Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 11.10.1940, Blaðsíða 1

Íslendingur - 11.10.1940, Blaðsíða 1
Ritstjóri og afgreiðslum.: Jakob O. Pétursson, Fjólugötu 1. Sími 375. Pósthólf 118. XXVI. árgangur. Akureyrí, 11. október 1940 42. tölubl. Þegar núverandi þjóðstjórn var mynduö, féllu mörg fögur or3 í blöðunum um nauðsyn þess, að þau drægju úr vopnaburði sínum hvert gegn öðru, svo að friðsam- legt samstarf hinna þriggja flokka er að þjóðstjórninni standa, mætti takast og enddst sem bezt. Það var jafnvel vitnað í sögu ís'ands, — uin sundrung þjóðarinnar á 13. öld, er leiddi að lokum erlent vald til öndvegis í innanlandsmálum vorum. Sú hætta kynni enn að vofa yfir, ef þjóðin sýndi ekki fyllsta skilning á þörfinni fyrir frið- samlegu samstarfi stétta og stjórn- málaflokka að lausn vandamálanna. Pað var einkum einn flokkur í landinu, sem þakka vildi sér þá til- raun, er gerð var til slíks sam- starfs með myndun þióðstjórnar- innar. Pessi flokkur var Framsókn- arflokkurinn, og er séð var, að sam.starf ráðherranna í hinni nýju ríkisstjórn var yfirleitt svo gott, sem menn frekast höfðu vænzt, lét Tíminn þéss eigi ósjaldan getið, hverjir ættu mesfan heiðurinn af því, að til hennar vat stofnað. Um hættu þá, sem sjálfstæði smáþjóða getur stafað af innan- landsdeilum og flokkadrætti, eru víst flestir á einu máli. Hver smá- þjóðin af annari hefir orðið erlendu veldi að bráð síðustu árin, mest fyrir þá sök, að þjóðin stóð ekki einhuga saman á stund hættunnar. Og síðan ísland var hernumið af erlendu stórveldi s. 1. vor, hefir þörfin fyrir einingu íslenzku þjóð- arinnar sennilega aldtei verið meiti. Pað verður ekki séð, að Fram- sóknarmönnunum, sem gengust fyrir hinu »friðsamlega samstatfi* sé fyllilega Ijós þörfin á slíkri ein- ingu þjóðarinnar. Að minnsta kosti sjást þess lítil merki í blaði þeirra Tímanum. Pað mun orðið langt síðan, að séz.t hefir Tímablaö, er ekki hefir innihaldið meiri eöa minni skæting og skammaryrði um Sjálf- stæðisflokkinn, ráðherra hans eða blöð hans. Svo langt hefir illdeilu- hneigð blaðsins gengið, að það hefir veitzt að Sjílfstæðisblöðunum með skætingi fyrir ummæli, er staðið höfðu í Þjóðviljanum, snert- andi mál, er aldrei hafði verið minnst á með einu orði í Sjálf- stæðisblöðunum, Pannig hefir Tíminn reynt að finna sér eitthvað til, svo að hann geti haldið áfram að troða illsakir við gamla and- stæðinga. En blaðið hafði lítinn sóma af frumhlaupinu. Því tókst ekki að koma illindum af staö í það skipt- ið. Svo reyna varð á nýjan leik, 1. október birtir það forystugrein undir yfirskriftinni Sjálfstœðhflokk- urínn og *svarti dauðinn*. Er því haldið fram í grein þessari, að Sjilfstæðisflokkurinn og blöð hans hafi haft forustu um afnám bann- laganna og á því að hleypa áfeng- isflóðinu inn í landið, og hafi Framsóknarflokkurinn »ekkert ann- að« gert »í áfengismálunum en að framfylgja sigri Sjálfstæðisflokkstns í atkvæðagreiðslunni um bannlög- in«. Enn segir þar, að annar full- trúi Sjálfstæðisflokksins í þjóð- stjórninni hafi »tekið við áfengis sölunni* oí »tekist að gera hana meiri fcþúfu en dæmi eru til áð- ur«. Loks segir í greininni. að undanfarið hafi nokkuð verið rætt um skömmtun áfengis en »á engan hátt hafi þær tillögur komið frá Sjílfstæðisflokknum*. Þetta eru aðeins nokkur sýnis- horn úr einni af mörgum greinum í svipuðum tón, sem blað forsattis- ráðherrans leggur fram sem sinn skerf til hins friðsamlega samstarfs þeirra flokka og blaða, er standa að baki þjóðstjórninni, Með kaldri ró heldur greinarhöf. því fram, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi heimtað bannlögin afnumin og Framsókn- arflokkurinn aðeins framfylgt sigri hans í atkvæðagreiðslunni, enda þólt öllum landslýð sé Ijóst, að bannmálið hefir aldrei verið flokks- mál, heldur átt sína fylgismenn og andstæðinga í líkum hlulföllum in.ian allra flokka. Ummæli h*öf. um að núv. fjármálaráðherra hafi »tekist að gera áfengisútsöluna að meiri féþúfu en áður*, verða varla skilin á annan veg en þann, að ráðherrann hafi stuðlað að aukn- um drykkjuskap í landinu. Ekkert liggur fyrir um aukinn drykkjuskap, en áfengið hefir smátt og smátt verið hækkað í verði og tnun þar mega finna orsök vaxandi tekna hjá áfengisvetzluninni. Pegar greinarhöf. segir, að engar tillögur um skömmtun áfengis hafi komið frá Sjálfstæðisflokknum, slær hann fram haldlítilli blekkingu. Að vísu hefir enginn »flokkur« geit tillögur um skömmtun, en efni þeirrar skömmtunarreglugerðar, sem nú er í gildi, er sótt í frumvarp um breytingu á áfengisiöggjöfinni, er Pétur Oítesen, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins flutli á Alþingi fyrir tveim árum, en aldrei komst fram. Gg það er einmitt þessi þingmað- ur Sjálfstæðisflokksins, sem á fyrsttt tillöguna um skömmtun áfengis, Ef Framsóknatflokkurinn hefði vilj- að slíka skömmtun, mundi frumvarp P. O. hafa hlotið aðra meðferð en raun varð á. Pétur Ottesen mun vera einn hinn eldheitasti bindindis- og bann- maður, sem sæti á á Alþingi, og er hann jafnframt einn af mætustu þingmönnum Sjálfstæðisflokksins- Hann hefir því flestum mönnum fremur unnið bindindismálinu gagn á þingi, en margir fleiri Sjálfsíæðis- menn hafa veitt því lofsverðan stuðning, enda eru sumir þeirra meðlimir Good-Templarareglunnar. Og meðan frú Guðrún Lárusdóttir lifði og sat á Alþingi sem fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, barðist hún ó- trauð fyrir stofnun drykkjumanna- hælis. Sannleikurinn er sá, að innan Sjálfstæðisflokksins hefir ver- ið að finna þá þingfulltrúa, er bezt unnu í þágu bindindismála í land- inu. Áður en Framsóknarþing- mennirnir hafa tekið að sér forustu f þeim málum innan Alþingis, er of snemmt fyrir Tímapilta að hefja grjótkast í Sjálfstæðisflokkinn vegna áfengismálanna. Langi þá til að sýna betur vilja sinn ti! hins »frið- samlega samstarfs*, verða þeir að »fitja upp á prjónunumc á nýjan leik, — bera annars staðar niður. Skattalöggjöf inni verður að breyta. Það hefir allmikið verið rætt og ritað um skattfrelsi togaraútgerðar- innar og háværar raddir heyrst um, að nema bæri þá ívilnun úr gildi. Togaraútgerðin hefði, síðan stríðið hófst, rakað saman fé, og það væri því ekki rétt, að hún slyppi við að greiða tekjuskatt og útsvör, meðan launastéttirnar væru að kikna urid an opiuberum álögum og dýrtíð. Þessu heíir enginn mælt á móti, en á þaö hefir verið bent, að með nú- verandi álagningarníglum um skatt- og útsvarsgreiðslu myndi togaraút- gerðin verða því harðar titi, sem gróði hennar væri meiri, Þvi eins og kunnugt er, þá er skatt- og útsvarsstiginn þannig úr garði gerð- ur, að þegar tekjurnar hafa náð vissu marki, hrökkva þær ekki all- ar til greiöslu skatts og útsvars, heldur verður þá um fullkomið eignarnám að ræða. Samkvæmt tekjuskattstiganum ber að greiða 44 af hundraði af þeim tekjum, sem hærri eru en 28 þúsund krónur. Skattinn má svo innheimta með \2% viðauka. En bæjarfélögin heimta svo í útsvarsgreiðslu frá 54 — 90%" af þessum sömu tekjum. Þar sem útsvarsstiginn er hæstur, getur bærinn og ríkið til samans tekið yfir 130% af tekjunum, þegar þær hafa náð vissu marki, og þarf engar útskýringar á, hver endemis- löggjöf það er, sem slíkt leyfir. Togaraútgerðinni var veitt um- töluð ívilnun á mestu þrengingatím- um hennar, ef það mætti verða henni til viðreisnar. Á yfirstand andi ári hefir hún grætt mikið, og er því ekki nema sanngjarnt, að hún taki á sig eitthvaö af þeim byrðum, sem skattalöggjöfin leggnr öörum atvihnuvegum og öllum ein- staklingum á herðar. En að afnema undanþáguna, án þess aö á undan fari endurskoðun skattalöggjafarinnar og breyting á skatt- og utsvars- stigum, gæti orðiö rothögg á tog- araútgerðina., Skattalöggjöf, : sem leyfir, að ekki aðeins allar tekjur einstaklingsins séu hirtar af því op- inbera, heldur og gengið á eignir hans, ef tekjur hans fara fram úr vissu marki, mun hvergi þekkjast né þolast nema á íslandi, Þjóð vor má ekki.við því að búa við skatta- löggjöf, sem í framkvæmdinni verk- ar sem refsivöndur á allt f'amtak og athafnalíf í landinu. Bjarni Benediktsson prófessor hefir veiið settur bo»-gar- stjóri í Reykjavík fyrst um sinn, vegna veikindaforfalla Péturs Hall- dórssonai borgarstjóra. Er ráðstöf- un þessi gjörð eftir tillögu h«ns. Gunnar Thoroddsen lögfr. mun taka að sér kennslu í lagadeild Háskólans í stað Bjarna. Stjórn brezka setuliðsins hér á Akureyri hefur sett strangari reglur um útivist hermanna á kvöld- in, en áður voru í gildi. Er óbreytt- um herniönnum gert að skyldu að halda sig inni eftir kl. 9 á kvöldin. Mun árásin á konurnar um daginn hafi orðið þess valdandi, að hert var á aganum. Hfúskapur: Ungfrú Maria Ind- riðadóttir og Sigurður Róbertsson rithöfundur, Frá Amtsbókasafninu: V6igna breytinga á hitunartækjum safns- ins, verður það lokað fyrst um sinn.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.