Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 04.10.1940, Blaðsíða 1

Íslendingur - 04.10.1940, Blaðsíða 1
XXVI. árgangur.l Ritstjóri og afgreiðslum.: Jakob O. Pétursson, Fjólugötu 1. Sími 375. Pósthólf 118. Akureyri, 4. október 1940 41. tölubl. 0ryggi farmanna | og hernámið. Fyrir skömmu síðan komu 6 ís- lenzk fiskiskip frá Englandi upp til Reykjavíkur loftskeytatækjalaus. — Höfðu tækin verið rifin úr skipun- um í brezkri höfn samkvæmt skip- un brezku flotamálastjórnarinnar, og er skipstjórarnir mótmæltu, var þeim hótaði að tækin yrðu tekin niöur með hervaldi. Sáu þeir þá ekki aðra leið færa en beygja sig fyrir ofríkinu. Samkvæmt íslenzk- um lögum er bannað að sigla milli landa án loftskeytatækja, en skip- stjórarnir8 tóku þó þann kostinn að sigla skipunum lieim tækjalausum. Bæði loftskeytatækin og miðunar- stöðvar skipanna voru rifin úr þeim. » Ríkisstjórnin hefir síöan unnið að því að fá viöunandi lausn á þessu máli, og einnig hefir Pétur Benediktsson, fullttúi íslands i London, gert allt sem hann hefir getað til að fá þenna verknað leið- réttan. Hefir loks tekist að fá því til vegar koir.ið, að skipin fái að halda loftskeytatækjunum, en með þeim ströngu skilyrðum, að þau verði innsigluð af brezku flotamála stjórninni. Má ekki brjóta innsigl- ið nema f lífsnauðsyn og verður skipshöfn að koma fyrir sjórétt, ef svo ber undir, að innsiglið er brotið, Þó lausn þessa megi telja veru- lega brtt, þar sem fiskiskipin geta þó, með því að fá að hafa tækin innanborðs, sent frá sér neyðar- skeyti, ef þess gerist þörf, valda þessi afskipti brezku flotamála- srjórnarinnar miklum örðugleikum fyrir íslenzka farmenn. Það er engu líkara, en að því sé stefnt hröðum skréfum að gera hættur íslenzkra sjófarenda sem mestar. Fyrst eru þeir sviftir veðurfregnum, því næst er slökkt á fjölda mörg- um vitum við sfrendur landsins. Pessu næst eru gefnar út strangar reglur um ferðir báta og skipa á mörgum IjÖröum þessa lands, sem gera fjölda fátækra sjómanna og smáútvégsmanna illmögulegt að stunda atvinnu sína. Og Ioks er reynt að svifta farmennina einum af nauðsynlegustu öryggistækjun um: loftskeyta og miðunarstöðvun- um. Þegar brezka setuliðið var sett hér á land 10. maí s. I. var íslenzku þjóðinni flutt sú orðsending frá hernaðaryfirvöldunum brezku, að allt yrði gert til þess, að íslending- ar hefðu sem minnst óþægindi af dvöl hersins hér á landi og brezka stjórnin óskaði ekki að hafa nein afskipti af innanlandsmálum eða stjórnarfari hins fullvalda, íslenzka ríkis. Orð hinnar brezku þjóðar, sem valið hafði sér hið góða hlut- skipti, að berjast fyrir rétti smá- þjóðanna gegn yfirgangi einræðis- ríkjanna, voru yfirleitl tekin trúan- leg, enda höfðu samskipti brezku stórþjóðarinnar og smáþjóðarinnar íslenzku jafnan verið hin beztu. En það mun ekki ofsagt, að ís- lenzku þjóðinni hafi að verulegu leyti brugðist vonir. Hinár mörgu ráðstafanir Breta, sem draga úr ör- yggi íslenzkra sjómanna og far- manna, brottflutningur tveggja ís- lenzkra manna, tafirnar á Ameríku- póstinum, — allt þetta Iítur hún á sem slæma meðferð á gefnum lof- orðum frá 16. maf í vor. íslenzkir farmenn hafa verið syo gæfusamir. að geta á undanförnum mánuðum bjargað allt að þúsund marinslífum frá því að hverfa nið- ur í djúp Atlanzhafsins. Megin- þorri þessara manna hafa verið brezkir. íslendingum finnst þess- um björgunarmönnum illa launað, ef hver ný björgun kostar svifting einhvers öryggis, er þeir hafa áður notið við siglingar sínar. NÝJA BIÓI Vetrarstarí Leikfél. Akureyrar. Fyrsti leikurinn verður Tengdapabbi, Viótal við formann leikfélagsins. í gær átti blaðið tal við formann Leikfélags Akureyrar Ounnar Magn- ússon og spurði hann frétta af fyrirhugaðri vetrarstarfsemi félags- ins. — Þegar starfsemin var rædd síðastliöið vor, segir formaður, var margt í óvissu um framtíðina. En þá var ákveðið að hefja starfsem- ina á sýningu »Tengdapabba« efíir Oustaf Geijerstam. — Hefir það leikrit verið leikið hér áður? — Já, það mun hafa verið sýnt hér fyrir 15—16 árum, og þótti þá vel takast. Leikstjóri var þá Haraldur Björnsson, en aðalhlut- veikið, sjálfan Tengdapabbann, lék Oísli R. Magnússon. — Hverjir fara nú með leikstjórn og aðalhlutverk? — Leikstjóri er Jón Norðfjörð, en tengdapabha leikur Þórir Ouð- jónsson. Leikstjórinn leikur einnig eitt hlutverkið. — Hvenær ætlið þið að hefja sýningar? — Leikurinn er nú að verða full- æfður, enda er búid að æfa af kappi í rúman mánuð. Fíumsýn- ingu höfum við ákveðið næstkom- andi fimmtudag. — Hafið þið hugsað ykkur fleiri verkefni í vetur? — Svo er til ætlast, að koma a. m. k. upp annari sýningu, en ekki er enn ákveðið, hvaða leikrit við tökum. Oetum við tæplega ákveðið annað leikrit vetratins fyrri en séð er, hvernig fjárhagsafkoinan verður eftir sýningar hins fyrsta. Allur kostnaður við leikhússtarf- semi er nú miklu hærti en undan- farin ár vegna dýrtíðarinnar, en ríkisstyrkurinn til félagsins minni. — Hækkar þá ekki sætaverð á sýningum félagsins? — Ég lit svo á, að við kom- umst ekki hjá því af framangreind- um ástæðum að hækka verðið lítillega, en þó hefir engin ákvöið- un verið tekiu um það enn. Föstudags- og sunnudags- kvöld kl. 9: Tundra Saga of the Alaskan Wilderness Tal- og hljómmynd í 10 þátt- um. Aðalhlutverkin leika: Del Cambre, Earl Dwire, Jack Santos Tundra — hin hvíta eyðimörk með endalausum snjóbreiðum, grenjandi stórhríðum — bruna- frosti - með kyrrum frost- kvöldsim og leiftrandi norður- Ijósum, en birnir rölta um vetr- arauðnina — þetta er umhverf- ið, fagurt og hrikalegt, sem þessi stórmerkilega æfintýra- kvikmynd gerist í. — Tundra er tekin ny;zt í Alaska og lýsir landslagi þar og dýra'.ífi heimskautalandanna betur en áður hefir sézt á kvikmynd. Þarna búa Eskimóar og berj- ast hínni sttöngu baTáttu fyrir lífinu gegn óblíðum náttúru- öflum, Þatna eru líka hvítir menn, og er ungur læknir að- alpersóna myndarinnar. m s Oustaf Qeijerstam, höfundur Tengdapabba var éitt af höfuð- skáldum Svía á síðustu árum 19. aldar, og einn fjölleslnasti rithöf- undur þeitra um aldamótin. — Tengdapabbi er græskulaus gleði- leikur og hefir hlotið mestar vin- sæidir af ölium leikritum þessa höfundar. Árið 1916 var hann fyrst sýndur í Reykjavík og hlaut þar Iofsamlega blaðadóma. Siðan hefir hann oft verið leikinn þar og víðar á landinu. Mun vart þutfa að efa góða aðsókn bæjarbúa að sýningum Leikíél Akureyrar á þess- utn smellna leik, Björgun, Nýlega haia togar- arnir fórólfur og Belgaum bjargað samtals um 80 manns af sökkvaTidi skipum í n,1nd við Bretlandseyjar, Laugardagskvöld kl. 9: Flóttinn frá Spáni. Tal- og hljómmynd í 10 þátt- um. Aðalhlutverkin leika: Lorette Young og Don Atneche. í myndinni spilar hin heims- fræga munnhörpuhljómsveit >Borrah Minevitch^ Afarspennandi og viðburðarík amerísk kvikmynd er gerist á Splni um það leyti er borgara- styrjöldin brauzt þar út. Sunnudaginn kl. j • Dr. Rytme I.O.O.F. 1221049 KIRKJAN: Messað á Akureyri næstk. sunnudag kl. 2 e. h.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.