Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 11.10.1940, Blaðsíða 2

Íslendingur - 11.10.1940, Blaðsíða 2
ISLENDINGUR Fró lesendum Luxusútgáfa. Nýlega heíir stofnaö verið 1 Reykjavík útgáfufélag, er nefnir sig >Landnáma«:. Hefir þaö sent frá sér ávarp mikið í blöðunum um fyrirhugaða starfserai sína. Hefst hún á útgáfu á verkum Gunnars Gunnarssonar, Segir í ávarpinu, að þetta veröi »glæsilegasta útgáfa á íslandi, einungis fyrir félaga í Landnámu og alls ekki seld öðrum*, og að bækurnar verða »bundnar í vandað skinnband, tölusettar og á- ritaðar af höfundU. Félagar eiga að geta fengið tvö til þrjú bindi af útgáfunni árlega með því að greiða 42 krónur á ári (þ. e. bindið kostar 14 — 21 krónu), Það er ánægalegt til þess að vita, að ráðist skuli i heildarútgáfu á ritum Gunnars Gunnarssonar. En það er um leið raunalegt til þess að vita, að þetta skuli eiga að vera »lúxusútgáfat, svo dýr, að alþýöu manna sé gert ókleift að eignast hana. En fátækum mönnum mun- ar um minni árgjóld til eins bóka- útgátufélags en 42 krónur, sem þeir svo kannske fá ekki nema tvær bækur fyrir. Gunnar Gunnarsson er skáld allra íslendinga en ekki nokkurra út- valdra, sem kringumstæður hafa til að kaupa verk hans dýru verði, Þess vegna átti að gefa út alþýðu- utgáíu á verkum hans, að vísu sæmilega vandaða, en svo ódyra, að almenningur hefði getað keypt. En fyrir slíkri útgáfu getur >lúxus«- útgáfan tafið um mörg ár. Bókavinar. Skipulag og dýrtíð. Undanfarin 10 ír hefur verið ötullega unnið að því að skipuleggja allt sem skipulagt varð hér á landi. Ér þessi skipulagningaralda upp- haflega til orðin hjá sósíalistum, en hefir nú fyrir löngu gagntekið hugi flestra Framsóknarmanna, enda hafa Alþýðu- og Framsóknarflokkurinn »þakkað« sér flest skipulagningar- afrekin. Svo að segja Öll verzlun 1 landinu er nú skipulögð. Innflutningur og útflutningur er skipulagður, síld- arsala, kjötsala, mjólkursala, o. s. frv. allt er þetta skipulagt. Þegar framleiöandinn vill selja einhverja framleiðsluvöru, þart hann fyrst að gæta þess vandlega, hvort honum sé heimilt að selja hana án þess aö það brjóti í bága við ein- hverja nýja löggjöf. Því þær eru orðnar svo margar reglugerðirnar, sem segja viö framleiðandann: »Enginn má« og »óheimilt er<, að hann má teljast ófrjáls um ráð- stöfun flestra framleiðsluvara. Gæti hann ekki fyllstu rarúðar um allt, er viðkemur sölu afurðanna, kynni sér ítarlega, hvað hann má og hvað ekki, — getur hann búist við háum fésektum, Um verðlag á vöru sinni á inn- lendum markaði ræður framleiðand- inn litlu eða engu. Þaö e/u nefnd- ir í höfuðstaðnum eða öðrum kaup- stöðum sem ákveða það, All-mikill hluti hins ákveðna verðs, stundum allt að helmingur. aða jaínvel meira fer til skipulagsins, en afganginn fær framleiöandinn sjálfur að lokum. Nefndirnar, sem með verzlunar- fjötrana hafa að sýsla, eru margar og dýrar. Vér getum nefnt Gjald- eyris- og innflutningsnefnd, útflutn- ingsnefnd, síldarútvegsnefnd, fiski- málanefnd, verðlagsnemd. kjótverð- lagsnefnd og mjólkursölunefnd. Fiskimálanefnd ræður fiskverði innanlands, kjötverðlagsnefnd kjöt- verði og mjólkursölunefndir verðlagi á mjólk og mjólkurafurðum. Það sýnist nú næsta óþarft að hafa slíkan nefndafjölda til þess að ákveöa verð á einum premur tegundum innlendrar framleiðsluvöru. því það er augljóst mál, að hinar launuðu nefndir eru aðeins ómagar á fram- leiðslunni og því fleiri sem þær eru, því dýrari verður framleiðsluvaran fyrir neytendur, og því minna fær framleiðandinn í sinn hlut af sölu- veröi hennar. Þá er ekki auðið að sjá, að. verð- lagsnefndin sé til nokkurs gagns, Fyrir skömmu lækkuðu y"msar er- lendar vörur í verði, t. d. kornvör- ur og sykur, án þess að sú nefnd kæmi þar nokkursslaðar nærri. Hinar mörgu og óþörfu en dýru nefndir, er skipulagningarkapphlaup- ið á aila sök á, gerir ekkert annað en auka á dýrtíðina " og gera öll við- skipti innanlands ógreiðari og fyrir- hafnarmeiri. Það er sameiginlegt hagsmunamál framleiöenda og neyt- enda, að þessum nefndum sé fækkað, og ætti Alþingi að haga gjörðum sínum samkvæmt því. Porri. HöfÖingslund. Á sextugsafmæli Bjaina Jónssonar framkvæmdastjóra Nyja Bíó ( Reykja- vík 3. okt. s. 1, gáfu þau hjón, hann og frú Sesselja Guömunds- dóttir kona hans, Vísindafélagi íslendinga 10 þúsund krónur, til þess að eíla rannsóknir á lækninga- mætti íslenzkra heilsulinda. Er gjöf þessi gefin til minningar um tvær dætur, er þau hjónin hafa misst. Fræðsluvikunni lauk s. 1. sunnudag með erindi Sig. Nordal um íslenzka gáfumenn. Var erindið vel sótt. Á eftir var kaffi drykkja uppi í bæjarstjórnarsal fyrir þa sem vildu, Tóku nokkrir til máls. yfir borðum og lýstu ánægju sinni yfir fræðsluvikunni og hinni fyrirhuguðu námsflokkastarfsemi. Fyrirlestratél. Akureyrar var stofnað s. 1. sunnudagskvöld með um ,40 meðlimum. í stjórn voru kosnir: Snorri Sigfússon skóla- srj. formaður, Jónas Þór forstj og Þorst. M, Jónsson skótastjóri. Pað tilkynnist vinum og vandamönnum, að húsfrú Anna Magnúsdóflir á Þverá í Öngulsstaðahreppi andaðist 4. október síðastl. Jarðarförin er ákveðin fimmtudaginn 17. okt. næstk. og hefst kl. 11 f. h. með húskveðju að heimili hinnar látnu. Aðsiandendur. Vandamönnum og vinum tilkynnist að móðir okkar, Sigurbjörg Davíðsdóttir, andaðist að heimili sínu, Víðigerði í Eyjafirði, mánudaginn 7. þ. m. —Jarðarförin er ákveðin að Munkaþverá 15 þ. m. og hefst kl. 13. Víðigerði 9/io 1Q40. Litlahóli 9/io 1940. Laufey fóhannesdóttir. Vilhjdlmur /óhannesson Lá við slysi. 1. þ. m. vildi sá atburöur til suð- ur í Hvalfirði, að sprengikúla kom niður á tún á bóndabæ einum (Þaravöllum) og myndaöi 6 metra langan og 2 metra breiðan gíg í túnið. Eitt sprengjubrotið flaug skammt yfir höfði tveggja unglinga, er voru að taka kartöflur upp úr garði þar skammt frá, en kúlan kotn niöur skammt frá bæjarhúsunum, þar sem annað heimafólk var inni statt. Kúlan hafði hlaupið i5r fallbyssu hjá brezka setuliðinu á Kjalarnesi, og hafði s'cotið riðið af vegna ga- leysis. Hreppstjórinn, Pétur Ottesen alþm. tók skýrslu um málið og seníH ríkisstjórninni ásamt skaða- bótakröfu vegna skemmda í túninu á Þaravöllum og ákveðinnar kröfu um, að slíkir atburðir sem þessir v»eru algerlega fyrirbyggðir. ¦ I Msmæður: Notið Venus gdlf gljaa biðfí'ð kauptnann yðar um eina dós Sannnfærist um gæðin Sf'ötugur verður í dag Kristján Helgason afgreiðslumaður hjá KEA Tengdapabbi var sýndur í fyrsta sinn í gærkvöldi. Nánari frásögn í næsta blaði. Urvalslið Akureyrar ',. t ^ • m " fi/onaband: Ungfrú Þórlaug keppír VÍð ÚrValslÍð Vestmann og Magnús Magnússon n„vi r . • trésmiður. Breta á sunnudaginn ___________________ kemur kí. 2,30. Knattspyrnuunnendur fá áreiðan- lega að sjá beztu knattspyrnumenn- bæjarins taka á því sem til er á sunnud, kemur. Bretar unnu hrað- keppnina á sunnud, var, en á sunnud. kemur eigast úrvalslið beggja við fullan leiktíma. Sveit Breta er nokk- uð breytt. Skipt er um v. bakvörð og alla framlínuna Nöfn leikmanna geta menn séð á götuauglýsingunum. Úríralslið Ak, hefur verið stundvíst og samtaka og komið vel fram og . yfirleitt gefur það beztu vonir um verulega sterka knattspyrnusveit á Akureyri. Og taki það leiknina og samleikinn í þjónustu sína nú, ekki síður en undanfarið, fáum við áreið- anlega skemmtilegan leik á sunnud. kemur. Dómari verður Pte. Price. Róbert Abrah&m 'píanoleikari er alfarinn til Reykjavíkur, þar sem hann tekst á hendur söngkennslu við Verzlunarskólann. Hefir hann beðiö blaðið að skila kveöju til þeirra vina og kunningja, er hann ekki náði til aö kveöja, áöur en hann fór.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.