Íslendingur

Útgáva

Íslendingur - 18.10.1940, Síða 1

Íslendingur - 18.10.1940, Síða 1
Ritstjóri og afgreiðslum.: Jakob O. Pétursson, Fjólugötu 1. Sími 375. Pósthólf 118. XXVI. árgangur.I Akureyrí, 18. október 1940 | 43. tölubl. Hættuleg skrif Undanfarið hefir verið litið svo á, að hér á landi væri aðeins um tvö flokksbrot að ræða, sem orðið gætu sjálfstæði landsins hættuleg: Annarsvegar kommúnistar en hins- vegar nazistar. Báðar þær mann- tegundir setja þjónkun við erlent vald ofar hagsmunum og heili eig- in þjóðar. Báðar reka fúslega er- indi hins erlenda valds fyrir fé eða vonir um mannaforráð. Hinir fyrr- nefndu eru oft kenndir við Kuusinen hinn finnskai er frægur varð af föðurlandssvikum skömmu fyrir síðustu jól, en hinir síðarnefndu við Quisling hinn norska, er gekk á hönd þýzka innrásarhernum í Noregi 9. maí s. I., gegn þjóð sinni. Pessi tvö nöfn munu um næstu aldir verða noluð um þá menn, sem reka erindi erlends valds í frjálsum löndum, — föður- landssvikara og drottinssvikara, — þau munu órjúfanlega verða tengd við sögu Júdasar frá Karíot og alstaðar nefnd með fyrirlitningu, meðan virðingin fyrir frelsi, réttlæti og drengskap er við líði. Vér íslendingar höfum ekki átt kost á að sannprófa, hvort slíkir menn eru til á meðal vor, og von- andi komumst vcr alveg hjá því En ólíklegt mundi flestum þykja, að svo væri, þeim er þekkja sögu íslands frá upphafi, orsökunurr. til landnáms þess, kúgun þess gegn- um margar aldir og frelsisbaráttu þess, sem í aðalatriðum má telja nýlokið. En er þá sjálfstæði landsins eng- in hætta búin innan frá, ef erind- reka Sovét-Rússlands og Pýzka- lands skortir skilyrði til að vinna því tjón? Pví miður er nokkur ástæða til að ætla, að þriðja stórveldi álfunn- ar eigi líka sína erindreka meðal innlendra manna, en þetta stórveldi er Bretland, sem hertók landið 10. maí s, I. með þeim ummælum, að það með því vildi koma í veg fyrir, að Pjóðverjar settu hér lið á land. Pess hefir orðið nokkuð vart, að íslenzkir menn, jafnvel háttsettir menntainenn, hafi látið sér hernámið vet líka og látið í Ijósi feginleik yfir því. Og nokkru áður en hernámið fór fram, sknf- aði Héðinn Valdimarsson grein í blað sitt »Nýtt land«, þar sem hann kvað hafa stungið upp á, að ísland gengi inn í brezka heimsveldið. Pessari uppástungu Héðins var lítill gaumur gefinn, enda hafði blaðið lítinn lesendahóp en grein- arhöf, »utangátta« í stjórnmálahtim inum, nýkominn úr ársvist hjá flokki Kuusinens. En hinn 20. sept. í haust birtist í brezka blað- inu »Spectator« grein eftir íslenzk- an mann, Snæbjörn Jónsson bók- sala í Reykjavík, urn ísland og styrjöldina, þar sem tekið er mjög eindregið undir tillögu Héðins Valdimarssonar. Er því haldið fram þar, að gáfuðustu mönnum hér á landi sé ljóst, að ísland þurfi á vernd einhvers stórveldis að halda og að hernám Breta á íslandi hafi »gert mönnum Ijóst, hver yrði bezti vörður frelsis ís- lands og öryggis landsins*. Pá segir höfundur ennfremur: »------Pdð er líklega rétt, að íslenzka þjóðin hefir ekki ennþá myndað sér ákveðnar óskir um framtíð landsins. Peir sem hallast á sveif draumóra og skortir raun- sæi kunna ennþá að hugsa um það sem lýðveldi, án nokkurs stjórnmálalegs sambands við nokk- urt erlent ríki og verndað af hinni eilífu ró yfirlýsts hlutleysis. Pað er samt nokkurnveginn öruggt að segja, að yrði tilraun gerð í þessa átt, myndi vegna praktiskra ástæða, verða að hveifa frá henni. Peir, sem gæddir eru meira raunsæi, óska þess, að Island yrði full- valda meðlimur brezka sam- veldisins«. (teturbr. hér). Pá minnist höf. á grein Héðins, og lætur í Ijósi það álit, að þar sem íslenzk blöð hafi ekki gert til- raun til að hrekja röksemdir hans, sé »niðurstaðan óhjákvæmilega sú, að blöðin og stjórnmálamennirnir hafi álitið þær óhrekjandi*. Og hann bætir við: »Það er leiðinlegt, að greinar hans hafa ekki verið þýddar á ensku, því að fyrr eða síðar hlýtur að reka að því. að lillaga þessi verði viðfangsefni, er krefst úr- lausnar brezkra stjórnmálamanna og að almenningur í Bretlandi verði að skipa sér með henni eða móti«. (ibr.hér). Og enn segir hann: »Petta er einasta leiðin, sem sumir okkar íslendinga sjáum til þess að vernda frelsi íslands«. Meðan tillögur brezksinnaðra eða rússnesksinnaðra íslendinga um að ísiand »gangi inn í« brezka heims- veldið eða Sovétríkjasambandið bi.tast aðeins í litlum, íslenzkum blöðum, er tiltölulega lítil hætta á ferðum. En þegar flutningsmenn þeirra eða fylgismenn koma fram með þær í erlendum stórblöðum, er málið orðið alvarlegra. Peir eru sjálfsagt ekki margir þeir ís- lendingar, er þykir »leiðinlegt*, að greinar Héðins skyldu ekki vera þýddar á ensku. Fleiri munu þeir vera, sem telja ekki aðeins »leiðin- Iegt«, heldur háskalegt og vítavert, að grein Snæbjarnar Jónssonar skyldi vera send til birtirrgar í ensku stórblaði. Það er líklegt, að ísland eigi ekki margt raunsæismanna, ef mælikvarði Snæbjarnar er notaður. Ef það eru ekki annað en draurn- órar, að smáþjóð geti sjálf ráðið málum sínum og veiið óháð yfir- ráðum eða »vetnd« einhverrar stór- þjóðar, þá er ekki annað sýnilegt, en að þrír stærstu stjórnmálaflokk- arnir í landi voru séu byggðir upp af tómum draumóramönnum, að forvígismenn sjálfstæðisbaráttu vorr- ar, að meðtöldum Jóni Sigurðssyni, hafi einnig verið draumóramenn, en kommúnistarnir, sem svo oft hafa heimtað »vernd« einhvers stórveldis íslandi til handa, séu hinir réttu raunsæismenn á ineðal vor. Ef styrjöld þeirri, er nú geisar, lýkur með sigri þeirra aðila, er viðurkenna létt smáþjóðanna til sjálfstæðis, ættum vér íslendingar að geta skipað málum vorum á þann veg, er »draumóramennirnir« hafa óskað og óska eftir. Pá ætti það ekki að vera komið undir »úr- lausnum brezkra stjórnmálamanna«, og því síður »almennings« í Bret- landi, hvort við viljum vera sjálf- stæð og óháð þjóð eða ganga inn í eitthvert stórveldasamband. Og vafalaust rná telja, að þrátt fyrir hernámið í vor og útþurikun sjálf- stæðra smáríkja í Evrópu um sömu mundir ber yfirgnæfandi meiri hluti þjóðarinnar þá von í brjósti, að ísland megi sem fyrst losna við hið vopnaða erlenda iið og allt, sem minnir á eilenda »vernd« og urnsjá, en að hið yfir- lýsta hlutleysi verði þess svetð og skjöldur um ótalin ár. Væntanlega sjá íslenzk stjórnar- völd svo um, að »almenningi« í Bretlandi verði gert það Ijóst, að Snæbjörn Jónssön hafi ekki mælt fyrir munn íslenzku þjóðarinnar í grein sinni í »Spectator«. Gagntræðaskóli Akureyrar var settur í Skjaldborg s. 1. mið- vikudag (15. þ, m) — Aðsókn að skólanum er nií meiri en nokkru sinni áður. V'erða nemendur nm 110 og kennt í 5 deildum. Hefir skólinn keypt húsnæöi af Oddfellotv- um (neðri hæð Verzlunarmannahúss- ins) þar sem kennsla mun fara fram í vetur auk fundarsals verzlunar- manna, sem leigður hefir verið í sama skyni eins og að undanförnu. Nýir tímakennarar við skólann verða Geir Jónasson magister og Toiíi Guðmundsson stúdent, Áheit á Akureyrarkirkju: Kr. 50.00 frá N. N. Þakkir Á. R. N-ÝJA bióBHBHI Föstudags- og sunnudags- kvöld kl. 9: Börn Hardys ddmara. Tal- og hljómmynd f 10 þátt- um. — Aðalhlutverkin leika: Mickey Rooney, cecilia Parker og Lewis Sione. Skemmtileg og spenaandi gam- anmynd. Laugardagskvöld kl. 9: LlfsgleOi (Joy of Lifing) Tal- og hljómmynd í 10 þátt- um. -- Aðalhlutverkin leika: Irene Dunne og Douglas Fairbanks fr. Fjörug og fyndin amerísk söngva- og gamanmynd. — Aukamynd: Wait Disney, teiknimynd Sunnudaginn kl. 3 I Hnefaleikarinn KIRKJAN: Messað verður kl. 12 á hádegi næstkomandi sunnudag í Lögmannshlíðarkirkju. □ Rún 594010237 - Fjh. I. O. O. F. = 12210189 = O Kantötukór Akureyrar heldur aöaljund sinn í Skjaldborg föstu- daginn 18. þ. m. kl. 9 síðdegis. Al- varleg mál á dagskrá. Mœtið! / Iðnskóli Akureyrar verður sett- ur föstudaginn 18. október kl. 8 síðdegis. S/ysfarir. Á mánudaginn varð lónas Gunn- ars9on smiður hér f bæ fyrir því slysi, að falia ur stiga úr 8 álna hæð, þar sem hann var að vinna við aðgerð á Iðnaöarmannahúsinu. Brotnaði hann á hægri hatidlegg upp við ö.xl og hælbeinsbrotnaði að auki Liggur hann í sjúkrahúsinu hér.

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.