Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 18.10.1940, Blaðsíða 3

Íslendingur - 18.10.1940, Blaðsíða 3
ISLENDINGUR S Nefndahrokinn. Þaö hefir mikið gengiö á út af síðustu sumarþáttum Einars Magn- ússonar kennara. Hann minntist þar á hina gífurlegu hækkun á kjötveröinu. Paö er nokkuð vafa- samt, hvort rétt er að hreyfa svo viðkvæmum málum í útvarpi, enda fór allt á annan endann út af téöu erindi. Tíminn, sem þykist vera blað bændanna, ærðist og réöst með of forsi, ekki aðeins að E. M., heldur og á blöð, sem ekki höfðu minnst á málið. Lézt hann tala fyrir munn ýmissa bænda, (sem auðvitað voru búnir til) og var nú hellt úr reiöi- skálum yfir þá menn, sem kveink- uöu sér undan hinni gífurlegu hækk- un á innlendum vörum. Tíminn átti engin nógu sterk orð til að vfta þessa »árás« á bændastéttina fyrir að ákveöa þetta verð á kjöt- inu (sem bændur koma ekki nærri að verðleggja) og telur það ekki til að kvarta undan fyrir hátekjumenn eins og Einar Magnússon. Svo uppgötvar þá Tíminn um leiö, að yíirleitt séu erindi þessa manns »léttmeti og leiðinlega flutt«, en það hefir ekki svo lítið aö segja í þessu sambandi! (Annars hefir þessi maður flutt fjölda fróðlegra erinda á undanförnum árum í út- varpið og þótt flytja þau mjög vel). En Einar var nú ekki alveg bú- inn að »súpa úr nálinni*. Kjöt- verðlagsnefnd »steig í pontuna* á eltir honum og lét útvarpið hafa eftir sér, »að engum óbrjáluðum manni< hafi þótt kjötverðið f fyria »nógu hátt«, og hver sá, sem segi, að kjötið hafi þótt »nógu dyrt«, viti ekki hvað hann sé að tala um! Þess skal getið, að þessi yfirlætis- lega og hrokakennda yfirlýsing var aðeins borin fram í nafni meirihlut- ans, þeirra Páls Zopli., Jóns Árna- sonar og Helga Bergs. Minnihlut- inn gaf stutta yfirlýsingu um álit sitt á þessum málum, sem var hvorttveggja í senn: laus við hroka og viturlega samin, Það getur vel verið, að Einar Magnússon, meirihluti kjötverðlags- nefndar og þeir sem skrifa Tímann Nýkomnar bækur: Elinborg Lárusdóttir; Förumenn III. Síðasta bindi Förumanna, Sólon Sókrates. -- Helga F\ Smári: Hlióðlátir hugir o. fl. sögur. de Fontenay; Uppruni Og áhrif Múhameðstrúar. Einar B Guðmundss.: S/óréttur Adam Rutherford: Pýramidinn mikli Bókaverzlun Þorst. Thorlacius. eigi auðvelt með að kaupa kjötið fyrir þetta verð. En mér er ekki grunlaust um, að hinn hópurinn sé stærri, sem ekki getur það. Ég t. d. fór í kaupavinnu í sumar af þvf illa leit út með atvinnu á möl- inni. Kaupið mitt var hiö sama og í fyrra, en þá var ég líka í kaupa- vinnu. Að vísu hefir fæöið mitt kostaö meira nú. En ég kom með jafn mikla peninga úr sveitinni nú og þá, og mig minnir að mér þætti kjötið nógu dýrt í fyrra, enda fór rétt um helmingurinn af sumarkaup- inu fyrir kjöt og slátur f fyrrahaust. Éað getur verið, að ég sé »brjálað- urc og viti ekki, hvað ég er aö tala um, en ég hef heyrt svo marga hafa sama álit á þessuin hlutum og ég hef, að ég held »brjálsemin« sé afar almenn meðal fátæklinganna og láglaunafólks bæjanna. Ég stakk upp á að fá eitthvað af sumarkaupinu greitt í kjöti, en bóndinn þorði það ekki. Ég bauðst til að greiða það sama veröi og hann fengi fyrir það hjá Kaupfélag- inu, en hann sagðist verða sektað- ur, ef hann léti ekki »skipulagið< hafa sinn part af verðinu. Ég haföi orð á þvf, að mér finndist þetta ósanngjarnt, Ég heföi í mörg ár verið að borga hallann á því kjöti, er hann hefði selt erlendis, meö því að borga miklu hærra verð en þar væri greitt, og vildi gjarna fá að njóta þess 1 ein- hverju. En það verður vfst ekki í þessu lffi. Ég má bara láta mér lynda að teljast geöbilaður, ef ég kveinka mér undan kjötverðinu. Meiri hluti kjötverðlagsnefndar segir, að E. M. haú >vandlega þag- aöc um hækkun á erlenda korn- matnum i erindi sínu. Mér finnst það eðlilegt, þar sem kornvaran lækkaöi allmjög um þær mundir. Sykur lækkaði, kol lækkuðu, síldar- mjöl lækkaöi, benzín lækkaöi. En kjötið hækkaði í mínu plássi um 75 af hundraði. Ég veit vel, að framleiösla kjöts ins er dýr, og má vel vera, að bændum veiti ekki af því verði, sem þeir kunna aö fá'í sinn hlut fj-rir kjötið í haust, En hitt veit ég, að láglaunafólkið í bæjunum verður að fara á mis við margan kjötbit- ann fyrir hið háa verð. Ef þetta fólk mætti kaupa kjötið beint af bændum, mundi verðið geta orðið aö mun lægra og bændur þó feng- iö fullkomlega eins mikið og þeir fá með núverandi sölufyrirkomu- lagi- Ég þekki ekkert til Einars Magn- ússonar, en fann, að hann talaði fyrir munn minn og margra annarra alþýðumanna. Ég þykist vita, að hann sé ekki Framsóknarmaður, því þá mundi hann hafa þagað um kjötverðiö, eða látið sem það væii ekki »nógu dýrt<. En hið hrokafulla ávarp meiri-' hluta kjötverðlagsnefndar mætti gjarna geymast og vera lengi í minnum hnft. Alþýða þessa lands á margt undir högg að sækja lil þessara r.ýju nefnda. En vonandi þarf meira en nefndahrokann einan til aö sannfæra hana um, að álit nefndanna sé ætíð óskeikult og gjörðir þeirra ætíð hinar einú réttu. Einn á mölinni. Auglýsið í Isl Þankabrot Jóns í Grófinní. Á' FENGISBÆKURNAR erunú kom- nar til bæjarins. í Reykjavík er sagt, að þær gangi undir nafninu Guðbrandarbiblíur. Hér veröa þær líklega nefndar Jónsbók. Heföu þær komið ári fyrr, mundu þær e. t. v. hafa verið nefndar Snorra-Eddur, TÆPLEGA verður á móti því mælt, aö málvöndun blaöa vorra og tímarita og alls fjölda manna hafi hrakað til muna og iari enn versnandi. Varla lít eg svo í blöðin í sumar, að ég falli þar ekki um málskrípi, rangar beygingar, slettur úr erlendum málum eöa þ. u. 1. Einkum ber mikið á röngum beyg- inguin, þar sem sagnir, sem stjórna eiga þolfalli eru látnar stjórna þágu- falli. Dæmi: Festa einhverju f. festa eitthvað, pakka e-u f, pakka eitt- hvað. Fréttaþulur Ríkisútvarpsins sagði eitt sinn í sumar: Var öörum enda kaðalsins ramlega fest , . . og í annað skipti » . . . . bakað Rússum mikilla erfiðleika. Éá eru hér til sýnis noklcrar glefsur úr blöðum og tímaritum nýlega: » . . , látinn pakka inn vorum — »nefið ofan í öllu....«, — »sem hún sjálf varð að blæöa fyrirc . . . »sem peim langar í«, , »þá hlakkaði starfsbræður mina til«. » — — ekki getur honum öðlast santi árangur", Þá er ekki óal gengt að sjá dönsku slettuna »des mere — des mindre —« notað að öllu leyti eða bálfu, s, b. *Þess meiri aíköst, pess meiti framleiðilrc (fyrir: því meiri afköst, því meiri framleiösla) og »því lengur sem hanner atvinnulaus,/>ess veikari verð- ur trú hans«, o. s. írv. Þau dæmi, sem eg hef tilfært eru öll nýleg, og vil eg taka það fram, aö hér er ekki um sparða- tíning að ræða, þvf örsjaldan hef eg nennt eða hirt um að skrifa niður slík málblóm, er eg hef rekist á þau í prentuðu máli, eða þau borizt mér að eyrum. En þeir, sem unna tungunni, ættu að vera vel vakandi í þessu efni og leiðrétta þau bögumæli og rangar bejrgingar, er þeir heyra og sjá. Ef mál vort spillist, er menning vor í hættu, Basar hefir Kristniboðsfélag kvenna í Zíon föstudaginn 18. okt. næstk. — Kaffi fæst á staðnum. — Basarinn verður opnaður kl. 3 e. h. Komið, skoðið útsöluna og fáið ykkur síðdegiskaffið í Zíon. Barnastúkan Samúð heldur fund næstkomandi sunnudag kl. 1 e. h. Allir embœttismenn mæti og sem allra flestir félagar. — Rætt verður um vetrarstarfið. Hfálpræðisherinn Heigunar- samkoma kl. 11 í. m. á sunnudag. Kl. 6 opinber samkoma, kl 830 Hjálpræðissamkoma. Á þriðjttd. kl. 7,30 opinber samkoma Um aðra helgi byrjar Sunnudagaskólinn, Heim- ilasambandið og den Norske forening. Adjudant Svafa Glsladóttir deildarstj. stjórnar samkomunum. ENSK FATAEFNI N Ý K O M I N BRAUNS-VERZLUN PÁLL SIGURGEIRSSON. Mðtorbátur 5 tonn (í viðgerð) með nýviðgerðri vél, 12 hest- afla »Bolinder« til sölu. Upplýsingar gefur Jón Sveinsson málaflutningsmaður. Sænsk stúlka óskar eítir snotru her- bergi sem fyrst. — Uppl. hjá Nils Ramselius Hafn- arstræti 77 (3ja hæð). Landnáma. Askrifendum veitt móttaka í Biaveizli P. íloflseius. Barntjtstúkan Sakleysið heldur fund næstk. sunnudag í Skjald- borg kl. 2.30 e. h. — Rætt um vetrarstarfið. — Embættismenn og sem flestir félagar beðnir að mæta. *Tengdapabbi< verður leikinn annað kvöld og sunnudagskvöld. — Aðgöngumiðar seldir í Samkomu- húsinu frá kl. 4-7 í dag og dagana sem leikið er frá kl, 1. St. *Brynja< heldur fund n. k. miðvikudagskvöld kl. 8,30 í Skjald- borg. - Kosning embættismanna, Tekin ákvörðun um vetrarstaríið. Hatnarbryggjan skemmist. lö.þ. m. þegar pólska skipið »Chor- zow« var að leggja að Torfunefs- bryggjunni, vildi svo til, að stefni skipsins renndi beint á bryggjnna og braut i hana skarð allmikið Er ó- happ þetta því verra, að örðugt er að fá efni til viðgerðar. Skipstjór- inn viðurkenndi að vera ábyrgur fyrir skemmdunum og gekk inn á að greiða þær eftir mati.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.