- öflur úr görðum, og er uppskeran all-misjöfn. Yfirleitt mun hún þó vera undir meðallagi. Kjðtverðið hækkar nm 75°|0 Algengasta umræðuefni manna á meðai sfðustu dagana er hin gífur- lega verðhækkun á kindakjöti, sem meiri hiuti kjötvetölagsnefndar hef- ir samþykkt. Hefir heildsöluverð á I. flokks kjöti verið ákveðið kr. 2,10 pr. kg., og gildir það verð alls staðar, en áður hefir landinu verið skipt í verðlagssvæði- í II. verðflokki er kjötið selt á 2,00 krónur en í III. flokki á 1,85 krón- ur. — í fyrra haust var heildsöluverð á I. flokks kjöti hér á Akureyri kr. 1,20 pr. kg., og er hækkun kjöt- verðsins hér því hvorki meiri ré minni en 90 aurar á hvert kg. eða 75 af hundraði. Kaupgjaldshækkun nemur á sama tíma frá 19.3-27%" hjá þeim stétt- um, sem hafa fengið löpboðna launahækkun, en ýmsar aðrar stéttir ha a eiga hækkun fengið eða mjö^ litla. Hið háa kjötverð er því sjáanlega ekki miðað við kaupgetu almennings í bæjunum. Ríkissfjórnin hefir hlutast til um, að síldatmjöi yrði selt ódýrara inn- anlands nú i haust en í fyrra. Sú íhlutun hennar hefir mælzt vel fyrir og vakið vonir um, að með henni hafi verið reynt að stuðla að hóf- stilltu verðlagi á innlendum fram- leiðsluvörum- Það hefði verið í fullu samrærni við afskipti ríkis- stjórnarinnar af síldarmjölsverðinu, ef hún hefði haft hönd í bagga með gjörðum kjötveiðlagsnefndar og séð um, að verðlag á kjöti til neyzlu innanlands hefði verið í einhverju samræmi við knupgetu fólksins og verðlag annara nauð- synja. K1"RKJAN: Messað í Lögmannshlið n. k. sunnudag kl. 12 á hádegi. Piano Nýr frílisti Viðskiptamálaráðherra hefir gefið út nyjan frílista, sem birtur hefur veriö í Lögbirtingablaðinu. Á listan- um eru allmargar vörutegundir, sem frjálst er að flytja inn frá Bretlandi. Eru þar m. a. fóðurmjöl, kaffi, te, cacaó og sykur, smávörur til fatn- aðar (tvinni, tölur, nálar o. s. frv), skófatnaður úr gúmmíi og striga, byggingavörur, útgerðarvörur, land- búnaðarverkfæri, girðingaefni, mótor- vélar, varahlutir í mótorvélar og bifreiðar o. fl., olíulampar og olíu- vélai, sauma- og prjónavélar, suðu- pottar, katlar og pönnur, brúsar, fótur og þvottabalar, efnivörur til smjörlikisgerðar, sápugerðar og kaffi- bætisgerðar, raflagningaefni, raf- magnpperur og raíhlöður, prent- pappír, umbúðapappír, sáraumbúðir og lyfjavörur ýmsar, þvottasódi, baðlyf, litarefni, kolsýra, ammoniafe o m. m. fleira. Vi/h/á/mur Pór er nýlega kominn heim til íslands ásamt fjöl- skyldu sinni eftir tveggja ára dvöl í Nev York. Er hann nú staddur bér í bænum, og halda vinir hans og kunningjar honum samiæti í kvöld. Fet hann síðan til Reykja- víkur og tekur við starfi sínu sem bankastjóri Landsbankans. Bústaðaskipti. Þeir kaupend ur blaðsins hér í bæ, sem flytjast búferlum um næstu mánaðamót, tilkynni aígreiöslu blaðsins það, svo unnt sé að koma í veg fyrir vanskil, Póstmannaiélag Akureyrar var stofnað hér á Akureyri 15, þ m, Stofnendur voru 19. Nær félags- svæðið frá Horni að Langanesi. Formaður félagsins var kjörinn Óli P, Kristjánsson póstmeistari en með- stjórnendur Karl Helgason póstaf- gr.m. Blönduósi og Valgarð Blóndal póstafgr m. Sauðárkróki. óskast til leigu, kaup geta komið til mála. Borð og stólar óskast til kaups. — Upplýsingar í Prentvevkl Odds BJðrnssonai Tilkynniiig frá h. f. Nýja-Bíó. Til hægðarauka fyrir bíógesti hefir verið ákveðið að að- göngumiðasala fari fram á kvöldin í Bíó frá kl. 8—9 í stað 8.30-9. Lengist því sölu- tíminn um hálfa klukkustund. — Sala aðgöngumiða fer eftir sem áður fram á hverjum degi frá kl. 1—3. Panlaða aðgöngumiða verður að sækja milli kl. 5-6 e. h. v

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.